Tíminn - 10.12.1988, Qupperneq 20

Tíminn - 10.12.1988, Qupperneq 20
20 Tíminn Laugardagur 10. desember 1988 HÚSNÆDISSTOFWUW RÍKISIWS TÆKNIDEILD Útboó Nefnd sú sem sér um byggingu almennra kaup- leiguíbúða í Miðneshreppi óskar eftir tilboðum í byggingu eins parhúss, einnar hæðar byggðu úr timbri, verk nr. U.05.03, úr teikningasafni tækni- deildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 191m2. Brúttórúmmál húss 670 m3. Húsið verður byggt við götuna Ásabraut nr. 3a Sandgerði og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðs- gögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Miðnes- hrepps, Tjarnargötu 4, Miðneshreppi, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunarríkisins, Laugavegi 77, Reykjavík, frá þriðjudeginum, 13. desember 1988, gegn kr. 10.000,00 skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en fimmtudaginn 29. desember 1988 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. bygginganefndar kaupleiguíbúða, tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins n, HUSNÆÐISSTOFNUN [M2 ríkisins LAUGAVEGI77101 REYKJAVÍK SÍMI 696900 'ú Hvammstangi Til sölu er helmingur húseignarinnar að Brekku- götu 2 á Hvammstanga. Um er að ræða neðri hæð og kjallara gamla verslunarhúss Sigurðar Pálma- sonar á staðnum, samtals um 300 fermetra að grunnfleti brúttó. Húsið stendur á sjávarlóð í hjarta bæjarins og er tilvalið fyrir verslunarrekstur, skrifstofustarfsemi eða til íbúðar eða félagsstarfsemi. Tilboðum í eignina skal skila fyrir kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 30. desember 1988 til undirrit- aðs skiptastjóra sem jafnframt veitir nánari upplýs- ingar. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Jafnframt er áskilinn réttur til að ganga til nánari samninga við hvaða tilboðsgjafa sem er. Guðmundur Arnaldsson, skiptastjóri þrotabús Verslunar Sigurðar Páimasonar hf. Pósthólf 977,121 Reykjavík, sími: 91-641458. Fóðuefræðingur Staða sérfræðings á Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, bútæknideild á Hvanneyri, er laus til umsóknar. Upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Tómasson, forstjóri, s. 91-82230 og Grétar Einarsson, deildarstjóri, s. 93-70000. Umsóknir um starfið ásamt gögnum skulu berast landbúnaðarráðuneyti eigi síðar en 31. desember. Landbúnaðarráðuneytið, 7. desember 1988. llllllllllllllllllil BÆKUR Ljóðrænar sögur Gyrðir Eliasson: Bréfbátarigningin, Mál og menning, 1988. Gyrðir Elíasson vakti framan af fyrst og fremst á sér athygli fyrir , frumlega ljóðagáfu, en núna sendir hann frá sér sína aðra sögubók. Eins og menn kannski muna kom sú fyrsta í fyrra og hét Gangandi íkomi. f>að var skáldsaga, en Bréfbátarign- ingin hefur áð geyma fjórar tengdar smásögur. Og skyldleikinn á milli þessara tveggja bóka leynir sér ekki, a.m.k. að þvf er stíl og framsetningu varðar. Hér líkt og þar er helsta einkenni frásagnarinnar það að sagt er frá atburðum sem máski gerast fullt eins mikið í draumi og í hinum daglega veruleika. Fyrir vikið verður líkt og einhvers konar Ijúfur ævintýrablær yfir öllu efninu, en við lestur leynist þó ekki að stíllinn og frásagnarhátt- urinn eru með svo öguðum hætti að ekki fer á milli mála að hér eru á ferðinni verk sem taka verður alvar- lega sem fullgildan skáldskap. Líka er Ijóst að þessar sögur eiga margt sameiginlegt með Ijóðinu og formi þess, þó ekki væri nema það að lýsa innhverfum og draumkenndum myndum, með áherslu á sálarlífi persónanna. Ekki verður annað sagt en að í sögunum fjórum í Bréfbátarigning- unni sé komið allvíða við. Bókin hefst á sögu sem lýsir gömlum ein- búabónda í sveit, og lítilli telpu sem dvelst hjá honum yfir sumario. Nefn- ast þau