Tíminn - 17.11.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.11.1988, Blaðsíða 5
?32f ‘i&clmsvón AT lUQfíb:Jíi'n^ni Fimmtudagur 17. nóvember 1988 Tíminn 5 Steingrímur Hermannsson á sérstökum fundi S.H. vegna ———1—1III 1111 ■ gífurlegra rekstrarörougleika frystingarinnar í landinu: » Fiskvinnslan tapar nú um 100 millj. á mánuði Það voru brúnaþungir menn sem sátu sérstakan neyðarfund Sðlumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna á Hótel Sögu í gær, og láir þeim það enginn. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra lýsti því yfir á neyðar- fundi Sölumiðstöðvar Hraðfrysti- húsanna er haldinn var á Hótel Sögu í gær að við hefðum aldrei staðið nær þjóðargjaldþroti en nú. Hann kvaðst efast um að helmingur fisk- vinnslufyrirtækja í landinu uppfyllti þær kröfur sem settar eru til að eiga möguleika á að fá lán úr atvinnu- tryggingarsjóði. Mörg útflutnings- fyrirtæki væru nú þegar það illa stödd að þeim væri aUs ekki við bjargandi, en nú er áætlað að fisk- vinnslan í landinu tapi samanlagt um 100 miljónum á mánuði. Vandinn miklu meiri en haldið var „Ég verð svartsýnni með hverjum degi eftir því sem ég skoða þessi mál betur og er sannfærður um að við stöndum nær þjóðargjaldþroti en nokkru sinni fyrr,“ sagði Steingrím- ur meðal annars. Hann vék að því að á örfáum mánuðum hefði efna- hagslíf þjóðarinnar gjörsamlega snúist við og vandinn væri miklu meiri heldur en menn hefðu gert sér grein fyrir þegar til bráðabirgðaefna- hagsaðgerða ríkisstjórnarinnar hefði verið gripið. Meinsemdin væri ákaf- lega víðtæk og til að búa undirstöðu- atvinnuvegum þjóðarinnar viðun- andi rekstrargrundvöll þyrfti mjög viðamiklar aðgerðir, þar á meðal rjúfa alla vísitölutengingu lána til þeirra. Innan ríkisstjómarinnar væri verið að vinna að undirbúningi lang- tíma aðgerða til hjálpar fiskvinnsl- unni í landinu og nú væri verið að gera heildarúttekt á stöðu fiskvinnsl- unnar. Yrði sú skýrsla tekin fyrir á sérstökum fundi ríkisstjómarinnar í miðri næstu viku. Vita ekki sitt rjúkandi ráð Á þessum félagsfundi Sölumið- stöðvar Hraðfrystihúsa sem kallaður var saman í skyndi vegna gífurlegs rekstrarvanda útflutningsaðila í sjávarútvegi, kom fram mikið von- leysi forráðamanna fiskvinnsluhús- anna hringinn í kringum landið. Orðrétt sagði Jón Ingvarsson for- maður stjómar S.H., „ég vil leyfa mér að fullyrða að ástandið hefur aldrei verið jafn ískyggilegt og nú og Vantar þig undirhöfn með ung- legu sniði sem trugsanlega getur hækkað eitthvað í verði vegna geng- isbreytinga? Skyrtukjól úr Jersey sem er auðhirðanlegur frá hvirfli til ilja? Vöndun og umönnun jafnvel í smáatriðum. - Þetta er aðeins lítið brot úr þeirri óþrjótandi námu undarlegs orðalags sem nýr póstverslunar-bæklingur frá Quelle er. Það skal tekið fram að orðið „trugsanlega“ hér að ofan er ekki prentvilla í Tímanum heldur er setningin; „fyrirvari er gerður um trugsanlegar verðhækkanir í kjölfar gengisbreytinga“, á annarri hverri síðu í bæklingnum. Hér á eftir fylgja fleiri gullkom úr bæklingnum: Þú getur fengið skyrtublússu með vonleysi þeirra sem standa fyrir rekstri frystihúsanna, og reyndar annarra fiskvinnslufyrirtækja er slíkt að flestir þeirra vita ekki sitt rjúk- andi ráð. Slík em þau skilyrði sem greininni em búin“. Á síðustu níu mánuðum hefði þriðjungur af eigin fé húsanna brunnið upp og til að standa í sömu spomm og fyrir tólf' mánuðum þyrfti fiskvinnslan í land- inu að fá til sín fimm miljarða. Það væri stórkostlega alvarlegur hlutur að þurfa horfa upp á það að eigið fé nánast allra fyrirtækja í fiskvinnslu væri að engu orðið. Á sama tíma og frystihúsamenn lýstu yfir áhyggjum sínum yfir þessu ástandi og vöruðu tölum með perlumóðuráferð. Viljir þú ekki blússu geturðu fengið þægi- lega boli í einstaklega samsetningar- hæfum litum og eigir þú ljósmyndir sem liggja á víð og dreif ættirðu endilega að fjárfesta í Flip-albúmi með vaniarhylki! Ef ekkert er að íþyngja þér hefurðu möguleika á að kaupa þér íþyngingar fyrir borðdúka í líki kirsuberjakörfu. Svo aftur sé litið á fatnaðinn má í þessum Quelle lista fá hámóðins