Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.12.1988, Blaðsíða 2
CöOr. -iSMWmíOft&'.íí tupeL'irr.ríi^ t' iTtTi ( . * ni i } r j i v i 2 Tíminn » <« «u t.». »• T.T.T."*. »».»:»’*»-»•.» ».* * « ■».-*Jr.» * » * « m Fimmtudagur 15. desember 1988 Mjög hvasst var á Hellisheiði í gær. Rútur fóru í hægagangi og langferðabflar tóku sér pásu við Litlu kaffístofuna. Ekki var hálka í gær. En hefði svo verið hefði mátt búast við mörgum utan vegar. Tímamynd Pjetur Hellisheiðin fjölfarin sem Laugavegurinn: Okumenn í sífelldri baráttu við hálkuna Bílar sem fara um Hellisheiðina á degi hverjum verða sífellt fleiri. Nú eru hátt í fímm þúsund bfíar sem aka „Laugaveginn“ á Hellisheiði. Bílstjórar sem aka þessa leið til og frá vinnu í austur eða vestur segja að þrátt fyrir að tið hafí verið góð í haust og vetur hafí oft mátt líta bíla utan vegar, bæði á hjólunum og á hvolfi. Nokkrir þeirra sem fara Þrengslin hafa einnig kvartað og þar telja menn að gera verði breytingar á veginum, breikka hann og gera öruggari. Hálka hefur nokkrum sinnum ver- að hliðarvindur er lengst af, þegar ið á heiðinni og vildi einn bílstjóri sem Tíminn talaði við í gær orða það sem svo að bílar væru oft eins og hráviði utan vegar. Hálkan ein og sér á heiðinni er ekki það versta. Áttir blása oftast þannig á heiðinni ekið er til austurs eða vesturs. Við slíkar aðstæður getur verið erfitt að halda bílum á veginum og sérstakir kaflar eru varhugaverðir. Þá er rétt að geta þess að slys á fólki og dauðaslys hafa verið tíð á Samningar að takast milli stjórna Hraðfrystihúss Keflavíkur og Fiskiðjunnar á Sauðárkróki: HKsamþykkir skipaskiptin hinni miklu umferðaræð sem Hellis- heiðin er, síðustu ár. „Ég get nú ekki merkt að slysin verði frekar á einum stað eða öðrum á Hellisheiðinni og í Svínahrauninu, vegna hálku,“ sagði Jón Guðmunds- son yfirlögregluþjónn á Selfossi í samtali við Tímann. „Hálkan leggst mjög misjafnlega yfir, stundum er mikil hálka á Hellis- heiðinni, en engin í Svínahrauninu og svo öfugt. Það getur verið mikil hálka í miðjum Kömbum, en engin efst,“ sagði Jón. Hann sagði að ekki hefði borið eins mikið á slysum og útafakstri á heiðinni á þessum vetri, enda hefði tíðarfarið verið einstak- lega gott. „Það hefur verið töluvert um útafakstur, en lítið um alvarleg slys á fólki.“ Jón sagði að vegakant- arnir ættu líka sinn þátt í að draga úr slysum á fólki, þar sem þeir væru breiðirog aflíðandi, a.m.k. áflestum stöðum og bílar yltu yfirleitt ekki þegar ekið væri útaf. „Ég verð að gefa Vegagerðinni ákaflega góða einkunn við eftirlit með hálku og ófærð á þessum vegi og þeir eru fljótir að bregðast við ef það gerir hálku. Veður eru hins vegar fljót að breytast hérna, eins og allir vita, þannig að erfitt getur verið að eiga við þetta,“ sagði Jón. Ómar Smári Ármannsson upplýs- ingafulltrúi lögreglunnar í Reykja- vík sagði í samtali við Tírnann að á þeirra svæði, sem nær upp að Litlu kaffistofunni, yrðu alvarlegri slysin á kaflanum frá Lögbergi austur að Rauðavatni, þrátt fyrir að hann sé ekki mjög hátt uppi og vegurinn beinn. Á degi hverjum fara að jafnaði um 4800 bílar þessa leið, samkvæmt téljara sem staðsettur er við Geit- háls. Vegna þessarar miklu umferð- ar hafa menn verið að velta því fyrir sér hvers vegna eingöngu er notaður sandur til hálkueyðingar á þessari leið, en ekki salt. