Tíminn - 17.11.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.11.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 17. nóvember 1988 Landsbankinn fylgist grannt með „vandræðabarninu“ Olís: skiptin við Olís Sérstök nefnd innan Landsbankans kannar nú viðskiptí hankans við Olíuverslun íslands og er formaður nefndar- innar Brynjólfur Helgason aðstoðarbankastjóri. Brynjólfur sagði blaðinu í gær að málefni stórra viðskiptavina væru í stöðugri athugun innan bankans og hann kannaðist við að óformleg nefnd væri hugsanlega til í þessu skyni en vildi ekki staðfesta að tilurð hennar væri vegna Olíss eingöngu. bórði S. Gunnar-ssyni fyrrverandi stjórnarfomanni Oiíss og tilkynntu honum að frekari ábyrgðir batikans Heimildir innan olíuviðskipta- geirans segja að féiagið hafi um nokkurra ára skeið verið hálfgert vandræðabarn bæði innan olíu- verslunarinnar og innan banka- kerfisins og telja sömu mcnn heid- ur óiíklegt að bankinn muni láta til skarar skríða gegn fyrirtækinu meir en orðið er. Ástæða þess sé sú að fari Oiís á hausinn sitji Landsbankinn uppi með sitt „Hafskipsmál" því að staðreyndin sé sú að milli 60 og 70% af heildarskuldum oltufélag- anna eru skuldir Olíss og aiiar við Landsbankann. Markaðshlutdeild félagsins er hins vegar aðeins um 25% þannig að bankinn sé skít- hræddur við félagið og Óla og það viti Óli Kr. Sigurðsson. Frægt er nú orðið bréfið sem bankustjórar Laiulsbankans sendu vegna innflutnings Olíss séu úr sögunni þar sem af hálfu félagsins hafi ekki verið staðið við skilyrði scm bankinn hafði áður set't því. Óli Kr. Sigurðsson neitaði sem kunnugt er því að hafa vitað af tilvjst þessa bréfs fyrr en greint var frá því í fréttum Sjónvarpsins. - Það gerði hann þrátt fyrir að afrit af því háfi verið borið honum samtímis því sem stjórnarformað- urinn fékk það. beir höfðu síðan rætt innihald þess þann sama dag og óli Kr. einnig rætt innihald þess á fundi í Landsbankanum með bankastjórum hans. -En hva$a samkomulag hafði stjórn Olíss og forstjóri gert við Landsbankann og ekki staðið við? Eftir þvf sem næst verður komist inun það eitthvað tengjast því hvernig Oli Kr. yfirtók félagið en það mun hafa orðið með þeim hætti að Óli keypti Olís að mestu fyrir fé Landsbankans á sínum tíma þannig að hann lét Olís sjálft lána sér til að borga kaupverðið sem síðan er fært sem skuld Sunds hf. í reikningum OKuverslunarinn- ar. Þar sem þetta dæmi gengur aug- ljóslega ekki upp þá dettur Óli niður á það snjallræði að sexfalda nafnverð hlutabréfanna með út- gáfu jöfnunarhlutabréfa áður en það var gert átti Olís sjálft 10% hlutabréfa eins og leyfilegt er sam- kvæmt lögum. Óli selur þá Olíuversluninni aft- ur 18% hlutabréfa á nýja verðinu, sem var um 73 milljónir og greiðir þar með skuld Sunds hf. við Olís. Þar með á Olís orðið ,28% í sjálfu sér og hefur Óli síðan reynt að selja þessi „ólöglegu“ 18% en þó með háifum huga segja sumir því hermt er að hann vilji ekki selja þau hverjum sem er. Kunnugir menn segja að kaup Óla , sem nefnd voru eitt sinn kaup aldarinnar hafi farið fram með þessum hætti og einn viðmælandi blaðsins sagði: „Þetta er sko að kunna að nota bankana." Sami maður sagðist ekki eiga von á að bankinn sneri við félaginu bakinu þrátt fyrir að hann vildi fátt frekar gera. Það sýni sú staðreynd að hann hefur gefið út ábyrgðir fyrir Olís margsinnis eftir bréfið fræga. Fyrir rúmu ári átti Olís ekki fyrir olíufarmi sem koma átti til landsins og samið hafði verið um. Hin oltufélögin ábyrgðust þá í samein- ingu greiðslu á hlut Olíss í farmin- um og ætluðu þau bæði að yfirtaka hlutann þegar til landsins kæmi. Það var hins vegar fyrir þrá- beiðni Landsbankans að félögin skiluðu farminum til OIíss og gekk Landsbankinn þá í ábyrgð fyrir Olís gagnvart félögunum og sá um að greiða félögunum tveim þann kostnað sem þau höfðu orðið fyrir vegna þessa. Ef Olis fer á hausinn hvert fara viðskipti þeirra? Starfsmenn félag- anna tveggja, Olíufélagsins hf. og Skeljungs segja að ekkert vanda- mál sé að fylla í skarð sem Oiís skildi eftir sig. -sá Mun hún tárfella í kvöld. Miss World keppnin í kvöld: Linda íöðru sæti? Þegar Tíminn fór í prentun í gær benti allt til þess að Linda Péturs- dóttir, fegurðardrottning íslands yrði í kvöld útnefnd næst fegursta kona heimsbyggðarinnar. Sam- kvæmt spám bresks veðbanka er Ungfrú Venezuela talin sigurstrang- legust í keppninni en fast á hæla henni kemur hinn stórglæsilegi full- trúi íslands. Ekki er að efa að stór hluti íslensku þjóðarinnar mun fylgj- ast spenntur með