Tíminn - 10.11.1988, Page 5

Tíminn - 10.11.1988, Page 5
Fimmtudagur 10. nóvember 1988 Tíminn 5 Veruleg umbrot framundan í skipulagi vátryggingafélaga á íslandi, því hvert stærri félaganna um sig gæti gleypt rekstur þess næsta án þess að bæta við einum starfsmanni: RAUNHÆFT AÐ TALA UM 3-4 TRYGGINGAFÉLÖG Ekki er talið óraunhæft að innan fárra missera verði aðeins þrjú til fjögur frekar stór vátryggingafyrirtæki til á íslandi. Nú skipta t.d. átta tryggingafyrirtæki milli sín bifreiðatryggingum í landinu, en Ingi R. Helgason, for- stjóri Brunabótafélags íslands, segir að sitt félag gæti faglega séð tekið við öllum bifreiðatryggingum án þess að bæta við einum einasta starfsmanni. Það eru stór orð þar sem iðgjöld ökutækjatryggingar voru ríflega 27% af heildariðgjöldum ársins í fyrra. Miðað við núverandi 12% markaðshlutdeild í heild yrði um margfalda hlutdeild að ræða hjá þeim 57 starfsmönnum sem þar eru núna. Þetta er reikningsdæmi um „áttfalda“ óhagræðingu sem menn virðast standa frammi fyrir á sviði vátrygginga. Rekstrarkostnaður er víða vel yfir 20% í þessum fyrirtækjum. Með því að minnka rekstrarkostn- að tryggingafyrirtækis um einn tí- unda, myndu heildarútgjöld fyrir- tækisins með 20% rekstrarkostnað lækka um 2% en það eru upphæð sem er á annað hundrað milljónir króna í heildina. Mesti sparnaður- inn er þó enn sem fyrr sá sem fengist með bættri umferðarmenn- ingu og lægri tjónaupphæðum. Þar eru stóru fúlgurnar eins og einn forstjórinn orðaði það. Rekstrarkostnaði má ná veru- lega niður með sameiningu trygg- ingafélaga og fækkun starfsfólks. Einn deildarstjóranna í einu stærsta félaginu hafði á orði að vel mætti lækka iðgjaldagreiðslur ein- staklinga um allt að 20-30% ef raunveruleg hagræðing fylgdi í kjölfar sameiningar. Einingarnar allt of litlar Sameiningarviðræður hafa stað- ið yfir milli félaganna á víxl og með mismunandi áhuga í ýmsar áttir undanfarin ár. Viðræður milli framkvæmdastjórna Sjóvár og Al- mennra trygginga eru þó áþreifan- legar núna. Að sögn Ólafs B. Thors, forstjóra Almennra trygg- inga, er verið að tala um að þessi tvö fyrirtæki renni saman í eitt nýtt. Viðræður eru hins vegar ekki nálægt því komnar á það stig sem talað hefur verið um opinberlega. Taldi Ólafur að t.d. gæti hluthafa- fundur varla farið að fjalla um málið fyrir en öðru hvoru megin við næstu áramót. Margt gæti kom- ið upp sem sliti þessum umleitun- um núna. Rétt er að taka fram að fjárhagsleg staða þeirra beggja er betri en heimildir Tímans hermdu í gær. Samkvæmt milliuppgjöri er meiri hagnaður nú þegar en nam tapinu á síðasta ári hvað varðar Almennar tryggingar. Það er því ekki neyðin sem rekur fyrirtækin í eina sæng. Ólafur sagði að það væri einfald- lega tóm heimska að vera að vinna sömu verkin á mörgum stöðum með ærnum kostnaði. „Rekstrar- einingar eru upp til hópa allt of litlar á íslandi,“ sagði Ólafur, „og ég er fyrir mitt leyti tilbúinn á láta reyna á hvort ekki sé hagkvæmt að þessi fyrirtæki sameinist. Það er enginn vandi að sjá að svona hagræðing geti skilað spamaði um tugi milljóna strax á næsta ári.“ Jafnframt sagði Ólafur: „Samt verður að vera samkeppni milli aðilanna og viðskiptavinurinn verður að finna mannlega þáttinn áfram þrátt fyrir stærri einingar.