Tíminn - 17.11.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. nóvember 1988
Tíminn 3,
Bráðabirgðatölur Fiskifélagsins yfir sjávarafla fyrstu tíu mánuði ársins:
Samdráttur í þorski
en meiri heildarafli
Heildarafli landsmanna fyrstu tíu mánuði þessa árs er
orðinn rúmlega hundrað þúsund tonnum meiri en á sama tíma
á síðasta ári, eða alls um 1.298.683 tonn samkvæmt
bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands. Þó hefur þorskafli
dregist saman um tuttugu þúsund tonn í ár og ufsaveiði um
tíu þúsund tonn, en á móti hefur orðið aukning í loðnu um
rúmlega 130 þúsund, ýsuveiði um fimmtán þúsund tonn og
karfaveiði um sjö þúsund tonn.
Fyrstu tíu mánuði ársins í fyrra
voru alls veidd hér við land liðlega
336 þúsund tonn af þorski en í ár
benda bráðabirgðatölur til að þorsk-
aflinn sé aðeins um 315 þúsund
tonn. Er hér um að ræða tölur
Fiskifélagsins yfir öll íslensk skip.
Miðað við sama tíma varð aukning í
ýsuveiði, eða úr 27.759 tonnum í
fyrra, í 42.654 tonn í ár. Ufsaaflinn
dregst saman í ár, eða úr liðlega
sjöíu þúsund tonnum í fyrra niður í
um sextíu þúsund tonn í ár. Karfa-
veiði er heldur meiri en í fyrra en
hann er um 77 þúsund tonn á þessum
fyrstu tíu mánuðum, en var í fyrra
um sjö þúsund tonnum minni. f>á
hefur rækjuveiði dregist nokkuð
saman, en hún var um þrjátíu þús-
und tonn fyrstu tíu mánuði í fyrra en
er núna um 23 þúsund tonn. Einnig
hefur hörpudiskveiði dregist saman
úr liðlega níu þúsund tonnum í fyrra
niður í rúmlega fimm þúsund tonn í
ár.
Útkoman er eins og að framan
greinir þó heldur betri í ár en í fyrra.
Heildarafli allra skipa á fyrstu tíu
mánuðum ársins var 1.174.729 tonn.
Bráðabirgðatala fyrir fyrstu tíu mán-
uði í ár samkvæmt tölum Fiskifélags-
ins er 1.298.683 tonn. KB
Nýumferðarljóstekin í notkun í Reykjavík:
Umferðar-
stýrð Ijós
Samkeppnium
Fífuhvamm
Kópavogskaupstaður hefur
ákveðið að efna til hugmynda-
samkeppni um skipulag í Fífu-
hvammslandi. Um er að ræða 184
hektara lands austan Reykja-
nesbrautar að landi Vatnsenda.
Samkvæmt Aðalskipulagi
Kópavogs 1982-2003 er áætlað að
á því tímabili rísi byggð í Fífu-
hvammslandi og útlit er fyrir að
lóðum verði úthlutað þar á næstu
árum. Skipulagið gerir ráð fyrir
að á svæðinu verði ýmiss konar
atvinnurekstur, opinber þjónusta
og blönduð byggð fyrir um 8000
íbúa.
Keppnislýsing er ókeypis, en
önnur gögn fást afhent hjá trún-
aðarmanni dómnefndar gegn
5.000 kr. skilatryggingu. Tillög-
um skal skila til trúnaðarmanns í
síðásta lagi þann 28. febrúar
1989, kl. 18.
Heildarupphæð verðlauna er 6
milljónir króna. elk.
Næsta laugardag, þann 19. nóv-
ember, munu tvenn ný umferðarljós
líta dagsíns ljós í Reykjavík. Þau
munu skína á mótum Hverfisgötu og
Rauðarárstígs og á mótum Eiríks-
götu og Barónsstígs, og munu þau
síðarnefndu verða alumferðarstýrð.
Sérstakir skynjarar mæla umferð-
ina og stjóma „græntímanum", og
fyrir fótgangandi eru hnappar til að
ýta á, til að flýta fyrir græna ljósinu.
Sérstök ljós verða fyrir akstur
strætisvagnanna frá Hlemmi, austur
Hverfisgötu, þannig að strætó fær
grænt ljós í nokkrar sekúndur, áður
en grænt kviknar fyrir almenna um-
ferð um Hverfisgötu. í frétt frá
Gatnamálastjóra, er m.a. vakin at-
hygli vegfarenda á því, að þegar
ljósin á mótum Hverfisgötu og
Rauðarárstígs láta ljós sitt skína í
fyrsta sinn, verða beygjubönnin sem
hingað til hafa gilt á fyrrnefndum
gatnamótum, afnumin. Og vinstri
beygjan af Hverfisgötu suður Rauð-
arárstíg, verður bönnuð áfram,
nema fyrir SVR.
Gult ljós mun blikka til vegfar-
enda í nokkra daga, svo þeir kynnist
ljósunum aðeins áður en þau verða
tekin í notkun. elk
Morömál fyrir Hæstarétti í gær:
Trylltist vegna
þukls þess myrta
Málflutningur hófst í Hæstarétti í
gærmorgun í morðmáli er átti sér
stað í Reykjavík 7. nóvember 1987.
Atvik voru þau að þeir Svanur Elí
Elíasson og Jóhann Halldór Péturs-
son hittust á Skálafelli og tóku þar
tal saman. Þeir voru báðir vel
drukknir. Þeir tóku lcigubíl um
nóttina heim til Svans þar sem hann
bjó í herbergi í fjölbýlishúsi í Há-
teigshverfi.
