Tíminn - 17.11.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.11.1988, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 15. nóvember 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR Þórarinn Þórarinsson: Bréf Jónasar frá Hriflu til Jóns á Reynistað Merk heimild um upphaf Tímans og Framsóknarflokksins Það kom Sigurði Nordal á óvart, þegar hann hitti Jónas frá Hriflu í Berlín árið 1908 og Jónas lét eftir- farandi orð falla, er talið barst að sjálfstæðismálum fslands: „Ég ætla að skipuleggja sigurinn." Jónas hafði fram að þessu verið lítið pólitískur að mati Sigurðar og ekki látið í ljós að hann ætlaði sér stóran hlut á stjórnmálasviðinu. Veturinn áður höfðu fulltrúar Danmerkur og íslands unnið í Kaupmannahöfn að uppkasti að nýjum samningi um samband land- anna og það orðið umdeilt meðal íslendinga, einkum þó hjá íslensk- um námsmönnum í Kaupmanna- höfn. Þennan vetur stundaði Jónas nám við lýðháskólann í Askov á Jótlandi, ásamt tuttugu íslending- um. Svo virðist sem deilan um uppkastið hafi ekki náð að ráði til þeirra. Kynni þau, sem þeir fengu í Askov af dönsku efnahagslífi og alþýðumenningu, virðast hafa opn- að augu þeirra fyrir því, að mikil- vægasta verkefni í sjálfstæðisbar- áttunni væri ekki að slíta stjórnar- farslegu tengslin við Danmörku, heldur að styrkja undirstöðuna, efnahaginn og menninguna. Þegar búið væri að styrkja þessar stoðir yrðu skilnaðurinn við Danmörku auðveldari. Um þetta virðist hafa verið rætt í Askov. Um það vitna greinar, sem Jónas birti í Skinfaxa eftir heimkomuna. Jónas eignaðist marga vini í Askov, en einna traustustum vináttuböndum mun hann hafa bundist einum landa sinna, Jóni Sigurðssyni frá Reyni- stað í Skagafirði. Jón hélt heim til íslands vorið 1907 og gerðist ráðs- maður á búi föður síns, en Jónas hóf ferðalag um Danmörku til að kynnast sem best skólakerfi Dana, en hann hafði ætlað sér að gerast leiðtogi í skólamálum. Frá Dan- mörku hélt hann til Þýskalands, Frakklands og Bretlands, því hann vildi afla sér sem víðtækastrar þekkingar. Heim til fslands kom hann svo vorið 1908. Á þessum ferðum sínum gleymdi hann ekki Jóni vini sínum á Reyni- stað. Hann hóf að skrifa honum bréf strax vorið 1907, eftir að þeir skildu á Askov og hélt því áfram í næstu tvo áratugi, og þó einkum eftir heimkomuna. Jón Sigurðsson hefur bersýni- lega verið mikill hirðumaður. Hann hefur haldið saman flestum eða öllum bréfum Jónasar til hans. Þau eru nú geymd á Héraðsskjala- safninu á Sauðárkróki. Þau eru merk og fróðleg heimild um mesta byltingatímann í íslenskri sögu, eða árin 1908-1920. Þar skýrir Jónas m.a. frá því, hvernig varð til stefnuskrá Tímans, sem birtist í blaðinu í ársbyrjun 1918, eða tæpu ári eftir að Tíminn hóf göngu sína. Jónas og félagar hans hér syðra gerðu uppkast að stefnuskránni. Jónas sendir það síðan til Jóns, sem gerir sínar athugasemdir og tillögur, sem eru teknar til greina í næsta uppkasti og það er síðan sent Jóni, og hann svarar með athuga- semdum og tillögum um breytingar og viðbætur. Stefnuskráin er því ekki tilbúin fyrr en blaðið hefur komið út í tæpt