Tíminn - 23.11.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 23. nóvember
Hvað telja fulltrúar á ASÍ þingi mikilvægustu málin:
„Skipulagsmálin mikilsverðust“
Elsa Valgarðsdóttir
Vestmannaeyjum
„Ég vona að á þinginu takist að
vekja ASÍ því það er ekki nóg að
samþykkja framfaramái hér ef
þau komast aldrei til fram-
kvæmda. Petta er í fyrsta sinn
sem ég sit þing AS( og ég hef á
tilfinningunni að ýmis mál séu
ákveðin áður en þau eru tekin
fyrir hér.
í sambandi við skipulagsmálin
þá vildi ég að laun starfsmanna
ASÍ og verkalýðsfélaganna yrðu
jöfn almennum töxtum verka-
fólks.“
Guðlaugur Valdimarsson
Reykjavík
„Mér finnst forsctakjörið vera
það sem með mestri eftirvænt-
ingu er beðið. Skipulagsmál
hreyfingarinnar eru mikilvæg og
þingið nú skyldi gæta sín á að
flana út í breytingar breytinganna
vegna.“
Eyþór Guðmundsson
Fljótsdalshéraði
„Skipulagsmál ASÍ cru niikil-
vægust þegar litið er til framtíðar-
innar. Pað þarf að sameina verka-
lýðsfélög í stór, öflug deildaskipt
félög.
Þá eru kjaramálin mikilvæg og
síðan lífeyrissjóðamálin. Það er
hróplegt óréttJæti að sumir lífeyr-
issjóðir skuli vera verðtryggðir
og baktryggðir af ríkinu eða
bönkunum meðan við þurfum
nánast sjáifir að verðtryggja okk-
ar sjóði.“
Margrét Júlíusdóttir
Vestmannaeyjum
„Ég sat síðasta þing ASÍ og
finnst nokkuð bera á því að sömu
mennirnir séu að flytja sömu
ræðurnar og þá. I>að þyrfti að
breyta skipulagi hreyfingarinnar
á einhvem þann hátt að almennir
félagsmenn yrðu virkari."
Snorri Sigfinnsson
Selfossi
„Skipulagsmálin set ég hiklaust
í fyrsta sæti en síðan kjara- og
lífeyrismálin. Eins og nú er má
líkja ASÍ við risa á brauðfótum
og núverandi ástand er því langt
í frá hoilt.
í>að er ljóst að félagseiningum
verður að fækka, að þær verði
færri og stærri þannig að svæða-
sambönd eins og til dæmis Al-
þýðusamband Suðurlands yrði
deildaskipt stéttarfélag. Ég hef
lagt fram tillögu hér á þinginu í
þessa veru sem hljóðar svo: 36.
þing ASÍ telur að stefna beri að
því að svæðasamböndin verði í
framtíðinni deildaskipt stéttarfé-
lög.“
Lífeyrissjóðamálin eru einnig í
ógöngum og á þeim málum verð-
ur að finnast viðunandi lausn hið
bráðasta. Undanfarin ár hefur
gengið stórkostlega á fjármuni
almennu lffeyrissjóðanna. Stór-
kostleg eignaupptaka átti sér stað
þegar veitt voru óverðtryggð lán
úr þeim. Talið er að um 60
milijarðar hafi þannig horfið úr
þeim og ef ekki verður að gert er
allt eins víst að þeir geti ekki
greitt nein eftirlaun cftir 1990.“
Þá taldi Haukur Porleifsson frá
Reyðarfirði að lífeyrissjóðirnir væru
bæði of margir og rekstur þeirra
óhóflega dýr og því gæti fólk sjálft
lagt til hliðar til efri ára og ávaxtað
það fé sitt mun hagstæðar en lífeyris-
sjóðirnir gera og geta nú.
Að umræðum loknum var lífeyris-
sjóðsmálum vísað til nefndar og
verða síðan tekin til annarrar um-
ræðu n.k. fimmtudag. - sá
Fyrri umræða um lífeyrismál á ASÍ þinginu í gær:
Lífeyrisfrumvarpið komi
upp úr ráðherraskúffunni
„Það er ekki bara að mismunur
hafi skapast vegna rýrnunar sjóð-
anna af völdum verðbólgu á meðan
útlán voru óverðtryggð á fyrsta ára-
tugi starfsemi þeirra, heldur hefur
og verið hlaðið verkefnum á sjóðina
langt umfram það sem ráðgert var
við stofnun þeirra, þegar áætlað var
að 10% iðgjald af dagvinnutekjum
gæti staðið undir þeim bótum sem
reglugerðir kváðu á um.“
Þetta sagði Benedikt Davíðsson
meðal annars þegar hann mælti fyrir
tillögu miðstjórnar ASÍ um lífeyris-
sjóðsmál.
Benedikt rakti starfsemi svo-
nefndrar átta manna lífeyrissjóðs-
nefndar og tillögur fulltrúa ASÍ í
nefndinni, sem hann sagði að byggst
hefðu á samþykktum ASÍ undanfar-
in ár, en átta manna nefndinni var
ætlað að semja lagafrumvarp um
lífeyrissjóði.
Hann sagði að fulltrúar ASÍ hefðu
komist að þeirri niðurstöðu í nefnd-
inni að til að lífeyrissjóðirnir gætu
hafið ellilífeyrisgreiðslur við 67 ára
aldur þyrfti að hækka iðgjöld meira
en meðlimir ASÍ gætu sætt sig við.
Benedikt sagði að inn í lagafrum-
varpið hefði þó tekist að koma
flestum öðrum meginatriðum um
réttindi og skyldur sem síðasta ASÍ
þing hafði ályktað um, þar á meðal
að ávinnsla réttinda skuli miðast við
öll áunnin stig en ekki lokalaun eins
og nú er.
