Tíminn - 23.11.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.11.1988, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 23. nóvember TÓNLIST Tíminn 15 BÆKUR Bókaútgáfan Hildur: íslandsferð John Coles John Coles var breskur ferðalangur og ævintýramaður sem ferðaðist um hér á landi sumarið 1881 eftir einn mesta harðindavetur sem yfir ísland hefur gengið á síðari öldum. í ferðinni gerði Coles sér sérstakt far um að kynnast alþýðu manna í sveitum landsins. íslandsferð kom fyrst út hér á landi 1961 og seldist þá upp á skömmum tíma. Bókina þýddi Gísli Ólafsson og formála skrifar Haraldur Sigurðsson bókavörður. Bókinni fylgir kort af þeim leiðum sem Coles fór hér á landi og gefur það henni mjög aukið gildi. Gestur V. — íslenskur fróðleikur gamall og nýr Iðunn hefur gefið út fimmta bindi í bókaflokki um íslenskan fróðleik sem Gestur nefnist. í Gesti er jafnan margt forvitnilegra og skemmtilegra frásagna, og er þetta bindi þar engin undantekning. Gils Guðmundsson er ritstjóri bókanna og safnar efni til þeirra. Eru sumar frásagnirnar áður óprentaðar og aðrar teknar úr ýmsum blöðum og tímaritum sem óviða eru til og fáir þekkja. Hér segir meðal annars frá fyrstu togveiðiferðum á Halamið og birt er lífleg frásögn Guðmundar Bjömssonar landlæknis af veiðiferð með togara sumarið 1910. Sagt er frá kosningadegi í Arnarfirði á kreppuárunum og kjallarabúum í Reykjavík á stríðsárunum. Emnig segir hér frá mönnum og atburðum á Homströndum á fyrri hluta aldarinnar og frá mannlífi í Ámessýslu og í Þingeyjarsýslu á nítjándu öld. Það er engin ný bóla að ísland komi við sögu í erlendum reyfumm, og hér segir frá nokkmm skáldsögum og leikritum sem gerast á íslandi eða hafa íslendinga að söguhetjum. Meðal annars er greint frá íslenskum Robinson Cmsoe og skáldsögunni Eiríki fráneygi eftir rithöfundinn víðkunna, H. Rider Haggard, sem ungur kom til íslands. Ástríðufullur skáldskapur Hjá Máli og menningu er komin út bókin HVARFBAUGAR - ÚRVAL LJÓÐA 1952-1982 eftir Sigurð A. Magnússon. í henni er að finna úrval úr ljóðabókum hans, Krotað í sand (1958), Hafið og kletturinn (1961), Þetta er þitt líf (1974) og í ljósi næsta dags (1978). Er bókinni ætlað að bregða upp heillegri mynd af þróun Sigurðar sem ljóðskálds á tuttugu ára tímabili. Þetta er ástríðufullur og hispurslaus kveðskapur hvort sem um er að ræða ádeilukvæði eða persónuleg ljóð. Bókin er 182 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Hilmar Þ. Helgason gerði kápumynd. Dagar hefndarinnar Höfundur: Birgitta H. Halldórsdóttir Birgitta Halldórsdóttir hefur þegar unnið sér sess á íslenskum bókamarkaði. Hún sendir nú frá sér sína sjöttu bók. Áður em út komnar: Inga, Háski á Hveravöllum, Gættu þín Helga, í greipum elds og ótta og Áttunda fórnarlambið. Birgitta er viðurkennd sem einn helsti spennubókahöfundur landsins. Dagar hefndarinnar ... myrk búðin gein við mér. Hjartað hamaðist, en ég gat ekki verið lengur þarna. Treysti mér heldur ekki til að kanna, hvort einhver óviðkomandi væri í húsinu. Svo tók ég viðbragð og hentist í einu hendingskasti í gegnum búðina, upp stigann og inn til mín. Ég skreið sjálfandi undir sængina. Hvað gat ég gert? Hverjum gat ég treyst? Hver gat komist inn á skrifstofuna til mín? Það vom aðeins tvær manneskjur aðrar en ég, sem áttu greiða leið þangað. Mér fannst ég vera eins og lamb leitt til slátmnar. Ég gat ekkert farið, ekkert gert og engum treyst, ekki nokkurri sál.. Spennubók í sérflokki frá Skjaldborg. Fjórðu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar í þetta sinn voru á efnisskrá verk eftir Mendelssohn, Beethoven og Sjostakovitsj; Bandaríkjamaðurinn Murry Sidlin stjórnaði en Þorsteinn Gauti Sigurðsson