ár, eins og síðar verður rakið. Það kemur fljótt í ljós hver var tilgangurinn með stefnuskránni. Sitthvað getur bent til þess, að um það hafi verið rætt í Askov, en réttur tími væri ekki kominn og yrði að sitja hjá um stund, og nota tímann til undirbúnings. Hugmyndir Jónasar fá byr f seglin þegar hann gerist ritstjóri Skinfaxa 1911 og kynnist leiðtog- um ungmennafélaganna víða um landið. í bréfi, sem Jónas skrifar Jóni 30. desember 1914, kemur það í ljós sem fyrir honum vakir. Þar segir: „Viltu að ungir menn skipi sér í tvær sveitir undir gömlum merkjum? Eða ættum við að sam- eina okkur og standa á eigin fótum? Hið fyrra er á móti vilja flestra efnilegra manna sem ég þekki. Ég hygg allgóðan jarðveg meðal jafnaldra okkar víða um land með að stofna radikalan, vinstri manna- eða bændaflokk. Frumskilyrðin tvö: 1. Láta óbreytt sambandið við Dani um óákveðinn tíma. 2. Vinna að þjóð- arframför, alþýðumenntun, ræktun, fjölgun býla, samgöngum, samvinnu í sölu og kaupum." Síðar í bréfinu er það nánar rakið, að þessi hugmynd eigi fylgi víða um land. Þar segir: „Flokkshugmyndin liggur í loft- inu og ætti að komast á þegar stríðinu lýkur. Viltu segja mér álit þitt og tillögur í þessum efnum. Ólíklegt þykir mér, að þú sért þar hlutlaus." Þá segir í bréfinu, að umtal sé um að stofna hlutafélag um útgáfu á tímariti. f bréfi, sem er dagsett 5. nóvember 1915, er sagt frá því, að búið sé að stofna tímarit og því Jónas Jónsson frá Hríflu. verði gefið nafnið Réttur. Það er mikil undiralda í íslensku stjórnmálalífi á árunum 1914 og 1915, eins og kemur fram í bréfi Jónasar til Jóns hér að framan, dagsettu 30. des. 1914. Á árinu 1915 lætur Jón hefjast handa um fjársöfnun fyrir vikublað, sem hæfi göngu sína eftir 2-3 ár. Á sama tíma vinnur Jónas að því að skipu- leggja verkalýðsfélögin í Reykja- vík og að undirbúa stofnun Ál- þýðusambands fslands og Alþýðu- flokksins, sem verði undir sömu stjórn. Jón Þorláksson byrjar undirbúning að því að breyta Heimastjórnarflokknum í fram- farasinnaðan flokk, sem taki sér nafnið Framsóknarflokkur. Gestur á Hæli undirbýr bændasamtök, sem bjóði fram í Landkjörskosn- ingum,sem eiga að fara fram 1916. Jónas Jónsson og félagar hans undirbúa blað og flokk, en ákveða að sitja hjá um stund og vanda undirbúninginn, og jafnframt því sem Jónas vinnur að stofnun Al- þýðuflokksins og Alþýðusam- bandsins styður hann hreyfingu Gests á Hæli, án þess að gera það opinberlega. Hinn 24. janúar 1916 skrifar hann Jóni á Reynistað: »Ég er hlynntur Þjórsárbrúar listanum. í fyrsta lagi vegna þess, að efsti maðurinn er með okkur í húð og hár og þori ég að ábyrgjast hans trúverðugleika og í öðru lagi gerir þetta gömlu flokkana enn ómögulegri." f þessu bréfi segir ennfremur: Jón Sigurðsson á Reynistað. „Mér finnst útlitið gott. Hið gamla er að hverfa í reyk. Á næstu tveimur árum skýtur upp ýmsum kynlegum kvistum. Þá komum við með sterkt vel undirbúið blað, sem safnar undir merki sitt allt, sem liggur milli Heimastjórnar, sem er að verða hægriflokkur og verka- mannanna í bæjum. Ég ætla að svara Jóni Þorlákssyni í Suðurlandi