Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 10. nóvember 1988 Tíminn 7 Úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum: Bandaríkjamenn verða að huga að efnahagsmálunum af því að þarna eru erlendar skuldir líklega hlutfallslega orðnar jafn- miklar og okkar íslendinga. Það að auðugasta þjóð heims skuli halda áfram á þeirri braut er náttúrlega algjörlega ófært og getur haft óskaplega miklar og alvarlegar af- leiðingar fyrir alla heimsbyggðina. Pað er svo sannarlega von mín að George Bush taki á þessum málum og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en það verði gert. Þetta tel ég að sé langmikilvægasta verk- efni nýs forseta Bandaríkjanna". - Hefurðu kynnst George Bush persónulega, og ef svo er hvernig líkaði þér þá við hann? „Já, ég hef lítillega kynnst honum, hann kom hingað í opin- bera heimsókn á sínum tíma og þá var ég hans opinberi gestgjafi. Mér finnst þetta mjög geðfelldur maður og ekki síður eiginkona hans, þannig að kynni mín af þeim hjónum eru ekkert annað en jákvæð." Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins: Kom mér ekki á óvart „Þessi úrslit komu mér reyndar ekki á óvart og ég geri ekki ráð fyrir því að þau breyti miklu varð- andi samskipti íslands og Banda- ríkjanna. Á ýmsa lund má reyndar kannski ætla að þetta tryggi enn frekar framgang ýmissa mála sem hafa verið á döfinni í samskiptum ríkjanna, þ.e. Bandaríkjanna og íslands. Ég nefni til dæmis hugsan- legan fríverslunarsamning, sem ræddur hefur verið, og endurskoð- un á viðskiptum og viðskiptaskil- málum þjóðanna sem tekin var upp við Bandaríkjaforseta í sumar. Einnig ætla ég að það séu mestar líkur á því að Bush framfylgi þeirri stefnu sem Reagan fylgdi í alþjóða- samskiptum og hefur leitt til mikils árangurs í afvopnunarviðræðum sem aftur hefur auðvitað áhrif á stöðu íslendinga. Þessari stefnu tel ég að Bush muni fylgja eftir. í grófum dráttum tel ég að þeim meginsjónarmiðum, sem skipta ís- lendinga mestu máli, sé í raun borgið með þessum úrslitum.“ -áma Tíminn fór þess á leit við þá Steingrím Hermannsson og Þor- stein Pálsson að þeir létu í Ijós álit sitt á úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum þar sem George Bush varð ótviræður sigurvegari. Steingrímur Her- mannsson forsæt- isráðherra og for- maður Framsókn- arflokksins: Sama stefna áfram „Ég er þeirrar skoðunar að þessi úrslit komi ekki til með að hafa í för með sér veigamiklar breytingar í Bandaríkjunum því Bush fylgir að mestu sömu stefnu og Reagan hefur mótað á undanförnum árum. Ég hef reyndar nokkrar áhyggjur af því að Bush hefur lagt talsverða áherslu á að auka vígbúnað á höfunum á sama tíma og sú ánægjulega þróun, sem við höfum orðið vitni að. á sér stað í samskiot- um Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna og vonandi verður haldið áfram á þeirri braut. Ég hefði hinsvegar vonað að þeir tækju efnahagsmál sín föstum tökum og tel reyndar að allur heimurinn hljóti að hafa áhyggjur Opið bréf til borgarstjórnar í Reykjavík: Hundaeigendur eru vonsviknir Tímanum hefur borist eftirfarandi bréf Hundaræktarfélagsins til borgarstjórnar Reykjavíkur: Hundaræktarfélag íslands lýsir vonbrigðum sínum með niðurstöð- ur skoðanakönnunar um núgild- andi reglugerð um hundahald í Reykjavík. Þar sem meirihluti Reykvíkinga tók ekki þátt í at- kvæðagreiðslu um reglugerðina má draga þá ályktun að menn láti sig almennt hundahald litlu skipta. Nær fullvíst er að margir greiddu atkvæði gegn reglugerðinni þar sem þeir eru óánægðir með að henni hefur ekki verið framfylgt sem skyldi, en eru hinsvegar ekki andvígir hundahaldi sem slíku. Þau fjögur ár, sem undanþágu- reglugerðin hefur gilt í Reykjavík, hefur Hundaræktarfélagið einbeitt sér sérstaklega að fræðslu hunda- eigenda og má búast við að sú fræðsla skili sér í framtíðinni í betri umgengni og auknum skilningi á eðli og þörfum hundsins. Félagið væntir þess að borgaryf- irvöld sýni þann skilning og það réttlæti að tryggja að sérhver dýra- eigandi