Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagöfu, S 28822 / / t Átján mán. binding > y * , ^lBILASr0O/ MB Pi I ▼ ▼ 3 7,5 % ÞROSTUR 685060 SAMVINNUBANKINN VANIRMENN Tímiiin Vfirlýsingar á. blaöamannafundi vegna samninga viö 3töö 2 um einkarétt á útsendingum á. handknattleik: Skattborgarar í skuld við íþróttahreyf inguna Stöð 2 og 1. deildarfélögin í handbolta undirrituðu I gær samning þar sem Stöð 2 keypti sýningarréttinn að 1. deildarleikj- um vetrarins svo og bikarkeppninni í handbolta. Samningur þessi felur í sér að Sjónvarpið hefur aðeins rétt á þriggja mínútna innskotum í fréttir frá mótunum tveimur. Yfirmenn Ríkisút- varpsins og íþróttafréttamenn eru að vonum óánægðir með þessa samningsgerð og hafa m.a. haldið því fram að óheimilt sé að setja vörumerki fyrirtækja inn á dagskrána eins og Stöð 2, hefur gert í íþróttaþáttum sínum. Síðdegis í gær sendi menntam- álaráðuneytið frá sér úrskurð þar sem það kemur fram að slík auglýsingamennska er óheimil. Fulltrúar fyrstu deiklarfélag- anna boðuðu til blaðamanna- fundar í gær og stóð til að þar yrði samningurinn kynntur. Á fundin- um treystu fulltrúarnir sér hins- vegar ekki til þess að gefa upp um hvaða fjárhæðir væri að ræða og voru einungis til viðræðu um útsendingartíma og önnur slík atriði. Mjög óvenjuleg viðbrögð - upphrópanir og frammíköll - urðu við spurningum blaða- manna um hvort samningsgerð af þessu tagi væri ekki ranglát gagn- vart skattborgurunum í landinu sem hefðu styrkt íþróttahreyfing- una, þar sem Stöð 2 næði ekki til alls landsins og menn þyrftu svo helst að eiga afruglara til að geta fylgst með afrekunum í sjón- varpi. Sigurður Baldursson í stjórn Fram sagði: „Við teljum það hjá félögunum að við styrkj- um ríkið en ekki öfugt“ og Sig- urður Tómasson formaður hand- knattleiksdeildar Fram lét m.a. þessi orð falla: „Ég held að íþróttahreyfingin eigi miklu meira inni hjá skattborgurunum en skattborgararnir hjá okkur“. Þriðji fulltrúinn, Árni Mathiesen, formaður handknattleiksdeildar FH, setti svo lausnina fram í hnotskurn með því að segja: „Eftir sem áður er öllum frjálst að mæta á leikina og borga sig í fréttatímum Ríkisútvarpsins í gær kom ítrekað fram að Stöð 2 hefði greitt tvær milljónir fyrir sýningarréttinn, að auki komi til 1,5 milljónir í formi auglýsinga og kynningar. Jafnframt kom fram að Kreditkort sf. styrkja útsendingarnar. Ólafur H. Jóns- son fjármálastjóri Stöðvar 2 sagði á fyrrnefndum blaðamannafúndi: „Ég er að greiða hérna fyrir ákveðnar hamingjueiningar, sem okkar áhorfendur eru að biðja um, og ég tel mig vera að greiða sanngjarnt verð. Verðmæti svona samnings getur legið á bilinu 3 upp í 10 milljónir allt eftir því hvernig menn horfa á dæmið.“ Úrskurður ráðuneytisins Markús Örn Antonsson fór fram á það við menntamálaráðu- neytið þann 27. maí s.l. að það skæri úr um það hvórt það sam- ræmdist útvarpslögunum að vörumerki fyrirtækja væru sett inn á dagskrána. Fyrrnefndur samningur milli Stöðvar 2 og 1. deildarfélaganna mun hafa ýtt við því að málið yrði afgreitt. Talið f. v.: Sigurður Baldursson í stjórn Fram, Sigurður I. Tómasson formaður handknattleiksdeildar Fram, Árni Mathiesen formaður handknattleiksdeildar FH og Kristján Ö. Ingibergsson formaður handknattleiks- deildar KR. Úrskurður ráðuneytisins um það hvort heimilt sé að kosta dag- skrárgerð með því að fella 'éin- kenni fyrirtækja inn í útsenda sjónvarpsdagskrá er á þá leið að það sé óheimilt. Tíminn hafði samband við Markús Örn Antonsson útvarps- stjóra og innti hann eftir því hvaða þýðingu þessi