“ Enginn munur á 10 þús. eða 60 þús. bílum í tölvukerfinu Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár, segir að það breytti engu fyrir tölvukerfi í dag hvort um væri að ræða 10 þúsund bíla eða 60 þúsund ökutæki. Því væri ljóst að hægt væri að reka núver- andi tryggingastarfsemi með minni mannskap en gert er. Sagði Einar að það kæmi sér ekki á óvart þótt þessar viðræður þeirra núna ýttu við einhverjum öðrum. Vildi Einar þó taka fram að ekki hafi orðið sama þróun hjá vátrygg- ingafélögum og orðið hefur í bankakerfinu. Sáralítil sem engin fjölgun hefur orðið á mannafla síðustu árin hjá þessum félögum. Hins vegar er verið að tala um talsverða fækkun starfsmanna, þótt forstjórarfélaganna hafi flestir sagt að það myndi ekki gerast nema á lengri tíma og ekki með neinum látum. Þetta er því atriði sem ekki myndi skila hagnaði fyrr en að nokkrum árum liðnum. Samtals starfa á fimmta hundrað manna hjá vátryggingafélögunum í dag. Helsti kostur þess að sameina félögin er þó sá að þróunarkostn- aður nýrra trygginga myndi lækka. Fyrsta skrefið á þessu sviði hefur þegar verið tekið hjá þeim tveimur sem nú eru í viðræðum, með því að þeir stóðu sameiginlega að þró- un og markaðssetningu svokallaðr- ar Gullvemdar. Brunabótog Samvinnutryggingar En hvað líður öðrum félögum og hver gæti þróunin orðið á næst- unni? Allir forstjórar stærri félag- anna voru sammála um að ekki sé óraunhæft að hér yrðu ekki nema um þrjú til fjögur vátryggingafélög innan fárra missera. Andrúmsloft- ið er jákvætt núna, eins og einn þeirra hafði á orði. En lítum þá á hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hvernig þessi 3-4 félög geta orðið samsett. Núna eru á annan tug félaga sem standa í vátryggingum. Aðeins fimm þeirra ná upp fyrir 10% markaðshlutdeild. Nú þegar á Sjóvá dótturfyrirtæki sitt, Hag- tryggingu. Hitt stóra hlutafélagið er Almennar tryggingar. Með sam- runa þessara félaga fengist eitt af þeim þremur stóru félögum sem verið er að tala um. Samvinnutryggingar eru ekki hlutafélag, heldur er það í eigu þeirra sem tryggja hverju sinni. Það er því gagnkvæmt trygginga- félag, sem er skammstafað g.t. Annað félag er til sem er g.t. en það er Brunabótafélag íslands. Það var stofnað með lögum frá Alþingi árið 1915 og býr þó við þá sérstöðu að ráðherra skipar forstjóra og fulltrúaráð þess er skipað fulltrúum sveitarfélaga. Ekkert mælir gegn því að g.t. félag geti sameinast hlutafélögum en vegna þessa sam- eiginlega fyrirkomulags er oft sagt manna á milli að þau séu líklegri íslands á fiskiskipum. Samkvæmt lögum er skylt að tryggja öll fley af stærðinni 12-100 tonn hjá Sam- ábyrgð, en þar eru nú nokkur stærri skip einnig tryggð. Það sem þó gæti riðlað þessari mynd okkar af framtíðarfélögum er að líklegt er að Brunabót reyni helst af öllu að mynda samruna við félag með aðra tryggingarsamsetn- ingu, þ.e. leiti frekar eftir því við félag eins og Tryggingarmiðstöðina að þau sameinist, þar sem það var með 40% af öllum iðgjöldum í skipatryggingum á síðasta ári. Þar var hlutur Samvinnutrygginga t.d. ekki nema um 14% þó að það teljist enn stærsta tryggingaféiag á íslandi. Ábyrgð og Trygging Minni félögin eru ekki síður tilbúin til að ræða hugsanlega sam- einingu eða jafnvel sölu. Staða Ábyrgðar hf. er slík að nú er vart annað hægt en kalla það dótturfyr- irtæki Andsvar Intemational í Svíþjóð, sem á um 89% hlutafé þess, samkvæmt heimildum Tímans. Það er að mestu í öku- tækjatryggingum sem komu illa út á síðasta ári, eins og þegar hefur komið fram. Ábyrgð er félag sem líklegt er að keypt verði upp, þar sem hlutur sænska félagsins er jafnan til sölu. Annað félag er Trygging hf. sem gæti lent með hvaða stórfyrirtæki framtíðar á þessum vettvangi sem er. Líklegt er þó talið að það halli sér frekar að sameiningu við „Sjóvá-Almennar tryggingar hf.