Tíminn - 17.11.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.11.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 17. nóvember 1988 llllllillllllllllllllll ÚTLÖND ........ JiiijlV : ..................................... |ii:; ' ................ ........... .................. ........ ............. ........................... Blaðamanni stefnt fyrir rétt í Svíþjóð: Deilt um réttindi og skyldur blaðamanna Frá Þór Jónssyni, Svíþjóð Blaðamanni á sænska dagblaðinu Dagens Nyheter er stefnt til vitnis í sakadómi á föstudag þar sem sak- sóknari vonast til að blaðamaðurinn gefi upp ónefnda heimild sína. Heimild hans lak leynilegum upplýs- ingum um símahleranir sem fóru fram fyrir tveimur árum í sambandi við rannsókn á morðinu á Olof Palme forsætisráðherra. Blöð í Svíþjóð hafa meðal annars í leiðurum hvatt blaðamann Dagens Nyheter að halda í heiðri reglur blaðamanna um að gefa ekki upp heimildir sínar. En þá er hætt við að hann verði dæmdur í fangelsi í allt að þrjá mánuði. Þetta er í fyrsta sinn í réttarsögu Svía sem mál tekur þessa stefnu. Blaðamaðurinn, Ann-Marie Aas- heden, hefur ekki gefið upp hvað hún hyggist nú fyrir. Það verður því ekki ljóst fyrr en í réttarhöldunum hvort hún velji fangelsi eða að koma upp um heimild sína. Raunar er öllum ljóst að heimild Ann-Marie er Hans Holmer fyrrver- andi rannsóknarlögreglustjóri, sem var potturinn og pannan í morðrann- sókninni á sínum tíma. Hann segir sjálfur frá símahlerununum í nýút- kominni bók sinni um rannsóknina, auk þess sem hann hefur viðurkennt að hafa gefið blaðamanninum nefnd- ar upplýsingar en segir að það hafi hann gert fyrir svo löngu að málið sé fyrnt. Saksóknarinn leggur þessvegna mikla áherslu á að blaðamaðurinn gefi upp undir eiði í vitnastúkunni hvenær hann hafi fengið téðar upp- iýsingar um hleranir. Einnig mun viðurkenning Holmers svo loðin, að ekki er unnt að höfða á mál á hcndur honum fyrir brot á þagnareiðnum sem byggir á viðurkenningunni einni. Vitnisburður blaðamannsins er saksóknara því nauðsynlegur. Sakadómur tók ekki tillit til sjón- armiða lögfræðings Dagens Nyheter þegar hann heimilaði saksóknara að stefna blaðamanninum til vitnis. Sakadómarinn lýsti því yfir í gær að hann hefði ekki einu sinni lesið bréf lögfræðingsins, það hefði hvort sem er borist of seint. „Það sýnir fyrirlitningu sakadóms á fjölmiðlum að þeir láta sig engu varða okkar sjónarmið", segir ábyrgðarmaður og ritstjóri Dagens Nyheter, Christina Jutterström. Grein blaðamannsins var birt á hennar ábyrgð og henni þykir nær lagi að sér yrði stefnt í vitnastúkuna en ekki blaðamanninum. „Ég er hrædd um að jafnt blaða- menn og heimildarmenn þeirra hafi hér eftir vara á sér og slíkt styður engan veginn frjálsa umræðu í sam- félaginu sem prentfrelsið á að standa vörð um“, sagði Christina Jutter- ström í gær. George Bush. Doliarinn aftur í jafnvægi á gjaldeyrismörkuðum: Brady verður fjár- málaráðherra Bush Verðandi forseti Bandaríkjanna, George Bush, hefur gefið út þá yfirlýsingu að Nicolas Brady, sem verið hefur fjármálaráðherra í stjórn Reagans, verði áfram fjármálaráð- herra í væntanlegri ríkisstjórn sinni. Á blaðamannafundi í óðalssetri varaforseta Bandaríkjanna sagðist Bush vera stoltur af þessu vali sínu og lofaði víðtæka þekkingu Bradys á fjármálaheiminum bæði í Banda- ríkjunum og annars staðar. Raunar hafði verið búist við þess- ari ákvörðun hjá Bush en hann og Brady eru gamlir vinir. Hins vegar er þessi tilnefning nú talin bera þess vott að Bush vilji undirstrika að sömu fjármálastefnu verði fylgt á komandi árum og hefur verið fylgt í stjórnartíð Reagans. Slíkt er talið geta lægt þær öldur sem risið hafa meðal fjármálamanna síðustu daga vegna lækkandi gengis Bandaríkja- dollars. Brady er 58 ára gamall og kom inn í ríkisstjórn Reagans í ágúst sl. í stað James Bakers sem hætti til þess að stjórna kosningabaráttunni hjá