lék einleik í 2. píanókonsert Beethovens. Sá flutn- ingur er liður í þeirri áætlun Sin- fóníuhljómsveitarinnar að flytja alla píanókonserta Beethovens með ís- lenskum einleikurum í vetur. Þessi konsert, þótt skráður sé númer tvö, var í sannleika saminn á undan þeim konsert sem kallast númer eitt, en hins vegar gefinn út á eftir. Konsert- ana fimm samdi Beethoven á árun- um 1795-1809 til að frumflytja á tónleikum sínum, en hann var talinn meðal mögnuðustu píanista þeirra ti'ma. Eftirfarandi er úr ævisögu Johanns Wenzel Tomaschek, organ- ista og tónskúlds, sem heyrði Beet- hoven spila árið 1798. Hann mátti trútt um tala þegar hann skrifaði ævisögu sína um 1840, því þá hafði hann heyrt alla helstu píanósnilling- ana þeirra tíma spila, frá Mozart til miðrar 19. aldar: Árið 1798, þegar ég var aftur tekinn til við lögfræðinám mitt, kom Beethoven, risinn í hópi píanóleikara, til Prag. Hann hélt tónleika í Konviktssalnum, sem voru mjög vel sóttir, og spilaði þá C-dúr konsertinn op. 15 [konsert nr. 1], Adagíó-ið og Rondó-kafl- ann glæsilega í A-dúr úr op. 2 [píanósónata nr. 2), og endaði með tilbrigðum um stef sem Schlick greifafrú hafði látið hann fá, „Ah tu fosti il primo oggetto", úr Títus eftir Mozart (7. dúett). Hin frábæra spilamennska Beet- hovens, og ekki síst hið djarfa flug hans í tilbrigðunum, snurtu strengi í djúpum sálar minnar með undarlegum hætti, og það svo mjög að ég snerti sjálfur ekki slaghörpuna mína í nokkra daga á eftir. ... Ég heyrði Beethoven aftur á seinni tónleikum sínum, þar sem hvorki flutningur hans né verkin höfðu sömu áhrif á mig og áður. Nú flutti hann B-dúr kons- ertinn, sem hann hafði rétt lokið við að semja í Prag [konsert nr. 2]. Tomaschek telur hér að B-dúr konsertinn op. 19 hafi verið nýsam- inn 1798, og C-dúr konsertinn op. 15 eldri, en hitt mun sönnu nær að Beethoven endurskoðaði fyrrnefnda konsertinn þetta ár og gaf hann svo út sem op. 19. En hvað um það. B-konsertinn, sem Þorsteinn Gauti flutti ásamt Sinfóníuhljómsveitinni 17. nóvember, er veigaminnstur konserta Beethovens - hinn mikli jöfur er ekki fullskapaður ennþá; hann birtist fyrst 1804 með 3. sin- fóníunni (op. 55) og fleiri verkum þess tíma. 1798 var skáldið enn undir miklum áhrifum frá Mozart og Haydn, svo sem heyra má í þessum konsert, en hins vegar vantar verkið þokka Mozarts. Þorsteinn Gauti flutti konsertinn ólmunarlaust cn af miklu öryggi - kunnugir sögðu mér, að nákvæmlega svona ætti að spila hann, enda mun það tæplega fara milli mála að Þorsteinn er mikið píanista-efni, eitt hið mesta sem hér hefur lengi komið fram. Forréttur tónleikanna, et svo ma að orði komast, var Ruy Blas op. 95, forleikur að samnefndu leikriti Vic- tors Hugo og saminn á þremur dögum árið 1839 fyrir þýsku upp- færsluna á leikritinu. Mendelssohn hefur ekki staðist tímans tönn sér- lega vel og Ruy Blas er ekki meðal hans sterkustu verka. Samt er þetta þægilegt stykki áheyrnar og miklu betur til forréttar fallið en Mozart- sinfónía, sem með nokkrum ýkjum mætti líkja við það að nota fánann fyrir gólfmottu. Aðalrétturinn var 5. sinfónía Sjostakóvitsj, í D-dúr op. 47. Af viðskiptum Sjostakóvitsj við Mosk- vuvaldið er mikil saga sem oft er sögð og ckki verður endurtekin hér, en 5. sinfóníuna samdi skáldið 1937 eftir að Pravda hafði birt óvænta og harkalega árás á verk hans ári fyrr. Menn lesa náttúrlega hvers kyns meiningar úr slíku verki, en þar fyrir utan stendur þessi magnþrungna tónlist vel fyrir sínu. Og magnþrung- inn var flutningurinn líka í þetta sinn, undir stjórn Murry Sidlin. Einleikarar úr ýmsum hópum hljóm- sveitarinnar fengu tækifæri til að blómstra, en mikilvægara var þó að Sinfóníuhljómsveit lslands