Tíminn - 23.11.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.11.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 23. nóvember Ályktun um félagsmál íþrótta- og æskulýðsmál Flokksþing framsóknarmanna leggur áherslu á mikilvægi íþrótta- og æskulýðsstarfs og hvers kyns annað heilbrigt tómstundastarf. Flokksþingið leggur því áherslu á eftirfarandi: • Að öllum þjóðfélagsþegnum sé gert kleift að eiga og nýta tóm- stundir sínar til að sinna hollum og þroskandi viðfangsefnum án tillits til búsetu, stéttar, aldurs eða kyns. • Að íþróttalögin verði endur- skoðuð og mörkuð verði stefna í fjármögnun íþróttahreyfingar- innar. • Að skuldir íþróttasjóðs og Fél- agsheimilasjóðs við lok þessa árs verði greiddar viðkomandi aðilum, með ríkisskuldabréfum sem greiðist á þremur árum. • Að íþrótta- og æskulýðsstarf verði í höndum frjálsra félaga og samtaka þeirra. • Að félagsmáiafræðsla í skólum verði aukin og að samráð verði haft um þá fræðslu við æskulýðs- og íþróttafélög. • Að auka stuðning við samtök fatlaðra íþróttamanna og gera fötluðum kleift að stunda nauð- synlega hreyfingu og íþróttir. • Að standa tryggilega við bakið á starfsemi ungmenna-, íþrótta- og æskulýðsfélaganna þannig að þessum samtökum sé gert kleift að efla almenningsíþróttir. • Að íþróttakennaraskólinn geti gegnt skyldu sinni sem æðsta menntastofnun landsins á sviði íþrótta. • Að komið verði á fót íþrótta- miðstöð fslands á Laugarvatni í tengslum við fþróttakennara- skóla íslands. • Að efla leiðbeinendamenntun í íþróttum á landsbyggðinni. Heilbrigðismál Flokksþingið telur að tryggja beri öllum landsmönnum jafnan rétt til þeirrar fullkomnustu heil- brigðisþjónustu sem kostur er á. Flokksþingið leggur því áherslu á eftirfarandi: • Að verkaskiptinguríkisogsveit- arfélaga á sviði heilbrigðisþjón- ustu verði breytt, þannig að rekstur allrar heilbrigðisþjón- ustunnar sé í höndum ríkisins en stofnkostnaður verði sameig- inlegt verkefni ríkis og sveitar- félaga. • Að gerð verði heildaráætlun um uppbyggingu heilbrigðisþjón- ustunnar í landinu. Fllutverk og langtímamarkmið verði skil- greint þannig að fjármagn og mannafli nýtist sem best og gæðum þjónustunnar verði við- haldið. • Að áhersla verði lögð á samnýt- ingu tækja, búnaðar, húsnæðis og mannafla stóru sjúkrahús- anna og áhersla lögð á aukna samvinnu þeirra. • Að við uppbyggingu heilbrigðis- þjónustunnar verði höfð hlið- sjón af bættum samgöngum, þannig að á höfuðborgarsvæð- inu verði öll sérhæfðasta þjón- ustan, en almenn sérfræðiþjón- usta í stærri þéttbýliskjörnum og í hinum dreifðu byggðum verði almenn sjúkra- og heilsu- gæsluþjónusta. • Að uppbygging hjúkrunarheim- ila og sjúkradeilda fyrir lang- legusjúklinga verði forgangs- verkefni. • Aðsjúkrahúsumogheilsugæslu- stöðvum verði tryggður rekstr- argrundvöllur í samræmi við þá þjónustu sem veitt er og ætlast er til að þau veiti. • Að aukin áhersla verði lögð á heilbrigðishvatningu á öílum sviðum heilbrigðisþjónustunn- ar, í skólakerfinu og í íþrótta- og æskulýðshreyfinguni. • Að mótuð verði neyslu- og manneldisstefna sem hafi heil- brigði þjóðarinnar að leiðar- Ijósi. • Að tekin verði til endurskoðun- ar sérfræðiþjónusta lækna, tann- lækningar og lyfjakostnaður. Málefni aldraðra Mikil umskipti til hins betra hafa orðið í málefnum aldraðra á undanförnum árum. Með aukinni velmegun og bættri heilbrigðis- þjónustu er meðalaldur á íslandi einn sá hæsti sem þekkist. Þó er Ijóst að enn er úrbóta þörf. Flokksþingið leggur því áherslu á eftirfarandi: • Að nýta sem best þekkingu og reynslu aldraðra. • Aðaukasveigjanleikaíatvinnu- lífinu svo aldraðir eigi í auknum mæli kost á hlutastörfum. • Að styðja við öflugt og fjöl- breytt tómstundastarf sem er mikilvægur þáttur í lífi og starfi aldraðra. • Að dagvistun og heimaþjónusta fyrir aldraða verði stóraukin. • Að gera öldruðum fært að búa sem lengst á eigin heimili og í því umhverfi sem þeir þekkja. Lífeyrismál og almannatryggingar Flokksþingið leggur áherslu á að skipulag lífeyris- og sjúkratrygg- inga verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að fjármun- irnir sem varið er til þessara mála