Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 11
Vandamál hlaðast upp hjá Platini Michel Platini, sem í síðustu viku tók við sem stjórnandi franska lands- liðsins í knattspyrnu, mun hafa nóg að gera á næstu dögum við að greiða úr vandamálum landsliðsins. Ákvörðun Platinis að kalla á Jean Tigana, fyrrum fyrirliða liðsins, hef- ur mælst illa fyrir hjá frönsku lands- liðsmönnunum. Sumir þeirra vilja meina að Tigana, ásamt þeim Patrik Battiston og Max Bossis, hafi yfir- gefið sökkvandi skip. „Við héldum áfram í gegnum erfiðleikatímabilið, en gáfumst ekki upp,“ segir núverandi fyrirliði liðsins, Manuel Amaros. Amaros sagði að sér væri sama þótt hann missti fyrirliðastöðuna, en sér þætti fáránlegt að kalla á Tigana, eftir það sem á undan væri gengið. Platini hefur þegar skipt um skoð- un í einu máli, en það varðar hefðbundna blaðamannafundi sem haldnir eru þegar landsliðið er valið. Fyrst sagði Platini að hætt yrði að halda slíka fundi, en skipti síðan alveg um skoðun í málinu. I dag verðu tilkynnt hvaða leikmenn skipa landsliðshópinn, sem mætir Júgó- slövum í Belgrad 19. nóvember. BL Handknattleikur: Gróttusigur Nýliöar Gróltu unnu sinn fyrsta náöu þeir að knýja fram 3 marka sigur í 1. deildinni í gær þegar þeir sigur, 20-17, og fyrsti Gróttusigur í lögöu Breiðablik í íþróttahúsinu í l.deildinniímörgárvarstaðreynd. Digranesi. Staðan í hálfleik var 11-10 JS. Gróttu í vil og með mikilli baráttu KÓPAVOGSKAU PSTAÐU R Hugmyndasamkeppni um skipulag í Fííuhvammslandi. Kópavogskaupstaður efnir til hugmyndasamkeppni um skipulag í Fífuhvamms- landi. Um er að ræða almenna keppni samkvæmt samkeppnisreglum Arkitektafé- lags íslands. Keppnissvæðið. Keppnissvæðið er dalur, Fífuhvammsland, sem afmarkast af Reykjanesbraut, fyrir- huguðum Amarnesvegi og bæjarmörkum Reykjavíkurog Kópavogs. Keppnislýsin Keppnislýsing er ókeypis, en önnur gögn fást afhent hjá trúnaðarmanni dómnefndar gegn 5.000 króna skilatryggingu. Skila skal tillögum til trúnaðarmanns í síðasta lagi þriðjudaginn 28. febrúar 1989 kl. 18:00 að íslenskum tíma. Verðlaun. Heildarupphæð verðlauna er 6 milljónir króna. Veitt verða þrenn verðlaun þar sem 1. verðlaun eru að minnsta kosti 3 milljónir króna. Auk þess hefurdómnefnd heimild til að kaupa tillögur til viðbótar fyrir samtals 1 milljón króna. Þátttaka. Heimild til þátttöku hafa allir íslenskir ríkisborgarar. Trúnaðarmaður. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri Byggingaþjón- ustunnar, Hallveigarstíg 1, pósthólf 1191,121 Reykjavík, sími 29266. Heimasími 39036. Dómnefnd. Dómnefnd skipa: Tilnefnd af Kópavogsbæ: Kristinn Ó. Magnússon, verkfræðingur, Ólöf Þorvaldsdóttir, skipulagsnefndarmaður og Richard Björgvinsson, bæjarfulltrúi. Tilnefnd af Arkitektafélagi Islands: Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og Hróbjartur Hró- bjartsson, arkitekt. Ritari dómnefndarer Birgir H. Sigurðsson, skipulagsfræðingur. Bæjarstjóri. 10 Tíminn Fimmtudagur 10. nóvember 1988 ÍÞRÓTTIR Fimmtudagur 10. nóvember 1988 ÍÞRÓTTIR Tíminn 11 Strandhögg Víkinga Leikur ÍBV og Víkinga í Laugar- dalshöllinni náði því aldrei að verða spennandi og því síður var hann skemmtUegur á að horfa. TU þess var munurinn á Uðunm alltof mikill. Fyrri hálfleikur var í þokkalegu jafnvægi og munurinn á liðunum varð aldrei meiri en svo að von væri fyrir Eyjamenn, sjá mátti tölur eins og 4-2, 7-4, 11-7 fyrir Víkinga. Staðan í háifleik var 13-9; 4 marka munur. Seinni hálfleikur var ekki í sama jafnvægi og sá fyrri og á það bæði við leikinn sjálfan og skap ýmissa leik- manna. Eyjamenn létu mótlætið fara mjög í taugarnar, brutu fautalega af sér og gerðu athugasemdir við dóm- gæsluna. Sigurður Friðriksson var m.a. rekinn af velli fyrir kjaftbrúk. Um miðjan seinni hálfleik voru Vík- ingar búnir að gera út um leikinn, komust í 22-13. Eftir það leystist leikurinn meira og minna upp í LESTUNARÁ/mUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þrlðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Varberg: Annan hvern miðvikudag Moss: Annan hvern laugardag Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell........ 12/11 Gloucester: Jökulfell.......... 