Tíminn - 23.11.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 23. nóvember
Hólavallagarður 150 ára og út er komin bókin Minningar-
mörk í Hólavallagarði, eftir Björn Th. Björnsson:
Menningar-
spegill
Það er ekki víst að allir kannist við nafnið Hólavaliagarð, en
það er heitið sem gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu bar lengst
af. Þar fór fram fyrsta greftrun 23. nóvember 1838 og er því
garðurinn 150 ára í dag. I gær kom út bók hjá Máli og menningu
eftir dr. Björn Th. Björnsson, listfræðing, undir heitinu Minning-
armörk í Hólavallagarði, með um 200 ljósmyndum eftir Pétur
Maack. Þetta er afar vönduð bók og vegleg viðbót við safn til
íslenskrar menningarsögu. Kirkjugarðar Reykjavíkur styrktu
útgáfuna með því að greiða kostnað við allar Ijósmyndir Péturs
Maack.
úr varð þetta viðamikla verk, að
sögn Björns Th., enda byggist hún á
skyndileiftri fyrir þremur árum. Frá
þeim tíma þróaðist hugmyndin yfir í
að vera víðtæk umfjöllun um þann
mikla menningarspegil sem garður-
inn er ef hann er skoðaður af fróðum
mönnum. Bókin er senn aðgengileg
fyrir almenna lesendur og einnig er
hún slíkt samansafn af fróðleik að
hún nýtist sem haldgott uppsláttarrit
fyrir fræðimenn.
Það er umhugsunarvert fyrir iiúlif-
andi Reykvíkinga og aðra að lengi
vel var ekki jarðað í Hólavallagarði
þó að hann væri fullgerður, vegna
þess að hann þótti of langt frá
bænum. Einnig var það lengi trú
manna að sá fyrsti sem grafinn væri,
yrði „vökumaður" garðsins og þótti
mörgum það ekki á sig leggjandi.
Það var þó 23. nóvember 1838 að frú
Guðrún Oddsdóttir, kona háyfir-
dómarans í Reykjavík, var jörðuð
fyrst manna f Hólavallagarði. KB
Elsfa leiði í Hólavallagarði er 150 ára 23. nóvember og birtir eitt af fjölmörgum stfldæmum sem Björn Th.
Bjömsson fjallar um í nýrri bók sinni, Minningarmörk í Hólavallagarði. Ljósmynd: Pjetur.
Hugmyndin er komin frá Birni
Th. og segir hann að upphaflega hafi
hann vilj að rita kennslubók í stílsögu
og táknsögu fslands, sem byggð yrði
á 30 ára reynslu sinni af því að ganga
með nemendum sínum um garðinn.
Við útkomu bókarinnar sagði höf-
undur að í Hólavallagarði væri að
finna dæmi um allar helstu stílteg-
undir í 150 ára stílsögu heimsins
með skemmtilegum viðbótum.
„Garðurinn er óvenju víður menn-
ingarspegill," sagði Björn. Þar kæmi
m.a. fram á skýran hátt viðhorfið til
lífs, dauða og endurlífs í áletrunum
og táknum, en þar væri ekki síður að
finna minningarmörk um stéttar-
skiptingu. Það væri t.d. ekki fjarri
lagi að komið yrði upp formlegu
leiði óþekkta þurfamannsins, en
leiði þeirra eru mörg hver týnd.
Bókin er einnig 130 ára saga stein-
höggs á íslandi.
Upphaflega átti bókin að fjalla
um sögu steinhöggsins og tákna, en
7% minnaverðmætisjávarafurðaog4% meiri almennur innflutn-
ingur á fyrri hluta ársins:
Vöruskiptin mun
óhagstæðari í ár
Vöruskipti við útlönd voru ekki eins hagstæð fyrri hluta
ársins núna í samanburði við sama tíma í fyrra. Munar 3,4%
og er það einkum hægt að rekja til þess að meira var flutt inn
af skipum og flugvélum á þessum árshluta en á sama tíma í
fyrra, en auk þess fengum við lægra verð fyrir sjávarafurðir
okkar. Sjávarafurðir, sem voru 75% alls útflutnings fyrstu sjö
mánuði ársins, urðu verðminni og nam sú lækkun tæpum 7%
í ár miðað við sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir þessar döpru tölur
var vöruskiptajöfnuðurinn í júlí (fob/fob) hagstæður um
269,2 milljónir króna. í fyrra var þessi tala þó hærri og nam
886,4 milljónum króna miðað við fast gengi.