nýtist þeim sem mest þurfa á að halda. Flokksþingið leggur því áherslu á eftirfarandi: • Að komið verði á samræmdu lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn. • Að endurskoðun laga um al- mannatryggingar og skipulag Tryggingastofnunar ríkisins verði hraðað. • Að lífeyris- og sjúkratrygginga- kerfi landsmanna verði gert ein- faldara og réttlátara. • Að sjúkratryggingar og slysa- tryggingar verði samræmdar. • Að bótagreiðslur frá almanna- tryggingakerfinu virki ekki vinnuletjandi. • Að örorkumat byggist á læknis- fræðilegum og félagslegum for- sendum og jafnframt verði áfrýj- unarréttur tryggður. • Að öll hjálpartæki verði greidd að fullu. Sveitarstjórnarmál Flokksþing framsóknarmanna fagnar setningu nýrra sveitar- stjórnarlaga og telur að þau hafi markað tímamót í málefnum sveit- arfélaganna, þar sem í lögunum er lögð áhersla á aukna sjálfsstjórn sveitarfélaga, réttarstaða þeirra gerð sem líkust og stuðlað er að réttlátri vald- og verkefnadreif- ingu. Flokksþingið leggur áherslu á eftirfarandi: ...að unnið verði að aukinni sam- vinnu sveitarfélaga á grundvelli nýrra sveitarstjórnarlaga og að stuðlað verði að slíkri samvinnu með fjárhagslegri fyrirgreiðslu þar sem við á. Áhersla er lögð á að sveitarfélögin stórauki samvinnu og samstarf sín á milli til að takast á við mörg sameiginleg verkefni til frekari uppbyggingar. ...að hraðað verði endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga þar sem lögð verði áhersla á jöfnun aðstöðu og aukið sjálfræði sveitar- félaga með nýtingu tekjustofna sinna. Stórauknum hluta af tekjum Jöfnunarsjóðs verið varið til jöfnunar milli sveitarfélaga svo að sjóðurinn þjóni raunverulegum til- gangi sínum. Jöfnunin dragi þannig úr aðstöðumun eftir búsetu, bæti upp mismunandi tekjumöguleika sveitarfélaga og taki mið af útgjöld- um vegna mismikilla verkefna. ... að þingið fagnar þeirri ákvörðun Byggðastofnunar að koma upp þjónustu- og stjórnsýslustöðvum á landsbyggðinni og hvetur til fram- halds á því sviði. ...að tekið verði undir þau grund- vallarsjónarmið um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem fram koma í tillögum verkaskiptanefnd- ar frá því í apríl 1987. Áhersla er lögð á að auknum verkefnum sveit- arfélaga fylgi jafnframt auknir tekjustofnar og þannig verði staðið að verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga að hrein verkaskipti verði, hvor aðili beri fulla fjárhagslega ábyrgð á þeim rekstri sem er á hans hendi. Loks hvetur þingið til aukinnar jöfnunar, skilnings, samstarfs og samvinnu á milli landsbyggðarinn- ar annars vegar og höfuðborgar- svæðisins hins vegar. Húsnæðismál Flokksþing framsóknarmanna telur að með setningu gildandi laga um húsnæðismál frá árinu 1986 hafi verið tekið eitt stærsta skref í framfaraátt í húsnæðismálum landsmanna til þessa. Með sam- vinnu stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins voru lánveitingar til almennra íbúðakaupa hækkaðar úr tæpum 20% í 70% af kostnaðar- verði meðalíbúðar auk þess sem lánstími var lengdur og 55% af ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna veitt til húsnæðismálakerfisins. Flokksþingið leggur því áherslu á eftirfarandi: • Að búið verði áfram við núver- andi húsnæðislöggjöf, gerðar verði breytingar í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins sem hefðu það markmið að stytta biðtíma eftir lánum. • Að tekið verið tillit til fjöl- skyldustærðar og eignastöðu umsækjanda við úthlutun lána. • Að vextir verði samræmdir al- mennum vöxtum á útlánum, en vaxtabætur greiddar gegnum skattakerfið til hinna tekju- og eignaminni. • Að Húsnæðisstofnun verði heimilað að fjármagna hefð- bundin útlán sín með almennu skuldabréfaútboði. • Að kannað verði hvort hægt sé að fá lífeyrissjóðina til að auka skuldabréfakaup umfram samn- inga. • Að ráðgjafastöð Húsnæðis- stofnunar ríkisins verði efld. Komið verði upp í landshlutum svo fljótt sem verða má ráð- gjafar- og þjónustustöðum fyrir húsbyggjendur. • Að lögin um félagslegar íbúðir verði tekin til endurskoðunar og haft verði samráð við almenn- ingssamtök er um þau mál fjalla. • Að í lög um Byggingarsjóð