4/11 Skip...............25/11 New York: Jökulfell.......... 6/11 Skip...............27/11 Portsmouth: Jökulfell.......... 6/11 leikleysu af hálfu beggja liða og hélst 8-10 marka munur allt til leiksloka. Lokatölur urðu 29-19. Bestu leikmenn Víkinga í leiknum voru þeir Bjarki Sigurðsson og Árni Friðleifsson, einnig varði Sigurður Jensson ágætlega með ágæta vörn fyrir framan sig. Virtist Árni nánast geta skorað þegar honum sýndist svo. Þess má geta að Kristján Sig- mundsson „gekk aftur“ og kom inná í leiknum. Vestmannaeyingar vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem fyrst, enda er blaðamaður þess full- viss að þeir geta leikið mun betur og eiga án efa eftir að gera það í vetur. Enginn þeirra skaraði sérstaklega framúr og allir gerðu sinn skerf af mistökum. Markahæstu menn: ÍBV: Sigurður Gunnarsson 7/3, Sigurbjörn Oskars- son 5/1, Óskar Brynleifsson 3, Sig- urður Friðriksson 2, Jóhann Péturs- son 2. Víkingur: Árni Friðleifsson 9/1, Karl Þráinsson 7/3, Bjarki Sig- urðsson 6, Siggeir Magnússon 3, Guðmudur Guðmundsson 2, Einar Jóhannsson 1, Jóhann Símonarson 1. SS/JS. Hnefaleikar: Tyson er ekki á réttri leið - segir þjálfari hans Kevin Rooney „Tyson er orðinn spilltur, dekrað- ur og á það á hættu að verða bara enn einn feitur hnefaleikamaður,“ segir þjálfari hans, Kevin Rooney, og fullyrðir að markaðsstjóri Tysons, Don King, hafi Tyson að féþúfu. Rooney segir að það sé sárt að heyra Tyson segja að King sé vinur sinn. King, sem er svartur, hafi það orð á sér að nota kynþáttamál til þess að draga svarta hnefaleikamenn til sín, en honum sé alveg sama um hag svertingjanna. Eini liturinn sem freisti Kings, sé sá græni, dollara- liturinn. Rooney segir að líf Tysons sé orðið að sápuóperu og ef hann fari ekki að koma sér inní íþróttahús til æfinga, þá geti hann átt von á því að tapa viðureigninni gegn Bretanum Frank Bruno, en einvígi þeirra hefur margoft verið frestað vegna ástand- ins á Tyson. Fyrirhugað er að bar- daginn verði í janúar, en Rooney segir að enn geti orðið dráttur á og líklega verði ekkert úr einvíginu fyrr en í febrúar. Umboðsmaður Tysons, Bill Cayt- on, er ekki heldur sáttur við Don King. Cayton er óhress með samning sem Tyson hefur gert við King og vill meina að hann sé ólöglegur, þar sem hann sé umboðsmaður meistarans. Cayton hefur hótað King málsókn fyrir vikið. Rooney segir að Tyson sé allt of þungur um þessar mundir og fari hann ekki að æfa fljótlega og losi sig við 13-18 kg þá geti það reynst honum erfitt þegar fram í sækir. „Ég á ekki að þurfa að heyra út undan mér að Tyson sé að hugsa um að reka mig,“ segir Cayton, sem hefurmiklaráhyggjuraðTyson. BL Körfuknattleikur - NBA: Fyrsti sigur nýliða Charlotte Hornets í fyrrakvöld voru nokkrir leikir í NBA-dcildinni í körfuknattleik. Annað nýju liðanna í deildinni, Charlotte Hornet, vann sinn fyrsta leik, gegn Los Angeles Clippers, 117-105. Meistararnir Los Angeles Lakers unnu Golden State Warriors 114- 102. Lið Philadelphia 76ers tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu, er Detroit Pistons báru sigurorð af liðinu 116-109. Atlanta Hawks unnu nauman