Tíminn - 10.11.1988, Síða 9

Tíminn - 10.11.1988, Síða 9
Fimmtudagur 10. nóvember 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR 11 llllll!l Valgerður Sverrisdóttir: Græni póllinn í stjómmálum Ég las fyrir nokkru grein í virtu tímariti sem bar yfirskriftina, „Græni póllinn í stjórnmálum“. Þar var fjallað um hið pólitíska litróf - það sem skilur að sósíalisma og kapítalisma og þá einkennilegu stöðu sem kemur upp, t.d. þegar þessar tvær stefnur fallast í faðma og beita sér gegn einstaka málefnum, svo sem framleiðslustjórnun í landbúnaði, eins og dæmi eru um. í þessari grein var vitnað í 20 ára ' þrátt fyrir gífurlegar breytingar og gömul skrif eftir norskan prófessor sem fjallaði um þriðja pólinn í stjómmálum, nefnilega þann græna, sem við framsóknarmemi höfum gjarnan viljað kenna okkur við. Prófessorinn hélt því fram, að áður fyrr hafi megin hagsmunabar- áttan í pólitík spannast eftir línu frá vinstri til hægri, frá róttækum sósíalistum - „rauðum“ póli - í íhaldssaman, kapítalískan, borg- aralegan „bláan“ pól. Græni póllinn sé róttækur í þeim skilningi að hann stefni að gagnger- um breytingum í þjóðfélaginu, en að það sé ekki unnt að finna honum stað á pólitískri línu frá vinstri til hægri, heldur sé réttara að líkja hagsmunaaðilum við horn í þríhyrningi, með rauðum pól, bláum pól og grænum pól. Við þessa fyllyrðingu vil ég setja spurningamerki hvað varðar Fram- sóknarflokkinn. Ég vil staðsetja hann á miðjunni. Síðan rekur prófessorinn hverjir séu sameiginlegir hagsmunir með hverjum tveimur pólum og stað- reyndin er sú, að þó svo að þessi grein sé skrifuð í öðru landi fyrir 20 árum, þá er þar mjög margt sem á vel við daginn í dag og aðalatriðin og meginlínurnar eru óbreyttar framfarir í hinum vestræna heimi á þessum tveimur áratugum. Samsteypustjómir Við framsóknarmenn erum gjaman spurðir að því, hvernig það megi vera, að hægt sé að söðla um ánokkurra ára fresti, og jafnvel á nokkrum dögum, frá hægri stjórn til vinstri stjórnar og úr vinstri stjóm til hægri stjórnar, án þess að það virðist hafa nokkur áhrif á pólitíska stöðu flokksins né sálarlíf flokksmanna. Sannleikurinn er sá að Fram- sóknarflokkurinn hefur tekið þátt í ríkisstjórn samfleytt frá 1971 og er sú ríkisstjórn sem nú situr sú sjöunda á tímabilinu. Stjórnar- mynstrin hafa aðeins tvisvar verið nákvæmlega af sama toga, - þ.e. þegar Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur hafa myndað tveggja flokka stjómir. Samstarf þessara tveggja flokka hefur á margan hátt gengið vel. Það er þó svo komið eftir atburði síðustu mánaða að margt bendir til að nú skilji leiðir um nokkra framtíð. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur verið að breytast úr því að vera flokkur, sem taldist standa að baki heilbrigðu atvinnulífi og undir- stöðuatvinnuvegunum, í sundrað- an frjálshyggjuflokk, sem virðist fyrst og fremst verja hagsmuni fjármagnseigenda og stórkapítal- ista. - Það sem auk þessa sýndi sig að gera Sjálfstæðisflokkinn ill sam- starfshæfan í síðustu ríkisstjórn, var valdastaða hans í Reykjavík. - Nú er nefnilega komið að því að höfuðbórgin slái af og leggi sitt af mörkum til að koma á jafnvægi í efnahagsmálum og þar með byggðamálum. Það eru eflaust öllum hér í fersku minni viðbrögð borgarstjór- ans við tillögum okkar framsókn- armanna við landsútsvar af að- stöðugjaldi, þar sem það næði ákveðinni upphæð miðað við