Heildarverðmæti innflutnings
(fob) varð rúmlcga 33,7 milljarðar
króna og því varð vöruskiptajöfnuð-
ur miðað við fob-verð óhagstæður
um 723 milljónir. Sambærileg tala í
fyrra var hagstæð um 2,4 milljarða
króna, svo staðan hefur breyst um
liðlega þrjá milljarða. Innflutnings-
verðmæti verður þó betur mælt í
cif-verði þar sem flutningskostnað-
urinn til okkar er innifalinn. Cif-
verðmætið er á þessum tíma tæplega
37,5 milljarðar og því telst vöru-
Heildar útflutningsverðmæti (fob)
mánaðanna janúar-júlí s.l. nam
rúmlega 33 milljörðum króna. Það
sem dró úr útflutningsverðmæti
þjóðarinnar var verðfall um 6,7% á
sjávarafurðum. Það sem jók útflutn-
ingsverðmæti á móti þessu verðfalli
á 75% alls útflutnings, var þáttur áls
(um 13,4%) og kíslijárns (um
23,5%). Verðmæti útflutnings í
flokknum skip og flugvélar, var um
150 milljónum króna lakari þessa
mánuði í ár en í fyrra.
skiptajöfnuðurinn fob/cif vera tæp-
lega 4,5 milljarðar fyrri helming
ársins 1988. Fyrir sama tíma í fyrra
var þessi tala á föstu gengi tæplega
1,3 milljarðar króna og hefur hallinn
því aukist mikið milli ára.
Það sem veldur þessu fyrst og
fremst er mikill innflutningur á skip-
um og flugvélum, en ekki síður að
almennur innflutningur hefur aukist
um 2,8%. Almennur innflutingur
nemur alls um 34 milljörðum af 37
milljörðum króna miðað við cif-
verð. Séu olíuviðskiptin frátalin,
kemur í ljós 4% aukning á almenn-
um innflutningi. Skipa og flugvéla-
innflutningur er liður sem er afar
breytilegur milli árshluta, en hann
var mun meiri fyrri hluta þessa árs
miðað við sömu mánuði í fyrra og
fast gengi.
Þess má geta að án viðskipta
álverksmiðju væri réttur vöruskipta-
jöfnuður (fob/fob) óhagstæður um
tæpa þrjá milljarða króna í stað
723,4 milljóna króna. KB
Manndrápið á Lynghaga:
Hefur játað
verknaðinn
38 ára gamall maður, Bjarni
Bernharður Bjarnason búsettur í
Reykjavík játaði fyrir sakadómi
Reykjavíkur á föstudag að hafa
orðið Karli Jóhanni Júlíussyni að
bana aðfaranótt þriðjudagsins 15.
nóvember á heimili Karls Jóhanns,
að Lynghaga 11 í Reykjavík.
Á grundvelli játningarinnar hef-
ur Bjarni Bernharður verið úr-
skurðaður í gæsluvarðhald til 20.
janúar nk. auk þess sem honum er
gert að sæta geðrannsókn.
Bjarni Bernhaður lagði til Karls
Jóhanns með eggvopni og lést Karl
af vöidum áverkanna, sem hann
hlaut. RLR vill ekki gefa upp
hvernig atburðurinn átti sér stað,
né ástæður fyrir verknaðinum.
Bjarni Bemharður var leigjandi
hjá Karli Jóhanni um tíma en var
fluttur úr húsi hans. -ABÓ
ÞROSKAHJÁLP
MED ALMANAK
Landssamtökin Þroskahjálp, hafa
gefið út listaverkaalmanak ársins
1989. Almanakið er unnið í sam-
vinnu við félaga í íslenskri grafík, og
prýða það þrettán grafíkmyndir eftir
íslenska listamenn.
Almanakið er einnig happdrættis-
miði og er í gildi allt árið. Vinningar
eru dregnir út mánaðarlega og eru
vinningar að þessu sinni þrírToyota
Corolla 1300 XL Liftback og níu 19“
Sony-sjónvarpstæki, samtals að
verðmæti um 2,3 milljónir króna.
Landssamtökin Þroskahjálp hafa
nú starfað í 12 ár.
Almanakshappdrættið er megin
fjáröflunarleið Þroskahjálpar, og
vænta samtökin þess að fólk taki vel
á móti sölumönnum þeirra, sem
ganga munu í hús um land allt næstu
vikurnar.
Leiðrétting,
stóðhestar
f Tímanum s.l. laugardag var
fjallað um sölu á nokkrum hestum
Stóðhestastöðvarinnar. Þar var m.a.
nefndur Smyrill, frá Eyjólfsstöðum í
S- Múlasýslu. f fréttinni var lág-
marksverð sagt vera kr. 180.000, hið
rétta er að lágmarksverð þessa hests
er kr. 130.000.