Tíminn - 17.11.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.11.1988, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 17. nóvember 1988 Tíminn 15 LESENDUR SKRIFA illllll lllllllilll Staður vikunnar Laugardagskvöldið 5. þm. skyldi Baldur Hermannsson leiða í sjón- varpinu þáttinn: Maður vikunnar. Maður vikunnar að þessu sinni átti að vera merkisbóndi og hreppstjóri austan úr Skaftafellssýslu. Því var ekki ólíklegt að viðtal við hann snerist um hans nánasta umhverfi og það sem væri að gerast á hans slóðum. En það var ærið langt frá því að stjórnandi þáttarins leiddi viðmælanda sinn að þvílíku við- fangsefni. Umræðuefnið við upphaf og endi þáttarins var Kringlan í Reykjavík. Af sinni einstöku smekkvísi hóf B.H. tal sitt eitthvað á þessa leið: Við erum staddir í verslunarmuster- inu mikla, Kringlunni í Reykjavík. Að þessum formála loknum beindist viðleitni spyrjandans að því að fá viðmælandann til að lofa dýrð stað- arins. Það varð niðurstaða bollalegg- inga þeirra, undir styrkri stjórn spyrjandans, að hreppstjórinn hefði aldrei áður slíka dýrð litið augum og hafði hann þó verið í Flórída og trúlega víðar troðið erlenda grund. Það mátti ráða af máli þeirra, að íslendingar þyrftu ekki framar að leggja á sig langferðir til suðrænna pálmalunda, pílagrímsferð í Kringl- una gæti komið í stað þessháttar reisu. Það gat ekki hjá því farið að að mér hvarflaði að einhverjar annarlegar hvatir hefðu ráðið því er B.H. kallaði hreppstjóra austan úr Skafta- fellssýslu í Kringluna í Reykjavík, í stað þess að sækja hann heim og rabba við hann á heimaslóðum. Mér finnst það með ólíkindum hvað myndir úr Kringlunni ber oft fyrir augu á sjónvarpsskjánum. Fær Ríkisútvarpið e.t.v. greiðslu fyrir all- ar þessar Kringluauglýsingar, sem koma á skjáinn, gjarnast í fréttatím- um þess? Ekki hefur þess til þessa gætt svo mjög að B.H. setti fyrir sig smá- ferðalög. Ef mig misminnir ekki mun hann nú nýverið hafa mætt sig tvívegis á ferðum norður f Þingeyjar- sýslu, til viðtals við bændur þar. En það þurfti engum að dyljast, að það erfiði lagði hann á sig í von um að geta í þeim viðtölum gert kaupfélög- in og S.f.S. tortryggileg og koma höggi á þau, vegna gjaldþrots Kaup- félagsins á Svalvarðseyri. Þar sem B.H. sýndiþarnasinn síðbúnaáhuga fyrir málefnum landsbyggðarinnar, vænti ég þess að hann tæki tali einhverja þeirra bænda, sem við gjaldþrot verslunar Sigurðar Pálma- sonar á Hvammstanga töpuðu millj- ónum króna, en það hefur hann enn látið ógert, svo vitað sé. Reyndar er langt frá því að ég óski þess, að hann eigi svo langa setu í núverandi starfi að hann komi því í kring. Ég verð að játa það, að það sem hratt mér út í þessar hugleiðingar voru upphafsorð stjórnanda þáttar- ins, B.H.: Við erum staddir í versl- unarmusterinu mikla, Kringlunni. Ég hafði verið haldinn þeirri villu að líta á musteri sem helgidóm. Aftur á móti hef ég ekki komist á snoðir um það að' Kringlan hefði neitt það til að bera, sem minnti á helgidóm, og tæpast væri það meðfæri eins frelsara að velta þar á svipstundu öllum borðum víxlara og prangara. Ein þeirra ‘spurninga, sem B.H. beindi að hreppstjóranum var hvers vegna landsbyggðarmenn hefðu horn í síðu Kringlunnar. Hann vildi augljóslega ekki styggja viðmælanda sinn og taldi sig enga andúð hafa á henni. Ekki get ég ætlað að B.H. sé það neitt á móti skapi að fleiri en sá, sem hann átti orðastað við, svari spurn- ingu hans. Það er mitt sjónarmið að á sama tíma og alltof margir eru að þjóna alltof