verkamanna verði sett heimild til tímabundinnar leigu á íbúð- um í verkamannabústöðum. • Að sett verði lög um búseturétt- aríbúðir í byggingarsamvinnu- félögunum. • Að stofnaður verði byggingar- sjóður námsmanna sem hafi það hlutverk að fjármagna íbúðar- byggingar fyrir samtök náms- manna. • Að leigjendum verði greiddir styrkir í samræmi við aðra hús- næðisaðstoð. • Að heimilað verði að geyma lánsrétt ef öll upphæð láns er ekki tekin út. • Að lög verði áhersla á nýjungar 1 byggingariðnaði er gætu leitt til aukinnar hagkvæmni og lækk- unar byggingarkostnaðar. í þessu skyni verði rannsóknir efldar og stuðlað að meiri sam- ræmingu. Fræðslu og uppeldismál Flokksþing framsóknarmanna telur að forsendur fyrir bættum lífsgæðum þjóðarinnar í framtíð- inni byggist á menntun hennar. Líf og lærdómur eru tvær ásjónur á sama meiði. Skólar og dagvistar- heimili þurfa að vera gróskumiklar mennta- og menningarmiðstöðvar hvers hverfis, þar sem lögð er rækt við að hver einstaklingur fái að halda sínum persónuleika, sérhæfi- leikum og eiginleikum til að beita hugmyndaflugi og skapandi hugsun. Flokksþingið leggur því áherslu á eftirfarandi: • Að sett verði ný rammalöggjöf um forskólastigið. • Að menntun fóstra og kennara verði samræmd svo að eðlileg samfella náist í uppeldi og námi barna frá upphafi. • Að öll börn á forskólaaldri eigi kost á dagvistun og skóladagur barna á yngri stigum grunnskól- ans lengdur og gerður samfelld- ur. • Að tryggja rétt bama með sér- þarfir með fjölgun sérúrræða og stöðugilda innan allra dagvist- unarheimila og skóla. • Að komið verði á einsetnum skóla sem allra fyrst og skóla- húsnæði verði betur nýtt til fé- lags- og tómstundastarfa. Skólar verði aðgengilegir fötluðum. • Aðsjálfstæðiskólaverðiefltþar sem kennarar, nemendur og for- eldrar móti sameiginlega skóla- áætlanir og fagleg stjórnun þannig styrkt. • Að fræðsluskrifstofur verði efld- ar og ráðgjöf rekin samhliða faglegu eftirliti. • Að áhersla verði lög á hvers kyns listsköpun, tækni og verk- nám í skólastarfinu. • Að námsmarkmið og námsefni hinna ýmsu sérskóla og fram- haldsskóla verði samræmt en frumkvæði kennara fái að njóta sín við kennsluaðferðir. • Að tryggður verði jafn réttur að hagnýtu verknámi sem bók- námi. • Að samskipti skóla, heimila og atvinnulífs verði efld. • Að ákveðnari stefna verði mörkuð í tækni og iðnnámi sem taki tillit til hinna ýmsu sérþarfa einstaklinganna. • Að fötluðum verði veittur stuðningur til framhaldsnáms að loknu grunnskólanámi. • Að fræðsluvarp og „opnun há- skóla“ verði komið á m.a. til að nýta hina hæfustu kennara og nýjustu tækni f okkar strjálbýla landi. • Að brugðist verði við kennara- skorti í dreifbýli m.a. með því að gefa starfandi leiðbeinendum kost á kennaramenntun við KHÍ með fjarnámi samhliða kennslu- störfum í auknum mæli. • Að fræðslukerfinu verði gert fært að sinna viðbótar- og endur- menntunarþörf á öllum sviðum verkmenntunar, framleiðslu og þjónustu. • Aðauknarverðifjárveitingartil kennslu og rannsókna á háskóla- stigi og að grundvallarrannsókn- um og hagnýtum rannsóknum sé gert jafn hátt undir höfði. Ávana- og fíkniefnamál Neysla ávana- og fíkniefna er nú vaxandi alþjóðlegt' vandamál sem ísland er ekki laust við. Fórnar- lömb fíkniefnaneyslunnar leiða ómældar hörmungar yfir sig sjálfa, ættingja sínaogþjóðfélagið. Fagna ber því samræmingar starfi sem stjórnvöld hafa beitt sér fyrir m.a. með samstarfi ráðuneyta sem fjalla um þessi mál. Flokksþingið leggur því áherslu á eftirfarandi: • Að hvers kyns forvarnir verði efldar m.a. með fræðslu í grunn- skólum, útgáfu fræðsluefnis og starfrækslu viðeigandi hjálpar- stöðva. • Að félagsleg þjónusta sveitarfé- laga verði efld með það að markmiði að búa börnum örugg upp vaxtarskilyrði. • Að meðferðarúrræði verði mið- uð við raunverulega þörf og breytilegar aðstæður. • Að lög- og tollgæsla verði aukin og viðurlög við brotum stórhert. • Að efldar verði félagslegar rann- sóknir á þessu sviði og komið verði upp gagnabanka í sam- vinnu við Háskóla íslands sem afli og varðveiti upplýsingar um þessi mál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.