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Vegagerðinni, er fyrir- komulag með eftirliti á veginum þannig háttað að alltaf er farið í eftirlitsferð ef hald manna er að hálka eða ófærð sé á veginum. Vegurinn er sandborinn á heiðinni, þar sem þurfa þykir og niður Kamba, en næst Reykjavík er hann saltbor- inn, þ.e. þar sem malbik er. Að sögn vegagerðarmanna er verra að nota saltið á olíumöl og klæðningu, þar sem það étur út frá sér, þannig að sandurinn er notaður þar sem salt má ekki fara. Sandurinn sem borinn er á, er hitaður upp, þannig að þegar honum er dreift þá bræðir hann efsta lagið, síðan frýs og þá situr sandur- inn fastur og við það dregur úr hálku. Stjórn Hraðfrystihúss Keflavíkur samþykkti fyrir sitt leyti skipaskipti við Fiskiðju Sauðárkróks og Útgerð- arfélag Skagfirðinga, síðdegis í gær. Búist er við að stjórnir skagfirsku fyrirtækjanna taki ákvörðun síðar í vikunni. Aðilar fyrirtækjanna hafa undanfarnar vikur unnið að því að koma þessum skiptum í kring. „Formlega hafa skipaskiptjn ekki farið fram, en efnislega er staða málsins þannig að stjórn HK er búin að samþykkja þessi skipaskipti og ganga frá þeim fyrir sitt leyti og síðan eiga stjórnir Fiskiðju Sauðár- króks og Útgerðarfélags Skagfirð- inga eftir að afgreiða málið frá sér, sem ég á von á að verði næstu daga,“ sagði Ólafur Jónsson varaformaður stjórnar HK í samtali við Tímann. Samkvæmt samningnum kaupa Skagfirðingarnir togarana Aðalvík og Bergvík fyrir 375 milljónir króna og Hraðfrystihús Keflavíkur kaupir Drangey af Skagfirðingunum á 300 milljónir. Stefnt er að því að skiptin fari fram unt áramótin. Ólafur sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun unt hvað gert yrði við hús Hraðfrystihússins, en ákveð- ið hefur verið að vinns|a hætti í húsinu í lok þessarar viku. „Við munum síðan halda áfram að vinna að lausnum á vanda fyrirtækisins,“ sagði Ólafur. Aðspurður hvort Drangeyin kæmi til ptieð' að bæta hag HK, sagði Ólafur: „Við skulum orða það þannig, að það var mat manna að þetta væri illskásti kosturinn í stöð- unni.“ Drangeyin er útbúin sem svo kallað hálffrystiskip, en eftir er að setja niður vinnslubúnað á millidekk sem farið verður í eftir áramót. -ABÓ Yfirlögregluþjónar með 170 þús. á mán. Yfirlögregluþjónar gengu í maí sl. frá sérstökum launasamningi við fjármála- og dóntsmálaráðu- neytin, sem gefur þeim 70-80 þús- und krónur í fastar aukatekjur til viðbótar rúmlega 90 þúsund krónum, er þeir elstu hafa í mánað- arlaun fyrir venjulegan dagvinnu- tíma. Samtals hefur yftrlögreglu- þjónn í 81. launaflokki því um 170 þúsund krónur í föst mánaðarlaun fyrir utan bifreiðastyrk, en hann er nokkuð breytilegur eftir embætt- um. hetta virðist nokkuð einkenni- leg launahækkun fyrir þá yfirlög- regluþjóna sem eru starfandi f Reykjavík þar sem mikill niður- skurður hefur átt sér stað í annarri starfsemi. Launaauki þessi er veittur sam- kvæmt sérstökum santningi sem gerður var milli fjármálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis annars vcgar og Félags yfirlögregluþjóna og Landssantbands lögregluþjóna hins vegar, og tók hann gildi 1. júní sl. Það var unt líkt leyti og felld voru úr gildi öll ákvæði um rauð strik kjarasamninga með bráða- birgðalögum þáverandi ríkisstjórn- ar. Er þessi samningur kallaður tilraun í bréfi því sem sent var öllum lögreglustjórum landsins fyr- ir gildistökuna. Er talað um að tilraunin eigi að vara fram að n.k. áramótum og er þessi tími kallaður reynslutími. Að honum loknum er kveðið á um að endurskoða eigi samninginn og meta hversu vel tilraunin hafi heppnast. Ákvæðin um aukaálag fela í sér 45% álag vegna stjórnunarstarfa og ónæðis utan venjulegs vinnu- tíma. Greiðist þetta 45% álag af 120 klst. á mánuði. Þá verði yfir- vinna allra yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna 50 klst. í mánuði. Þessir 50 aukavinnutím- ar eru þó ekki algert þak á yfirvinn- una, þar sem greiða má, eftir samkontulagi við ráðuneytið, fleiri aukatíma ef stóratburðir eiga sér stað. Þrátt fyrir föst yfirvinnulaun er reiknað með að vinnutíminn miðist við venjulega dagvinnu. ABÓ V,'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.