fáum í verslun og meðan tugþúsund fermetra af verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Reykjavík er ekki nytjað, sé Kringlan sem mann- virki ekki réttlætanlegt. Við höfum með taumlausu óhófi og lífsgæðagræðgi stofnað til stór- felldra erlendra skulda, sem við virðumst ætla að velta yfir á komandi kynslóðir. Við þessar aðstæður rís „verslunarmusterið mikla“, eitt átakanlegasta dæntið um flottræf- ilshátt okkar. Því undrast ég ef hugsandi mönnum stendur ekki stuggur af því. Mér finnst að við eigum að lifa sem íslendingar og hugsa sem slíkir, en ekki etja kappi við tugmilljóna þjóðir í einu og öllu, síst í prjáli og betur er óbyggt en byggt - musteri hégómans.* Reykjarhóli 6/111988 Óskar Sigtryggsson Sjónvarpshvalirnir Fyrst verður byrjað að segja fréttir af hvalamálunum. Eitthvað þessu líkt byrja nú um sinn flestar fréttir íslenska útvarpsins og Sjón- varpsins. Hvalir eru stórir og því hljóta hvalafréttir að vera stórfréttir! Gangi einhverjum útflytjanda illa að selja sína vöru, er það auðvitað að kenna hvalveiðum íslendinga, segir áróðursfólkið, því dettur ekki í hug að það komi málinu neitt við þó aðrar þjóðir geti boðið svipaðar vörur á lægra verði. Fimmtu her- deildarmenn voru þeir nefndir á stríðsárunum, sem gengu til liðs við erlenda andstæðinga gegn sinnar þjóðar stjórn eða hagsmunum. Fyrir hverja ætlar Árni Gunnarsson að vinna með boðuðu þingmáli sínu um að hætta hvalveiðum. Er hann ekki að hjálpa þeim glæpamönnum, sem nú hóta að svelta íslendinga til hlýðni, nema þeir falli fram og tilbiðji þá. Árni Gunnarsson hefur stundum verið á vegum einhverra hjálparstofnana suður í Afríku eða einhverjum blámannabyggðum. Þar er oft hallæri og hungurdauði, ég held að oftast sé um að kenna glæpalýð, annaðhvort þeim sem stjórna eða þeim sem vilja stjórna. Uppreisnarmönnum virðist oftast stjórnað af samviskulausum glæpa- mönnum, sem hiklaust svelta börn hinna til bana. Til að bjarga sumu þessu fólki eru samskot víða um heim, til dæmis á íslandi, þar hefur Árni Gunnarsson unnið að. Vill hann nú hjálpa þeim glæpalýð, sem hótar að svelta íslendinga? Þá geta hjálparfélagar hans útlendir farið að birta myndir af íslenskum börnum, sem sýnast óeðlilega höfuðstór og maginn útblásinn, að öðru leyti að- eins skinn og bein. Hér er hjálpar þörf munu þeir segja, hefja samskot og svo framvegis. Hefur ekki gleymst að verðlauna eins og vert var mennina tvo, sem sökktu hvalabátunum tveimur í Reykjavíkurhöfn og brutu burt all- flesta „óþarfahluti" Hvalstöðvarinn- ar. Var það ekki Sigrún fréttamaður, sem ein reyndi að sýna þeim þakk- læti íslendinga fyrir vel unnin verk, þegar hún fór sparibúin í kurteisis- heimsókn til foringjans fyrst og síðan til sendimannsins sem þá var ný kominn heim til sín í Ameríku, úr vel heppnaðri sendiferð. Ég bjóst við að hún endaði samtölin með því að þakka þeim komuna til fslands og bjóða þá velkomna aftur hvenær sem þeim hentaði og hvað sem þeir vildu. Og enn lifir fimmta herdeild- in, og í hana bætist annað slagið, og sumir úr efstu þrepum þjóðfélagsins. Hvenær fer Háskólinn að kenna sínu fólki að best sé að heiðra skálkinn svo að hann skaði ekki. Guttormshaga í októberlok 1988 Þorsteinn Daníelsson. Gaga Ólafs Gunnarssonar komin út á ensku Út er komin í enskri þýðingu skáldsagan Gaga eftir Ólaf Gunnarsson. Það er útgáfufyrirtækið Penumbra Press í Kanada sem gefur út bókina, en þýðandi hennar er David McDuff. Bókin er prýdd grafíkmyndum eftir kanadísku listakonuna Judy