Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 10. nóvember 1988 12 Tíminn MOSKVA -Mikhaíl Gorbat-| sjov sendi George Bush heilla- óskaskeyti þegar Ijóst var að hann hafði verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Gorbatsjov sagði í skeytinu að hann von- aðist til ao verðandi forseti muni trygaja stöðug og qóð tenqsl við Sovétríkin. Áður hafoi embættismaður í Kreml sagt að Sovétmenn vonuðust eftir fundi Bush og Gorbatsjovs við fyrsta tækifæri. TÓKÍÓ - Ástand Hirohito J keisara var sagt í jafnvægi en embættismenn keisarahallar- innar sögu að brugðið gæti til beggja vona hvenær sem er. j KARTÚM - Byssumaður j stormaði inn í sendiráð Sam-1 einuðu arabísku furstadæm- anna í Kartúm og tók þari sendiherrann og þrjá aðra starfsmenn höndum. Oryggis- sveitir lögreglu náðu að frelsa fólkið og taka manninn höndum. FRANKFURT - Ungur | gyðingur púaði á Helmut Kohl kanslara Vestur-Þýskalands ! þegar hann vottaði fórnarlömb- 1 um Kristalnæturinnar í Þýska- . landi virðingu sína fyrir hönd j þýsku þjóðarinnar. Á Kristal- nóttinni gengu nasistar skipu- t lega í skrokk á gyðingum í j Þýskalandi. I gær voru 50 ár liðin frá þeim atburðum. í Vín , mótmælti rabbíi frá New York fyrir utan dómkirkju heilags Stefáns og beindi mótmælun- um að forseta Austurríkis, Kurt Waldheim. GENF - Embættismenn ír- aka og Irana tilkynntu að þeir muni hefja skipti á sjúkum og særðum föngm 20. nóvember. MOSKVA - Sovétríkin sem hægt hafa á brottflutningi hermanna frá Afganistan gáfu í skyn að þeir muni draga herlio sitt út úr Afganistan fyrir 15. febrúar, þrátt fyrir árásir skæruliða. JERÚSALEM - ísraelskir hermenn skutu til bana þriggja ára barn á hinu hernumda Gazasvæði og særðu tvö önnur. Uppreisn Palestínu- manna hefur harðnað, að undanförnu og viðbrögð ísra- ela síst linast. lllllllllllll ÚTLÖND .............................- :!í ^ ^ T J ; J '' ..' ......... ....... GEOfiGE BUSH NÆST1 BANDARÍKJAFORSETI George Bush og Barbara Bush með afkomendum sínum á góðum degi. Nú verða fjölskyldusamkvæmin haldin í Hvíta húsinu þvi Bush sigraði örugglega í forsetakosningunum á þriðjudag. Repúblikaninn George Bush með blátt blóð í æðum var kjörinn forseti Banda- ríkjanna með yfirburðum í kosningunum á þriðjudag. Bush hlaut 54% atkvæða en andstæðingur hans demó- kratinn Michael Dukakis hlaut 46% atkvæða. Hins vegar juku Demókratar meirihluta sinn í báðum deildum bandaríska þingsins svo það er greinilegt að Bandaríkjamenn vilja íhalds- saman forseta og frjálslynt þing. Kjör Bush er nokkuð sögulegt að því leyti að starfandi varaforseti hefur ekki náð kjöri sem forseti Bandaríkjanna í 152 ár, þó margir hafi reynt. Þá vekur athygli góður árangur hans í Ssuðurríkjunum, en þau höfðu verið talin vígi demókrata allt þar til Ronald Reagan sigraði í þeim öllum árið 1980 og aftur 1984. Bush virðist hafa enn treyst stöðu repúblikana í forsetakosningunum í þeim ríkjum. Sérstaklega sætur er sigur hans í Texas þar sem Bush tapaði í tvígang í öldungadeildar- kosningum hér á árum áður fyrir Lloyd Bentsen sem var varaforseta- efni Dukakis. Það var mikill mannfjöldi sem fagnaði Bush eftir að ljóst var að hann hefði