íbúa- fjölda. - Þó lét hann þau orð falla, að visu undir rós, að nú ætti að stela peningum af Reykvíkingum og setja í „sukkfyrirtæki" úti á landi. Fólk sem svona talar á ekki samleið með framsóknarmönnum við stjórn þjóðarskútunnar. Framtíð Framsóknarflokksins? Ég álít að Framsóknarflokkur- inn eigi mikla möguleika á að auka fylgi sitt í náinni framtíð. Islensk pólitík hefur í verulegum mæli sótt næringu sína í ágreining í utanríkismálum. Sá málaflokkur hefur a.m.k. skerpt línurnar hvað mest á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags og staðreyndin er sú að framsóknarmenn hafa fram til þessa ekki verið á einu máli hvað utanríkismál varðar. - Nú er svo komið, að formaður okkar hefursem utanríkisráðherra mótað nýja utanríkisstefnu, sem byggir á sjálfstæði og sérstöðu íslensku þjóðarinnar, auk þess sem hún hafnar öfgum á báða bóga. Þeir atburðir sem átt hafa sér stað í heiminum í friðarmálum gera einnig það að verkum, að „Rússagrýlan og Moggalygin" og gömlu Alþýðubandalagsfrasarnir um Island úr Nató og herinn burt, ná ekki eyrum manna í sama mæli og áður var. Nú er því byr fyrir frjálslyndan öfgalausan flokk, byggðan á sér- einkennum íslensks þjóðfélags, með rætur í íslenskum jarðvegi. Staða kvenna Ég hef oft áður gert að umtals- efni stöðu kvenna í íslenskri póli- tík. - Sérframboð kvenna til þjóð- þings er einsdæmi hér á landi. Ástæðurnar eru eflaust margar, en aðalástæðan kannski sú, að konum hefur ekki þótt aðlaðandi að ganga til liðs við gömlu flokkana og koma baráttumálum sínum fram í gegn- um þá. - Við getum svo deilt um það hvor leiðin sé vænlegri til árangurs, sú leið að aðlaga gömlu flokkana nýjum tímum og breyttu þjóðfélagi, með því að starfa innan þeirra, eða að standa fyrir utan og gagnrýna. - Ég þarf varla að taka það fram að ég tel fyrri leiðina ákjósanlegri. Málefnin eru aðalatriði Ég gat þess áður, að ýmsum I þætti það skrýtið hvað Framsókn- 1 arflokkurinn getur sveiflast á milli samstarfs við hægri og vinstri öfl. - Ég hef svarað þessu svo, að við framsóknarmenn veljum okkur samstarfsmenn með tilliti til mál- efna. Auðvitað þurftum við að taka á honum stóra okkar þegar við fór- um í samstarf við Alþýðuflokkinn eftir öll þau gífuryrði sem formað- ur hans hafði látið falla um okkur framsóknarmenn. - Nú neitar því enginn að málefnalegur ágrein- ingur þessara tveggja flokka er ekki mikill, og Alþýðuflokkurinn á margan hátt æskilegur samstarfs- flokkur. Að lokum: Sú ríkisstjórn sem nú hefur verið mynduð af formanni okkar flokks og sem hann veitir forystu hefur vakið von á ný hjá landsbyggðarfólki. Það er því mikil ábyrgð sem hvílir á herðum okkar framsókn- armanna og þá sérstaklega á for- ystu okkar að þessari ríkisstjórn takist að láta gott af sér leiða fyrir íslenskt þjóðfélag allt. E.t.v. eig- um við framsóknarmenn pólitíska framtíð okkar fyrst og fremst undir því. Valgerður Sverrisdóttir. Guðjón V. Guömundsson: Ofbeldisöflin lofsungin Þegar ég las grein Andrésar Magnússonar í Morgunblaðinu 16. október s.l. þá komu mér strax í hug ýmis skrif íslenskra kommún- ista hér á árum áður þegar þeir lofsungu stjórnarfarið í Sovétríkj- unum og ljóðskáldin í þessari ógæfulegu hjörð kváðu meðal ann- ars „Sovét ísland óskalandið, hve- nær kemur þú?