Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 10. nóvember 1988 Ákvörðun tekin innan tíðar um hvaða erlendar bjórtegundir verða á boðstólum hjá ÁTVR: Carlsberg og T u- borg líklegastir „Ef við eiguni að iosna við gríðarlegan fjárfestingarkostnað við að breyta verslunum þá getum við ekki veriö með meir en þétta fimm tii sex bjórtegundir," sagði Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR. Höskuldur sagði að mjög margar umsóknir hefðu borist um að fá bjórtegundÍF fluttar inn frá flestum löndum heims, þar á meðal Kína og Ástralíu. Höskuldur sagði mjög líklegt að pöntunarþjónusta yrði starfrækt með svipuðu sniöi og gert er með víntegundir sem ckki fást í verslunum ÁTVR. Rannig yrði hægt að sérpanta tcgundir scm annars verða ekki til sölu í verslun- um ÁTVR. Hann sagði þó að ólíklegt væri aö hægt yröi að panta einn og einn kassa, heldur yrði þjónusta þessi sniðin að þörfum veitingahúsa eða einstaklinga sem vildu kaupa umtalsvert magn. Verð á bjórnum hefur ekki verið endanlega ákveðið en ræddar hafa verið í fjölmiðlum tillögur sérstakr- ar nefndar sem um verölagsmál á aö fjalla samkvæmt áfengislögum. Endanleg ákvörðun er hins vegar í höndum fjármálaráneytisins. Höskuldur sagði að á allra næstu dögum yrði að taka ákvörðun um hvaða bjórtegundir verða scldar hérlendis ef ÁTVR ætti ekki að lcnda í meiriháttar vandræðum og sagði hann að unniö væri að þess- urn málum og allir sem þessu tengdust væru að athuga sinn gang og bjórumboðsmenn reyndu cftir megni að fylgjast með gangi þess- ara niála. Bjórmenn telja að þrjár til fjórar tegundir erlends bjórs muni fást í verslunum ÁTVR og komi þar helst til greina hinir dönsku Carls- berg og Tuborg, Heineken frá Hollandi, Becks frá V-Þýskalandi, Budweiser frá Bandaríkjunum og Urquell frá Tékkóslóvakíu og séu tvær fyrstncfndu tcgundirnar næsta öruggar um að verða til sölu í Ríkinu. -sá Rjúpnavertíðin í algleymingi, veiðin með ágætum á Norðurlandi: Rúmlega 30% hækkun á rjúpu milli ára! Rjúpnaskytta mun fá um 300 krónur í sinn vasa fyrir hverja selda rjúpu sem er þokkalegasta launa- hækkun sé miðað við áriö í l'yrra. í kjötbúð Péturs við Laugaveg fengust hinsvegar þær upplýsingar að rjúpan út úr búð myndi sennilega kosta rétt tæplega fjögur hundruö krónur fyrir þessi jól scm er nokkuð mikið meira en fyrir ári en þá mun stykkið hafa kostað um þrjú hundr- uð krónur. Að sögn verðlagsstjóra er ekki Ijóst hvort verð á rjúpu fellur undir verðstöðvun cn hann sagði að þetta verð yrði kannað og í fram- haldi af því kæmi í Ijós hvort það væri óeðlilega hátt. Hann sagði einnig að veittar væru undanþágur vegna árstíðabundinnar vöru svo sem á sumrin þegar lax væri á boðstólum og ekki væri óeölilegt að rjúpan fengi sömu meðhöndlun. Spurningin væri því hvort hækkunin væri of mikil. Rjúpan í hópum á Norðurlandi Nú er rjúpnavertíðin í algleymingi og mismunandi klæddir, mismun- andi vel á sig komnir menn sjást arka upp um holt og hæðir í leit að ósjálfbjarga liænsnfuglum sem geta litla björg sér veitt gegn frethólkum mannanna. Ekki mun veiðin hafa gengið sem best sunnanlands en af einum frétti Tíminn sem gerði það „gott“ í veiðiferð fyrir skömmu. Sá mun vera af húnvetnskum ættum. Þessi ágæti Húnvetningur brá sér yfir sýslumörkin til nágranna sinna í Skagafirði með hólkinn um öxl og skotbelti um sig miðjan. Þegar hann hafði vappað nokkra stund og skimað í kringum sig með augun hálflukt í leit að rjúpu kom hann auga á eina og svo aðra og þannig koll af kolli þar til skotfæra- birgðirnar þraut. Húnvetningurinn skotglaði hélt þá til byggða, boginn í baki undan þunga sjötíu og fjögurra rjúpna! Ekki afleitur árangur það en þó mun hann hafa orðið fyrir nokkrum von- brigðum með að hafa ekki keypt meira af skotum í byggingavörudeild K.H. Þess má geta að ætli þessi ágæti maður sér að selja afurðirnar svo að við hin getum gætt okkur á