Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.11.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 10. nóvember 1988 rfrrrTT,np 20. Flokksþing Framsóknarmanna Hótel Saga 18.-20. nóv. 1988 Dagskrá Föstudagurinn 18. nóv. 1988 Kl. 10:00 Þingsetning Kosning þingforseta Kosning þingritara Kosning kjörbréfanefndar Kosning dagskrárnefndar Kl. 10:15 Yfirlitsræða formanns Kl. 11:15 Skýrsla ritara Kl. 11:30 Skýrsla gjaldkera Kosning kjörnefndar Kosning kjörstjórnar Kosning málefnanefndar Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:20 Mál lögð fyrir þingið Kl. 14:30 Almennar umræður Kl. 16:00 Þinghlé Kl. 16:30 Nefndastörf Laugardagurinn 19. nóv. 1988 Kl. 10:00 Almennar umræður, framhald Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:30 Kosning 25 aðalmanna í miðstjórn Kl. 14:00 Afgreiðsla mála - umræður Kl. 16:00 Þinghlé Kl. 16:15 Nefndastörf - starfshópar - undirnefndir Kvöldið frjálst Sunnudagurinn 20. nóv. 1988 Kl. 10:00 Afgreiðsla máia - umræður Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:30 Kosning 25 varamanna í miðstjórn Kl. 14:00 Aðrar kosningar skv. lögum Kl. 14:30 Afgreiðsla mála og þingslit að dagskrá tæmdri (um kl. 16:00) Kl. 19:30 Kvöldverðarhóf í Súlnasal Framsóknarfélag Garðabæjar og Ðessastaðahrepps Aðalfundur félagsins verður haldinn að Goðatúni 2 fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Stjórnin Áhugakonur um pólitík Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir léttum matarspjalls- fundi fimmtudagskvöldið 10. nóv. að Veitingahúsinu Lækjarbrekku (uppi) kl. 19.00. Ath. breyttan fundartíma. Allar áhugakonur um pólitík velkomnar. Framkvæmdastjórn LFK. Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið sunnudaginn 13. nóvember n.k. í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Árnesingar Síðasta umferð í hinni árlegu spilavist okkar verður 11. nóvember n.k. kl. 21.00 í Aratungu. Glæsileg verðlaun. Guðmundur Búason flytur ávarp. Framsóknarfélag Árnessýslu Aðalfundur Framsóknarfélags Austur-Húnavatnssýslu verður haldinn sunnudaginn 13. nóvember kl. 15 á Hótel Blönduósi. Stjórnin Fiokksþing 20. flokksþing framsóknarmanna verður haldið dagana 18.-20. nóv. n.k. að Hótel Sögu. Þingið hefst föstudaginn 18. nóv. kl. 10. Dagskrá auglýst síðar. Framsóknarflokkurinn. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins að Hamraborg 5 verður opin mánudag til fimmtudaga kl. 16-19. KFR Byggðastofnun samþykkir lán upp á 170 milljónir á einum fundi: 73 milljónir í sjávarútveginn Það sem af er þessu ári hefur stjórn Byggðastofnunar samþykkt lánveitingar að upphæð 1,8 milljarði króna. A fundi stjórnar stofnunar- innar sem haldinn var 3. nóvember síðastliðinn voru samþykkt lán og lánveitingar að upphæð tæplega 170 milljónir króna. Af þeirri upphæð fer stærsti hlutinn til sjávarútvegs, alls tæpar 73 milljónir króna og til laxeldis var veitt samtals 63 milljón- um. Auk þess var samþykkt að Byggðastofnun leggi fram 10 millj- ónir króna sem hlutafé í Miklalaxi h/f í Fljótum. Samtals var 47 styrk- og lánsumsóknum hafnað. A sama fundi var fjallað um hin mörgu litlu fyrirtæki í ullariðnaði á landsbyggðinni sem berjast- í bökk- um vegna þessað innlendir kostnað- arliðir hafa hækkað mun meira en tekjur. Mörg þessara fyrirtækja hafa leitað til Byggðastofnunar í þeim tilgangi að hún leggi fram hlutafé og aðstoði þau við samræmda sölustarf- semi. Byggðastofnun telur rétt að Iðnaðarráðuneytið hafi forgöngu um samræmdar aðgerðir til þess að koma fyrirtækjunum til aðstoðar ef talið er að þau hafi rekstrargrund- völl. Því var afgreiðslu frestað á beiðnum allra slíkra fyrirtækja en forstjóri Byggðastofnunar mun hefja viðræður við Iðnaðarráðuneytið. Svokölluð Vestfjarðaáætlun var einnig tekin fyrir á fundinum en hún var