Tíminn - 17.11.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.11.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 17. nóvember 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVIHNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Sefning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Málfræðslustefna Pess verður víða vart að menn hafi áhyggjur af stöðu og þróun íslenskrar tungu. Um það efni ritar Davíð Erlingsson, starfsmaður Árnastofnunar, eftirtektar- verða grein, sem birt er í Málfregnum, blaði íslenskrar málstöðvar, undir fyrirsögninni „Hvað ógnar tung- unni?“. Greinin var endurprentuð í Tímanum sl. þriðjudag. Þar kemst greinarhöfundur m.a. svo að orði: „í umræðum síðustu ára um málið og menninguna, og um það hvort málið sé statt í þeirri hættu að deyja út, er vitaskuld mjög aðkallandi að gera sér grein fyrir aðalþáttum flókinna aðstæðna. Tunga, notuð af fá- mennu samfélagi, verður vissulega alltaf í einhverri hættu þegar flóð erlendrar menningar skellur yfir. Þá sem þetta lesa hef ég reynt að fá til að beina athyglinni sérstaklega að tveimur þáttum sem saman verða að mínu áliti að hættulegum veikleika. Þessir þættir eru: Andvaraleysið og sú breyting á gerð íslenskrar menningar að munnmenntirnar hafa að verulegu leyti dáið út.“ Fyrr í grein sinni víkur Davíð að því að við „íslenska rómantík og lífsbótahugsjón“ hafi sprottið hugmyndin um forngöfuga, hreina og fagra íslenska tungu. Þjóðin átti mál, sem var að mörgu leyti fornræktað, segir Davíð Erlingsson. Á íslensku voru til afrek skáldskap- ar og lífssanninda, ekki síst forn, en reyndar líka nýrri og frá líðandi öld. En málið átti í vök að verjast, bætir greinarhöfundur við, vök þeirrar aðstöðu að vera sjálft eins konar nýlenda útlendrar hugsunar, því að straum- ar hugsunar og menningar umheimsins bárust hingað. Af grein Davíðs má ráða að sá vandi, sem sprettur af erlendum áhrifum á hugsun og viðfangsefni nútíma- íslendings, verði ekki leystur með því einu að setja sér háleita hugsjón um hvað sé fagurt og gott mál, heldur sé nauðsynlegt að nálgast hugsjónina með beinum aðgerðum, málræktarstefnu, sem hefur í sér fólgna leiðbeiningu um hvernig beita skuli málinu við ólíkar aðstæður. Greinarhöfundur segir talsvert hafa skort á, að fólki hafi verið gerð grein fyrir mismuninum á eðli talaðs og ritaðs máls og að vantað hafi að koma að raunverulegum skilningi á mismunandi notkunarhátt- um máls í ræðu og riti eftir viðfangsefnum og aðstæðum. Davíð víkur m.a. skemmtilega og með tímabærum hætti að svokölluðu „stofnanamáli“, þegar hann segir að skort hafi viðurkenningu á því að slíkt mál hljóti að vera til í nútímaþjóðfélagi, en hins vegar hafi einnig skort alla leiðbeiningu á fræðilegum grunni um það, á hvern hátt best muni að verða við þeirri þörf, sem slíkt ritmál gerir til höfundar síns. Orð Davíðs Erlingssonar verða ekki skilin á annan hátt en þann, að „stofnanamálið“ hafi orðið eins og það er vegna þess að skort hafi framkvæmd málfræðslu- stefrtu í samræmi við hreintungustefnuna, enda hafi „málforystan“ ekki haft tök á að bregðast nógsamlega við breytingum á aldarfari og félagsgerð þjóðarinnar. Fleira er það, sem vöntun málfræðslustefnu leiðir af sér, s.s. aulafyndni og útúrsnúningar í máli auglýsenda og tungutak fjölmiðlafólks. Ályktun Davíðs Erlingssonar er sú að nauðsynlegt sé að bregðast jákvætt við málþróuninni, taka upp málfræðslustefnu. Að hans áliti er nú meiri þörf á málrækt en nokkru sinni fyrr. garri Tveir á mánuði Inn á borð hjá Garra var að berasi hefti af tfmariti sem heitir Gjallarhorn og Samvinnutrygging- ar gefa út. Þar er að finna harða ábendingu varðandi umferðarmál- in, en trúlega nauðsynlega. Þar var bent á þá bláköldu staðreynd að það sem af er árínu haft 22 látið lífið hér á landi í 18 slysum og 2?1 slasast alvarlega. Út