Ályktunardrög miðstjórnar ASÍ
sem Benedikt mælti fyrir á þinginu í
gær eru í átta liðum og er í þeim
fjallað um að lögfesta skuli frá
Álþingi frumvarp um lífeyrissjóði
sem þegar hefur verið samið og eins
og Benedikt sagði, „hefur legið í
skúffu hjá fjármálaráðherra síðan 4.
júní 1987“.
Þá er fjallað um lækkun ellilífeyr-
isaldurs og hagstæðari maka- og
örorkulífeyri, uppgjör við fortíðina
en í því felst tryggingafræðilegt mat
á stöðu lífeyrissjóðanna.
Talsverðar umræður urðu að lok-
inni framsögu Benedikts og sagði
Þorbjörn Guðmundsson, einn full-
trúa Trésmiðafélags Reykjavíkur,
meðal annars að óhæft væri að menn
öðluðust rétt til hærri tekjutrygging-
ar hjá Tryggingastofnun ef þeir
kæmu sér hjá að greiða í lífeyrissjóð.
Fyrirlestur Franz Blankart, ráðuneytisstjóra frá Sviss:
Þátttaka Sviss í
málefnum Evrópu
Franz Blankart, ráðuneytisstjóri
utanríkisviðskiptaráðuneytis Sviss,
er staddur hér á landi og heldur
fyrirlestur í dag á vegum viðskipta-
og hagfræðideildar Háskóla íslands.
Þar fjallar hann um stefnu Svisslend-
inga varðandi einangrun eða þátt-
töku í málum Evrópu. Fyrirlesturinn
verður í Odda kl. 17.15.
Franz Blankart nam heimspeki,
hagfræði og lögfræði við háskólana í
Basel, París, Exeter og Bern og lauk
doktorsprófi árið 1964. Hann hefur
gegnt fjölmörgum störfum fyrir
svissnesku utanríkisþjónustuna,
m.a. stýrt sendinefndum Sviss hjá
EFTA, GATT, UNCTAD og UN
Economic Commission for Europe.
Hann hefur stjórnað viðskiptavið-
ræðum Sviss við önnur ríki og hjá
GATT og var um skeið yfirmaður
Interamerican Developmcnt Bank.
Árið 1986 var hann skipaður ráðu-
neytisstjóri utanríkisviðskipta Sviss.
Hann er prófessor við University
Institute for European Studies í
Genf.
Ásgeir Birgisson Ásgeirssonar „Kennedybróður"
býður til 1000 manna veislu í Venezuela:
Þota eftir ættingjum?
Samkvæmt heimildum Tfmans
hefur ættingjum Ásgeirs Birgisson-
ar frá Akureyri verið boðið til
mikillar veislu í Venezuela. Þessi
mikla veisla er haldin sökum þess
að Ásgeir ætlar á Þorláksmessu að
giftast, kirkjuiegri giftingu, sinni
ektakvinnu. Þau eru reyndar ný-
búin að fá borgaralega vígslu en
hyggjast ekki láta þar við sitja. Það
sem mesta athygli vekur er að
ættingjar Ásgeirs, margir hverjir
að minnsta kosti, standa í þeirri
meiningu að tengdafaðir hans
hyggist senda þotu frá Venezuela
sem komi til með að lenda í
Keflavík þ. 22. desentber og þar
stigi þeir um borð sem í veisluna
ætla. Sami háttur verði svo við-
hafður á aðfangadag því þá verði
fólkinu flogið heim.
En eiga þessar sögur við einhver
rök að styðjast, og ef svo er, hver
er þá þessi maður sem getur boðið
svo höfðinglega til veislu í öðrum
heimshluta? Er það rétt sem heyrst
hefur að þarna sé um að ræða
olíufursta líkan þeim sem flestir
þekkja aðeins úr bíómyndum?
Brúðguminn, Ásgeir Birgisson,
sagði að þetta væri ofur venjulegt
fólk. Tengdafaðir sinn sæi reyndar
að einhverju leyti um olíuviðskipti
Venezuela fyrir þarlend stjórnvöld
og byggi þar af leiðandi ýmist þar
eða í New York. Hann sagðist
hinsvegar ekkert kannast við þá
frétt að þota kæmi eftir ættingjum
hans enda myndi hann aldrei taka
slíkt í mál. Hann hefði kynnst
konu sinni í Frakklandi og hún
væri á allan hátt mjög venjuleg og
þægileg sem og allt hennar fólk.
Hann og hans nánustu ættingjar
myndu fljúga með venjulegu áætl-
unarflugi til Bandaríkjanna og
þaðan til Venezuela fyrir jólin og
koma aftur heim á milli jóla og
nýárs. Þá myndi kona hans verða
með í för og hér myndu þau setjast
að. Aðspurður sagðist Ásgeir
kannast við að ættingjum sínum
hefðu verið send boðskort þar sem
boðið væri til veislunnar en hins-
vegar væri það misskilningur að að
tengdafaðir hans ætlaði að kosta
för þeirra utan. Hann staðfesti að
veislan yrði fjölmennari en við
ættum að venjast. Jafnvel gæti
farið svo að þarna yrðu um 1000
tnanns sem kæmi einna helst til af
því að fjölskyldutengs! þarna úti
væru svo miklu sterkari en hér
heima. Á bak við konu hans væri
stór fjölskylda og þessvegna yrði
veislan svo umfangsmikil.
Eins og fram kemur hér að ofan
er Ásgeir sonur Birgis Ásgeirsson-
ar frá Akureyri en Birgir er einn
svokallaðra „Kennedybræðra“
sem eiga meðal annars Bíla
<ureyrar.
eigu
- áma