Tíminn - 23.11.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. nóvénríber
Tíminn 5
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra mælti fyrir lánsfjárlögum á þingi í gær:
Hallinn vex og
Ólafur skammast
„Gamansamir menn hafa sagt að ég ætti ekki að flytja fleiri
ræður um fjárlög þessa árs, þar sem hallinn vaxi um einn
milljarð í hverri,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í upphafi
máls síns við fyrstu umræðu um lánsfjárlög í gær. í máli hans
kom fram að halli á fjárlögum gæti orðið allt að 5 milljörðum,
en fyrir mánuði var hann áætlaður rúmlega 3 milljarðar.
Þetta stafar af því að tekjuáætlanir
ríkissjóðs fyrir seinni hluta þessa árs
hafa gjörsamlega brugðist. vegna
þess að öll þensla hefur aígerlega
dottið ftiður, á njiklu skemmri tíma
en gert var ráð fyrir. Ráðgerðar
tekjur af söluskatti og aðflutnings-
gjöldum vega þar þyngst, en þær eru
um 2,2 milljörðum minni en gengið
var út frá í áætlunum.
Fjármálaráðherra skýrði Alþingi
frá þessari versnandi stöðu um leið
og hann mælti fyrir frumvarpi til
lánsfjárlaga fyrir árið 1989. Ólafur
Ragnar sagði það megin markmið
lánsfjárlaga næsta árs að stuðla að
varanlegri lækkun vaxta, meðal ann-
ars með því að draga úr framkvæmd-
um á vegum hins opinbera. Hann
gagnrýndi stjórnendur peninga-
stofnana fyrir að koma í veg fyrir að
umræða um vaxtalækkun geti orðið
„fagleg, málefnaleg og efnisleg",
eins og hann orðaði það. Ólafur
sagði að við stjórnuðum ekki pen-
ingalífinu í landinu með hliðsjón af
tilfinningalífi bankastjóra, „eða
órökstuddu mati á einhverju sem
kunni að gerast í framtíðinni, að
þeirra dómi ef til vill og kannski,
eftir því hvernig liggur á þeim þann
morgun er þeir fara í vinnuna".
Fræðarinn Ólafur Ragnar
Fram kom í máli Ólafs Ragnars að
hann telur að mjög skorti á að
stjómendur fyrirtækja, forsvars-
menn í umræðu s.s. fjölmiðlamenn
og almennir sparifjáreigendur, hafi
nægilega þekkingu á fjármálum og
vaxtakerfinu í landinu. Hann varp-
aði fram þeirri hugmynd að koma á
fót mjög víðtæku námskeiði um
f*'ðból9an var
SSSLvið1%í
ktÓ$*™'ánu&i
Jfaagnfórvíi
Vnstfjðrðum
«toa«/da
Oar/agar»A.rGr,n,sson fiárm*. • ™
kom framToJ "“«/
fVr'r Það sem h ÓUm rá&herrí„ Meða' Þos•
tokiur ° Vera Þá að #! ,a miklð B
peningamál. Hann kvaðst hafa
ákveðið að efna til viðræðna við
þessa aðila um sérstakt kynninga- og
upplýsingaátak í þessum efnum til
þess að tryggja kunnáttu þeirra á
þessum einföldu staðreyndum.
Fjármálaráðherra vakti einnig at-
hygíi á þeirri staðreynd að lífeyris-
sjóðirnir væru að verða ein aðal
uppspretta lánsfjármagns í landinu.
í framhaldi af því ræddi hann nauð-
syn þess að samvinna á niilli ríkis-
sjóðs og lífeyrissjóðanna varðandi
lántöku yrði aukin og sagði það eitt
af forgangsverkefnum næstu ára að
efla sölukerfi spariskírteina ríkis-
sjóðs. -ág
Jóhann Einvarðsson um umfjöllun á þinghelgisrofinu
í fjölmiðlum:
„Tekinn af lífi“
án dóms og laga
Þinghelgi yfir Jóhanni Einvarðs-
syni alþingismanni var rofin með
öllum greiddum atkvæðum í efri
deild Alþingis í gær. Jóhann kvaðst
harma að þetta þyrfti að gera, en
lýsti sig samþykkan því þar sem
félögum hans í bankaráði Útvegs-
bankans hefði veri birt stefna. Hann
lýsti sig saklausan og sagðist treysta
dómstólunum í þessu efni.
Guðrún Agnarsdóttir las upp úr
bréfi frá saksóknara þar sem Jóhanni
er gefið að sök að hafa serr. banka-
ráðsmaður sýnt af sér saknæma van-
rækslu við yfirstjórn Útvegsbankans
og við eftirlit með starfsemi hans og
þannig látið hjá líða að fylgjast með
skuldbindingum og tryggingum
vegna viðskipta bankans við Hafskip
hf.
Jóhann kvaðst ekki geta svarað
þeirri spurningu hvort einhver væri
með þessu að reyna að gera honum
bölvun. „Ég trúi því satt að segja
ekki að menn beiti þeim brögðum að
taka mann af lífi, nánast án dóms og
laga, eins og mér finnst að hafi verið
reynt að gera í fjölmiðlum þessa
margfrægu helgi“, sagði Jóhann.