í borginni sitji við sama borð í framtíðinni. Hundaræktarfélagið lýsir sig fúst til samstarfs við yfirvöld um endur- skoðun núgildandi reglugerðar og leggur til að eftirlit verði hert og reglum framfylgt út í ystu æsar, bæði af hundaeigendum og Heil- brigðiseftirlitinu í Reykjavík. Finnur Ingólfsson: Getur Davíð pantað neikvæðar umsagnir? Finnur Ingólfsson mælti í neðri deild í fyrradag fyrir frumvarpi sínu um lögverndun á starfsheiti og starfs- réttindum fóstra, sem hann flytur ásamt fleirum. Frumvarp þetta er lagt fram í samráði við Fóstrufélag íslands og var flutt á síðasta þingi en náði þá ekki fram að ganga. Mennta- málanefnd sendi það þá til umsagnar og voru allar athugasemdir sem bárust jákvæðar, nema umsögn embættismanna Reykjavíkurborg- ar. Finnur vitnaði í viðtal við Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur fyrrver- andi borgarfullrúa í tímaritinu Veru, þar sem hún segir að æðstu embættis- menn borgarinnar séu tilbúnir að tefla þá refskák sem Sjálfstæðis- flokkurinn þarf á að halda og talar um pöntuð bréf og alls konar pantað- ar yfirlýsingar og sjónarmið sem meirihlutinn þarf á að halda. í framhaldi af því varpaði Finnur fram þeirri spurningu hvort Davíð Oddsson hefði pantað neikvæða um- sögn um frumvarpið, þar sem hann virtist vera í heilögu stríði við fóstrur frá því í kjaradeilunum 1986 er borgarstjóranum tókst ekki með yfirgangi og bolabrögðum að berja fóstrustéttina til hlýðni. Finnurgekk svo langt að líkja því kerfi, sem sjálfstæðismenn í höfuðborginni eru búnir að byggja í kringum sig, við það kerfi sem Gorbatsjov er nú að reyna að leggja af í Sovétríkjunum. Að lokinni umræðu var frumvarp- inu vísað til menntamálanefndar neðri deildar og anarrar umræðu. -ág Höfum um 50% fisk- markaðar í Bremerhaven Fiskmarkaðirnir í Bremerhaven og Cuxhaven myndu skaðast veru- lega ef íslendingar hættu að flytja út fisk á þessa markaði. Sérstaklega á þetta við um Bremerhaven þar sem langmestur hluti þess afla sem fer í gegn um ferskfiskmarkaðinn kemur frá íslandi. Heildarafli sem fór í gegn um uppboðsmarkaðinn í Bremerhaven 1986 var 42.983 tonn af ferskfiski. Af því komu 20.424 tonn frá íslandi eða47,5% aflans. Skipting ferskfisk- innflutningsins var árið 1986 þannig að 10.895 tonn voru flutt á markað í Bremerhaven í togurum og 9.529 tonn í gámum. í Cuxhaven á sama ári var heildarafli sem fór í gegn um uppboðsmarkaðinn 31.443 tonn. Af því áttum við um 23%. Fyrstu sjö mánuði ársins 1987 var heildaraflinn sem kom á markaðinn í Bremerhaven 32.150 tonn. 16.520 tonn af því komu frá íslandi eða um 51%. í gegn um uppboðsmarkaðinn í Cuxhaven fyrstu sjö mánuði ársins fóru 17.602 tonn. Af því komu 2615 tonn frá íslandi eða 14,9%. Auk þessa ferskfiskútflutnings er einnig seldur saltaður fiskur og fryst- ur fiskur, sem ekki er með í þessum tölum, þar sem hann fer ekki í gegn um markað. Svo eru þess líka dæmi að fiskur frá öðrum löndum en íslandi fari ekki í gegn um markað- inn, þó svo að hann sé algengasta leiðin. Sveinn Hjörtur Hjartarson fulltrúi hjá LÍÚ sagði aðspurður í samtali við Tímann að það væri kannski full djúpt í árinni tekið að segja að Slrætó í Harður árekstur varð milli strætis- vagns frá Landleiðum og fólksbíls á horni Sóleyjargötu og Njarðargötu á tólfta tímanum í gær og þurfti að kalla til tækjabíl slökkviliðsins til að fiskmarkaðirnir myndu leggjast nið- ur ef íslendingar hættu að senda fisk á þýsku hafnirnar, en það mundi hafa veruleg áhrif. „Það eru gagn- kvæmir hagsmunir þarna á milli. Þeir skipta þá og ekki síður okkur miklu máli. Við erum stór viðskipta- aðili og höfum hjálpað markaðinum hjá þeim með ferskan fisk í mörg ár. Ég veit ekki hvert þeir ættu annað að leita,“ sagði Sveinn Hjörtur. Bremerhaven og Cuxhaven eru báðar hafnarborgir og sjávarútvegur skiptir þær miklu máli. Mikill fjöldi fólks vinnur við fiskvinnsluna. ^jj^ árekstri losa ökumann fólksbílsins. Hann var fluttur á slysadeild, en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.