blússu sem er leikur að lögun og lit og er meðal annars með úthugsaða vestisenda, svo ekki sé nú minnst á dásamiega fjölþættar - aðlaðandi ódýrar peysur án fylgibúnaðar. Þá stendur þér til boða að kaupa glæsilega hannaðan skyrtukjól með strjúkmjúku flauels- við afleiðingum þess, væru þeir út- hrópaðir í fjölmiðlum sem gengis- fellingarkór, grátkonukór eða pils- faldakapítalistar. Páll Axelsson líkti stöðunni við það að menn stæðu í miðju eldhafi og að réttast væri að gera þennan atvinnuveg, sem ekki ætti fyrir skuldum, hreinlega upp og stofna bara stórt mötuneyti á vegum ríkisins fyrir þá sem að fiskvinnsl- unni hefðu starfað. Mælir enginn sjóðnum bót? Atvinnutryggingarsjóður útflutn- ingsatvinnuveganna var einnig til útliti og úthugsuð smáatriði. I pelsa- deUdinni er líka eitt og annað athygl- isvert til að mynda hressUegur Gae- jakki með unglega víðu sniði og annar hámóðins, unglegur kanínu- jakki með þægilega víðu sniði. Yfir- skrift kápuauglýsingar blaðsins er: Sígildi fyrir svala daga!, og er önnur kápan með tískuprentuðu fóðri. í Quelle listanum er einnig að finna flónelslök til að leggja á rúmið. (Ég sem hef alltaf haft þau upp á rönd við hliðina á rúminu mínu). Hand- klæðin eru fáanleg með værð og frottér, gælandi gaman úr 85% bóm- uU og með annarri tegund færðu blómsturstöfrar beint inn í baðher- bergið. Það skal skýrt tekið fram að umræðu á fundinum og Sigurður Einarsson frá Vestmannaeyjum sagði að fáir menn í útflutningsat- vinnugreinunum mæltu þéssum sjóði bót. Taldi hann það mismunun milli fyrirtækja að lána fyrirtækjum eftir mati á aðstoð en ekki eftir veltu. Því svaraði Steingrímur Hermannsson að það gengi ekki upp að iána eftir veltu og spurði hvort þannig ætti að henda peningum í fyrirtæki sem hefðu enga möguleika á öðru en taprekstri. Hefðu menn ekki trú á sjóðnum ættu þeir einfaldlega ekkert að vera að sækja um fé úr honum. í ályktun fundarins segir m.a. að mismunun innan útflutningsatvinnu- tengingar eru verk Tímans en uppi- staðan öll fengin úr pöntunarlista Quelle, sem reyndar heitir Quelle Vinsældarlisti. Það er sem sé aðeins um eina vinsæld að ræða hjá Quelle. KRON, er samstarfsaðili Quelle á íslandi og sagði Ólafur Sveinsson kaupfélagsstjóri að það væri tiltölu- lega stutt síðan að svo varð. Þá hafi þegar verið búið að vinna umræddan bækling og prenta hann í rúmlega sjötíuþúsund eintökum og því hefði verið ákveðið að bera hann í hús eins og hann væri. Það væri hinsveg- ar ekkert launungarmál að íslenskan í bæklingnum væri hræðilega léleg og að slík vinnubrögð myndu ekki verða viðhöfð hér eftir. -áma veganna sé ekki góður kostur og það þurfi almennar aðgerðir sem duga allri útflutningsframleiðslunni. Lán- veitingar til einstakra fyrirtækja eða greina lagi ekki rekstrargrundvöll- inn, heldur geri vandann meiri og skjóti úrbótum einnig á frest. Þá er skorað á ríkisstjórnina að grípa þegar til ráðstafana til að koma í veg fyrir lokun fleiri fyrirtækja. Jafn- framt lýsir fundurinn fullum vilja til að taka upp náið samstarf við aðra hagsmunaaðila sem tengjast sjávar- útvegi svo og ríkisstjórnina um að leita varanlegra úrbóta, sem tryggi framtíðarrekstursjávarútvegsins. -ág Forsætisráðherra um vísitölugrunn: BreytM.jan. „Lánskjaravísitölunni verður breytt um áramótin og því verður gefinn út nýr grundvöllur frá 1. janúar 1989. Því miður verður hún ekki afnumin þar með, en það mun fylgja á eftir,“ sagði Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, í viðtali við Tím- ann í gær. Sagði hann að spurn- ingin væri einungis sú hvernig tengingu verður háttað milli gamla vísitölugrunnsins og hins nýja. Ákvæði um breytingar á vísi- tölugrunninum er að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar og því ákvæði verður fram- fylgt að sögn forsætisráðherra. „Það þarf enga nýja ákvörðunar- töku um þetta mál þar sem ákvörðun var tekin við myndun þessarar ríkisstjórnar. Eftir- leikurinn er framkvæmdaratriði. -KB Pöntunarlisti póstverslunarinnar Quelle vekur athygli fyrir ambögur: Orðalag með ólíkindum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.