Bush. Brady er einn þeirra sem hefur stutt þá stefnu að halda uppi gengi dollarsins m.a. með samhæfð- um aðgerðum á alþjóðlegum vett- vangi. Þessi tilnefning Bush er því mikil- vægari fyrir þær sakir að dollarinn hefur verið að falla á gjaldeyris- mörkuðum að undanförnu í kjölfar yfirlýsinga hagfræðingsins og efna- hagsráðgjafa Bush, Martins Feld- stein, þess efnis að gengi dollarans þyrfti að lækka um 20% ef Bandarík- in ætluðu að losna við viðskiptahall- ann. Frá því í byrjun þessarar viku hefur dollarinn hins vegar hætt að falla í kjölfar yfirlýsinga Bush um að ekki verði breytt um stefnu í gengis- málum. Bush tilkynnti val sitt á fjármálaráðherra skömmu eftir að hafa fundað með Helmut Kohl kanslara V-Þýskalands og kvaðst Bush sannfterður um að vali hans yrði vel tekið erlendis. Á blaðamannafundinum sagði Bush að nauðsynlegt væri að setjast niður með þinginu og finna leið til þess að saxa á fjárlagahalla Banda- ríkjanna. í því éfni sagði hann að Brady væri réttur maður á réttum stað og að hann yrði aðaltalsmaður stjórnar sinnar í efnahagsmálum. „Hann veit að aðal markmið okkar er að halda uppi hagvexti um leið og við höldum niðri verðbólgu,“ sagði Bush. „Hann veit að við verðum að forðast stefnumörkun sem gæti stefnt þessu markmiði í voða - svo sem að hækka skatta eða hverfa aftur til verndunarstefnu - og hann veit að við verðum að taka höndum saman við þingið til þess að ná fram niðurskurði á fjárlagahallanum. Og síðast en ekki síst gerir Nick Brady sér ljósa grein fyrir mikilvægi sam- vinnú við verslunar og viðskiptalönd okkar til þess að ná fram samræmd- ari og markvissari stjórnun á efna- hagsmálum.“ Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada og form. Framfarasinnaöra íhaldsmanna. Heldur hann og áform hans um fríverslun við BNA velli í kosningunum í næstu viku? Kanadamenn kjosa i næstu viku og stjórn- arandstaðan óttast um efnahagslegt sjálf- stæði landsins gagnvart Bandaríkjunum: Fríverslunar- samningur kosningamál Aðeins þriðji hver Kanadamað- ur er hlynntur fríverslunarsamn- ingi milli Kanada og Bandaríkj- anna samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar. Viðskiptaráð- herra Kanada John Crosbie hafði áður lýst því yfir að ekkert yðri af slíkum fríverslunarsamningi ef Framfarasinnaði íhaldsflokkurinn fengi ekki meirihluta í kosningun- um í næstu viku. Viðskiptaráðherr- ann sagði að ekki kæmi til mála að minnihlutastjóm íhaldsmanna myndi gera samninga við stjómar- andstöðuna á þingi í þeim tilgangi að framlengja líf stjórnarinnar. Fríverslunarsamningur milli Kanada og Bandaríkjanna hefur verið eitt heitasta baráttumálið í kosningabaráttunni en leiðtogar Nýrra demókrata og Frjálslynda flokksins, þeir Ed Broadbent og John Turner hafa spilað á tilfinn- ingalegu hlið slíkrar samningsgerð- ar og sagt að Kanadamenn væru að fórna efnahagslegu sjálfstæði sínu til þess að ná fram nánari viðskipta- tengslum við Bandaríkin. íhalds- menn og fjölmargir hagfræðingar benda hins vegar á að nú þegar flytji Kanadamenn um 75% út- flutningsvara sinna til Bandaríkj- anna og slíkur samningur myndi tryggja þennan markað og efla enn frekar hagvöxt í landinu. Viðskiptahalli minnkar í BNA Tölur um viðskiptahalla í Banda- ríkjunum birtust í gær og reyndist hallinn hafa minnkað um 15% í septembermánuði. Viðskiptaráðu- neytið í Bandaríkjunum sagði í gær að þessa bættu stöðu mætti meðal annars þakka 2,6% aukningu í út- flutningi frá því í ágúst og 2,8% samdrætti í innflutningi. Einkum varð aukning í útflutningi á iðnaðar- og landbúnaðarvörum í september en það sem mestu skipti í innflutn- ingi var að olíureikningurinn var mun lægri en í ágúst. Þetta er mun betri staða á viðskiptajöfnuði en flestir fjármálasérfræðingar höfðu gert ráð fýrir og er talið verða til þess að styrkja stöðu dollarans enn frekar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.