“ en Samvinnutryggingar, vegna leyndrar pólitískrar skiptingar í tryggingaheiminum. Trygging er með öðrum orðum talið vera á hægri kantinum svokallaða. Skilar þetta lækkun? En skilar þetta þeim hagnaði að iðgjöld heimila og einstaklinga lækka á næstu misserum? Um það eru ekki allir sammála. Einn við- mælandi okkar segir að hægt sé að lækka iðgjöld heimila um allt að 20-30% með sameiningum og hag- ræðingu. Aðrir segja að nú þegar eigi sér stað svo gífurleg undirboð að félögin séu þegar byrjuð að stíga fyrstu skrefin til lækkunar áður en fyrir liggur hagræðing vegna sameiningar. Eitt slíkt undirboð var sameiginlegt tilboð Almennra trygginga og Sjóvár í tryggingar fyrir Visa fsland, en það er talið hafa verið um 50% undir svokallaðri tjónareynslu þess fé- lags sem þjónað hefur Visa undan- farin ár. Fram til þessa hafa undir- boðin verið 5-10% lægri en frá fyrrverandi tryggingafélögum, sem þekkja venjulega vel útgjaldahlið viðskipta sinna. Það er því ekki víst að árleg 40-50 þúsund króna greiðsla sem einstaklingur reiðir nú fram í trygg- ingar af bíl sínum, íbúð og lífi, muni lækka að ráði næstu misseri. Það eru tjónagreiðslurnar sem skipta máli og hvort tekst með sameiginlegu átaki að draga úr slysum og minnka þannig lang stærsta útgjaldalið tryggingafélaga. En gefum samt Inga R. Helga- syni síðasta orðið: „Það hvílir sú skylda á okkur að hagræða rekstr- inum eins og kostur er. Sameining í stærri einingar er ekki óraunhæfur kostur. Við viljum bara helst ræða það frjálst hvar við viljum vera og hvernig.“ KB Eitt nýjasta bfltjónið varð í gær er þessum litla fólksbíl var ekið ofan í húsgrunn Skeifúnnar 19 í Reykjavík. Ekki lylgir sögunni hvaða tryggingafélag bar skaðann, en vegna óhappa sem þessara er erfitt að lækka iðgjöldin hvernig sem sparað er í rekstri félaganna. Tímamynd Pjeiur en önnur til að sameinast. Það yrði annað stóra félagið í vátryggingum því samanlög markaðshlutdeild þeirra á síðasta ári var um 35%. Tryggingarmiðstöðin þriðja Þriðja stóra félagið yrði þá Tryggingarmiðstöðin og Reykvísk endurtrygging, en hið síðarnefnda er enn rekið á sjálfstæðan hátt þrátt fyrir að Tryggingarmiðstöðin eigi það. Samanlögð brúttóiðgjöld þeirra á síðasta ári voru um 900 milljónir króna af 5,9 milljarða heildariðgjöldum allra félaga. Tryggingarmiðstöðin var upphaf- lega stofnuð af sömu aðilum og stóðu að Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, en alls eru hluthafar nú orðnir um 80 talsins. Samábyrgðin það fjórða Fjórða stóra félagið er aðeins að hluta til með tryggingar á frjálsum markaði en það er Samábyrgð Ólafúr B. Thors, forstjóri Almennra trygginga fullyrðir að allir forráða- menn vátryggingafélaga séu tilbúnir að ræða í alvöru um verulega sameiningu. Túnamynd Pjctur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.