“ og menn töluðu um Stalín sem mannsins besta vin. Allt var varið og réttlætt og vest- rænir gagnrýnendur sagðir fara með helber ósannindi, bara aftur- halds- og auðvaldslygi. Þarna aust- ur frá var sem sé fyrirheitna landið, paradís hins vinnandi manns. Hvað kom svo á daginn? Vitanlega’var allt rétt og satt sem andstæðingar þessa skelfilega stjórnkerfis höfðu sagt, þetta staðfestu opinberlega þeir er við tóku af Stalín og í dag vita allir að sá maður og fylgisvein- ar hans verða ævinlega taldir með svívirðilegustu mönnum mann- kynssögunnar. Nefndur Andrés, er ég minnist á hér að ofan, er að mér skilst blaðamaður við Morgunblaðið og hefur verið iðinn við að lofsyngja grimmustu fanta er nú gista jörð- ina. Þó að vitanlega sé ofbeldið sem ísraelsmenn beita Palestínu- fólkið, og hafa gert frá fyrstu tíð, eitt og stjómarfarið undir komm- únisma Stalíns annað þá eru skrif mannsins mjög í ætt við vinnu- brögð íslensku kommúnistanna áður. Meðferð ísraelsmanna á Palest- ínufólkinu gegnum tíðina er svo skelfileg að maður bara skilur alls ekki hvemig þetta getur gerst. Andrés blaðamaður ver og réttlæt- ir allt sem þessir böðlar aðhafast, segir að allt sé stórlega orðum aukið ef ekki meira og minna alger uppspuni og þá líklega myndir þær er fólk hefur horft á f sjónvarpinu sviðsettar, bara tilbúningur einn. Maðurinn dirfist að lýsa hundruð blaðamanna, fréttamanna útvarps og sjónvarpsstöðva, starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, fulltrúa Amnesty International samtak- anna ósannindamenn að ekki sé talað um ótölulegan fjölda ferða- manna er ekki síður hefur orðið vitni að ótrúlegum grimmdarverk- um ísraelsku dátanna. Grein mannsins er svo yfirþyrmandi að furðu gegnir. Það er engu líkara en manninum sé á stundum alls ekki sjálfrátt, hvað skyldu fsraelsmenn borga honum fyrir svona skrif? Komi fyrir að fsraelsmenn beiti hörku við að halda uppi lögum og reglu, eins og hann kallar það, þá er það Palestínumönnum sjálfum að kenna eða hvað er fólkið að kasta grjóti að hermönnunum - þeir eiga rétt á að vera þarna - eða að ögra þeim með að veifa Palest- ínufánanum. Og það að ísraels- menn hersetji Vesturbakkann og Gaza; það er jú aröbum að kenna. Þeir réðust á ísrael árið 1967 og þá tóku ísraelsmenn þessi landssvæði. Þetta er vitanlega ósatt. Það voru fsraelsmenn er réðust fyrirvara- laust á nágranna sína og eyddu til dæmis mestu af herflugflota Egyptalands á jörðu niðri. Sömuleiðis segir Andrés að vandamál Palestínumanna yfirleitt séu þeim sjálfum að kenna. Þeim hefði verið nær að samþykkja til- lögu S.Þ. um skiptingu landsins milli þeirra og aðfluttra gyðinga. Hvað var nú það sem fólst í þessum tillögum. Gyðingarnir áttu að fá í sinn hlut rúman helming landsins, um 56%, en frumbyggjarnir, Pal- estínuarabarnir, 44% enda þótt þeir væru helmingi fleiri. Og ekki nóg með það; á þeim svæðum er gyðingar áttu að fá var nær helm- ingur íbúanna Palestínumenn. Menn hljóta að sjá og viðurkenna hvílíkt himinhrópandi ranglæti átti hér að fremja. Hvernig í ósköpun- um áttu Palestínumenn að sætta sig við þetta óréttlæti? Þjóðin sem búið hafði í landinu öldum saman átti hér að rýma fyrir aðkomu- mönnum, ég segi enn og aftur, þetta er alveg með ólíkindum. Það er og verður þeim þjóðum er að þessu stóðu til ævarandi skammar; íslensk stjórnvöld voru þarna með. Það vita allir sem fylgst hafa með þróun mála að þó að Palestínumenn hefðu sætt sig við þetta ranglæti þá hefðu ísraels- menn aldrei látið þar við sitja; þeir hafa frá fyrstu tíð ætlað sér