Tíminn - 23.11.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Miðvikudagur 23. nóvember
Nýtt grundvallarrit um
landgræðslumál:
Græðum
ísland
Landgræðslan 80 ára
Út er komið á vegum
Landgræðslu ríkisins veglegt rit í
tilefni af 80 ára afmæli
landgræðslunnar árið 1987.
Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, fylgir ritinu úr
hlaði og segir þar m.a.: „Of
sjaldan og of stutta stund í senn
höfum við þrek til að skoða
gróðureyðingu og önnur
náttúruspjöllogjáta: Sekurerég,
ættjörð mín góð. “ Þjóðin á landinu
skuld að gjalda, það hefur henni
orðið æ betur ljóst og nú hefur
orðið eins konar þjóðarvakning í
þessum efnum. En til þess að
takast á við vandann þarf að
kunna á honum skil.
í bókinni Græðum ísland er að
finna mjög aðgengilegan fróðleik
um gróðursögu landsins og
baráttuna við uppblástur og
eyðingu. Brautryðjendum á sviði
landgræðslu, sem lengi töluðu
fyrir daufum eyrum, eru gerð skil
og starfi Landgræðslu ríkisins.
Einnig eru kynnt
framtíðarmarkmið í landgræðslu
og gróðurverndarmálum.
í höfuðdráttum er efni
bókarinnar þetta:
— Landgæði á Islandi fyrr og nú.
— Saga gróðurverndar frá
öndverðu.
— Starf Landgræðslu ríkisins.
— Helstu þættir nútíma
gróðurverndar.
— Landgræðsla framtíðarinnar.
Græðum ísland er
grundvallarrit fyrir alla þá sem
láta sér annt um gróðurfar
landsins, svo sem bændur og
stjórnmálamenn, kennara og
skólafólk, ferðamenn og fjölmarga
aðra. Bókin er besta yfirlitsrit um
þetta efni sem komið hefur út á
íslensku.
Alls eru 25 greinar í bókinni.
Ekki er getið höfunda við nokkrar
þeirra, t.d. Landgræðslan í 80 ár
og Landgræðsluframkvæmdir í
RangárvaUasýslu, og eru þær
unnar sameiginlega af Sveini
Runólfssyni, Stefáni H. Sigfússyni
og Andrési Arnalds sem er
ritstjóri útgáfunnar. Af öðrum
höfundum má nefna Árna G.
Eylands, Gunnlaug
Kristmundsson, Jóhannes G.
Helgason, Jón Helgason, Jón R.
Hjálmarsson, Jónas Jónsson, Pál
Sveinsson, Runólf Sveinsson,
Sveinbjörn Dagfinnsson og Valtý
Stefánsson. Um 140 ljósmyndir,
flestar í lit, prýða bókina og
tengjast þær allar
landgræðslustarfinu,
brautryðjendum og
landvinningum. Einnig er að finna
í bókinni ýmis gagnleg kort og
töflur sem varpa frekara ljósi á
stöðu íslenskrar landgræðslu.
Við höfum fengið Island til
varðveislu. Því miður er ekki
sjálfgefið að okkur auðnist fremur
en forfeðrunum að skila því
óspilltu til komandi kynslóða.
Þekking á qróðursögunni er
mikilvæg. í vitneskju okkar um
horfinn gróður og jarðveg felst
ákveðin viðmiðun, markmið sem
ber að keppa að í landgræðslu og
gróðurvernd og jafnframt fyrirheit
um árangur.
Bókin Græðum ísland er 236
blaðsíður að stærð. Dreifingu
annast Landgræðsla ríkisins,
Gunnarsholti, Rang. og
Laugavegi 120, Reykjavík.
AGATHA
CHRISTIE
KLUKKURNAR
Höfundur sem í 500 mllljónlr aödáenda
Minningar
Huldu Á.