og sanna að Heimastjórn verði annað hvort íhaldsflokkur eða þá ekki neitt. Jafnhliða þessu hvetur hann Jón til að vinna að fjársöfnun fyrir hið nýja blað, enda hefur Jón þá þegar hafist handa. Og halda verður áfram af fullu kappi að undirbúa stefnuskrána. Rétt er að geta þess að nokkrir þingmenn höfðu stofnað Fram- sóknarflokkinn sem þingflokk á Seyðisfirði haustið 1916 og þá raunverulega sameinað tvo flokka sem buðu fram í Landkjörinu vorið 1906, Óháða bændur og Bænda- flokkinn. í bréfi, sem er dagsett 26. janúar 1917 getur Jónas flutt Jóni góð tíðindi: „Loks kemur nú uppkastið. í því eru flestallar þínar athugasemdir og hygg ég að þær muni standa. Nú bendir allt til að byrjað verði í vor. Ráðið er að sá hringur, sem vill undirskrifa hina endurbættu stefnuskrá eigi blaðið, láti það styðja þingflokkinn til allra góðra hluta, en jafnframt byggja upp.“ Þá segir í bréfinu, að afráðið sé að ráða Héðin Valdimarsson sem ritstjóra, en hann komi ekki heim fyrr en í vor. Jónas var áður búinn að gefa í skyn í bréfi til Jóns, að Héðinn kæmi til greina sem rit- stjóri. í bréfi til Jóns dagsettu 2. janúar 1917 biður hann Jón að láta sig vita hvernig honum líki það sem Héðinn Valdimarsson skrifar. Atburðirnir gerðust nú hraðar en séð var fyrir, þegar afráðið var að Tíminn hæfi ekki göngu sína fyrr en Héðinn væri kominn heim. Tíminn hóf göngu sína 17. mars 1917 og þremur dögum síðar skrif- ar Jónas Jóni og hefst bréfið með þessum orðum: „Við byrjuðum til að geta haft áhrif á þingið.“ í næstu bréfum virðist koma fram, að bankamálin hefðu rekið mest á eftir. Gestur á Hæli og Jónas lögðu allt kapp á að fá Magnús Sigurðsson sem banka- stjóra við Landsbankann og varð flest undan að láta, þegar þeir Gestur og Jónas lögðust á eitt. í þessu bréfi skýrir Jónas frá því, hvernig ritstjóramálið leystist. Guðbrandur var fenginn til að gegna ritstjórninni til bráðabirgða, en hann var þá frægur fyrir að hafa valið Morgunblaðinu nafn, þegar útgefendur þess stóðu ráðþrota, þegar nafninu, sem þeir höfðu valið því upphaflega, hafði verið stolið frá þeim. Var rætt um, að blaðið héti Þjóðólfur, að því er Jónas segir í bréfinu til Jóns. Héðinn vildi að það héti Fjallkon- an, eins og blað föður hans. Þá skarst Guðbrandur í leikinn og sagði, að það skyldi ekki minna á hin gömlu blöð, heldur bera svip nýja tímans. Tíminn skyldi það heita. Á það fallast Jónas og Sig- urður á Ystafelli. Það hlaut því nafnið Tíminn. Bréfaskipti þeirra Jónasar og Jóns héldu áfram í góða stund eftir þetta. Jón gekk í Framsóknar- flokkinn og hlaut þingsæti Ólafs Briem, sem var formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, en hafði ákveðið að hætta þingsetu. Jón var í framboði fyrir Framsókn- arflokkinn 1919, en gekk 1923 til liðs við Borgaraflokkinn. Jón hafði viljað að Magnús Guðmundsson, sem var annar þingmaður Skagfirðinga, fengi inn- göngu í Framsóknarflokkinn, en um það náðist ekki samkomulag, því að hann var talinn hliðhollur Einari Arnórssyni og Langsum- mönnum, en Þversummenn höfðu veruleg tengsl við Framsóknar- flokkinn, einkum þó Benedikt