Tíminn - 23.11.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.11.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. nóvember Tíminn 7 Ónóg vaxtalækkun veldur Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, vonbrigðum: Stjómin kallar á sina Sérstakur fundur hefur verið boðaður í dag með fulltrúum stjórnarflokkanna, sem sæti eiga í bankaráðum. Er það ein af mörgum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að fá viðskiptabanka til að lækka vexti sína til aukins samræmis við hraða verðbólguhjöðnunar undanfarnar vikur. Einnig hefur verið ákveðið að fram fari viðræður við Seðlabanka Islands vegna þessarar ónógu vaxtalækkunar og verður m.a. reynt að fá bankann til að lækka ávöxtunarkröfur sínar. Nýleg takmörkuð vaxtalækkun viðskiptabankanna hefur valdið Steingrími Hermannssyni, forsæt- isráðherra, vonbrigðum. „Það er útilokað annað, en að taka miklu fastar á þessu en gert hefur verið og það er í undirbúningi. Við höldum fund á morgun (í dag) með öllum stuðningsmönnum ríkis- stjórnarinnar sem sitja í bankaráð- um. Síðar ætlum við okkur að eiga annan fund með Seðlabankanum," sagði Steingrímur í viðtali við Tím- ann í gær. Sagði forsætisráðherra að annars vegar þurfi aðgerðir á mörgum sviðum til að koma fram frekari vaxtalækkun. „Seðlabankinn verð- ur að sýna lit líka og hann verður t.d. að lækka ávöxtunarkröfuna sem hann gerir í kaupþinginu.“ Á ríkisstjórnarfundi í gær fór mikill tími í umræður um vaxta- málin eins og gefur að skilja og varð ríkisstjórnin sammála því að beita öllum ráðum til að knýja fram frekari vaxtalækkun. Ekki náðist í viðskiptaráðherra, Jón Sig- urðsson, en hann hefur lýst því yfir að ef viðskiptabankarnir og Seðla- banki taki ekki höndum saman um frekari vaxtalækkanir, verði að grípa inn í þróun þessa með því að beita ákvæðum 9. greinar Seðla- bankalaganna. Þar með vrði vaxta- lækkun framkvæmd með þeirri að- ferð sem kölluð hefur verið „hand- aflið“. Viðskiptaráðherra sagðist þó ætla að gefa þessum aðilum frest í nokkra daga til að endur- skoða ákvarðanir sínar. Forsendur frekari vaxtalækkun- ar eru þær að verðbólguhraði hefur rénað skart á nokkrum vikum. Vegna lítillar sem engrar raun- vaxtalækkunar á mánudaginn var, sem var hefðbundinn vaxtaákvörð- unardagur, hefur hlutfall vaxta um- fram verðbólgu aukist margfalt. Nú er talið að verðbólga mælist í þremur hundraðshlutum miðað við þróun síðustu mánaða, en vextir á verðtryggðum fjárskuldbindingum eru nú á bilinu 8-8,75%. KB Takmörkuð vaxtalækkun hefur valdið Steingrími llermannssyni vonbrigðum. Albert Guðmundsson í sameinuðu þingi í fyrradag þar sem „álmálið“ var rætt: „Kommúnistar eiga ekki að ráða ferð- inni í þessu máli“ „Kommúnistarnir eiga ekki að ráða ferðinni í þessu máli, þeir hafa ekkert með það að gera að skapa hér þann jarðveg sem þeir þrífast best í sjálfir, en það er fátækt og eymd“. Þetta sagði Albert Guðmundsson m.a. við utan- dagskrár umræður sem fram fóru í gær um álmálið svo kallaða að ósk Friðriks Soph- ussonar fyrrverandi iðnaðar- ráðherra. Friðrik, ásamt fulltrúum Kvenna- lista og Borgaraflokks, deildi hart á Alþýðubandalag fyrir tvískinnung í þessu máli og létu að því liggja að þeir væru í raun komnir út í samn- ingaviðræður við erlenda aðila um frekari uppbyggingu stóriðju hér á landi, þó svo að þeir segðu sig andvíga öllu slíku. Friðrik gekk svo langt að segja að ekki væri orð að marka alþýðubandalagsráðherrana eftir að þeir komust í ríkisstjórn. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði að ekki hefði verið samið sérstaklega um málefni álversins í Straumsvík við stjórnarmyndunina í haust en ákvörðunin um framhald hagkvæmniathugana styddist við þau orð stjórnarsáttmálans „að orkulindir landsins skuli nýttar til uppbyggingar" og séu þessar athug- anir liður í því. Reynist niðurstöður nefndanna jákvæðar muni Alþingi gefinn kostur á að skera úr um hvort til samninga skuli gengið við Altant- al-nefndina eða ekki. Albert Guðmundsson segir komm- únista ekki eiga að ráða ferðinni í „álmálinu“. Fram kom í máli stjórnarsinna að þeir töldu umræðu um þetta mál ekki tímabæra þar til að nefndirnar tvær, viðræðunefndin og nefndin sem kannar þjóðhagslega hag- kvæmni hafa skilað af sér. Stefnt er að því að það geti gerst á fyrrihluta næsta árs og mun málið tekið fyrir á Alþingi í síðasta lagi innan árs. Hins vegar er sá fyrirvari í stjórnarsátt- málanum, að komi upp ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um meiri- háttar mál er Alþingi samþykkir, er það túlkað sem svo að myndast hafi nýr meirihluti. Páll Pétursson kvað megin tilgang Friðriks Sophussonar með því að hefja þessa umræðu, að reyna að reka fleyg í hið góða stjórnarsam- starf sem nú væri við lýði og það mundi honum ekki takast. Hann benti á að ekki lægju nauðsynleg gögn fyrir um málið og að ekki væri að vænta afstöðu síns þingflokks fyrr en svo væri. -ág Jón Jónsson sést hér i hópi samstarfsmanna við kynningu bókarinnar. Timamynd: Pjelur Hafrannsóknir frá öndverðu til 1937 Út er komið hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs fyrra bindi ritsins „Hafrannsóknir við ísland" eftir Jón Jónsson fiskifræðing og fyrrum forstjóra Hafrannsóknarstofnun- ar. Petta fyrra bindi af tveimur nær til hafrannsókna við ísland frá öndverðu til 1937. Jón hefur frá- sögn sína með umfjöllun um Kon- ungsskuggsjá og þulu í Snorra- Eddu. Pá greinir Jón frá þætti útlcndinga í hafrannsóknum við landið á 19. öld, en þar voru Danir og Norðmenn fyrirferðamestir. Pá hefst þáttur Bjarna Sæmundssonar og verða rannsóknirnar sífellt vís- indalegri og hlutur íslendinga stærri. Munar þá ekki síst um það þegar Fiskifélag Islands ræður til sín Árna Friðriksson skömmu fyrir seinna stríð. Á blaðamannafundi þar sem bókin var kynnt sagði Jón Jónsson að sér hafi oft á tíðum fundist hann vera nokkurs konar tengiliður milli frumkvöðlanna, þcirra Bjarna Sæmundssonar og Árna Friðriks- sonar, annars vegar og svo yngri mannanna sem komu til starfa á eftir honum. Því hafi honum þótt eðlilegt að það féll í hans hlut að festa þessa sögu á blað. Á bókarkápu segir m.a.: „Jón Jónsson hefur ráðist í stórvirki með riti þessu og lagt drög að því lengi. Bókin er prýdd fjölda mynda sem birtast hér sumar í fyrsta skipti. Sanna „Hafrannsóknir við ísland" rækilega hversu þjóðin hef- ur verið bundin hafinu og sjávarút- veginum alla tíð.“ -BG Frumvarp um breytingu á lögum um gjaldeyris og viðskiptamál: Greidslufrestur erlendra framleiðenda geti nýst Guðmundur G. Pórarinsson mælti í gær fyrir frumvarpi sínu um breytingu á lögum um skipan gjald- eyris og viðskiptamála er gerir ráð fyrir að heildsalar geti leyst vöru út úr tolli án þess að hafa staðgreitt hana til framleiðenda áður. Með því gæti greiðslufrestur framleið- enda, eða seljanda erlendis nýst til að lækka vöruverð. Hér er um takmarkaða rýmkun á heimildum til erlendrar lántöku að ræða en flutningsmenn benda á að óeðlilegt sé að stjórnvöld taki að sér að sjá um viðskipti íslenskra manna við erlenda á þennan hátt og slíkt tíðkist ekki í helstu við- skiptalöndum okkar. Því til stuðn- ings er bent á að greiðslufrestur nýtist ekki, skipafélög og aðrir flutningsaðilar þurfi að koma sér upp viðamiklum vörugeymslum sem kosti fjárfestingu við bygg- ingu, vinnuafl, umsjón og eftirlit. Petta allt hækki vöruverð meira en eðlilega þurfi. Þá valdi fjármagns- kostnaður við útleysingu vara úr tolli þenslu í bankakerfinu og um- frameftirspurn eftir erlendum lánum. Guðmundur G. Þórarinsson seg- ir að lög þau sem nú eru í gildi og eiga að veita aðhald við innflutn- ingi og þenslu, þjóni á engan hátt markmiði sínu og benti á í því sambandi að innflutningur á síð- asta ári hefði aukist um 33% og að viðskiptahalli við útlönd væri mjög mikill. Af því mætti ráða að um- rædd breyting yki ekki á innflutn- ing þar sem hann stjórnaðist af kaupmætti hverju sinni. Hann yrði einungis til bóta fyrir kaupendur og seljendur. -ág

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.