keppninni sem verður sjónvarpað beint á Stöð tvö í kvöld. -áma Breiðfirðingafélagið í Reykjavík 50 ára: Árshátíð og afmælis- fagnaður {dag, 17. nóvemberverðurBreið- firðingafélagið í Reykjavík 50 ára. Stofnfundurinn var haldinn í Oddfellowhúsinu í Reykjavík, 1938. Félagatala hefur minnkað töluvert vegna þess að Barðstrendingar og Snæfellingar hafa stofnað sín eigin félög. Meginkjarni núverandi fé- lagsmanna er úr Dalasýslu. Forsögu félagsins má rekja til 1913, er haldið var fyrsta Vestfirð- ingamótið. Þau mót voru haldin í nokkur ár. Þorrablót byrjuðu 1933 og voru haldin næstu 5 árin, og nefndust þau Breiðfirðingamót. Starfsemin varð fljótt fjölbreytt, en hefur breyst síðustu árin. Félagið er þó enn í fullú'fjöri, og stendur m.a. fyrir spiladögum, sumar- og vetrar- fagnaði, og degi aldraðra. Þá eru ferðalög á hverju sumri. Kvenn- adeild er starfandi, svo og brids- og tafldeildir. Félagið reynir að viðhalda og efla tengslin við átthagana og þrátt fyrir breyttar aðstæður, er þörfin fyrir félagstarfsemina síður en svo úr sögunni. Brýnasta verkefni félagsins nú, er að komast í gott húsnæði, því síðan Breiðfirðingabúð var seld, hef- ur félagið verið í hrakningum. Vonir standa til að úr þessu rætist innan tíðar. Breiðfirðingafélagið heldur árs- hátíð og afmælisfagnað, á morgun 18. nóvember á Hótel Sögu. elk. Umferðarreglur eru til * okkar vegna - Vlrðum' reglur vðrumst slys. Erfíðleikar barna vegna vinnuálags foreldra hafa aukist á undanförnum tveimur til þremur árum. Vöðvabólga og önnur streitueinkenni hrjá börn á forskólaaldri Börn eiga undir högg að sækja í okkar þjóðfélagi og aukið vinnuálag foreldra eykur erfiðleika þeirra. Erf- iðleikarnir birtast á ýmsan hátt í líðan barnanna og dæmi eru um börn allt niður í 6 ára aldur sem þj ást af streitueinkennum eins og vöðva- bólgu og stöðugum höfuðverk. Gríðarlegur fjöldi vinnustunda kemur harðast niður á börnunum og foreldrar eyða sífellt minni tíma með börnum sínum. í nýlegri könn- Un sem Stefán Ólafsson gerði á vinnu og viðhorfum Islendinga kem- ur fram að fullvinnandi karlmenn vinna að meðaltali 57 klukkustundir á viku en konur að meðaltali 49 stundir. í nýútkomnu Þjóðlífi er viðtal við Vilborgu Guðnadóttur, skólahjúkr- unarfræðing í Austurbæjarskóla. Þar er að finna sláandi dæmi um þær erfiðu aðstæður sem mörg börn á skólaaldri lifa við og Vilborg segir fjölda þeirra meiri en fólk geri sér almennt grein fyrir. Erfiðleikar barnanna eru bæði félagslegir, and- legir og líkamlegir. í fyrrnefndu viðtali segir Vilborg jafnframt að mörg dæmi séu um það að enginn sé heima allan daginn og börnin eigi að sjá um sig sjálf fyrir og eftir skóla á daginn. Einnig séu dæmi um það að börnin hafi ekki lykla, heldur eigi þau að bíða úti eða hjá kunningjunum. Vilborg segir ástæðurnar vera þær að fólk sé búið að sætta sig við örþrifaráðin sem það neyðist til að grípa til ef dæmið eigi að ganga upp. Vilborg bendir einnig á að for- gangsröð foreldra geti verið harla sérkennileg og að hin efnislegu lífs- gæði og framabrautin séu tekin fram yfir velferð og þarfir barnanna. Sem fyrr segir birtast erfiðleikarn- ir á ýmsan hátt. Vilborg segist m.a. hafa fengið til sín börn sem þjást af streitueinkennum, eins og vöðva- bólgu og stöðugum höfuðverk. í viðtalinu segir ennfremur: „Það er oft rætt um þær kröfur sem heimilin gera til skólanna en í þessu sambandi væri kannski hægt að snúa spurning- unni við og huga að því hvaða kröfur skólarnir eiga að gera til heimilanna. Þær eru ýmsar. í fyrsta lagi að barnið komi með nesti og sé ekki svangt. f öðru lagi að það sé vel hirt og lykti t.d. ekki. Og í þriðja lagi að það mæti vel út sofið á réttum tíma. Að ekki sé talað um að veita barninu ást og öryggi." Tölfræðilegar upplýsingar ekki til Tíminn hafði samband við Vil- borgu og í því viðtali kom m.a. fram að engin könnun hefur farið fram á aðstæðum barna. „Ég fór fram á það fyrir tveimur árum við Félagsmála- stofnun að það yrði gerð könnun, þá sérstaklega samanburðarkönnun á þessum skóla og öðrum skólum og þetta þótti merkilegt verkefni, en það voru ekki til peningar til að gera þetta og mér vitanlega hefur engin slík könnun farið fram.“ Spurnir hafa borist af því að sum böm séu með einkenni næringar- skorts m.a. vegna þess að foreidrar hafa kost á því að fá heitan mat í mötuneyti í hádeginu og matur er ekki eldaður á heimilinu svo dögum skiptir. Vilborg játti því að hún hefði orðið vör við einkenni nær- ingarskorts hjá börnunum. ssh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.