Stefánsdóttur
- Skólastarf og efri ár
Út er komið hjá Erni og Örlygi
lokabindi endurminninga Huldu
Á. Stefánsdóttur sem hún nefnir
Skólastarf og efri ár. Þessu
lokabindi minninga sinna skiptir
Hulda í tvo meginhluta.
f hinum fyrri sem nefnist „Tveir
skólar" segir hún frá
Kvennaskólanum á Blönduósi þar
sem hún var tvisvar skólastjóri og
Húsmæðraskóla Reykjavíkur sem
stofnaður var á stríðsárunum og
hún veitti forstöðu í meira en
áratug. Jafnframt lítur hún aftur
til 19. aldar og rekur að nokkru
sögu fyrstu kvennaskólanna og
húsmæðrafræðslunnar í landinu. í
síðari hlutanum, „Við gluggann
rninn", situr hún við gluggann
sinn í Reykjavík, háöldruð kona,
drepur á nokkur gömul og ný
áhugamál og lætur hugann reika.
Loks eru í lokabindinu sem
hinum fyrri ljósmyndir frá ýmsum
tímum sem tengjast efninu og
ítarlegar skrár um öll manna- og
staðarnöfn sem skipta þúsundum
í bindunum fjórum.
Minningabókum Huldu hefur
verið afburðavel tekið af
almenningi og gagnrýnendum.
Ein skýringin er efalaust sú að
bækur hennar eru miklu meira en
persónulegar minningar hennar.
Þær eru ekki síður merkisheimildir
um menn og tima -
menningarsaga samtíðar hennar,
skráð af yfirsýn og glöggu minni
aldraðrar konu sem gæðir frásögn
sína stíl og kimni og góðvild og
segir umfram allt yfirlætislaust og
eðlilega frá á íslensku sem öðrum
mætti vera til fyrirmyndar.
Guði gleymdir
Höfundur: Sven Hassel
Engar stríðsbækur eru meira
lesnar en bækur Sven Hassel.
Hann barðist í þýska hernum og
þekkir því hörmungar seinni
heimsstyrjaldarinnar af eigin
reynslu. Félagamir Porta, Lilli,
Gamhngi og Flóðhesturinn í
hersveit hinna fordæmdu em
hafðir í fremstu víglínu. Það er
enginn sem hefur áhyggjur af
þeim, allra síst þýski herinn.
Magnaðar lýsingar af
samskiptum þessara hermanna
innbyrðist auk átaka við óvininn
gera bækur Sven Hassel að
metsölubókum um allan heim.
Klukkurnar
Höfundur: Agatha
Christie
Þýðandi: Steingrímur
Pétursson
Snillingurinn Hercule Poirot veit
hvenær morðið var framið. Það
furðulega við tímasetninguna er
að fjórar klukkur finnast á
morðstaðnum allar sýna sama
tíma, 4.13. Hvers vegna? í
borðstofunni er lögregluforinginn
Hardcastle að yfirheyra vitnin,
sem em: Blind kona, ungur ritari
og vegfarandi sem átti leið um.
Agatha Christie með enn eitt
meistaraverkið. Drottning
sakamálasagnanna í sínu besta
formi.
Agatha er höfundur sem óþarfi
er að kynna. Hún á og hefur átt um
500 milljónir aðdáenda og þeim
fer fjölgandi.
Bókaútgáfan Hildur:
Dumbrauði
fálkinn
eftir Söru Hilton
Sara Hilton er mjög víðlesinn
höfundur í hinum enskumælandi
heimi. Auk þess sem bækur
hennar hafa verið gefnar út á
fjölmörgum öðmm tungumálum.
í þessari bók sækir Sara efnivið
sinn til glæsilífs og
skurðgoðadýrkunar aðalsins í
Mið-Evrópu á ámnum fyrir
heimsstyrjöldina fyrri.
Þegar leikföngin
lifnuðu við
eftir Enid Blyton
Komin er út hjá Iðunni bók eftir
Enid Blyton, barnabókahöfundinn
góðkunna sem skemmt hefur
börnum um allan heim um
áraraðir. Nefnist hún Þegar
leikföngin lifnuðu við og er prýdd
fjölda gullfallegra litmynda eftir
Shirley Willis.
Guðmundur Ólafsson þýddi.
UTIREGNIÐ
GRÆTUR
Úti regnið
grætur
Höfundur: Mary Higgins
Clark
Þýðandi: Jóhanna G.
