Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 17

Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 10. desember 1988 Tíminn 17 ÚTLÖND llllllllll! illllllli! 111 Bandaríkin og Evrópubandalagið ná ekki samkomulegi um landbúnaðarvörur: Viðskiptastríð í uppsiglingu? Viðsldptastríð gæti nú verið í uppsiglingu milli Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins eftir að ekki náðist samkomulag um innflutning á bandarískum landbúnaðarvörum til Evrópu, en viðræður milli þessara aðila sigldu í strand í Montreal í gær. Richard Lynch landbúnaðarráð- herra Bandaríkjanna sagði eftir dag- langar viðræður bak við luktar dyr að hann teldi ekki nokkum mögu- leika á að samkomulag myndi nást. Ljóst er að hvorki yfirvöld í Was- hington né í Brussel eru tilbúin að gefa eftir í viðræðunum sem sigldu fyrst í strand í síðustu viku, en fundurinn í gær var haldinn vegna þrýstings frá Brasilíumönnum og Argentínumönnum. Bandaríkjamenn krefjast þess að Evrópubandalagið falli frá öllum viðskiptahömlum á landbúnaðaraf- urðir utan Evrópu, en á það getur Evrópubandalagið ekki failist, enda Engisprettu- flugvél skotin niður myndi það leggja afkomu tíu milljón bænda í Evrópu í rúst. Ein sú hindrun sem mest fer í taugarnar á Bandaríkjamönnum er bann Evr- ópubandalagsins á kjöti af dýrum sem gefin hafa verið hormónalyf í fóðri. Það kemur illa við Banda- ríkjamenn sem leyfa, reyndar tak- markað, hormónagjöf til að fá vænni „sauði“ úr nautum og fiðurfé. Ríki sem reiða sig mjög á fram- leiðslu landbúnaðarafurða, eins og til dæmis Argentína, Brasilía, Kan- ada og Ástralía eru mjög uggandi með framhald þessara mála, því ef bæði Bandaríkjamenn og Evrópu- bandalagið fara að slá um sig of harkalegum tollum á Iandbúnaðar- vörur, þá er afkoma þeirra í hættu. DAGVI8T BARIVA Fóstrur, þroska- þjálfar, áhugasamt starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfsfólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtal- inna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. Austurbær Brákarborg við Brákarsund s. 34748 EfriHlíð viðStigahlíð s. 83560 Breiðholt Hálsaborg Hálsaseli s. 78360 Vesturbær - Miðbær Ægisborg Ægisíðu104 s. 14810 Vesturborg Hagamel 55 s. 22438 Grandaborg við Boðagranda s. 621855 Fimm Bandaríkjamenn fórust er flugvél þeirra var skotin niður yfir Vestur-Sahara á fimmtudaginn. Flugvélin yar á vegum bandarískrar hjálparstofnunar sem er að berjast gegn engisprettuplágunni sem þar hefur tröllriðið öllu og var hún á leiðinni að úða skordýraeitri yfir akra Norður-Afríkubúa. Önnur engisprettuflugvél var í fylgd vélarinnar sem skotin var niður og náði hún að lenda heilu og höldnu. Flugvélarnar voru á leið frá Dakar í Senegal til Agadir í Mar- okko, en á þessum slóðum gerði engisprettufaraldur gífurlegan usla síðastliðið sumar. 4 Á W w * # P miin m ' i ALVEG SKÍNANDI UUrAMoF FERÐAR VERÐBREYTINGAR- STUÐULL FYRIRÁRÐ 1988 Samkvæmt ákvæðum 26. gr. laga nr. 7514. september 1981 um tekjuskatt og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað verðbreytingarstuðul fyrir árið 1988 og nemur hann 1,1848 miðað við 1 ,CX)00 á árinu 1987. Reykjavík 7. desember 1988 RSK RlKISSKATTSTJÓRI I bókinni „Ævintýri barnanna“, eru 24 sígild ævintýri prýdd fallegum myndum. Þetta eru ævintýrin um sætabrauösdrenginn, þrjá birni, Rauðhettu, kiölingana sjö, þrjá litla grísi og fleiri góðkunnar ævintýra- hetjur. Þetta eru ævintýrin sem börnin vilja lesa aftur og aftur. -TfT. ‘s'/ ■ VA' Vel valdir smáhlutir setja punktinn yfir i-ið í eldhúsinu og á baðinu, handklæði, baðáhöld, eldhúsáhöld, glös, hnífapör, pottar, pönnur, katlar... ...spennandi og vandaðir munir með stíl. Líttu inn! FAXAFENI5, SlMI 68 56 80 (SKEIFUNNI)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.