Tíminn - 17.11.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. nóvember 1988
Tíminn 7
25% eignarhlutdeild SÍS í Osta- og smjör-
sölunni til endurskoðunar:
Ostasalan
til sölu?
Eignarhlutdeild Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga í Osta- og
smjörsölunni er nú til endurskoðun-
ar hjá yfirstjórn SÍS. Samkvæmt
heimildum Tímans er þessi athugun
nú gerð til að kanna hvert verðmæti
eignarhlutarins er og í framhaldi af
því verður tekin ákvörðun um hvort
hluturinn verður seldur. Um er að
ræða 25% eignarhluta, en hann
verður fyrst boðinn þeim 17 eigend-
um Osta- og smjörsölunnar, sem
njóta forkaupsréttar, ef ákveðið
verður að selja.
Ekki er langt síðan gengið var frá
sölu á hlut Sambandsins í Marel hf.
og var hann seldur öðrum hluthöf-
um. Er þetta liður í þeirri stefnu
framkvæmdarstjórnar að selja allar
eignir SÍS, sem ekki munu fyrirsjá-
anlega gefa nægilegan arð í sjóði
Sambandsins, þó svo að eignarhlut-
irnir kunni að vera góð fjárfesting til
lengri tíma. Á þessum óformlega
sölulista eru einnig ýmsar lóðir, hús
og landskikar sem Sambandið á víða
um land, en skila ekki arði í sjóðina.
Eftir því sem Tíminn hefur fregnað
er þetta liður í því að bæta sjóðs-
stöðu Sambandsins sem nú er bág-
borin eftir þurftarfrekar gengisfell-
ingar á árinu og almenns samdráttar
í athafnalífi þjóðarinnar.
60 ára afmæli
Héraðsskólans
á Laugarvatni
Þann 1. nóvember síðastliðinn,
hélt Héraðsskólinn á Laugarvatni
upp á 60 ára afmæli sitt, og var
tímamótanna minnst með samkomu
sem sótt var af starfsliði skólans,
nemendum, nágrönnum og ýmsum
aðilum er láta sig hag skólans varða.
Benedikt Sigvaldason, skóla-
stjóri, rakti helstu viðburði í sögu
skólans í stuttu máli. Árið 1986 voru
uppi áform um að leggja Héraðs-
skólann á Laugarvatni niður, vegna
minnkandi aðsóknar. Það þótti hér-
aðsbúum hinn versti kostur, og fór
svo að þessi áform voru lögð á
hilluna fyrir ári og eftir það hefur
aðsóknin aukist aftur að skólanum.
Ýmsir aðilar kvöddu sér hljóðs og
fluttu skólanum hlýlegar kveðjur og
árnaðaróskir í tilefni dagsins. Af-
mælisskeyti bárust frá ýmsum aðil-
um og fagrir blómvendir frá Laugar-
vatnsskólunum, skólanefnd og vin-
Veittum einstaklingum.
Afmælisdagurinn var hinn feg-
ursti, og í kveðjuorðum sínum þakk-
aði skólastjóri hlýjar kveðjur, góðar
gjafir og þann bjartsýnisanda er inn
í skólann hefði borist á vinafundi.
Einokun og hand-
bolti, leiðrétting
I Tímanum síðastliðinn laugardag
var rætt við Steinar J. Lúðvíksson,
varaformann HSÍ. Þar nefndi hann
meðal annars að RÚV hafi í fyrra
lagt mikla áherslu á að fá einkarétt
á sýningum frá handboltanum og um
það hafi verið samið. Steinar hefur
beðið Tímann að koma á framfæri
leiðréttingu, hið rétta sé að í samn-
ingnum við HSÍ fór Ríkisútvarpið
fram á forgangsrétt ekki einkarétt.
í framhaldi af þessu má geta þess
að enn hefur engin lausn fengist á
handboltadeilu sj ónvarpsstöð vanna,
en margir fundir hafa verið haldnir
en ákveðin lausn er ekki í sjónmáli.
ssh
Fóstrur krefjast 75 þús. króna skatt-
leysismarka á fyrsta fulltrúaráðsfundinum:
Ars fæðingarorlof
Fóstrufélag íslands hélt fyrsta full-
trúaráðsfund Stéttarfélags fóstra,
sem stofnað var í sumar, fyrir tæp-
lega viku. Þar voru settar fram
kröfur í komandi kjarasamningum.
