Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 10. nóvember 1988 Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifgtofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kjarni hvalamálsins Umræður um hvalamálið svokallaða eru smám saman að dempast. Pótt eilthvað hafi borið á ótta hjá ýmsum mætum íslendingum um að hvalveiðistefna ríkisvaldsins sé hættuleg markaðs- og sölumálum þjóðarinnar, þá átta menn sig nú á, að þessi ótti er á misskilningi byggður. Eins og rætt var í forystugrein Tímans fyrir nokkrum dögum, þá má fullyrða að allar hvalveiði- þjóðir halda uppi hvalafriðun með einum eða öðrum hætti. Hvalveiðar í atvinnuskyni eru sáralitlar í heiminum í dag. Nauðsynlegt er í því sambandi að gera sér grein fyrir því, að íslendingar stunda ekki hvalveiðar í atvinnuskyni, heldur eingöngu vísinda- veiðar í litlu magni. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður fjallar skil- merkilega um þetta atriði í grein í Pjóðviljanum sl. laugardag og ítrekar þar þau sjónarmið, sem hann lét uppi í þingræðu fyrir skömmu. Þar rifjar þingmaður- inn upp þá staðreynd, að Alþingi markaði stefnuna í hvalamálum með þingsályktun, sem samþykkt var í febrúar 1983. í ályktuninni fólst að íslendingar skyldu fylgja tilmælum Alþjóðahvalveiðiráðsins um að stöðva hvalveiðar í atvinnuskyni um 5 ára skeið, þ.e. 1985-1989. Jafnframt hvatti Alþingi til þess að íslensk stjórnvöld notuðu þetta hlé á hvalveiðum til þess að auka rannsóknir á hvalastofnum við landið. Á þessari alþingisályktun byggist rannsóknaráætlun Hafrannsóknarstofnunar, sem nú er verið að fram- kvæma, en hafist var handa um á árinu 1986. Hjörleifur Guttormsson segir það skoðun sína, að íslenskir vísindamenn standi vel að rannsóknum sínum og segist ekki hafa heyrt nein sannfærandi rök fyrir því að hvalastofnar, sem veitt er úr á íslandsmið- um á vegum Hafrannsóknarstofnunar, séu í útrýming- arhættu. Hann segir að vegna þess mikilvæga framlags sem ísland hefur lagt til hafrannsókna, þá væri það hörmulegt, ef íslendingar yrðu kúgaðir til þess að hætta þessum rannsóknum með utanaðkomandi nauð- ung. Hjörleifur Guttormsson segir með réttu, að það sé að þakka íslensku frumkvæði, að upplýsingaöflun um hvali eigi sér nú stað og stöðugt fleiri þjóðir við vestanvert Atlantshaf eigi hlut að rannsóknunum. Þetta á ekki síst við um fyrirhugaða talningu á hvölum á næsta ári, sem Alþjóðahvalveiðiráðið mælir sérstak- lega með og hefur falið Hafrannsóknarstofnun að hafa forystu fyrir. Segir þingmaðurinn það bera vott um það traust, sem íslenskir vísindamenn hafi áunnið sér. í lok greinar sinnar segir Hjörleifur Guttormsson, að sú spurning sé nærtæk, hvort íslendingar fái frið til að ljúka rannsóknum sínum í samvinnu við aðrar þjóðir, eða hvort þeir verði knúðir til að láta undan utanaðkomandi ofurefli, sem ýmist gæti átt upptök sín á stjórnarskrifstofum í Washington eða á kontórum Grænfriðunga. „En til lengri tíma litið snýst málið um það, hvort við getum nýtt lífrænar auðlindir hafsins, hvali og aðrar lífverur, og aflað vitneskju til að sú nýting samræmist langtímahagsmunum um umhverf- isvernd.“ Þessi orð Hjörleifs Guttormssonar eru athyglisverð, enda snerta þau kjarna hvalveiðimálsins. garri 1111 llllllllllllllllnllllllllllllllll llllllllllllllll „Vissi ekki af þessu“ Pólitískur prjónaskapur Kvennalistans hefur nú í hálft ann- að ár verið aðhlátursefni þjóðar- innar. Eftir kosningarnar í fyrra var hart og ákveðið gengið á eftir þcim um að taka þátt í stjórnarsam- starfi, en þær afþökkuðu. Við stjórnarmyndunina í haust var aft- ur gengið á eftir þeim, en þær afþökkuðu aftur. Almenningur spyr sig því skilj- anlega hvaða erindi þessi flokkur eigi inn á Alþingi íslendinga, fyrst hann vill ekki axla þá ábyrgð sem slíku fylgir. Sú ábyrgð felst í því að taka setu í ríkisstjórnum þegar færí gefst, til að hrínda stefnumálum sínum í framkvæmd. Allir alvöru- flokkar grípa slíkt fegins hendi. Nema Kvennalistinn. Hann hef- ur ekki áhuga, og hefur sýnt það í tvígang. Af þvi leiðir að óhjá- kvæmilega vakna spurningar um