stóð saman sem einn maður að því að töfra fram tónlistina, og hárin risu á höfði þeirra áheyrenda sem hár höfðu til að rísa og eyru að heyra. Sig. St. Skært lúðrar hljóma Á háskólatónleikum 16. nóvem- ber fluttu Eiríkur Örn Pálsson, Ás- geir Hermann Steingrímsson og Lár- us Sveinsson ýmis verk fyrir þrjá trompeta. Eiríkur Örn virðist vera nýjasti sprotinn á meiði vel mennt- aðra og kunnáttufullra trompet- leikara sem hér koma til starfa, Ásgeir Hermann kom heim frá námi fyrir fáum árum og Lárus raunar fyrir einum 20 árum - tíminn flýgur! -og þótti kunnátta hans þá nokkrum tíðindum sæta, ef ég man rétt. Málmblúsurum fylgir gjarnan sú ímynd, að þeir séu sjóaðir af spila- mennsku á sveitaböllum og í lúðra- sveitum, kaldir og kátir karlar sem ekki láta sér allt fyrir brjósti brenna og taka hina fíngerðari punkta í tilverunni ekki of alvarlega. Engin alhæfing gæti verið fjær sanni. Trompetinn er eins og maðurinn sjálfur, sem á kjörlendi hvar sem er, í hitabeltis- og heimskautalöndum og allsstaðar þará milli. Trompetinn er rauði liturinn í hinum stóru skiliríum hljómsveitarverkanna, hormónninn í jazzinum, rödd engl- anna í klassíkinni. Á einu sviði fellur trompetinn þó í skuggann fyrir öðru hljóðfæri, en það er sekkjapípan. Trompetar eru að sönnu bakfiskurinn í flestum herlúðrasveitum, sem m.a. eiga að örva fótgönguliða á göngunni til vígvallanna og hvetja þá til dáða þegar á hólminn er komið. En sekkjapípur eru hér hálfu magnaðri, því þær örva ekki einasta eigið lið (sem eru Skotar og Gúrkar) til dáða, heldur skjóta þær óvininum skelk í bringu og brjóta niður siðferðisþrek hans. Þó eru á þessu tvær hliðar sem öðru, því sumir héldu því fram að sífelldur sekkjapípublástur skoskra sveita í fyrri heimsstyrjöldinni hafi beint skotum óvinanna að þeim, líkt og Tryggvi Emilsson segir frá því í Baráttunni um brauðið að maður skaut á draug norður í Öxnadal fyrr á öldinni, og valdið óeðlilegu mann- falli. Tónleikar þeirra þremenninga hófust með lúðrablæstri eftir Benja- mín Britten, Fanfare for St. Edmundsbury (1959). Trompetarnir þrír syngja fyrst hver sína rödd einir, og síðan allir saman. Næst konr Suite pour 3 Trompettes eftir Frakk- ann Henri Tomasi (1964), sem í rauninni er þrír dansar. Þá þrjár útsendingar barokkverka, og loks Cing Bagatelles eftir Pierre Mas Dubois (1970) - hvert hinna fimm smústykkja „undirstrikar ryþmiska og melodíska eiginleika hljóðfæris- ins“, eins og segir í skrúnni. Tónleikar þessir voru, auk þess að gleðja augað, lítið sýnishorn hinnar margvíslegu tónlistar sem fyrir trompet er skrifuð, hinna fjölbreyttu hæfileika hljóðfærisins, hinna nrarg- breytilegu denrpara sem fyrir hljóð- færið hafa veriö smíðaðir, og hinnar prýðilegu kunnáttu okkar manna á þessu sviði. Allt komst þetta vel til skila því þarna var spilað sterkt, veikt og „fárveikt", hratt hægt, bundið og staccato, gömul tónlist og ný, alvarleg tónlist og alvörulítil - enda gerðist það, sem sjaldgæft er á háskólatónleikum, að róbúst fagn- aðaróp kváðu við úr aftursætunum að tónleikum loknum. Svona er trompetinn skemmtilegur og vinir hans. Sig. St. n Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í innan- hússfrágang stöðvarhúss Nesjavallavirkjunar. Verkið felst í að Ijúka við stöðvarhús Nesjavalla- virkjunar, þar með talið að fullgera múrverk, tréverk og málningu, svo og allar innréttingar. Vettvangsskoðun á Nesjavöllum 29. nóv. kl. 14. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn-kr. 20000-skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 14. des. kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlXURBORGAR Fríkirkjuv*gi 3 — Sími 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.