úr tölunum þarna er svo reiknað að umferðin kosti tvö mannslíf á mán- uði og tuttugu og fimm stórslasaða. í blaðinu er síðan spurt hvort menn séu sáttir við þetta. Svarið þarna er að auðvitað séum við ekki sátt og óskum þess að slíkum fórnum linni. Undir þetta taka víst allir. Hafi menn til dæmis lent í því að koma þar að sem alvarlegt umferðarsiys hefur orðið, máski banaslys, þá er það reynsla sem öllu venjulegu fólki hverfur seint úr minni. Að ekki sé talað um þá álcitnu tilhugsun við slík tækifærí að í langflestum tilvikum hefði mátt koma ■ veg fyrír limlestingar og mannfórnir með dálítið meiri aðgæslu. Um sárt að binda Af sjálfu leiðir svo að þeir eru hreint ekki svo fáir hér í þjóðfélag- inu sem eiga um sárt að binda af þessum sökum. Þar á meðal eru þeir sem hafa þurft að sjá á eftir nákomnum ættingjum sinum, oft ungu fólki með framtíðina fyrir sér. Þar á meðal eru líka þeir sem þurfa að dvelja langdvölum á sjúkrahúsum. Og þar á meðal eru einnig þeir sem lenda í því að valda slysunum. Ætli margur sé svo harð- ur af sér að það valdi honum engri vanlíðan að hafa valdið dauða eða örkumlum einhvers náunga síns? Þegar á þetta er litið sést að það eru töluvert fleiri en ein saman fórnarlömb slysanna sem þau snerta illa. Og áfram má halda sérstaklega fyrir þá sem hvað mest- an áhuga hafa á því að skoða tölur og hagnaö af útlögðu fjármagni. Eftir því sem Garri man best hefur það verið reiknað út hvað umferð- arslysin kosta þjóðina árlega, jafnt í glötuðum mannslífum sem sjúkra- kostnaði og þeim vinnutíma sem tapast vegna langdvala fólks á spítölum. Þar er um upphæðir af þeirri stærðargráðu að ræða sem til dæmis geta hlaupið á togaraverð- um. Eða hugsanlega slagað hátt upp í það að rétta af Ijáríagahall- ann hjá Ólafi Ragnari. Á þctta má svo sem gjaman líta líka. Tvískinnungur Líka megum við sem best hafa það hugfast að varðandi þessi mál er töluverður tvískinnungur gild- andi hér hjá okkur. Ef barn skilar sér ekki heim að kvöldlagi, eða ef rjúpnaskytta kemur ekki á réttum tíma að bíl sínum, þá er ötlu snúið við. Þá eru leitarflokkar kallaðir út, og leit ekki hætt fyrr en hinn týndi finnst. Þctta cr vitaskuld rétt og sjálfsagt, og engum dettur í hug að draga réttmæti þess í efa. En aftur á móti stöndum við öll framnú fyrír þeirri staðreynd að við því má búast að hér á landi láti tveir íslendingar lífið og 25 slasist alvar- lega í hvcrjum og einum af kom- andi inánuðum. Manni verður óneitanlcga á að spyrja af hverju sama áherslan sé ekki lögð á það í báðum tilvikum að finna þá sem í hættu era staddir og bjarga þeim. Er þaraa nokkur munur á? Ekki verður í fijótu bragði séð að svo sé. Vissulega hefur mikið verið gert hér í umferðaröryggismálum sem enginn skyldi vanþakka. En meðan tveimur Islendingum á mánuði er fóraað á altari umferðarínnar þarf greinilega að gera töluvert betur. Til dæmis verður hinum gegnd- arlausa hraðakstri hér á þjóðvega- kerfinu að linna. Allir kunnugir vita að þar eru gildandi reglur þverbrotnar á degi hverjum. Hér verður að taka upp þann sið að menn virði hraðamörk og farí ekki upp fyrir þau. Svo einfalt er málið. I greininni í blaði Samvinnu- trygginga 'er líka minnst á annað, sem er upptaka svo nefndrar öku- ferilsskrár, þar sem verði á einum stað hægt að fylgjast með ökuferli hvers og eins. Þar með yrði hægt að gera ráðstafanir til að aðvara og endurhæfa ökumenn, sem ekki ráða við umferöarreglur, og líka til þess að afturkalla útgefin réttindi ef viðkomandi ökumaður rís ekki undir þeirri ábyrgð sem fylgir því að aka bfl. Slíkt yrði vitaskuld til bóta, því að það er vel þekkt að alltaf eru til einstaklingar sem ekki ráða við það að stjóraa þó jafn einföldum hlut og ökutæki. En málið er að á meðan umferð- in kostar tvö mannslíf á mánuði er aðgerða þörf. Það gengur ekki að borga slíkan toll fyrir