Erlingsson.
Vinsældir þessa höfundar hafa
aukist með hverri bók. Þetta er
fjórða bókin sem þýdd er á
íslensku. Allar bækur hennar hafa
verið á metsölulistum víða um
heim. Þetta er spennubók þar sem
ótrúlegustu hlutir gerast.
Samskipti manna geta tekið á sig
ólíklegustu myndir. Mary Higgins
Clark skrifar bækur sínar í
umhverfi nútimans. Áður hafa
komið út á íslensku eftir þennan
höfund bækurnar: Hvar em
börnin, Víðsjál er vagga lífsins og
1 skugga skelfingar.
Monica Kristensen
Grísirnir þrír
- Gullbrá og
birnirnir þrír
- Rauðhetta
Teikningar: Stephen
Cartwright
Gömlu góðu ævintýrin em alltaf
í fullu gildi. Hér myndskreytt og
endursögð í því augnamiði að laða
að sér byrjendur í lestri og yngri
börn. Söguþráður fylgir
hefðbundnum útgáfum
ævintýranna en textinn er
einfaldaður og lagaður að þörfum
yngstu bamanna. Á hverri síðu er
lítill andamngi, lesendur geta
spreytt sig á að finna hann.
s=Bækur fyrir bvrjcndurssss
RAUÐHETTA
Teikningar eftir Stephen Cartwright
ÍIRNIR MIJR
Teikningar eftir Stephén Cartwright
Urnhjarn-
breiður á hjara
heims
Til Suðurskauts í slóð
Ámundsens
Höfundur: Monica
Kristensen
Þýðandi: Gissur Ó.
Erlingsson
Monica Kristensen er magister
í stærðfræði og eðlisfræði við
Oslóarháskóla og í raunvísindum
frá háskólanum í Tromsö. Árin
1976-78 vann hún á Norsk
Polarinstitutt í Nýja Álasundi á
Svalbarða. Þar vaknaði áhugi
hennar á heimskautasvæðunum.
Hún er magister í heimspeki og
jöklafræði frá Cambridgeháskóla.
Doktorsritgerð hennar fjallar um
borgaris við Suðurskautsland.
Monica Kristensen hefur tekið
þátt í mörgum leiðöngrum um
norðurslóðir. Áður en sú för var
farin sem þessi bók fjallar um
hafði hún tekið þátt í þremur
leiðöngmm um
Suðurskautssvæðið, tveimur
breskum og einum norskum. Hún
hefur birt margar vísindaritgerðir
í tímaritum, bæði heima og
erlendis, þ.á m. Nature og Joumal
of Claciology. Nú starfar hún við
visindarannsóknir hjá
loftslagsdeild veðurstofunnar
norsku og býr í Kongsvinger.
Monica Kristensen kom til Islands
og hélt fyrirlestur í Norræna
húsinu í seprtember s.l. fyrir fullu
húsi gesta. Fyrirlesturinn var
skýrður með fallegum
litskyggnum úr leiðangrinum til
Suðurskautsins.
Sígild
ævintýri
fyrir yngstu börnin
Bókaútgáfan Forlagið hefur
sent frá sér þrjár bækur í nýjum
bókaflokki fyrir yngstu börnin og
nefnist hann Ævintýri barnanna.
Þetta em sögurnar um
Rauðhettu, Pétur Pan og Hans
hugprúða.
Hér em sögð sígild ævintýri sem
börn hafa skemmt sér við kynslóð
fram af kynslóð. Hver hefur ekki
tekið þátt í raunum Rauðhettu
litlu og baráttu hennar við úlfinn
ógurlega eða dáðst að stráknum
honum Hans, sem ekki kunni að
hræðast og hlaut að lokum
prinsessuna sem allir vildu eiga,
segir m.a. í frétt frá Forlaginu.
Ævintýrin em endursögð við
hæfi yngstu barnanna og
myndskreytt af nokkmm
þekktustu listamönnum Spánar.
Þorsteinn skáld frá Hamri þýðir
sögurnar. Þær em prentaðar á
Spáni.