Sveinsson. Leiðir þeirra Jónasar og Jóns skildu þvf, en aftur mun hafa dregið saman með þeim eftir að Jón og Pétur Ottesen gerðust leiðtogar svonefndra fimmmenn- inga er nýsköpunarstjórnin var mynduð 1944. Talsverð ástæða er til að ætla að hugmynd Jónasar um blaðaútgáfu, flokksstefnu og þingmálafundi hafi orðið til í Askov og hann haft þær f huga, þegar hann sagði Sigurði Nordal í Berlín, að hann ætlaði að skipuleggja sigurinn. Um það verð- ur þó ekki endanlega fullyrt. Varðandi stefnuskrá Tímans má bæta því við, að í bréfi, sem> Jónas skrifar á höfuðdaginn 1917 segir hann að lokið sé að ganga frá síðasta uppkastinu og verði það sent með næstu skipsferð. TÓNLIST Poulenc og Rangström á Háskólatónleikum Á Háskólatónleikum í Norræna húsinu 9. nóvember söng Anders Josephsson bariton við undirleik önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Efnisskráin var því miður alltof stutt, því að hún ivar svo skemmtileg og Anders Josepsson söng svo vel; þarna voru aðeins tvö verk, söngva- flokkar eftir Poulenc (1899-1963) og Ture Rangström (1884-1947). Anders Josephsson er Svíi sem verið hefur hér á landi síðan 1980 við guðfræði- og söngnám. Hvoru tveggja hefur hann nú lokið, og er brátt að förum aftur til heimalands síns. Hann hefur komið nokkrum sinnum fram áður opinberlega, söng m.a. hlutverk nautabanans í upp- færslu íslensku óperunnar á Carmen. Josephsson hefur fallega baritónrödd og skemmtilega fram- komu. Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur þekkja allir núorðið, svo virk hefur hún verið undanfarin ár í hvers kyns tónlistarflutningi, sem einleikari, undirleikari og kammerleikari - með okkar alfærustu píanistum. Fyrri flokkurinn eftir Poulenc, heitir Le Bestiare ou Cortége d’Orphee, ljóð G. Apollinaire. Best- iare þýðir safn dæmisagna um guð- dómlegar skepnur, eins og einhyrn- inga eða klárana Pegasus eða Sleipni. Kristján Árnason endur- sagði efni hinna sex söngva, sem eru gamansamir eða fáránlegir eins og eftirfarandi dæmi sýna. Geitin frá Tíbet: Hárin á þessari geit og jafnvel gullna reyfið, sem Jason lagði svo mikiö á sig til að ná, eru einskis virði í samanburði við hárið á henni sem ég elska. Engisprettan: Hér er fínleg eng- ispretta, fæða Jóhannesar skírara. Megi ljóðin mín verða eins og hún, veislumatur betri manna. Karfinn: En hvað þið karfarnir lifið lengi í fiskatjörnum ykkar og pollum! Getur verið að dauðinn hafi gleymt ykkur, þið hryggðarinnar fiskar. Seinni flokkurinn var Ur Kung Eriks Visor eftir Rangström, ljóð Gustafs Fröding. Þessir fimm söngv- ar Eiríks konungs lýsa augnablikum í ævi hans og heita Vísa um það þegar ég var glaður með Welam Welamssyni, Vísa um mig og fíflið Herkúles, Vísa til Karinar þegar hún hafði dansað, Vísa úr fangelsinu til Karinar, og Síðasta vísa Eiríks konungs. Eins og sést af efninu eru þessir tveir Ijóðaflokkar gerólíkir, enda tónlistin það líka. Verk Poulencs er „klikkað“ og skemmtilegt, verk Rangströms „hetjulegt" og örlög- þrungið. Hinn ungi söngvari gerði þessu öllu hin bestu skil. Sig. St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.