landið og öll yfirráð þar. Allt frá því Theodor Herzl setti fram hug- myndir sínar um gyðingaríki í Palestínu, var zíonistum ljóst, að þessi áform væru óframkvæmanleg nema þeim tækist að fjarlægja flesta íbúa landsins þ.e, Palestínu- menn, til þess að rýma fyrir gyðing- um. Um brottflutning Palestínu- manna og um nauðsyn þess að beita valdi í Palestínu gegn heima- mönnum var rætt hispurslaust á þingum zíonista þegar fyrir síðari heimsstyijöldina. Það er ekki einu sinni til umræðu í dag af hálfu Israels- manna að Palestínumenn fái að stofna eigið ríki á þessum ræmum er þeir enn halda að nafninu til. Við þekkjum yfirlýsingar ráða- manna með fjöldamorðingjann Shamir í broddi fylkingar. „Við munum aldrei skila herteknu svæð- unum, Palestínumenn fá aldrei að stofna sitt eigið ríki“. Það fer ekkert á milli mála og hefur að sjálfsögðu aldrei gert hvað land- ræningjarnir hafa ætlað sér. Títt nefndur Morgunblaðsblaða- maður minnist á innráðs ísraels- manna í Líbanon árið 1982. Þeir fóru inn í Líbanon til að elta uppi skæruliða - eitthvað álíka sak- leysislegt orðalag notaði blaða- maðurinn, það fer lítið fyrir slíku. Markmið Israelsmanna með inn- rásinni í Líbanon var að eyðileggja allar félags- og menningarstofnanir svo og stjórnmála- og hernaðar- undirstöður, sem palestínskir flóttamenn og afkomendur þeirra höfðu byggt. Markmiðið var einnig að tortíma sem flestum af leiðtog- um Palestínuþjóðarinnar. Sam- kvæmt líbönskum heimildum lét- ust þegar á fyrstu vikum innrásar- innar um 18.000 manns og yfir 30.000 særðust og margir mjög alvarlega enda var beitt mjög öfl- ugum og hættulegum vopnum eins og t.d. flísasprengjum. Eyðilegg- ing mannvirkja var ofboðsleg og hundruð þúsunda misstu heimili sín. Að sjálfsögðu voru það fleiri en Palestínumenn er létu lífið í þessu blóðbaði og enn þann dag í dag eru farnar árásir og sprengjum látið rigna yfir flóttamannabúðir Palest- ínufólksins og svo vita náttúrlega allir hvernig ástandið er á vestur- bakka Jórdanárinnar og á Gaza- spildunni. Ekki líður dagur án þess að Palestínumaður sé skotinn til bana og margir eru limlestir með barsmíðum. Þetta eru orðnar svo hversdagslegar fréttir að manni finnst á stundum sem fólk taki vart eftir þessu lengur, það eru meiri tíðindi sé sagt frá minkadrápi ein- hvers staðar hér á Fróni. Lesendur góðir. Saga Palestínu- þjóðarinnar seinustu áratugina er svo skelfileg að ekki er ofsagt að segja hana einn mesta harmleik mannkynssögunnar. Tökum hönd- um saman og gerum okkar til þess að vitfirringunni linni. Tölum við þingmenn okkar og aðra forystu- menn og þrýstum á að Island leggi sitt af mörkum á alþjóðavettvangi í þeirri baráttu. Málið þolir alls enga bið. I lokin smá kafli úr frásögn íslensks blaðamanns er var þarna á ferð fyrir nokkrum vikum. „Ég sá dýpri niðurlægingu og örbirgð en ég gat ímyndað mér, örvæntingu og vonleysi. Ég sá börn sem misst höfðu föður sinn, börn með skotsár, limlest börn, skítug börn með glampa í augum sem gaf til kynna undarlegt sambland af heift og sakleysi. Böm sem eru öðruvísi en öll önnur börn sem ég hef áður séð, því þau hafa andlit sem eru rúnum rist af ábyrgð og reynslu af daglegu ofbeldi. Astandið á her- teknu svæðunum og flóttamanna- búðum Palestínumanna er mun alvarlegra en okkur hefur verið sagt. Reynsla mín þessa daga var yfirþyrmandi“. Guðjón V. Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.