sigur á Indiana Pacers 112- 107 og Patrick Ewing og félagar í New York Knicks unnu Michael Jordan og hans kappa 126-117. Þá vann New Jersey Nets lið Washing- ton Bullets 109-101, Houston Rock- ets vann Pétur Guðmundsson og félaga í San Antonio Spurs 120-102 og Seattle Supersonics vann Sacra- mento Kings 97-75. BL Knattspyrna: Tveir skólar úr Breiðholti í úrslitum í fyrrakvöld voru leiknir undan- úrslitaleikir Grunnskólamóts KRR í knattspyrnu á gervigrasvellinum í Laugardal.' Hólabrekkuskóli sigr- aði Fellaskóla með 4 mörkum gegn engu og ■ hinum undanúrslitaleikn- um sigraði lið Ölduselsskóla lið Hagaskóla, 4-3. Töluverður fjöldi nemenda þessara skóla inætti á leikina og var stemningin góð. Hún ætti ekki að verða verri á sunnudaginn kemur, þegar Hóla- brekkuskóli og ölduselsskóli mæt- ast í úrslitaleiknum á gervigrasvell- inum kl.14.00. Það má búast við hörkuviðureign nemenda þessara tveggja skóla úr Breiðholti í leikn- um um Stjörnubikarinn. BL Gunnar Beinteinsson skoraði tvö mörk fyrir FH í gærkvöld, þegar KA-menn hirtu 2 stig í Hafnarfirði. Handknattleikur: KA marði sigur Tímamynd Pjetur Mörkin: FH: Héðinn Gilsson 6, Guðjón Árnason 5, Óskar Ármannsson 4/2, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Gunnar Beinteinsson 2, Óskar Helgason 2 og Unnsteinn Sigurðsson 2. KA: Erlingur Kristjánsson 8/2, Sigurpáll Aðal- steinsson 5/3, Friðjón Jónsson 4, Jakob Jónsson 3, Haraldur Haraldsson 2, Pétur Bjarnason 2 og Guðmundur Guðmundsson 1. BL KA-menn unnu FH-inga í 1. deiid íslandsinótsins í handknattleik, 25-24 í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í gærkvöld. KA-menn höfðu leikinn í hendi sér lengst af, en í lokin hékk sigur þeirra á bláþræði. Haraldur Haraldsson gerði fyrsta mark leiksins fyrir KA, en Guðjón Árnason, Evrópuhetja Hafnfirðinga, gerði þrjú fyrstu mörk liðs síns. KA-menn komust yfir 4-2, en FH-ingar jöfnuðu. Aftur var jafnt 6-6. Friðjón Jónsson gerði næstu tvö mörk norðanmanna, sem síðan bættu hægt og sígandi við forystu sína allt þar til hún var orðin 4 mörk í hálfleik, 12-8. Fyrri hálfleikur var afspyrnuleiðinlegur á að horfa og áhorfendur, sem fjölmenntu í íþróttahúsið við Strandgötu, létu lítið fara fyrir sér. Nokkuð lifnaði yfir leiknum í síðari hálfleik og ungur nýliði í liði FH, Unn- steinn Sigurðsson, hóf hálfleikinn með tveimur góðum mörkum. KA-menn voru þó ekki á því að láta sinn hlut og þeir náðu um tíma fimm marka forystu, 15-10. FH-ingar héldu í sigurvonina með því að gera þrjú næstu mörk og minnkuðu síðan muninn í 1 mark, 16-15. Þegar hér var komið sögu var nokkuð farið að lifna yfir áhorfendum, sem auðvitað voru langflestir á bandi heimamanna. Þegar fyrirliði FH- inga, Þorgils Óttar Mathiesen, jafnaði leikinn, 17-17, fóru áhorfendur fyrst að láta í sér heyra. Aftur var jafnt 18-18, en KA-menn höfðu enn frumkvæðið og gerðu tvö næstu mörk. Guðjón og Óskar Ár- mannsson sáu síðan um að jafna leikinn 20-20, en Erlingur svaraði úr vítakasti fyrir norðanmenn. Aftur var Guðjón á ferðinni með jöfnunarmark fyrir FH og stuttu síðar kom Héðinn Gilsson Hafnfirðingum yfir 22-21. Jakob Jónsson jafnaði fyrir KA og í næstu tveimur sóknum misstu FH-ingar boltann klaufalega og KA-menn skoruðu tvö mörk og komust því í 24-22. Óskar Handknattleikur: Ármannsson minnkaði muninn úr vítakasti og Þorgils Óttar Mathiesen jafnaði úr vel útfærðu hraðaupphlaupi þegar um hálf mínúta var til leiksloka. KA-menn hófu sókn og fengu dæmt aukakast þegar 7 sekúndur voru til leiksloka. Þeir létu boltann ganga í hornið á Harald Haralds- son sem komst í gegn, en FH-ingar brutu á honum og vítakast var dæmt, Leiktíminn var þá liðinn