hvað hann sé að gera á þingi. Er hann þar bara upp á punt? Eru þingkonur hans einungis að leika sér? Líta þær á hið háa Alþingi íslendinga sem einhvem sand- kassa? Bragð er að Þess vegna er það á sinn hátt fagnaðarefni að á nýafstöðnum fundi flokksins að Lýsuhóli er svo að sjá að örlað hafl á skiiningi á þessu. Að því er m.a. sagði í frétt bér í Tímanum þá hélt ein af frammákonum flokksins þar ræðu þar sem hún gagnrýndi nokkra þætti í vinnubrögðum hans. Til dæmis sagði hún að flokkurinn hefði verið illa undir það búinn að taka þátt í stjórnarmyndunarvið- ræðunum í haust. Ástæða þess væri sú að þær hefðu eytt sumrinu í ferðalög, farið á kvennaráðstefnu og kynnt flokk sinn erlendis, en ekki unnið að undirbúningi þess sem koma skyldi. Þessi talsmaður flokksins nefndi það einnig varðandi stjórnarmynd- unarviðræðurnar að mat sitt væri að flokkurínn hefði farið illa út úr þvi máli hvað almenning varðaði. Því væri nauðsynlegt að gera veru- legt átak til þess að sýna fram á að ekki hefði þar veríð um að ræða kjarldeysi eða andúð á því að taka þátt í ríkisstjórn. Þvert á móti hefði pólitískt mat ráðið þar úrslit- um og það viðhorf að ekki væri hægt að hvika frá grundvallarregl- um. Það er enginn vafl á því að þessi kona hefur rétt fyrir sér. En hitt er annað mál hvernig Kvennalistinn ætlar að sannfæra þjóðina um að pólitískt mat hafl ráðið afstöðunni við tvær síðustu stjórnarmyndanir. Og á hverju byggðist það mat? Þjóðin bíður spennt eftir svarinu. Vanþekking Líka hefur vakið athygli sú hug- mynd þingkvenna flokksins að láta af þingsetu á miðju kjörtímabili. Þetta hefur réttilega verið gagnrýnt, m.a. af nýkjömum for- seta Sameinaðs þings. Það fer ekki á milli mála að samkvæmt lögum ber öllum þingmönnum að sækja þingfundi og taka þátt í störfum þingsins, nema lögleg forföll banni. Pólitískur leikaraskapur, á borð við þann að hlaupa burt frá skyld- um sínum á miðju kjörtímabili, er sandkassaleikur sem á allan hátt er ósamboðinn löggjafarstofnun þjóðarinnar. I gær upplýsti Þjóðviljinn svo að komi til þess að þingkonur flokks- ins framkvæmi þessa hugmynd sína þá kosti það þingið að grciða hverri þeirra um sig biðlaun í þrjá mánuði. Það þýðir að hætti tvær þeírra þá kostar það þingið ein sex mánaðarlaun aukalega. Viðbrögð Kristínar Halldórs- dóttur þingkonu við þessu eru sérkennileg. Spurningu blaðsins varðandi þetta mál svarar hún á þá leið að hún hafi ekki vitað af þessu. Með öðrum orðum er svo að sjá að þingkonan hafl ekki haft fyrír því að kynna sér hvað þessi fyrirhug- uðu útskipti flokksins myndu kosta sameiginlegan sjóð landsmanna. Sem er þó óneitanlega talsvert mál, eftir því sem segir í Þjóðvilj- anum, því að þarna mun vera um að ræða fjárhæð i kríngum níu hundruð þúsund krónur vegna þeirra tveggja. Þegar Kvennalistinn flanar svona að þessu máli þá lofar það eiginlega ekki góðu um getu hans til að stjóma landinu. Kannski era níu hundruð þúsund krónur ekki stórfé á mælikvarða fjárlaga. En fyrst svona er hugsað þarna í sambandi við hinar minni fjárhæð- irnar, hvað á þá að halda um það sem verður þegar kemur að hinum stóru? Og þetta vekur aftur upp spurn- inguna um hið pólitíska mat sem á að hafa ráðið því að Kvennalistinn hefur ekki viljað fara inn i ríkis- stjóra. Var það kannski svona álíka vel undirbúið og ígrundað og hitt? Eða getur hugsast að Kvenna- listakonum hafl bara þótt svona gaman að ferðast í sumar leið að það hafi gengið fyrír þjóðmálun- um? Garri. lllllllllll VÍTT OG BREITT NÆTURVÖKUR YRR SOFANDI ÁH0RFENDUM Margt var skrýtið en misjafnlega skemmtilegt í fjölmiðlunum síð- asta sólarhring. Efnt var til mikilia sjónvarpsveisluhalda vegna for- setakosninganna í Bandaríkjun- um. Um það leyti sem undirritaður fór að sofa á kristilegum tíma að kvöldi kjördags fyrir vestan haf var að hefjast forkostulegt samspil fréttamanna og sérfræðinga um amerísk stjórnmál, en þeir eru margir og einkar vel að sér. Skoðanakannanir voru fyrir löngu búnar að gera út um kosning- arnar og margar vikur eru síðan síbyljan um leiðinlega kosninga- baráttu hófst. Frambjóðendur