unnin að beiðni Fjórðungssam- bands Vestfirðinga. Markmiðið með vinnslu áætlunarinnar var að koma með tillögur um aðgerðir sem duga mættu til að snúa við þeirri byggða- þróun sem verið hefur í þessum landshluta. Byggðastofnun vann áætlun þessa innan þess ramma sem byggðaáætlunum er settur og hefur hún nú verið send forsætisráðherra sem mun gera ríkisstjórn og Alþingi grein fyrir innihaldi hennar. ssh Saumar buxur úr selskinni Hans Wiuni heitir ungur maður, sem býr á Húsavík. Nýverið opnaði hann leðuriðju þar, sem ber heitið „Litla skinnið". Hans gerir við ýmsa hluti og fatnað úr leðri, einnig saum- ar hann eftir máli og hefur m.a. saumað sér selskinnsbuxur. Hans titlar sig söðlasmið og vann við það fag í tvö ár í Reykjavík. Það er ekki á hverjum degi, sem fólk saumar fatnað úr selskinni hér á íslandi. „Ég var í læri hjá strák í Reykja- vík, þegar við fengum þessi skinn. Ekki kann ég nú alveg söguna á bak við skinnin, en selurinn var skotinn hérlendis. Skinnin voru svo send í sútun til Þýskalands, og komu þaðan mjúk og lyktarlaus." Hann bætti þvf við, að sútunin hér heima væri ekki nógu góð, skinnin væru hörð og lyktina tækist ekki að fjarlægja. Enn sem komið er, hefur Hans eingöngu saumað selskinnsbuxur fyrir sjálfan sig, en sagðist geta útvegað skinn, hefði fólk áhuga. „Ég hef notað buxurnar mikið á mótorhjólinu mínu, og datt einu sinni, en það sá ekki á buxunum. Þær eru mjög sterkar og líka mjög hlýjar.“ Hann sagðist viss um að hægt væri að gera margar fallegar flíkur úr selskinni. „Mér þykja þessi skinn vera svo falleg og finnst það sóun að fara illa með þau, - þeim er fleygt eftir að selurinn hefur verið skotinn, í stað þess að nýta þau.“ elk. Hans Wiium í selskinnsbuxum. (Ljósmynd Víkurblaðið) Egill Jónsson sjálfstæðismaður: Afurðastöðvarnar græða á Egill Jónsson (D.Al.) gagnrýndi afurðastöðvar sauðfjárbænda harkalega á fundi neðri deildar Alþingis í gær. Sagði hann það sannað með óyggjandi hætti að sláturhúsin fengju samkvæmt bú- vörusamningnum nánast 100% af því fjármagni sem þeir þyrftu að skila til bænda. „Það hefur ekki staðið á greiðslum frá ríkisvaldinu til að tryggja að bændur fengju greitt fyrir framleiðslu sína með skilvísum hætti,“ sagði Egill meðal annars. Jafnframt gaf hann í skyn að sláturhúsin tækju til sín meira af afurðaverði en þeim bæri, þar sem sláturkostnaður hefði ekki minnk- að í hlutfalli við minni innlegg bændum sauðfjárafurða. Valgerður Sverrisdóttir benti á að á undanförnum árum hefði alltaf staðið á greiðslum til sauð- fjárbænda og benti á að það væri ekki nóg að setja búvörulög ef ekki væru tryggðar forsendur til að standa við þær skuldbindingar sem í þeim fælust. Steingrímur Sigfús- son landbúnaðarráðherra tók í sama streng og sagði lagabókstafi lítils virði ef ekki væri hægt að standa við þá. Landbúnaðarráð- herra skýrði einnig frá því að verið væri að endurskoða lög um afurða- lánaviðskipti og stæðu nú yfir við- ræður við viðskiptabankana um þau mál. -ág Rúmlega fimm þúsund fleiri hafa komið til Islands en á sama tíma í fyrra: 21.000 til íslands í október Samkvæmt skýrslu útlendingaeft- irlitsins komu 12.865 íslendingar til landsins í október í ár á móti 11.783 á sama tíma í fyrra. Þá munu 8.458 útlendingar hafa lagt leið sína hingað til lands í október mánuði en 8.464 í fyrra. Frá áramótum eru íslenskir far- þegar sem komið til landsins alls 127.191 en voru 121.264 á sama tíma í fyrra. Nokkru færri útlendingar hafa komið hingað til lands það sem af er þessu ári en á því síðasta eða 119.226 í stað 119.882 á síðasta ári. Flestir erlendu farþeganna í októ- ber komu frá Bandaríkjunum, eða 2.517 og næstflestir frá Svíþjóð 1.372. -áma Hverjum Wfh bjargar það fffi. n mm næsf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.