Tíminn - 16.11.1988, Síða 4

Tíminn - 16.11.1988, Síða 4
4 Tíminn 'Míðvikudagur 16. nóvember FRÁMENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Framhaldsskólinn á Húsavík auglýsir eftir um- sóknum um þrjár nýjar kennarastöður á vorönn 1989. Helstu kennslugreinar eru: stærðfræði, viðskipta- greinar, þýska og enska. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 96-42095. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. desember n.k. Menntamálaráðuneytið Bílaleigubílar Tilboð óskast í leigu á bílaleigubílum til afnota fyrir ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki árin 1988-1989. Útboðslýsing er afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. Opnun tilboða fer fram á skrifstofu vorri, föstudag- inn 25. nóvember 1988, kl. 11:00 f.h., í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNCIÐ? Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum — járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin —Sími 84110 Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð, önnur og síðari sala, fer fram á M.S. Keflavík, skráðri eign Skipafélagsins Víkur h.f., föstudaginn 18. nóvember 1988 kl. 14:00 á skrifstofu uppboðshaldara, Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal. Uppboðsbeiðendur eru Lífeyrissjóður sjómanna, Landsbanki íslandsog innheimtumaðurríkissjóðs. Sýslumaðurinn í Vestur-Skaftafellssýslu, Einar Oddsson t Viö þökkum auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför Guðlaugar Sigmundsdóttur frá Gunnhildargerði Inga M. Langholt Ragnhildur Pétursdóttur EinarPétursson Rós Pétursdóttir Bryndís Pétursdóttir Margrét Þorvaldsdóttir Þórey Sævar Sigurbjörnsdóttir börn og barnabörn Benedikt Langholt Ásmundur Matthíasson Sigríður Karlsdóttir Magnús J.Jóhannsson örn Eirjksson Breyttar reglur varðandi dráttarvaxtaútreikning: DRÁTTARVEXTIR 0RDNIR BETRIEN YFIRDRÁTTUR Mörg fyrirtæki jafnt sem einstakl- ingar nýta sér þá þjónustu bankanna sem yfirdráttarheimild á hlaupa- reikningum er. Fyrir þessa þjónustu þurfa menn að borga og svo virðist sem það geti borgað sig að greiða heldur dráttarvexti af skuldum, geti menn ekki greitt á gjalddaga, heldur en að greiða þær með peningum sem fengnir eru með yfirdráttarheimild. Þetta er þó alls ekki algilt heldur á þetta við í þeim tilfellum þar sem yfirdráttarheimild er aðeins nýtt að hluta til. Það borgar sig sem sé frekar að nýta heimildina til fulls en að nýta hana aðeins að hluta til. Ef maður hefur til dæmis heimild til yfirdráttar en nýtir þá heimild ekki nema að 70% má segja að hann sé að greiða um 28,7% í vexti. Þannig að sé yfirdráttarheimild á annað borð til staðar, borgar sig að fullnýta hana sé litið til vaxtaútreikn- ings í prósentum. Dráttarvextir á mánuði eru nú 27,6% þannig að sé um stórar upp- hæðir að ræða getur það munað töluverðu hvort um er að ræða greiðslu dráttarvaxta eða vaxta af yfirdrætti. Sé dæmið sett upp þannig að heimild til yfirdráttar hljóði upp á 1.000.000 kr., en aðeins sé um 70% nýtingu að ræða gera það 700.000 kr.. Miðað við fyrrgreinda útreikninga þarf þá að borga 28,7% vexti af þeirri upphæð eða 200.900 kr. Ef hinsvegar venjulegir dráttar- vextir væru greiddir af þessari upp- hæð í einn mánuð yrði upphæðin kr. 193.200, mismunurinn kr. 7.700. Auglýstir meðaltalsvextir af yfir- drætti á hlaupareikningum munu þó ekki vera nema 20.1% en mismunur- inn kemur meðal annars til af því að heimildin er aðeins nýtt að hluta til. áma