höfðu ekkert til mála að leggja nema árásir á hvor annan og kjós- endum í Suðurríkjunum leist svona á annan frambjóðandann til vara- forseta og hinsegin á hinn. Ein- hvern tíma í löngu, löngu liðinni tíð í kosningabaráttunni var rifjað upp hvernig Truman plataði skoð- anakannanir 1948 og hver sérfræð- ingurinn af öðrum sýndi afburða þekkingu sína á sögu forsetakosn- inga í Bandaríkjunum með því að minna á hvernig þá fór og setja upp spekingssvip framan í strákana aft- an við sjónvarpsmyndavélarnar og segja að sú saga gæti nú endurtekið sig. Auðvitað endurtók sagan sig ekki og kosningarnar fóru eins og allir eru búnir að vita í tvo mánuði eða lengur. En trú samkeppnishugsjóninni héldu sjónvörpin sína hvora kosn- ingavökuna, sérfræðingum og fréttamönnum til skemmtunar. Dálkahripara langaði til að vita hvað fram hafi farið í næturútsend- ingunum, annað en að endurtaka í sífellu það sem allir eru búnir að vita lengi, og spurði fjölda manns um hvernig kosningavökur hafi tekist, en fékk alls staðar sama svarið. - Veit ekki, var farinn að sofa fyrir miðnætti. Almenn vitneskja um kosninga- úrslit var svo staðfest í morgun- fréttum. Margefling setunnar Niðurlagning zetunnar olli miklu ölduróti hjá löggjafanum á sínum tíma þegar gengið var svo frá hnútum, að z skyldi ekki sjást í íslensku máli meir. Hins vegar var samþykkt án mikils hugarangurs að heiti fyrir- tækja skyldu vera á íslensku máli og eru það lög í landi, eins og hitt að z er ekki lengur til t opinberu máli. f Tímanum í gær var þeirri frétt slegið stórt upp að fyrirtækið Pepsi- co, sem er í samstarfi við Tengel- mann, sem ekki vill kaupa íslenskt lagmeti vegna hvaladrápa, leggi sitt af mörkum til nýs veitingstaðar í Reykjavík, sem ber hið stolta heiti „Pizza Hut“ og hefur svoleiðis skilti bæst í fjölbreytta nafnaflóru fyrirtækja, sem aldrei virðist vera hægt að fá botn í hvort eru íslensk, alþjóðleg eða í einkaeign auð- hringa í Singapore og rekin af leppum með íslenskt ríkisfang. Reykvíska veitingahúsið Pissa hut hefur fengið leyfi Pepsico til að matreiða bökur með íslensku hangikjöti. Til nánari útskýringar tekur Tíminn fram í frétt sinni að þessi matur sé „Pizza with smoked lamb.“ Þá eru einnig sagðar þær gleði- fréttir að Pepsico ætli að sjá til þess að íslenskir sjávarréttir fái að vera ofan á pissunum í Þýskalandi og kannski víðar, jafnvel þótt dýrarík- ið sé pólitískt í augum Tengel- mann. Tímanum láðist að geta hvort Pepsico telur meinbugi á því að töluð sé íslenska í Pissa hut. Og svo spyr formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur á þriðju síðu Tíriians hvernig blaðamönn- um á því góða blaði yrði við ef skáeygðir menn settust í stóla þeirra. (Væntanlega til að skrifa fréttir og framsóknarpólitík.) Tilefnið er að íslenskt skipafélag hótar að skrá skip sín erlendis og ráða kröfulitlar áhafnir frá þriðja heiminum, en setja íslensku sjó- mennina í land. Formaðurinn telur skáeygða blaðamenn nákvæmlega sama dæmið og hafi þeir atvinnuleyfi hér á landi, sé ekkert að gera í málinu. Hann sagði sjónvarp hafa klippt út athugasemdir sínar um að ís- lensk verkalýðshreyfing fari að vakna af sofandahætti hvað varðar erlent vinnuafl á íslandi, sem auk- ist sífellt á tímum samdráttar og mikillar hættu á atvinnuleysi. Það gerist æ algengara, segir verkalýðs- leiðtoginn, að útlendingar sjái um þau störf sem áður voru í höndum íslendinga. En um þetta á náttúrlega ekki að tala fremur en hvers vegna í ósköpunum það þarf að fá leyfi erlendra forstjóra til að fá að matreiða hangikjöt (Smoked lamb) í reykvísku veitingahúsi. Svo er vert að halda áfram að velta fyrir sér útskýringum tveggja íslenskra ráðherra á hvers vegna George Bush er hlynntur hvalveið- um fslendinga og hvers vegna hann er svona mikið á móti hvalveiðum íslendinga. Upplýsingar fjármálaráðherra og utanríkisráðherra um þetta efni eru einkar athyglisverðar, en upp- lýsandi eru þær ekki, fremur en þetta sundurlausa raus um ofurlítið af fjölmiðlaafrekum síðasta sól- arhrings. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.