Tíminn - 17.11.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.11.1988, Blaðsíða 16
■Í6 Tífnírrti DAGBÓK meö utibú allt í kringum landiö, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bilaleiga Akureyrar Þorgerður Ingólfsdóttir við stjórn Tónleikar í Logalandi Sunnudagskvöldið 20. nóvember halda Kór Menntaskólans í Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn tónleika í félags- heimilinu að Logalandi í Reykholtsdal. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Stjómandi er Þorgerður Ingólfsdóttir. Þarna munu um 80 manns flytja fjölbreytta efnisskrá Hamrahlíðarkórsins undir hennar stjórn. Tónleikar þessir eru haldnir á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar, og eru þetta 2. tónleikar þess á þessu starfsári. Næsta verkefni félagsins verður tón- leikahald í desember, en þann 11. des. munu Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari halda tón- leika í Borgarneskirkju. Jólakort Landssamtaka hjartasjúklinga Landssamtök Hjartasjúklinga hafa gef- ið út jólakort með fallegum Ijósmyndum og fylgir hér með ein myndanna, sem er vetrarmynd af Bænahúsinu á Núpsstað, eftir ljósmynd Jakobs Guðlaugssonar, umslag merkt jólunum fylgir. Kortin eru pökkuð fimm saman og kostar hver pakki 150 kr. Allur ágóði af sölu jólakortanna rennur til líknarmála í þágu hjartasjúk- linga. Jólakortin eru afgreidd í skrifstofu Landssamtaka hjartasjúklinga í Hafnar- húsinu við Tryggvagötu í Reykjavík (vesturendi 2. hæð), en mestmegnis ann- ast félagar í samtökunum sölu kortanna, bæði í Reykjavík og út um allt land. Skrifstofan er opin alla daga kl. 13:00- 17:00 og síminn er 25744. Svava Sigríður Gestsdóttir við eitt verka sinna. Sýning á Selfossi Nú stendur yfir sýning Svövu Sigriðar Gestsdóttur í anddyri Hótels Selfoss. Á syningunni eru olíumálverk og vatnslita- myndir frá tveimur síðustu árum og myndefnið sótt í áhrif frá fjöru, veðri, fjalli og hrauni. Sýningin er opin alla daga til kl. 22:00 og henni lýkur 27. nóv.nk. Eitt verka Krístins Guðbrandar Harðarsonar: Búðargluggi í New York. Sýning í Nýlistasafni Krístinn Guðbrandur Harðarson, opn- ar sýningu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b laugardaginn 19. nóyember kl. 16:00. Þar sýnir hann skúlptúr, útsaum og lágmynd- ir. Verkin eru unnin í marvísleg efni og sett saman úr fjölda ólíkra hluta. Sýningin stendur til 4. desember og er opin virka daga kl. 16:00-20:00, en um helgar kl. 14:00-20:00. ÁRNAÐ HEILLA I7A ára afinæli. Á morg- I \/ un, fimmtudaginn 17. nóvember, verður 70 ára Sig- urbjörn Sigtryggsson, að- stoðarbankastjóri i Lands- bankanum, Reynimel 28. Hann og kona hans, Ragn- heiður Viggósdóttir, ætla að taka á móti gestum á af- mælisdaginn í Oddfellowhús- inu, Vonarstræti 10, milli ki. 17 og 19. BILALEIGA Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 í dag, fimmtudag 17. nóv. Kl. 14:00 er frjáls spilamennska. Kl. 19:00 spiluð félagsvist, hálft kort. Kl. 21:00 verður dans. Athugið: Félagsfundur verður haldinn laugardaginn 19. nóv. kl. 13:30 í Tónabæ. Kvenfélag Óháða safnaðarins Kvenfélag Óháða safnaðarins verður með félagsvist í safnaðarheimilinu Kir- kjubæ í kvöld, fimmtud. 17. nóv. kl. 20:30. Góð spilaverðlaun og kaffiveiting- ar. Digranessprestakall Kirkjuféíagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 17. nóv. kl. 20:30. Spiluð v.erður félagsvist. Kaffiveitingar. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skipadeild Sambandsins: Áætlun á Vestfirði og Norðurland Skipadeild Sambandsins hefur hafið reglubundnar áætlunarsiglingar á Vest- firði og Norðurland. Skipið fer frá Reykjavík á fimmtudags- kvöldum, eftir að hafa lestað framhalds- frakt úr millilandaskipum félagsins. Strandferðin tekur 7 daga og er skipið aftur komið til Reykjavíkur á miðviku- • degi, þannig að framhaldsfrakt til útlanda utan af landi heldur viðstöðulaust áfram með millilandaskipunum, sem sigla á miðvikudögum. Meginhafnir fyrst um sinn verða ísa- fjörður, Húsavík, Akureyri og Dalvík. Þjónustuhafnir verða Patreksfjörður, Þingeyri, Suðureyri, Sauðárkrókur, Siglufjörður og Grundarfjörður/Ólafs- vík. Þá mun skipið ennfremur annast frakt- flutninga innanlands. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga frá kl. 11:00-17:00. • i i • -. í r r 1 1 /,',1 \ i hv'.Odir,’.';' i 'Fímmtudagur17. nóvérriber 1988 .....I.III RffKIIR ................. ................ ..................~ Kúnstir og klækjabrögð - Viggó viðutan Iðunn hefur sent frá sér nýja teiknimyndasögu um hrekkjalóminn og hrakfallabálkinn Viggó viðutan, eftir meistarann Franquin, og nefnist hún Kúnstir og klækjabrögð. Þetta er tólfta bókin um Viggó og félaga og hér segir meðal annars frá nýju rjómasprautunni hans Viggós og fleiri stórmerkum uppfinningum, sögulegum jólaundirbúningi, Kröflu-rafhlöðunum stórkostlegu og fjölmörgum öðrum uppátækjum. Það gengúr mikið á þegar misskilinn snillingur eins og Viggó tekur til sinna ráða og hann er oft býsna seinheppinn. En samt sem áður kemst enginn hjá því að hlæja sig máttlausan að öllum kúnstunum hans og klækjabrögðunum I Bjarni Fr. Karlsson þýddi bókina. í Hítardal og Kristnesi Seint í nóv. kemur út bók með þessu nafni, en hún er ævisaga Péturs Finnbogasonar, sem síðast var skólastjóri í Glerárþorpi, en Péturléstí júli 1939 og hafði hann þá legið á Kristneshæli með berkla í 13 mánuði. Það, sem gerir ævisögu Péturs merka og má kalla sígilda, eru dagbækur þær sem hann ritar. Meira að segja skrifar Pétur dagbók á Kristneshæli og þá segir höfundur bókarinnar, Gunnar Finnbogason, skólastjóri, en hann og Pétur voru bræður, nokkuð frá aðdraganda að stofnun Kristneshælis og dvölinni á hælinu. Pétur naut skólavistar. Hann var m.a. í Menntaskólanum á Akureyri og segir þar af dvöl hans á skemmtilegan hátt. í Vestur- Landeyjum var Pétur farkennari 1933-1934 og þar má segja, að orð hans fái vængi, því að varla er hægt að hugsa sér skemmtilegri dagbækur. Þótt þetta sé sagt er flest það ótalið sem áhugavert er í bókinni, og er það m.a. ástarsaga Péturs. Ungt fólk var þá eins og nú, og enginn getur skrifað sannari orð en þau sem í dagbók eru. „Á Dalvík er margt svo skrítið, “ segir Pétur, og hann verður að senda bréf sín með einhverjum trúverðugum frá Dalvík, því að pósturinn má ekki sjá utanáskriftina. Ævisögur eru oft heillandi lestur; einkanlega þær, sem styðjast við dagbækur, þvi að þær eru sannastar. Tilfinningar okkar og þrár eru eins og var fyrir þúsund árum, en það er listin að koma öllu, sem innra býr, til skila hjá væntanlegum lesanda. Bókin er 272 bls., með 20 myndasíðum og útgefandi er Bókaútgáfan Valfell hf. Gestir á gormaslóð eftir Franquin Ot er komin hjá Iðunni teiknimyndasagan Gestir á gormaslóð eftir þá Franquin, Batem og Greg. Þetta er nýr flokkur, en þó eru hér á ferð gamlir kunningjar allra sem þekkja félagana Sval og Val. Þetta eru Gormur og fjölskylda hans, sem kynnt var í sögunni Gormahreiðrið. Það er óhætt að segja að gormdýrin lendi í ýmsum ævintýrum í heimkynnum sínum í frumskógum Palombíu, og óvinirnir eru margir: Herskáir indíánar, banhungraðir mannætufiskar, bandóðir tapírar, illvígir hermaurar, grimmir hlébarðar - en þegar veiðimaðurinn frægi, Bring M. Backalive, birtist í frumskóginum ásamt Fimbulfamba aðstoðarmanni sínum þurfa gormdýrin að beita klókindum ekki síður en kröftum. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Þrjár nýjar Lúllabækur eftir Ulf Löfgren Iðunn hefur gefið út þrjár nýjar bækur um Lúlla kaninustrák eftir hinn þekkta sænska bamabókahöfund Ulf Löfgren. Þær heita: Lúlli leitar að bangsa, Lúlli verður ánægður og Lúlli og gula kerran. Segir hér frá ýmsu sem á dagana drífur hjá Lúlla. Eitt sinn er hann búinn að týna bangsa prakkara og leitar aUs staðar, en hvergi er bangsa að sjá ... Öðm sinni er Lúlli að smíða og fær hamarshögg á fingurinn. Það er reglulega sárt, en Hannes vinur hans fuUvissar hann um að hann hefði getað meitt sig miklu verr, svo hann skuli bara vera ánægður. Svo þegar Hannes meiðir sig sjálfur á hamrinum er LúUi viss um að nú sé Hannes líka ánægður! Dag nokkum eignast LúUi fína kenru. Þegar hann fer út með hana mætir hann öUum vinum sínum sem vilja fá ökuferð. Hvemig skyldi LúUi leysa þann vanda? Áður hafa sex bækur um Lúlla komið út á íslensku og njóta þær mjög mikiUa vinsælda hjá yngstu bömunum. Þórgunnur Skúladóttir þýddi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.