þeim á aðfangadagskvöld, fær hann að öll- um líkindum 300 kr. fyrir stykkið í sinn vasa sem þýðir að fyrir þessa ákveðnu ferð ætti hann að fá 22.200 kr. -áma Tímamótasamningur Samvinnubanka og KÞ á Húsavík: BANKINN TRYGGIR INNLÁNSDÐLDINA „Fyrir viðskiptavinina þýðir þetta í fyrstu uml'erð að þeir snúa sér til.Samvinnubankans og fá þar afgreiðslu þeirra mála sem varða innlánsdeildina og að auki geta þeir væntanlega talist öruggari með gildi innistæðna sinna en áður,“ sagði Hreiðar Karlsson kaupfélags- stjóri Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík við Tímann. Tíminn ræddi við Hreiðar í til- efni þess að í fyrradag gckk í gildi samningur milli KÞ og Samvinnu- banka íslands hf. en samkvæmt honum ábyrgist bankinn innistæð- ur í innlánsdeild kaupfélagsins sem eigin innlán. Hreiðar sagði að þessi mál hefðu verið í deiglunni milli KÞ og bank- ans frá því snemma í vor og ástæðurnar eru meðal annarra þær að brátt eiga að ganga í gildi ný lög um starfsemi banka og lánastofn- ana en innlánsdeildir kaupfélag- anna eiga margar ekki of gott með að laga sig að þeim. í fréttatilkynningu um þetta mál segir að innlánsdeildirnar hefðu á sínum tíma verið stofnaðar til sam- hjálpar og sjálfshjálpar samvinnu- manna þegar bankar á íslandi voru fáir og smáir, Ástæðan hefði einnig verið sú að kaupfélög hefðu átt ógreiðari aðgang að lánsfé en ann- ar atvinnurekstur. Því hafa inn- lánsdeildirnar haft afgerandi áhrif á eflingu samvinnurekstrar. -sá Myndin sem tekin er í Austurstræti, sýnir skástrikuðu bflastæðin og hefur stæðum við götuna fjölgað um 7. Að sögn Inga Ú. Magnússonar, gatnamálastjóra, ætla þeir að bjóða bflstjórum upp á fleiri stæði með vorinu. (Tímamynd: Gunnar) Bílastæðum í miðbænum fjölgar verulega: Arangursrík en einföld hugmynd Bílastæðum við Snorrabraut hefur fjölgað um 49 frá því sem var. Á ýmsum öðrum stöðum í borginni er búið að bæta fjörutíu og þremur stæðum við, og til stendur að fjölga þeim enn frekar. Þessa fjölgun bílastæða má rekja til einfaldrar en árangursríkrar lausnar. Bílastæði sem afmörkuð hafa verið við gangstéttir, hafa verið máluð þvert á götuna, en með því að stæðin eru afmörkuð með skástrik- um, eykst stæðafjöldinn verulega. Þetta kom fram í samtali við Inga Ú. Magnússon, gatnamálastjóra, í gær. Áður en byrjað var á breyting- unum voru bílastæðin í miðbænum 142 talsins, en eru nú orðin 238. Ingi sagði að bíleigendur gætu mjög fljótlega byrjað að nota öll stæðin, en eftir ætti að mála skástrik- in á nokkrum stöðum. Gatnamálastjóri var spurður hvort fleiri skástæðum yrði bætt við, og sagði hann að unnið yrði að þvf eftir megni. „Við reiknum með góðum gangi mála. Það þarf að viðra vel fyrir gerð bílastæða og við murium undirbúa þetta í vetur.“ Hann taldi líklegt að framkvæmd- ir hefðust næsta vor, og aðspurður hvar stæðum yrði fjölgað sagði hann að það yrði hingað og þangað um borgina. Samtals hefur nú bílastæðum í Reykjavík fjölgað um 96, eða um 68%. " elk. Sex íslenskir skákmenn á leið á ólympíumótið í skák: Stefnum á eitt af tíu efstu sætunum Sex íslenskir skákmenn taka þátt í ólympíumótinu í skák sem hefst f Grikklandi um helgina. Þetta eru þeir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson en auk þeirra fara utan skákmennirnir Karl Þorsteins og Þröstur Þórhallsson sem vara- menn. Þessi sveit er að megninu til sú sama og tefldi í Dubai í hittiðfyrra og lenti þá í fimmta sæti. Áuk keppenda munu þeir Þráinn Guð- mundsson forseti Skáksambands ís- lands og Kristján Guðmundsson fara sem farar- og liðsstjórar. Kunnugir segja að Islendingum sé óhætt að vera hæfilega bjartsýnir á frammistöðu þeirra félaga og að jafnvel sé ekki úr vegi að gera ráð fyrir að þeir hreppi eitt af tíu efstu sætunum enda hafi þeim sem sveit- ina skipa farið mjög fram á síðast- liðnum árum. -áma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.