það eitt að fá að nota jafn sjálfsögð og þægileg tæki og bílar eru í þjóðfélagi sam- tímans. Garri. VITTOG BREITT 1111 Lýðveldistíminn og nútíðin öll Að undanförnu hefur mátt heyra í máli fréttamanna nýja tímavið- miðun í íslandssögu, sem er út af fyrir sig ekki óeðlileg, en eigi að síður eftirtektarverð. Þetta er sú venja fréttamanna, að miða ýmsan samanburð á málefnum og atvikum við það sem gerst hefur „í sögu lýðveldisins“ eða „frá stofnun lýð- veldisins", eins og það er orðað. Þegar að er gætt eru reyndar 44 ár frá lýðveldisstofnun og þótt vel fimmtugu fólki og eldra finnist sá atburður alls ekki fjarlægur, þá er varla nema von að þrítugum mönn- um og yngri þyki saga lýðveldisins nógu löng til þess að láta sér nægja að kunna á henni skil og nota hana sem uppsprettu dæma til viðmiðun- ar þess sem er að gerast á líðandi stund. Hvenær hófst nútíðarsagan? Eigi að síður er ástæða til að hugleiða, hvort svo skammdræg sögusýn sé að öllu leyti æskileg. Þótt stofnun lýðveldisins sé ein- stakur atburður í íslandssögu og lýðveldistíminn hin mesta blóma- öld, þá er ýmislegt gallað við það, ef sett verða svo skörp skil við árið 1944, að árin þar á undan, og áratugirnir, hverfi á bak við eins konar fortíðartjald. Ef menn fara að gefa sér það, að nútímasaga íslendinga hefjist ná- kvæmlega á þeim tímapunkti, þeg- ar lýðveldisstjórnarskráin gekk í gildi 17. júní 1944, þá er það mjög alvarlegur misskilningur. Aðdrag- andinn að þeim viðburði er ekki síður forvitnilegur og sögulega merkur en atburðurinn sjálfur. Sjálfstæðisbarátta íslendinga á 19. og 20. öld var býsna löng og háð í áföngum, sem nauðsynlegter að þjóðin haldi áfram að kunna skil á og telji ekki veigaminni eða ómerkari þátt í þjóðarsögunni en sigrarnir sjálfir, jafnvel lýðveldis- stofnunin. Áratugimir fyrir lýð- veldisstofnunina eru engu síður hluti nútímasögunnar en lýðveld- istfminn sjálfur, ekki síst hvað varðar mótun sjálfstæðisvitundar þjóðarinnar og viðleitni hennar til þess að skapa nýtt þjóðfélag og koma upp nýjum atvinnuvegum. Forsenda lýðveldis Stofnun lýðveldisins setur engan veginn svo glögg skil í framfara- sögu nútímans að allt sem áður gerðist skipti engu máli. Þvert á móti var saga fyrirfarandi ára for- senda þess að hægt var að stofna lýðveldi á íslandi 1944, e.t.v. koma þar til líka heimssögulegar ástæður og aðstæður að sínu leyti. Meginástæða þess að fslendingar voru færir um að lýsa yfir stofnun lýðveldis fyrir 44 árum var sú, að þjóðin var þess megnug pólitískt, þjóðfélagslega og menningarlega að rísa undir slíku stjórnarformi og hafði hlotið viðurkenningu annarra þjóða um rétt sinn og færni til þess að búa við stjórnskipulag fullvalda lýðveldis. Þessa færni öðlaðist þjóðin vegna sjálfstæðisbaráttu sinnar í meira en 100 ár og þeirrar reynslu sem hún fékk í löggjafarstarfi þeg- ar á 19. öld, innlendri ráðherra- stjórn og þingræði og loks fullveldi, sem viðurkennt var 1. des. 1918. Öllum þessum pólitísku atburðum fylgdi þjóðlegt framtak á sviði atvinnumála, félags- og menning- armála. Rómantík og raunsæi Það er í sjálfu sér ekki ástæða til að gera eintóma rómantík úr tíma- skeiði sjálfstæðisbaráttu og að- draganda lýðveldisstofnunar. Hins vegar er það skylda að meta þenn- an tíma af fullu raunsæi og viður- kenna mikilvægi hans. Og það má ekki bregðast að menn geri sér grein fyrir því, að þessi tími er hluti af nútímasögunni, reyndar upp- hafskafli hennar, ef menn þurfa að setja einhver skil í því efni. Svo sérstakur sem lýðveldistíminn er, þá svífur hann ekki í lausu lofti án tengsla við fortíðina. Lýðveldið varð ekki til af sjálfu sér. Enn er sú stund ekki komin, að nægilegt sé að einskorða sögusýn við lýðveld- istímann einan, eða láta sér aðeins nægja að þekkja hann en ekki nútímann allan. Ing. G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.