og Erlingur Kristjánsson skoraði af öryggi úr vítinu og tryggði KA-mönnum sanngjarnan sigur. Leikurinn var lengst af slakur, en spennan undir lokin lyfti leiknum mikið upp. Bestur norðanmanna var Erlingur, en Friðjón og Sigur- páli stóðu einnig vel fyrir sínu. Hjá FH var Guðjón bestur, en Héðinn átti nokkur góð mörk. Aðrir leikmenn áttu sína góðu spretti. Dómarar voru þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Kjartan Steinbach og voru þeir sannarlega betri en engir. Fram létt bráð Vals Fram var auðveld bráð frískra Vals- manna á Hlíðarenda í gær þegar liðin öttu kappi í fyrstu deildinni í handknattleik. Þegar upp var staðið höfðu Valsarar sett 35 mörk gegn 20 mörkum Framara. Ekki var að finna veikan hlekk í firna- sterku Valsliðinu sem rúllaði yfir Framara strax í fyrri hálfleik. Framarar náðu að komast yfir með fyrsta marki leiksins, en síðan ekki sögunni meir. Fyrr en varði var staðan 6-1 fyrir Val og þegar flautað var til leikhlés leiddu Valsarar með ellefu marka mun, 18-7. Á tímabili tóku Framarar þá Júlíus og Sigurð Sveinsson úr umferð. Það hafði ekki nokkur áhrif, aðrir leikmenn Vals fengu bara meira pláss til að athafna sig í sókninni. Á sama tíma var varnarleikur Valsara góður og var sóknarleikur Framliðsins oftast brotinn á bak aftur. Valsmenn slökuðu nokkuð á í stðari hálfleiknum og skiptu inn á mönnum er áður höfðu vermt bekkinn. Ungir leik- menn Framara fengu einnig að spreyta sig og stóðu sig ágætlega. Valsmenn juku þó við forskot sitt og sigruðu með fimmtán marka mun, 35-20. Eins og áður segir var ekki veikan hlekk að finna í Valsliðinu í þessum leik og var liðsheildin sterk. Þó má sérstaklega geta frammistöðu Jóns Kristjánssonar sem hélt spilinu mjög vel gangandi og skoraði fjölda stórkostlegra marka. Þá glöddu frábær mörk Sigurðar Sveinssonar hjörtu áhorf- enda er hann í síðari hálfleik sýndi takta sem enginn leikur eftir. Hjá Frömurum stóða Agnar sig vel í fyrri hálfleik og skoraði falleg mörk, en minna bar á honum í seinni hálfleik. Hermann Björnsson skoraði einnig falleg mörk úr horninu. Þá eiga ungu strákarnir framtíðina fyrir sér. Dómarar voru þeir Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson, Þeir voru góðir enda besta dómarapar landsins, eins og ónefndur dómarahrellir sagði fyrr í vik- unni. Mörk Vals. Jón 9/1, Sigurður Sv. 7/2, Valdimar 6, Jakob 4, Júlíus 4/1, Theodór 1, Gísli 1, Sigurður Sævarsson 1. Mörk Fram: Hermann 4, Agnar 3, Birgir 3, Egill 2, Júlíus 2, Sigurður 2, Jason 1, Gunnar 1, Ólafur 1, Tryggvi 1. Körfuknattleikur: Dómari sleginn i golfið í fyrrakvöld gerðist sá fáheyrði atburður í Júgóslavíu, að dómari í körfuboltaleik var sleginn í gólfið. Atburður þessi gerðist í ieik Crvena Zvezda frá Júgóslavíu og PAOK Salonika frá Gríkklandi, í Korac-Evrópukeppninni. Fyrrí leik liðanna í Grikklandi lauk með 10 stiga sigri Grikkjanna, 95-85. Leiknum í Júgósiavíu lauk einnig með 10 stiga mun, 86-76, júgóslavneska liðinu í vil, þannig að liðin stóðu jöfn og framlenging því næsta skref. í byrjun fram- lengingarinnar gekk þjálfarí Sal- onika, John Neumann, að ítalska dómaranum Umberto Grossi og sló hann í gólfið. Hann hefur greinlega ekki veríð ánægður með gang mála. Eftir að Grossi komst á lappir eftir höggið ráðfærði hann sig við hinn dómara leiksins, Valeriy Muhin frá Sovétríkjunum, og fiautaði þvi næst leikinn af. Gríska liðið dómtapaði því leikn- um og er úr leik í Korac-keppn- inni. Þjálfarinn á yfir höfði sér þunga refsingu fyrír vikið, en mjög alvarlega er tekið á málum, þegarheilsadóinaraeríveði. BL Knattspyrna: Handknattleikur:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.