unnið öruggan sigur í forsetakosningunum. Michael Duk- akis hringdi í Bush og viðurkenndi ósigur sinn klukkustund eftir að sjónvarpsstöðvarnar höfðu lýst Bush sem sigurvegara. „Ég vil að þið vitið að hann var mjög elskulegur. Símtal hans var mjög persónulegt, það var einstaklega vinalegt og það var í anda stórkostlegrar hefðar banda- rískra stjórnmála" sagði Bush um samtalið við Dukakis. Bush var mjög mildur í garð Dukakis eftir sigurinn og greinilega annað hljóð í strokknum en í kosn- ingabaráttunni sem almennt er talin sú svívirðilegasta í manna minnum og kalla Bandaríkjamenn ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Bush hét því einnig að eiga gott samstarf við þingið, enda veitir ekki af því þar sem styrkur demókrata þar er enn meiri en verið hefur undanfarið, þar sem þeir hafa haft meirihluta í báðum deildum. Það verður mun erfiðara fyrir Bush að taka við forsetaembættinu 20.janúar en það var fyrir Reagan að taka við embættínu fyrir átta árum. Þá höfðu repúblikanar meirihluta í öldungadeildinni svo Reagan átti auðvelt að koma stefnumálum sín- um þar í gegn. Hins vegar hefur erfiðlega gengið fyrir Reagan að koma málum gegnum þingið að undanförnu. Þá á Bush nú við miklu meiri vanda að glíma sem er gífur- lega mikill viðskiptahalli og halli á ríkissjóði Bandaríkjanna. Hann tuð- aði á því í tíma og ótíma í kosninga- baráttunni að hann myndi ekki hækka skatta, en hefur ekki bent á neinar raunhæfar leiðir aðrar til að minnka hallann. Þá er hætt við að demókratar verði tregir í taumi eftir stór orð Bush í þeirra garð að undanförnu. Hins vegar er ljóst að Bush hefur gífurlega reynslu, enda verið vara- forseti í átta ár. Hann þekkir emb- ættismannakerfið út og inn, og vel það, þar sem hann var yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunn- ar. Þó er ekki að vita nema að Bush hverfi aftur í átt til stefnu þeirrar er hann fylgdi áður en hann gerðist varaforseti, en hann var talinn frjáls- lyndur af repúblikana þó hann hafi stutt Reagan dyggilega í harðlínu- stefnunni. Það gæti komið honum til góða í samskiptunum við þingið. Varaforseti Bandaríkjanna verð- ur Dan Quayle sem er aðeins rétt rúmlega fertugur að aldri og hefur verið hálfgert vandræðabarn í kosn- ingabaráttunni. Quayle er úr íhalds- samari væng Repúblikanaflokksins og harðlínumaður í varnarmálum, en í þeim hefur hann nokkra reynslu eftir að hafa setið í varnarmálanefnd öldungardeildar þingsins. Þá hefur Bush útnefnt James Baker, fyrrum fjármálaráðherra, sem utanríkisráðherra, en Baker stjórnaði kosningabaráttu Bush. Yfirleitt var gerður ágætur rómur að úrslitum forsetakosninganna. Sovétmenn lýstu ánægju sinni með kjörið og segja treysta því að viðræð- ur þær sem verið hafa um samdrátt í vígbúnaði og þíðu í samskiptum ríkjanna haldi áfram. Þeir telja það kost að þekkja kosti og galla repú- blikana eftir að hafa þurft að eiga við Reaganstjórnina í átta ár. Ríki Evr- ópubandalagsins telja gott að fá Bush þar sem hann þekki og skilji málefni og stefnu bandalagsins. Ort- ega forseti Níkaragva bauð Bush til friðarviðræðna um málefni Níkara- gva, en Kontraliðar, andstæðingar Ortega, fögnuðu