Tveir bílar
óku á hest
Skömmu fyrir klukkan átta í
gærmorgun óku tveir bílar á sama
hrossið í Garði og var hrossið
dautt þegar lögregla kom á
staðinn. Flytja þurfti farþega
annars bílsins til læknis, þar sem
hann kvartaði undan verkjum í
baki.
Bílamir komu úr gagnstæðri
átt og óku þeir sem fyrr segir
báðiráhrossið. Bílamirskemmd-
ust mjög mikið, einkum sá sem
ók síðar á hrossið og þurfti að fá
kranabíl til að fjariægja hann.
-ABÓ
Jóhann Einvarðsson.
Hann sagðist í starfi sínu sem
bankaráðsmaður hafa lagt sig fram
ásamt félögum sínum um að gæta
hagsmuna bankans í hvívetna. Sér-
stakur saksóknari hefði þegar birt
fjórum bankaráðsmönnum ákæru
vegna fyrrgreinds máls. Hann hlyti
því að mæla með því að efri deild
heimilaði saksóknara að birta hon-
um samskonar ákæru. „Harma ber
að mál þetta skuli bera að með
þessum hætti, að hæstvirt deild þurfi
að taka þetta erindi fyrir,“ sagði
Jóhann meðal annars. „Þannig hefði
ekki þurft að vera. Hæstvirtur for-
seti, ég tel mig saklausan af ákæru
þessari, en er að sjálfsögðu þeirrar
skoðunar að virða beri óskir sak-
sóknara enda ber ég fyllsta traust til
dómstólanna. í ljósi þessa mæli ég
með því að umrædd beiðni verði
leyfð.“
Þinghelgi gildir einungis þann
tíma sem Alþingi situr, hún er
trúlega einnig rofin á meðan á jóla-
leyfi þingmanna stendur. Það er að
segja, sé þinginu frestað í meira en
hálfan mánuð með jólaleyfi. Þannig
gildir þinghelgi einungis í um hálft
ár. Jónann Einvarðsson alþingis-
maður kvaðst aðspurður telja að
unnt hefði verið að höfða mál gegn
honum utan starfstíma Alþingis til
að setja það ekki í þá stöðu að svipta
einn af fulltrúum sínum þinghelgi.
-ág
Fíkniefnadeild lögreglunnar handtók níu
__ manns í fimm húsleitum:
50 gr. af
kókaíni og
140 gr. af
amfetamíni
Við fimm húsleitir, þann 14.
þessa mánaðar, handtók fíkniefna-
deild lögreglunnar níu manns og
gerði upptæk 50grömm af kókaíni,
140 grömm af amfetamíni og nokk-
urt magn af kannabisefnum. Sjö
manns var sleppt, en tveir
karlmenn, 27 og 30 ára, voru
úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram
til morgundagsins. Öðrum var
sleppt á sunnudag.
Húsleitirnar voru framkvæmdar
í Hafnarfirði og Reykjavík.
Rannsókn málsins er ekki lokið
að sögn Reynis Kjartanssonar hjá
fíkniefnadeild lögreglunnar. í
hvaða átt framhaldsrannsókn bein-
ist vildi Reynir ekki tjá sig um.
Reynir játti því að um einhver
tengsl hafi verið að ræða hjá þeim
er handteknir voru en vildi ekki
greina frekar frá þeirri hlið
málsins.
Húsleitimar vom framkvæmdar
þegar grunur vaknaði um neyslu
og dreifingu efna. Við allar hús-
leitirnar fundust áhöld til fíkni-
efnaneyslu og fíkniefni. Þó sýnu
mest í einu húsinu. -ES
Sláturfélag Suðurlands boðaði til kynningarfundar í gær:
Búrfell selt SS
Sláturfélag Suðurlands boðaði til
kynningarfundar í gær. Tilgangur
fundarins var tvíþættur, þ.e. annars-
vegar var kynnt sú breyting sem átt
hefur sér stað á rekstri fyrirtækisins
að stórlega hefur verið dregið úr
smásöluverslun. Eftir standi aðeins
ein slík sem stödd er í Austurveri og
sé hún jafnframt hugsuð sem nokk-
urskonar vettvangur kynninga á veg-
um SS.
Sú nýbreytni sem hins vegar mesta
athygli vekur er að SS hefur nú fest
kaup á kjötvinnslunni Búrfell hf.
sem til skamms tíma framleiddi
kjötvörur af ýmsu tagi. Ætlunin
mun vera að framleiða og selja
ódýrar kjötvörur undir því vöru-
merki, þannig að viðskiptavinir geti
valið um tvo gæðaflokka kjötvara.
Nýjar umbúðir hafa verið hannaðar
og verða vörurnar seldar í þeim í
framtíðinni. Að sögn smakkara
Tímans brögðuðust prufur mjög vel
og var þá skinka sú sem á boðstólum
var sérstaklega tilgreind. Ekki mun
spilla fyrir að verð hennar er með
því lægsta sem þekkist hérlendis.
- áma
Frá kynningarfundi SS sem haldinn var í gær.
Tímamynd: PJetur