Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 28

Tíminn - 10.12.1988, Blaðsíða 28
 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 SAIVIVINNUBANKINN ,^|BIL4St00 ÞRÖSTUR 685060 VANIR MENN Kjörvextir, sem ekki eru notaðir, felldir úr útreikningum Seðlabankans: ± \ n A .1 r r r- w ’AI A > 1 Seðlabanki íslands hefur neyðst til að endurskoða reglur sínar um útreikninga á meðaltalsvöxtum viðskipta bankanna, vegna þess að grunur leikur á að lítið sem ekkert sé lánað út á svokölluðum kjörvöxtum, sem eru vextir með minnsta álagi. Markmiðið með kjörvöxtum hefur verið að geta boðið sérstak- lega góðum viðskiptavinum upp á betri kjör en gengur og gerist og því eru þessir vextir lægri á útlánum til þessa hóps, en flestir viðskiptavinir hafa á hinn bóginn fengið lán sín með mismunandi háu álagi á kjörvexti. Samkvæmt öruggum heimildum Tímans hef- ur Seðlabankinn nú neyðst til að taka ekki tillit til þessara lágu kjörvaxta í töflum hjá Verslunar- bankanum og Samvinnubankan- um þar sem talið er að lítið sem ekkert sé lánað út á kjörvöxtum með lægsta álagi í þessum fyrir- tækjum. Hjá Seðlabankanum fengust þær upplýsingar að lítil breyting til lækkunar verður á vaxtatöflum viðskiptabankanna eftir helgi, en á morgun, sunnudag 11. desem- ber, er hefðbundinn vaxtabreyt- ingardagur. f gær hafði peninga- deild Seðlabanka ekki fengið til- kynningar annarra viðskipta- banka en Landsbankans um vaxtabreytingar, enda tilkynntu flestir bankar fyrirhugaðar breyt- ingar fyrir 1. desember sl. Hins vegar hefur Seðlabankinn ákveðið að taka nú tillit til þess við útreikninga á meðalvöxtum, hve mikið er lánað út á tilteknum vöxtum. T.d. eru kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa hjá Verslunarbanka með lægsta álagi 11,75%. Næsti álagsflokkur fyrir ofan ber 12,5% vexti en flokkur með hæsta álagi á kjörvexti ber 14,75% vexti. Það getur því verið mikill munur á meðaltalsútreikn- ingum ef ekki er lengur tekið tillit til kjörvaxta með lægsta álagi. Þá tekur Seðlabanki einnig tillit til eldri skuldabréfa sem bera áfram 12,2% vexti. Niðurstaðan verður sú að vegið meðaltal útlánsvaxta hefur hækk- að í þessum nýju útreikningum Seðlabankans í útlánaflokkum. T.d. bera skuldabréf með verð- tryggingu nú 8,0% meðaltals- vexti, en ekki 7,75% eins og reiknað hafði verið með. Þá er vegið meðaltal óverðtryggðra skuldabréfaeftirhelgi um 12,2%. Axel Pálmason í peningadeild- inni sagði að menn þyrftu að líta á mál þessi með svolítilli vark- árni, en þó sérstaklega varðandi útreikniiiga á meðaltali raun- vaxta. „Það er ákaflega erfitt að áætla raunvexti vegna þess að erfitt er að segja nákvæmlega til um hver verðbólgan er í raun og veru,“ sagði Axel. KB í hættu? Neytendasamtökin deila á bókaútgefendur: Frumhlaup af hálfu Neytendasamtakanna Tímanum barst í gær fréttatil- kynning frá Neytendasamtökunum þar sem segir m.a.: „Athygli Neytendasamtakanna hefur verið vakin á því að nokkur stærri bókaforlaganna ,'áta binda inn bækur með hörðum kili á þann hátt að í stað þess að sauma kjölinn er hann eingöngu Ifmdur. Kiljur (pocketbækur) eru bundnar 'inn á þennan hátt, en límingin er ekki eins sterk á bókum með hörðum kili og vilja blaðsíður því losna. Þar með er bókin ekki sú varanlega eign sem flestir hyggja. Sá annmarki er einnig á þessu að vilji fólk binda slíka bók inn síðar er það ekki hægt“. Þá eru í tilkynningunni tínd til nokkur þau bókaforlög sem sögð eru hafa látið binda inn bækur sínar á þennan hátt. Þau eru: Iðunn, Vaka-Helgafell, Mál og menning og Almenna bókafélagið. Tíminn