Tíminn - 11.11.1988, Qupperneq 16

Tíminn - 11.11.1988, Qupperneq 16
16 Tíminn • Föstudagur 11. nóvember 1988 - DAGBÓK ÚTVARP/SJÓNVARP mlllll Neskirkja: Félagsstarf aldraðra Samverustund verður á morgun, laug- ardaginn 12. nóv. kl. 15:00 í safnaðar- heimili kirkjunnar. Kvikmyndasýning. Basar á Dalbraut 27 Árlegur basar Þjónustuíbúða aldraðra að Dalbraut 27, Reykjavík, verður hald- inn laugardaginn 12. nóvember kl. 14:00. Þar eru til sölu úrval eigulegra og góðra muna, m.a. ofnar mottur og dúkar, silkislæður og silkikort, peysur, skartgrip- ir og munir úr tré, allt á góðu verði. Lestrarerfiðleikar barna: Foreldrafélag stofnað Undirbúningsfundur fyrir stofnun for- eldrafélags barna sem eiga í lestrarerfið- leikum verður haldinn í Breiðholtsskóla í Reykjavík, laugardaginn 12. nóvember kl. 15:00. Á fundinum verða flutt nokkur erindi um vanda þessara barna í skólakerfinu. Að erindunum loknum verða almennar umræður og fyrirspurnir. Loks verður kosið í undirbúningsnefnd til formlegrar stofnunar foreldrafélags. Foreldrar barna og unglinga sem eiga í lestrarerfiðleikum eru hvattir til að mæta. Kennarar og aðrir þeir sem láta sig málefni þessara barna varða eru velkomn- ir á fundinn. Nefndin Óháði söfnuðurinn Barnastarfið hefst kl. 15. Islandsvinirn- ir frú Svava Sigmars og séra Eric Sigmars koma í heimsókn. Séra Eric predikar og frú Svava syngur einsöng. Svarfdælingar athugið! Árshátíð Samtaka Svarfdælinga í Reykjavík og nágrenni verður haldin laugardaginn 12. nóv. kl. 19:00 í Félags- heimilinu á Seltjarnarnesi. Dagur Bandalags ísl. leikfélaga Á morgun, laugardaginn 12. nóvem- ber, er Dagur Bandalags íslenskra leikfé- laga. 1 tilefni þess standa áhugaleikfélögin Hugleikur og Gamanleikhúsið fyrir kaffi- sölu og uppákomum á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9 í Reykjavík kl. 15:00- 18:00. Ýmsar persónur úr uppfærslum leikfélaganna munu sjá um að skenkja í bollana og gæta þess að allir hafi það huggulegt og skemmti sér vel. Sýning frá Kirgizíu Sýning á svartlistarmyndum og listmun- um frá Sovétlýðveldinu Kirgizíu er opin að Vatnsstíg 10 um helgina, laugardag og sunnudag, kl. 14:00-18:00. Aðgangur ókeypis. Alþýðuleikhúsið: Koss köngulóarkonunnar Alþýðuleikhúsið sýnir „Koss köngu- Ióarkonunnar“ eftir Manuel Puig nú um helgina. Þýðandi leikritsins er Ingibjörg Haraldsdóttir, tónlist er eftir Lárus H. Grímsson. Á laugardag er sýning kl. 20:30, sunnudag kl. 16:00 og á mánudag kl. 20:30. Sýningar eru í kjallara Hlaðvarpans, Vesturgötu 3. Miða má panta í síma 15185 allan sólarhringinn. Miðasala er í Hlaðvarpanum kl. 14:00-16:00 virka daga og 2 tímum fyrir hverja sýningu. VETRARSTRÍDID Dagskrá í Norræna húsinu uin fínnska rilhöfundinn Antti Tuuri og ritverk hans Einn þekktasti rithöfundur Finna, Antti Tuuri, dvelst hér á landi um þessar mundir í tilefni íslenskrar útgáfu bókar hans „Vetrarstríðsins“, sem Setberggefur út í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Laugardaginn 12. nóv. kl. 16:00, verð- ur samkoma í Norræna húsinu þar sem Anders Huldén, sendiherra Finna á ís- landi, flytur stutt erindi um vetrarstríðið 1939-40. Einnig mun Antti Tuuri tala um ritverk sín og Njörður P. Njarðvík lesa kafla úr þýðingu sinni á „Vetrarstríð- inu“. Þá munu Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari og Jónas Ingimundarson píanó- leikari flytja finnska tónlist. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Málverkasýning í Norræna húsinu Björgvin Björgvinsson opnar mál- verkasýningu í Norræna húsinu laugar- daginn 12. nóv. kl. 14:00. Sýningin stend- urtil 27. nóv. Björgvin sýnirolíumálverk, 18 verk, máluð árin 1987-88. Opið er kl. 14:00-22:00 um helgar, en kl. 16:00-22:00 virka daga. Gítartónleikar í Norræna húsinu Sunnud. 13. nóv. mun bandaríski gítar- leikarinn WiUiam Feasley halda tónleika í Norræna húsinu í Reykjavík og hefjast þeir kl. 17:00. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Menningarstofnun Banda- ríkjanna. William Feasley hóf gítarnám tíu ára að aldri í Málaga á Spáni. Hann hefur verið hjá þekktum kennurum, bæði í Mexíkóborg og í Baltimore í Bandaríkj- unum. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun og bera þar hæst 1. verðlaun í Tónlistar- keppni Sinfóníuhljómsveitar Baltimore. Við útskrift hans frá Peabody Conserva- tory hlaút hann hina eftirsóttu viðurkenn- ingu „Artist Diploma" fyrstur gítar- leikara, og árið 1986 var hann valinn til þess að leika fyrir Andrés Segovia á námskeiði í Los Angeles. W. Feasley hefur komið fram sem einleikari í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada, auk þess sem hann hefur eitt gítardeild háskólans í Maryland forstöðu og kennt við listaskólann í Baltimore og Levine-skólann í Washington D.C. Efnisskrá hans hér spannar öll helstu tímabil tónlistarsögunnar. Hann hefur frumflutt mörg verk eftir bandarísk tónskáld, sem sum hver hafa verið samin sérstaklega fyrir hann. Á tónleikunum mun hann m.a. flytja eitt þeirra „La Selca“ (Frumskógurinn) eftir Álan Hirsh. Hann leikur mörg kunn gítarverk og útsetningar eftir J.S. Bach, M. Giuliani, D. Agguado, G. Regondi, N. Paganini, R. Gerharad og J. Rodrigo. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga frá kl. 11:00-17:00. Listasafn Sigurjóns Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laug- arnesi, er opið laugardaga og sunnudaga, kl. 14- 17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja er opin alla daga nema mánudaga kl. 10:00-18:00. Turninn er opinn á sama tíma. Minningarkort Styrktarsjóðs barnadeildar Landakotsspítala Styrktarsjóður barnadeildar Landa- kotsspítala hefur látið hanna minninga- kort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður og kennari teiknaði fjögur mismunandi kort. Eftirtaldir staðir selja minningakortin: Apótek Seltjarn- arness, Vesturbæjarapótek, Hafnarfjarð- arapótek, Garðsapótek, Holtsapótek, Mosfellsapótek, Árbæjarapótek, Lyfja- búð Breiðholts, Reykjavíkurapótek, Háaleitisapótek, Kópavogsapótek, Lyfjabúðin Iðunn. Blómaverslanirnar; Burkni, Borgarblóm, Melanóra Seltjarn- arnesi og Blómaval Kringlunni. Einnig eru þau seld á skrifstofu og barnadeild Landakotsspítala. - Ég má ekki vera að að tala við þig núna, mamma, ég skal hringja, seinna... O Rás I FM 92,4/93,5 Föstudagur 11. nóvember 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Rúnar Pór Egils- son flytur. 7.00 Fréttir. . . 7.03 í morgunsárlð með Ingveldi Olafsdottur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. „Fúfú og fjallakrílin" eftir Iðunni Steinsdóttur. Höfundur les (10). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Bjöms- dóttir. 9.30 Kviksjá - Rússlands þúsund ár. Ðorgþór Kjærnested segir frá ferð í tengslum við þúsund ára kristnitökuafmæli rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar ( ágúst sl. Þriðji hluti af fimm. (Endurtekinn frá þriðjudagskvöldi). 10.00 Fréttlr. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Maðurinn á bak við bæjarfulltrúann. Umsjón: Jóhann Hauksson. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur - Tónlistarmaður vikunnar, Hjálmar H. Ragnarsson. Umsjón: Anna Ing- ólfsdóttir. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.35 Miðdegissagan: „Austrænar smásögur“ eftir Marguerite Yourcenar. Arnar Jónsson les þýðingu Hallfríðar Jakobsdóttur (4). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Ljúflingslög. Svanhildur Jakobsdóttir kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags að loknum fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Fremstar meðal jafningja. Þáttaröð um breskar skáldkonur fyrri tíma í umsjá Soffíu Auðar Birgisdóttur. Fimmti þáttur: Elisabeth Barrett Browning. (Endurtekinn frá kvöldinu áður). 15.45 Þingfréttir. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Kristín Helgadóttir og Sigur- laug Jónasdóttir spjalla við börn um það sem þeim liggur á hjarta í símatíma Barnaútvarps- ins. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Kreisler, Chopin og Brahms. a. Fritz Kreisler leikur eigin verk í upptökum frá 1926. Með honum leikur Carl Lamson á píanó. b. Dinu Lipatti leikur valsa eftir Fréderic Chopin. (Upptaka frá síðustu tónleik- um Lipatti í september 1950). c. Ungverskir dansar eftir Johannes Brahms. Andras Keller elikur á fiðlu og Kalman Balogh á cimbalom með Hátíðarhljómsveitinni í Búdapest; Ivan Fischer stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Þingmál. Umsjón: Arnar Páll Hauksson. (Einnig útvarpað næsta morgun kl. 9.45). Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá. Þáttur um menningarmál. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjóns- dótiir. 20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frámorgni). 20.15 Blásaratónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart. a. Divertimento í F-dúr K.253. Hol- lenska blásarasvetin leikur; Edo de Waart stjórnar. b. Konsert í A-dúr K.622 fyrir klarinettu og hljómsveit. Thea King leikur með Ensku kammersveitnni; Jeffrey Tate stjómar. 21.00 Kvöldvaka. a. Þjóðhaginn sjónlausi Gunnar Stefánsson les gamalt erindi eftir Þórð Kristleifs- son, um Þórð Jónsson á Mófellsstöðum. b. Kammerkórinn syngur álfalög Rut L. Magnús- son syngur. c. Álfasögur Kristinn Kristmunds- son les úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. Fyrsti lestur. Umsjón: Gunnar Stefánsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Vísna- og þjóðlagatónlist 23.00 í kvöldkyrru. Þáttur í umsjá Jónasar Jónas- sonar. 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. á FM 91,1 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Leifur Hauksson og Ölöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni líðandi stundar. Veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30. 9.03 Viðbit - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri) 10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur og Óskars Páls Sveinssonar. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttlr. 12.40 í Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Þór Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend- ingum hlustenda laustfyrir kl. 13.00 í hlustenda- þjónustu dægurmálaútvarpsins og í framhaldi af þvi gefur Hilmar B. Jónsson hlustendum heilræði um helgarmatinn. 14.00 Á milli mála - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnarsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr kl. 16.00, „orð í eyra“ kl. 16.45 og dagsyfirlit kl. 18.30. Frásögn Arthúrs Björgvins Bollasonarfrá Þýskalandi og fjölmiðlagagnrýni Magneu Matth- íasdóttur á sjötta tímanum. 19.00 Kvöldfréttir 19.33 Kvöldtónar. íslensk dægurlög. 20.30 Vinsældalisti Rásar 2 Stefán Hilmarsson kynnir tíu vinsælustu lögin. (Einnig útvarpað á sunnudag kl. 15.00). 21.30 Lesnar tölur í bingói styrktarfélags Vogs, meðferðarheimilis SÁÁ 22.07 Snúningur. Stefán Hilmarsson og Anna Björk Birgisdóttir bera kveðjur milli hlustenda og leika óskalög. 02.05 Rokk og nýbylgja Skúli Helgason kynnir. (Endurtekinn þáttur frá mánudagskvöldi). 03.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægurmálaútvarpi föstudagsins. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,10.00, 11.00,12.00,12.20,14.00,15.00, 16.00,17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Austurlands SJÓNVARPIÐ Föstudagur 11. nóvember 18.00 Sindbað sæfari (36) Þýskur teiknimynda- flokkur. Leikraddir: Aðalsteinn Bergdal og Sig- rún Waage. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.25 Líf í nýju Ijósi (14) (II était une fois... la vie). Franskur teiknimyndaflokkur um mannslíkam- ann, eftir Albert Barillé. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Austurbæingar (Eastenders) Þriðji þáttur. Breskur myndaflokkur í léttum dúr. Aðalhlutverk Anna Wing, Wendy Richard, Bill Treacher, Peter Dean og Gillian Taylforth. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 19.25 Sagnaþulurinn. (The Storyteller) Áttunda saga. Myndaflokkur úr leiksmiðju Jim Hensons. Sagnaþulinn leikur John Hurt. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Ekkert sem heitir. Þáttur fyrir ungt fólk. Umsjón Gísli Snær Erlingsson. 