Þar settust þeir að drykkju, en
þegar leið á nóttina gerðust báðir
þreyttir og húsráðandi bauð gesti
sínum að halla sér á svefnbekk er var
í herberginu en lagðist sjálfur t rúm
sitt.
Samkvæmt lögreglu- og dóm-
skýrslum þá ber Svanur Elí að þeir
hefðu lagst alklæddir til svefns en
hann síðan vaknað við það að gestur
sinn var kominn upp í rúm til sín og
hefði hann þuklað sig á þann hátt að
hann taldi að maðurinn væri að leita
á sig.
Hann hafi þá tryllst og komið hafi
til átaka með þeim. Svanur segist
hafa hert bindið að hálsi Jóhanns í
þeim tilgangi að svæfa hann. Hafði
Jóhann við þetta misst meðvitund og
lá hann eftir á gólfinu.
Svanur var í uppnámi eftir átökin,
settist niður og fékk sér í glas og
róandi pillu með. Að því loknu
dröslaði hann Jóhanni meðvitundar-
lausum upp í svefnbekkinn og
breiddi yfir hann ábreiðu og bjóst
við að hann vaknaði um morguninn.
Þegar hann sjálfur vaknaði að því
er hann taldi um fjórum til fimm
tímum seinna þá lá Jóhann enn í
sömu stellingum og var þá látinn.
Þegar Svanur áttaði sig á því
'hvernig komið var, fór hann til
nágranna síns og fékk að hringja.
Hringdi hann fyrst í lögmann sinn en
síðan í Rannsóknarlögreglu ríkisins
sem síðan hafði samband við
Reykjavíkurlögregluna er fór á
staðinn.
í herbergi Svans fann lögreglan
mikið magn ýmissa skynbreytandi
lyfja, einkum svokallaðra klórata,
svo sem Diazepam, Valium og Mog-
adon sem Svanur hafði fengið ávísað
frá læknum á Reykjavíkursvæðinu.
Svanur var síðan handtekinn og
sat í gæsluvarðhaldi þar til dómur
féll í undirrétti.
Verjandi Svans; Ragnar Aðal-
steinsson telur að alls ekki sé ljóst
hvort Jóhann hafi látist af völdum
þess að Svanur herti bindið að hálsi
hans. Hann gæti allt eins hafa látist
af miklu magni áfengis og lyfja.
í réttarskjölum Sakadóms
Reykjavíkur kemur fram að Svanur
hafði um langt skeið neytt áfengis og
lyfja og ekki löngu fyrir þessa at-
burði farið í meðferð sem hann hélt
ekki út til enda.
Hann hafði unnið stopult um tíma
en haft nokkurn hemil á drykkju
sinni en tekið í þess stað ýmiskonar
lyf. Hann hafði síðan nokkrum dög-
um fyrir hinn örlagaríka dag 7.
nóvember, hert drykkjuna án þess
að draga að marki úr lyfjaneyslunni.
Vitni bera að hann sé alls ekki
haldinn ofbeldis- né samkynhneigð
og sé umgengnisgóður. Hann hafi
hins vegar átt erfiða bernsku og
æsku.
Þá bera vitni í dómsskjölum Saka-
dóms Reykjavíkur að hinn látni hafi
sömuleiðis alls ekki verið ofbeldis-
hneigður og neita algerlega að hann
hafi á nokkurn hátt verið samkyn-
hneigður. Þvert á móti hafi hann átt
mjög auðvelt með að koma sér í
kynni við konur.
Dóms Hæstaréttar í málinu má
vænta næstu daga.
Svanur Elí Elíasson á yfir höfði
sér fangelsisdóm frá 5 árum að
ævilöngu fangelsi verði hann fundinn
sekur.
Verjandi Svans er Ragnar Aðal-
steinsson hæstaréttarlögmaður en
fyrir hönd ákæruvaldsins sækir málið
Hallvarður Einvarðsson ríkissak-
sóknari. -sá
Öllu starfsfólki Kvennaathvarfsins sagt upp:
íhuga fjáröflun
Öllu starfsfólki Kvennaathvarfs-
ins var sagt upp störfum í dag, og
taka uppsagnir gildi eftir einn
mánuð.
Sigrún Valgeirsdóttir, vaktkona
í Kvennaathvarfinu, sagði í samtali
við Tímann, að til stæði að hefja
fjársöfnun fljótlega til styrktar at-
hvarfinu, og væru allar vonir
bundnar við þá söfnun. Það væri
eina vonin eins og málin stæðu nú,
til að hægt væri að halda Kvennaat-
hvarfinu gangandi.
Aðspurð um hvað tæki við, gengi
söfnunin ekki að óskum, svaraði
Sigrún því til, að hún mætti bara
ekki til þess hugsa.
Blaðamaður spurði Sigrúnu
hvort forsvarsmenn Kvennaat-
hvarfsins hefðu leitað til stjórn-
valda eftir aðstoð og sagði hún að
þau vissu nákvæmlega hvernig
staðan væri nú, en engin viðbrögð
hefðu enn fengist.
Kvennalistinn samþykkti m.a.
eftirfarandi ályktun á þingflokks-
fundi í gær vegna málsins:
„Kvennalistinn telur sér skylt að
vekja athygli landsmanna á því að
Kvennaathvarfið í Reykjavík, hef-
ur neyðst til að segja upp öllum
starfskonum sínum. Kvennalistinn
skorar á stjórnvöld, að bregðast
skjótt við og afstýra því að þessu
eina athvarfi nauðstaddra kvenna
og barna verði lokað. elk.
Ármúla3-108 Reykja vík - Sími 91 -680988