mjög kjöri Bush, enda hafði Dukakis ekki viljað halda áfram að styrkja þá. Hins vegar sögðu íranar að úrsiit kosninganna hefðu engu breytt, frambjóðendurn- ir hefðu báðir verið slæmir með eindæmum. Að lokum um blátt blóð Bush. Hann og Elísabet Englandsdrottn- ing eru þrettánmenningar. Eins og kunnugt er hefur verið talið að Elísabet sé þrettánda manneskja frá Auðuni skökli. Samkvæmt því er líklegt að telja Bush kominn af sama forföður. Landsstjói rniní Færeyjum fallin Landsstjórn Atla Dam í Færeyjum féll í lögþingskosningun um í fyrradag og eru allar líkur á að „prestastjórn“ taki við þó menn geri ráð fyrir erfíðum stjórnarmyndunarviðræðum á næstunni. 1 kosningunum í fyrradag tapaði Javnaðarmannaflokkur Atla einum lögþingsmanni, hefur nú sjö og Framsóknarflokkurinn sem átti að- ild að flokknum tapaði sínum eina manni og er flokkurinn fallinn út af Lögþinginu. Hinir stjórnarflokkarn- ir tveir héldu sínum þingstyrk, Þjóð- veldisflokkurinn hlaut sex menn kjörna og Sjálfstýrisflokkurinn hlaut- tvo menn kjörna. Hinn hægri sinnaði Fólkaflokkur vann einn þingmann og hefur nú átta þingmenn, Sambandsflokkurinn hélt sínum sjö mönnum og Kristilegi fólkaflokkurinn bætti við sig einum þingmanni og hlaut tvo menn kjörna. Samtals hafa þessir þrír flokkar því sautján^ þingmenn af þrjátíu og tveimur á Landsþinginu. ' Er talið að flokkar þess myndi næstu landsstjórn. Ástæða þess að nokkuð öruggt er talið að þessir flokkar myndi stjórn er sú að Atli Dam hefur þvertekið fyrir að Javnaðarmenn taki þátt í stjórnarsamstarfi við Fólkaflokkinn á meðan hinn öfgafulli hægrimaður Óli Brekkan er þar svo várdamHcíIl sem raun ber vitni. Þá er talið óhugsandi að Þjöðveldisflokkurinn og Sambandsflokkurinn sitji saman í stjórn vegna grundvallarágreinings um stöðu Færeyja gagnvart Dana- veldi. Þá er aðeins einn möguleiki eftir til stjórnarmyndunar. Vinstrisinnar í Færeyjum hafa þegar gefið hugsanlegri stjórn hægri- manna nafn og kalla þeir hana „Prestastjórnina", því að henni munu einungis standa prestar og meðlimir heittrúarhreyfinga í Fær- eyjum. Ungir samstöðu- menn hefja vinnu ■* Ungir og róttækir liðsmenn Samstöðu, sem fóru í verkfall í tveimur skipasmíðastöðvum í Gdansk í trássi við Lech Walesa, leiðtoga verkalýðssamtakanna, hafa hætt verkfallsaðgerðum eftir að þeim mistókst að fá hinn almenna verkamann í lið með sér. Höfðu þeir verið í verkfalli í einn sólarhring. Verkamennimir ungu ætluðu að knýja stjórnvöld til þess að hætta við lokun Lenín skipa- smíðastöðvanna og til að viður- kenna tilverurétt Samstöðu. Hefði verkfallstilraun þeirra tek- ist hefði Lech Walesa sagt af sér sem leiðtogi Samstöðu, svo túlka má þessa niðurstöðu sem styrk- leikamerki Walesa. „Enginn hefur gengið í lið með okkur. Við urðum að hætta,“ sagði átján ára verkfallsmaður er hann tók niður pólska fánann sem áritaður var nafni Samstöðu og hangið háfði yfir hliðum skipa- smíðastövarinnar. „Við treystum á liðsauka en hann kom ekki,“ bætti hann við. Hann sagði að einungis hundrað verkfallsmenn hefðu tekið þátt í verkfallinu, en nær sexþúsund menn vinna í skipasmíðastöðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.