Pennanen, en þess má geta að Penumbra hefur hlotið alþjóðaverðlaun fyrir myndskreytingar í bókum sínum. Gaga kom upphaflega út vorið 1984 og er saga Geimfarans Valda í Valdasjoppu sem vaknar morgun einn á Mars. Hún er öðrum þræði saga mannsins sem lesið hefur yfir sig af tískusögum okkar tíma, líkt og henti Don Kikota forðum daga. En vitnar heilaspuni Geimfarans og ofsóknarbrjálæði einungis um mann sem misst hefur samband við umheiminn? Það er ein þeirra spurninga sem saga þessi vekur. Er geimfarinn „gaga“? Eða eru hugarórar hans fyrst og fremst rökrétt viðbrögð við óbærilegum og tilfinningaköldum heimi? Við skelfingunni sem vofir yrir? Þýðandinn, David McDuff, hefur getið sér afburða gott orð sem þýðandi norræna og rússneskra bókmennta. Hann hefur m.a. unnið að þýðingum á skáldskap Tolstoys og Joseph Brodskys og vinnur nú að þýðingum á verkum Dostojevskys í nýrri útgáfu fyrir Oxford University Press í samvinnu við Penguin útgáfufyrirtækið. Þá hefur hann með þýðingum sínum á norrænum ljóðum á ensku lagt mikinn skerf að mörkum til kynningar á bókmenntum Norðurlandabúa. Enska útgáfan á Gaga Ólafs Gunnarssonar er til sölu í Bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Máls og menningar. Stjórn SUF Fundur í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna er boðaður fimmtudaginn 17. nóv. kl. 20 að Nóatúni 21 Reykjavík. Fjallað verður um verkefnaáætlun í vetur og flokksþing sem framundan er. Formaður SUF Nordisk Forum - Myndakvöld!!!!! Fimmtudagskvöldið 17. nóv. verður langþráð mynda- kvöld Nordisk-Forum haldið að Hótel Selfossi kl. 21. i4'!Sv Fjölmennum og rifjum upp Asker-stemninguna. LFK og Félag framsóknar- kvenna t Arnessýslu. 20. Flokksþing Framsóknarmanna Hótel Saga 18.-20. nóv. 1988 Dagskrá Föstudagurinn 18. nóv. 1988 Kl. 10:00 Þingsetning Kosning þingforseta Kosning þingritara Kosning kjörbréfanefndar Kosning dagskrárnefndar Kl. 10:15 Yfirlitsræða formanns Kl. 11:15 Skýrsla ritara Kl. 11:30 Skýrsla gjaldkera Kosning kjörnefndar Kosning kjörstjórnar Kosning málefnanefndar Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:20 Mál lögð fyrir þingið Kl. 14:30 Almennar umræður Kl. 16:00 Þinghlé Kl. 16:30 Nefndastörf Laugardagurinn 19. nóv. 1988 Kl. 10:00 Almennar umræður, framhald Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:30 Kosning 25 aðalmanna í miðstjórn Kl. 14:00 Afgreiðsla mála - umræður Kl. 16:00 Þinghlé Kl. 16:15 Nefndastörf - starfshópar - undirnefndir Kvöldið frjálst Sunnudagurinn 20. nóv. 1988 Kl. 10:00 Afgreiðsla mála - umræður Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:30 Kosning 25 varamanna í miðstjórn Kl. 14:00 Aðrar kosningar skv. lögum Kl. 14:30 Afgreiðsla mála og þingslit að dagskrá tæmdri (um kl. 16:00) Kl. 19:30 Kvöldverðarhóf í Súlnasal LFK konur á flokksþingi! Föstudagskvöldið 18. nóv. er framkvæmdastjórn og landsstjórn LFK ásamt varamönnum boðuð á fund kl. 19.00 að Hótel Sögu. Framkvæmdastjórn LFK Borgarnes - nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu í Borgarnesi föstudaginn 18. nóvember kl. 20.30. Ath. 1. spilakvöld í 3ja kvölda keppni. Góð verðlaun, mætum vel. Framsóknarfélag Borgarness. Morgunspjallsfundur Laugardagsmorguninn 19. nóvember kl. 9.00 eru allar LFK konur á flokksþingi boðaðar á morgunspjallsfund að Hótel Sögu. Framkvæmdastjórn LFK Spilakvöld Annað spilakvöld Framsóknarfélags Rangæinga verður haldið í Hlíðarenda sunnudaginn 20. nóv. kl. 21. Stjórnin:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.