hafði samband við útgef- endur í gær og sagði Jón Karlsson hjá Iðunni m.a.: „Þessi tilkynning er ótrúleg enda- leysa. Þessir aðilar ræddu við okkur og ég svaraði því til að það væri hjá okkur rétt eins og allsstaðar í heim- inum að ákveðnar bækur væru unnar á þennan hátt. Það er t.d. svo að víða er ekki unnið öðruvísi en með þessum hætti. Þessi aðferð felst ekki bara í því að líma bækurnar. Það er allur kjölurinn fræstur upp og lím sett í hann. Við leggjum mikið upp úr því að hlutirnir séu í lagi enda fengjum við bækurnar fljótt í hausinn annars. Þannig að þessi athugasemd er al- deilis fráleit. Prentsmiðjan Oddi gerði á sínum tíma fjölda kannana fyrir okkur á því hvort þessi aðferð kæmi verr út en sú gamla. Það reyndist alls ekki vera svo. Það segir reyndar sína sögu að svo vandað fyrirtæki skuli vinna bækur á þennan hátt. Þeir mundu aldrei gera það væri það ekki í fullkomnu lagi. Þessi aðferð er auk þess ódýrari þannig að þarna er um að ræða viðleitni til að lækka bókaverð til neytenda. Þessi fréttatilkynning er hreint frumhlaup af hálfu Neytendasam- takanna og ekkert annað." Ólafur Ragnarsson hjá bókafor- laginu Vaka-Helgafell tók í öllum aðalatriðum undir það sem Jón Karlsson segir hér að framan en bætti einnig eftirfarandi við: „Við höfum ekki fengið eina ein- ustu kvörtun út af bókum sem unnar eru á þennan hátt.“ -áma Bráðabirgðalögin Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar voru til umræðu í efri deild Alþingis í gær. Meirihluti fjárhags- og við- skiptanefndar deildarinnar skilaði áliti þar sem Margrét Frímannsdóttir fulltrúi Alþýðubandalagsins gerði fyrirvara um samþykki þeirra greina frumvarpsins er eftir standa óbreytt- ar frá því í maí s.l. Sjálfstæðismenn hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja bráðabirgðalögin. Þá hlýtur sú spurning að vakna hvort stjórnað hafi verið s.l. þrjá mánuði eftir bráðabirgðalögum sem ekki hafa méirihluta á Alþingi. Bráðabirgðalögin voru upphaf- lega sett í tíð ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar í maí á þessu ári. Síðan hefur þeim tvívegis verið breytt. Fyrst lítillega í lok maí og síðan í september er ný ríkisstjórn tók við völdum. Þá voru gerðar verulegar breytingar á lögunum og eru þannig einungis fáargreinar upphaflegu lag- anna í gildi. Þeirra á meðal eru afnám samningsréttar og frysting launa. Þessa liði getur Margrét ekki sætt sig við og mun hún og ef til vill fleiri þingmenn Alþýðubandalags- ins, ekki styðja bráðabirgðalögin ef þessir liðir eru inni í þeim. Þá hafa sjálfstæðismenn líka skipt um skoð- un frá því að þeir stóðu sjálfir að setningu bráðabirgðalaganna og eru nú á móti verðstöðvun og launafryst- ingu. Þar með er meirihluti fyrir bráðabirgðalögunum ekki fyrir hendi í efri deild, að minnsta kosti ekki í óbreyttri mynd. Ekki getur talist líklegt að hann sé heldur fyrir hendi í neðri deild þingsins þar sem stjórnin hefur ekki meirihluta í henni og engar líkur á að Kvennalisti eða Borgaraflokkur styðji frumvarp- ið óbreytt. Þetta mun varla til þess fallið að flýta afgreiðslu mála á þingi, þar sem ljóst er að breyti Margrét Frímanns- dóttir ekki afstöðu sinni, verður að breyta bráðabirgðalögunum sjálfum. Þurfi að afnema frystingu verðlags og launa er það grundvall- arbreyting á stefnu ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum. Ef farið verður inn á þá braut mun sú vinna væntan- lega taka 'nokkurn tíma, jafnhliða því að verá veruleg ógnun við fast- gengisstefnuna. -ág

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.