Þær eru m.a.: Tólf mánaða fæðingar-
orlof á fullum launum, skattleysis-
mörk verði hækkuð í kr. 75.000,- á
mánuði og að fóstrur fái 13. mánuð-
inn greiddan sem persónuuppbót.
Þá var lagt til að menntun fóstra
skyldi vera á háskólastigi og að
landinu verði skipt upp í umdæmi
þar sem fóstra á vegum menntamála-
ráðuneytisins sinni ráðgjafar- og
eftirlitsstarfi. Einnig lagði fundurinn
það til að sett yrði á stofn deild innan
ráðuneytisins er hefði það hlutverk
að sinna þróunar og rannsóknar-
starfi á forskólastigi.
Fóstrur fagna því ákvæði í mál-
efnasamningi ríkisstjórnar Stein-
gríms Hermannssonar að sett verði
rammalöggjöf varðandi forskólastig-
ið. Þær styðja einnig eindregið fram-
komnar hugmyndir um sameiningu
Fóstruskóla íslands og Kennara-
skóla íslands og telja að sú samein-
ing eigi að eiga sér stað innan fimm
ára. -ág
Gjaldeyrir út
á gæs og rjúpu
Evrópskir og bandarískir skot-
veiðimenn láta vel af ferðum þeim
er Flugleiðir hafa boðið upp á og
Tíminn greindi frá nýlega.
Ma'gnús Sigmundsson bóndi á
Gýgjarhóli í Skagafirði hefur borið
hita og þunga af skipulagningu
veiðiferðanna. I samtali sem Tím-
inn átti við Magnús tók hann fram
að hér væri á ferðinni mál á
byrjunarstigi og nægileg reynsla
væri ekki komin á ferðirnar.
Þetta er ekki frumraun Magnús-
ar á sviði ferðamála. Hann hefur
um sex ára skeið boðið upp á
skemmri og lengri ferðir á hestum.
Draumur Magnúsar er að hann
geti í framtíðinni unnið við ferða-
mannaþjónustu allan ársins hring.
Fari svo sem fyrstu viðbrögð
benda til, getur svo farið að gæs og
rjúpa verði í náinni framtíð lykill-
inn að auknu gjaldeyrisstreymi til
landsins á annars lélegum ferða-
mannatíma.
Næsta ár segir Magnús að ætlun-
in sé að reyna að fá veiðimanna-
hópa allan veiðitímann. „Það er
eina leiðin til að fá almennilega
reynslu á þennan möguleika.“
sagði Magnús. En sitthvað fleira er
á döfinni hjá Magnúsi og sér-
fræðingum hans á sviði skotveiða.
Veiðihundar er eitt af þeim skilyrð-
um sem erlendir veiðimenn setja
gjarnan upp. Magnús hefur fest sér
ungan Labrador hund, sem reynd-
ar hefur þegar hlotið eldskírnina.
Þá hefur Magnús aðgang að Irish
Setter tík, sem Margeir Björnsson
bóndi á Mælifellsá á. Margeir þessi
hefur reyndar verið helsta stoð
Magnúsar í sambandi við leiðbein-
ingar um rjúpnasvæði. Hann er
góð skytta og hefur stundað
rjúpnaveiðar árum saman.
Það sem Magnús telur að helst
geti orðið þessum ferðum til trafala
er hinn mikli óvissuþáttur sem
veðrið er. „Oft er það sem veður
gefur ekki til rjúpnaveiða, svo
dögum skiptir. Þá er erfitt að vera
með fastar tímasetningar. Auð-
veldara er hinsvegar að eiga við
gæsina í þessu sambandi,“ sagði
Magnús.
Hann dró ekki dul á það að hans
draumur er að í framtíðinni geti
hann starfað við ferðamannaþjón-
ustu allt árið. Bæði við hestaferðir
yfir sumartímann og aðstoð og
leiðsögn við skotveiðimenn.
-ES
^4. , v
m * |r vvj KfrA’T* 1
|K; Nk
| ^ imi *
Erlendir veiðimenn eru spenntir fyrir veiðimöguleikum á íslandi. Tekst okkur að lengja ferðamannatímabilið
með skotveiðiferðum? Tímamynd Eggert
HORNSOFAR
í stærðum sem best henta
HVÍLDARSTÓLAR
VEGGEININGAR
í hillusamstæður.
FALLEG HÚSGÖGN - VÖNDUÐ VINNA.
OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-17.
LÍTIÐ INN OG SKOÐIÐ ÚRVALIÐ.
húsgögn
Bíldshöfða 8, símar 674080 og 686675
Við hliðina á Bifreiðaeftirlitinu.