Axel og Heiða, en telpan deyr af slysförum í sögulok. í næstu sögu er svo vikið að ungum dreng í þorpi úti á landi, Friðrik Isaksson heitir hann, og lýst lífinu á heimilinu þar sem hann býr einbirni með foreldrum sínum. Þar kemúr einnig í ljós að tengingin við söguna á undan felst í því að hann hefur heimsótt bóndann og telpuna ásamt föður sínum, sem getið er um þar. í þriðju sögunni kemur svo til Gyrðir Ellasson rithöfundur. sögunnar ævintýralegur maður sem hefur smíðað sér vængi og flýgur á þeim um þorpið heima hjá sér eftir að kvöldsett er orðið. Þar kemur Friðrik aftur til sögunnar, því að vængmaðurinn, sem svo er hér nefndur, fylgist náið með honum og endar með því að gefa honum vængi sína. Er hann þar með úr sögunni og vængirnir sömuleiðis. í síðustu sög- unni er Friðrik svo orðinn uppkom- inn og dvelst í fríi ásamt Margréti unnustu sinni í sumarhúsi í Dan- mörku. Gerist þar enn ýmislegt forvitnilegt og undarlegar persónur koma inn í söguna. Hér er þannig ekki hægt að segja að stórir eða miklir atburðir eigi sér stað, og um átakamikla sögufléttu í þessum fjórum sögum er hér ekki að ræða. Þetta eru miklu fremur sam- stæðar kyrralífsmyndir, sem sama persónan tengir saman bókina í gegn. En þó hygg ég að ekki fari á milli mála að áhrifamesti hluti bókarinnar séu fyrstu tvær sögurnar, og þar með lýsingar höfundar á börnunum tveimur, telpunni Heiðu og drengn- um Friðrik, ásamt leikjum þeirra og draumum. Líka er lýsingin á Axel býsna glögg þarna, svo og myndin af hundi hans er heitir því stóra nafni Tycho Brahe. í þriðju sögunni er myndin af vængmanninum vissulega einnig forvitnileg, en þó full loftkennd til þess að verulegt bragð sé að. Sú spurning vaknar óneitanlega þarna hvort hann sé bókmenntalegt tákn einhvers konar, en tæplega er þó nógu ljóst fyrir hvað. Á hann kannski að standa fyrir gamlan draum mannkynsins um að lyfta sér frá jörðunni og fljúga um himin- hvolfin líkt og fuglarnir? Eða kannski fyrir tilraunir einstæðinga til þess að komast í samband við annað fólk? Eða er hann máski framliðinn maður sem eigrar um á nóttunni? Þetta er eiginlega ekki nógu vel ljóst af bókinni. Síðasta sagan má svo aftur á móti þykja veikasti þáttur bókarinnar. Pá er bernskunni lokið og alvara lífsins tekin við hjá Friðrik. Þar er vikið að ýmsu sem snertir samband full- þroska karls og konu, en full lítið úr því unnið. Ljóst er að einhvers konar brestur verður þarna í sam- bandi hans og Margrétar, en hversu djúpstæður hann er, hverjar eru ástæður hans og til hvers hann leiðir eru allt spurningar sem þarna er ekki svarað. En hér líkt og í fyrra er þó meira en ljóst að Gyrðir Elíasson er að gera forvitnilegar tilraunir með frá- sagnir í lausu máli sem engum dylst að áhugavert er að fylgjast með. Trúlega er vænlegast til árangurs að reyna að lýsa þessum verkum hans þannig að hann sé að þreifa sig áfram með að tengja saman ljóð og sögur, skrifa ljóðrænar sögur þar sem draumheimur ljóðsins taki völd- in af hörðu raunsæi skáldsögunnar. Af slíkum tilraunum hafa hérlendir höfundar ekki gert mikið. Þess vegna er gaman að fylgjast með hérna. -esig y*vVERKAMANNABÚSTAÐIR TVOrí REYKJAVÍK Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á íbúðum sem áætlað er að komi til afhendingar frá miðju ári 1989 til jafnlengdar 1990. Um er að ræða bæði nýjar og notaðar íbúðir. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 60/1984. Umsóknareyðublöð verða afhent áftskrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga - föstudaga kl. 9-12 og 13-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 10. jan. 1989. Stjófh verkamannabústaða í Reykjavík

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.