samnings- gerð hefði fyrir Ríkisútvarpið. Markús sagði aðalatriði þessa máls vera það að Stöð 2 fái fyrirtæki úti í bæ til að fjármagna útsendingarnar gegn því að fá að hafa auðkenni sín, eða vörumerki inn á myndinni meðan á útsend- ingu stendur. Markús sagði þessi vinnubrögð vera andstæð gild- andi reglugerðum þar sem segir að auglýsingar eigi að vera skýrt aðgreindarfrádagskrárefni. „Við getum alls ekki sætt okkur við að það sé farið á þennan hátt í kringum reglumar og þar með gert aðlaðandi fyrir fyrirtæki að taka þátt í svona leikfléttum með Stöð 2; að fjármagna kaup á svona viðburðum að því tilskildu, geri ég ráð fyrir, að auglýsingar séu birtar í formi vörumerkja inn á dagskránni sjálfri. Við höfum ítrekað leitað eftir úrskurði menntamálaráðuneytisins um þetta atriði en höfum ekki fengið nein svör.“ Skil á sköttum og gjóldum Varðandi greiðslur í formi auglýsinga sem félögin gætu jafn- vel selt til utanaðkomandi aðila sagði Markús: „Maður gerir sér ekki grein fyrir því hvernig svona hlutir eru gerðir upp, til dæmis söluskattur, gjald í Menningar- sjóð útvarpsstöðva o.s.frv. Þessi samningur er óskaplega undar- legt fyrirbæri í sjálfu sér, þetta eru hlutir sem við stundum ekki í viðskiptum. Þar fyrir utan eru þessar upphæðir sem verið er að nefna langt umfram það sem Ríkisútvarpið getur greitt fyrir svona samninga. Það eru náttúr- lega fleiri sem koma á eftir þar sem íþróttafélög vísa til þessa fordæmis. Við uppfyllum ekki þær kröfur sem gerðar eru til okkar dagskrárlega séð bara með því að gera einhverja milljóna- samninga við einstakar íþrótta- greinar." ssh Forráðamenn Hraðfrystihúss Keflavfkur: Togaraskipti eina lausnin Þingflokkur Framsóknarfloksins fundaði í gær um heimild stjórnar Byggðastofnunar til að lána Fiskiðju Sauðárkróks 35 m.kr. til að gera möguleg skipti á tveimur ísfisktogur- um Hraðfrystihúss Keflavíkur og frystitogara Útgerðarfélags Skag- firðinga. Ekki varð nein niðurstaða af fundinum, enda málið nú í hönd- um Guðmundar Malmquist fram- kvæmdastjóra Byggðastofnunar. Tíminn hefur heimildir fyrir að nokkrir aðilar séu komnir af stað til að reyna að koma í veg fyrir að þessi kaup fari fram að svo stöddu. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra og Jón Baldvin Hann- ibalsson utanríkisráðherra hafa áður viðrað þá hugmynd við íslenska aðalverktaka að fyrirtækið kaupi hlutafé í Hraðfrystihúsi Keflavíkur og stuðli þannig að því að koma rekstri hraðfrystihússins á réttan kjöl og halda togurunum í byggðarlag- inu. Nú mun Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra einnig vera að , leita leiða til að ná sama markmiði. Það hefur hins vegar komið skýrt fram af hálfu Hraðfrystihúss Kefla- víkur að togaraskiptin séu eina leiðin til að bjarga fyrirtækinu frá gjald- þroti og tryggja hagkvæman rekstur í framtíðinni. Forráðamenn hrað- frystihússins segja að miklum erfið- leikum hafi verið bundið að fá fólk til starfa í frystihúsinu og hafi m.a. þurft að ráða erlenda starfsmenn til að geta haldið því gangandi. Af reynslu undanfarinna ára megi ráða að vinnuafl til fiskvinnslu í Keflavík og á Suðurnesjum verði mjög ótryggt í framtíðinni. Þá segir einnig í fréttatilkynningu frá þeim: „Um- ræddar breytingar eru mjög til hag- ræðingar fyrir þau fyrirtæki sem hlut eiga að mál. Þær eru í fullu samræmi við það sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á, þ.e. betri nýtingu fjárfest- ingar, hagræðingu í rekstri og aðlög- un rekstrar fyrirtækja að aðstæðum á hverjum stað“. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.