Úr sjónleiknum um Sigríði og Indriða. F.v.: Ásdís B. Geirdal, sem Jóna, Jóhannes Steinsson sem leikur Línu og Gísli Sverrísson I hlutverki Jóhannesar. Ungmennafélagið íslendingur í Borgarfirði Indriði og Sigríður á fjölunum í Brún Síðastliðinn laugardag frum- sýndi Leikhópur Ungmennafélags- ins íslendings í Borgarfirði, sjón- leikinn „Um hið átakanlega og dularfulia hvarf ungu brúðhjón- anna Indriða og Sigríðar daginn eftir brúðkaupið og leitina að þeim“. Leikritið, sem sýnt er í Félags- heimilinu Brún í Bæjarsveit, segir m.a. frá lífinu í sveitinni á gaman- saman og einlægan hátt, leitin stendur sem hæst og ástin blómstrar... Höfundar eru Hjördís og Ingi- björg Hjartardætur, Sigrún Ósk- arsdóttir og Unnur Guttormsdótt- ir. Leikstjóri er Hákon Waage, leikendur eru 17 og 30 manns unnu við uppfærsluna. Softver hugbúnaðarfyrirtækið gjaldþrota í gær: Þekking hf. annast ALLT hugbúnað núna Stjórn Softvers, sem er fyrirtæki er framleitt hefur ALLT hugbúnað, lagði í gær inn beiðni um gjaldþrota- skipti hjá skiptaráðanda í Reykja- vík. Tíminn greindi frá því í frétt sl. laugardag að fyrirtækið ætti í alvar- legum rekstrarerfiðleikum meðal annars vegna gjaldþrota nokkurra viðskiptavina Softvers. Softveri hefur nú verið lokað og rödd í símsvara segir að Þekking hf. annist þjónustu við notendur ALLT hugbúnaðar. Framkvæmdastjóri Þekkingar hf. er Páll Pétursson en hann var einnig framkvæmdastjóri Softvers. - sá Félagatal FR komið út Félagatal Félags farstöðvaeigenda fyrir árið 1988 er komið út. „Reglu- gerð um starfrækslu almenningstal- stöðva í 27 MHz tíðnisviðinu", er nýjung í félagatalinu, og var hún gefin út af samgönguráðuneytinu, þann. 2. janúar 1987. Undirbúningur fyrir félagatal næsta árs hófst s.l. sumar, og munu breytingar aðallega verða á síma- númerum á svæðum 98 og 99. Þá er í félagatalinu notendaskrá ásamt skrá yfir hand- og sjálfvirka farsímanotendur. elk. Alíslenskt fyrirtæki Tímanum hefur boríst eftirfarandi erindi frá VISA Islandi: „Athugasemd vegna villandi frétta um SAMKORT, „fyrsta alís- lenska greiðslukortið". f fréttatilkynningum um hið nýja greiðslukort samvinnuhreyfingar- innar „SAMKORT" nú undanfarið er ranglega haldið fram að hér sé um fyrsta og eina alíslenska greiðslu- kortið að ræða. Af því tilefni óskast skýrt tekið fram af hálfu VISA íslands - Greiðslumiðlunar hf. að það fyrir- tæki er í fullri eigu innlendra pen- ingastofnana eða um 83% banka- kerfisins. Alls eru hluthafar 25, 5 bankar og 20 sparisjóðir. Einstakl- ingar eiga þó einnig óbeina aðild að fyrirtækinu, sem hluthafar í Alþýðu- bankanum hf., Iðnaðarbanka ís- lands hf. eða Samvinnubanka ís- lands hf., og eins þjóðin öll, þar sem ríkisbankamir tveir, Búnaðarbanki íslands og Landsbanki íslands, eru stærstu eignaraðilar VISA jslands. VISA-greiðslukortin em öll gefin út á nafni viðkomandi banka og sparisjóða, en bera jafnframt VISA- merkið, sem gerir þau gjaldgeng um heim allan. VISA ísland á aðild að VISA International fyrir hönd eignaraðila sinna en ekki öfugt. Hvað árgjald og stofngjald SAM- KORTS áhrærir væri allt annað óeðlilegt en að það væri mun lægra en þeirra korta, sem gilda á yfir 4000 stöðum hérlendis og 6 milljón stöð- um erlendis, þar sem gildi þess er jafn takmarkað nú í upphafi sem raun ber vitni. Tilkoma SAMKORTS er fram- faraspor og fagnaðarefni." Virðingarfyllst, Einar S. Einarsson, framkvæmdastjórí VISA

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.