21.00 Þingsjá. Umsjón Ingimar Ingimarsson. 21.20 Derrick. Þýskursakamálamyndaflokkurmeð Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. Þýðandi: Veturliði Guðnason. 22.25 Síðasta trompið (The Jigsaw Man) Bresk bíómynd frá 1984. Leikstjóri Terence Young. Aðalhlutverk Michael Caine, Laurence Olivier, Susan George og Robert Powell. Fyrrum starfs- maður í leyniþjónustu Breta flýr til Sovétríkj- anna. Dag einn birtist hann í Bretlandi og enginn veit hvort hann er enn handgenginn Sovétmönnum eða hefur skipt um skoðun. Þýðandi Reynir Harðarson. 23.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. srm Föstudagur 11. nóvember 16.00 Fullkomin. Perfect. Lífleg mynd um blaða- mann sem fær það verkefni að skrifa um heilsuræktarstöðvar. Sjálfur er hann ekki mikið fyrir heilsurækt en það viðhorf hans breytist þegar hann verður ástfanginn af einum leikfimi- kennaranum. Aðalhlutverk: John Travolta og Jamie Lee Curtis. Leikstjóri: James Bridges. Framleiðandi: Kim Kurumada. Þýðandi: Ingunn Ingólfsdóttir. Columbia 1985. Sýningartími 115. mín. 17.55 í Bangsalandi. The Berenstein Bears. Teiknimynd með íslensku tali. Leikraddir: Guð- rún Alfreðsdóttir. GuðmundurÓlafsson, Hjálmar Hjálmarsson. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. Worldvision.________________________________ 18.20 Pepsí popp. Islenskur tónlistarþáttur þar sem sýnd verða nýjustu myndböndin, fluttar ferskar fréttir úr tónlistarheiminum, viðtöl, get- raunir, leikir og alls kyns uppákomur. Þátturinn er unninn í samvinnu við Sanitas hf. sem kostar gerð hans. Umsjón: Helgi Rúnar Óskarsson. Kynnir Hafsteinn Hafsteinsson og Nadia K. Banine. Dagskrárgerð: HilmarOddsson. Stöð2. 19.1919:19. Frétta- og fréttaskýringaþáttur ásamt umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á baugi. 20.45 Alfred Hitchcock. Nýir stuttir sakamála- þættir sem gerðir eru í anda þessa meistara hrollvekjunnar. Þýðandi: Pálmi Jóhannesson. Sýningartími 30. mín. Universal 1986. 21.15 Þurrt kvöld. Skemmtiþáttur á vegum Stöðvar 2 og Styrktarfélagsins Vogs. I þættinum er spilað bingó með glæsilegum vinningum. Síma- númer bingósins eru 673560 og 82399. Umsjón: Hallgrímur Thorsteinsson og Bryndís Schram. Dagskrárgerð: Valdimar Leifsson. Stöð 2. 22.10 Furðusögur. Amazing Stories. Þrjár sögur í einni mynd og ekki frábrugðnar í Ijósaskiptun- um (Twighlight Sone), sem voru á dagskrá Stöðvarinnar fyrir nokkru. Sögumar eru allar mjög ólikar og hefur hver um sig á að skipa sínum leikurum og leikstjórum. Fyrst er spennu- mynd í leikstjórn Stevens Spielberg, þá gaman- mynd og loks hrollvekja. Aðalhlutverk: Kevin Costner, Kiefer Sutheriand, Tom Harrison, Christopher Lloyd o.fl. Leikstjórar: Steven Spiel- berg, William Dear og Bob Zemeckis. Universal 1987. Sýningartími 105 mín. 23.55 Þrumufuglinn. Airwolf. Spennumyndaflokk- ur um fullkomnustu og hættulegustu þyrlu allra tíma og flugmenn hennar. Aðalhlutverk: Jan- Michael Vincent, Emest Borgnine og Alex Cord. Framleiðandi: Don Bellisario. MCA 1984. 00.45 Eineygðir gosar. One-Eyed Jacks. í þess- um afbragðs vestra bregður stórstjaman, Marl- on Brando, sér í sæti leikstjórans og fer sömuleiðis með aðalhlutverkið, Johnny Rio, sem hefur verið svikinn af besta vini sínum. Eftir fimm bitur ár innan fangelsismúranna hyggst Johnny ná sér niðri á svikahrappnum. Aðalhlut- verk: Marlon Brando, Karl Malden, Pina Pellicier og Ben Johnson. Leikstjóri: Marlon Brando. Framleiðandi: Frank P. Rosenberg. Pennebak- er 1961. Sýningartími 140 mín. 03.00 Refsivert athæfi. The Offence. Sean Conn- ery er hér í hlutverki lögreglumanns með innibyrgt hatur á glæpum og ofbeldi. Þegar hann fær til meðferðar mál kynferðisafbrota- manns leysist hatur hans úr læðingi. Aðalhlut- verk: Sean Connery og Trevor Howard. Leik- stjóri: Sidney Lumet. Framleiðandi: Denis O’Dell. Þýðandi: Bjöm Baldursson. United Ar- tists 1972. Sýningartími 110 mín. Ekki við hæfi j bama. 04.50 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.