Tíminn - 15.12.1988, Page 20

Tíminn - 15.12.1988, Page 20
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 SAMVINNUBANKÍNN ÞRttSTUR 685060 Fjármálaráðherra samræmir skiladag söluskatts við útborgunardag greiðslukortafyrirtækja: GRA VIDSKIPTI MEÐ SLIPPA" LÖGD AF? Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, ákvað í gær að samræma skiladag söluskatts við uppgjör greiðslukortafyr- irtækja. Því geta kaupmenn og aðrir sem selja vöru og þjónustu sína gegn greiðslukortakvittun átt auðveldara með að gera upp söluskattinn við ríkissjóð. Með þessari aðgerð vonast Ólafur Ragnar til að affallakaup á gráum markaði leggist af að mestu en Tíminn hefur áður greint frá gífurlegum afföllum greiðslukortaseðla, sem ganga undir heitinu slippa kaup. Með þessari ákvörðun er búist við að reglubundin eftirspurn eftir lánsfé frá greiðsludegi söluskatts til útborg- unar greiðslukortafyrirtækja, falli niður. Afleiðingar þess ættu að vera vaxtalækkun vegna minnkandi eftir- spurnar, en svokölluð slippakaup hafa verið ein tekjuhæsta ávöxtunar- leið á gráa markaðinum. Fótum kippt undan slippakaupum Ólafur Ragnar segist vona að með þessari ákvörðun sinni takist honum að kippa fótunum undan affalla- kaupum á greiðslukortaseðlum og staðhæfði hann á blaðamannafundi í gær að þarna væri um verulega fjármuni að ræða. EINDAGI SKILA A STAÐGRBÐSLUFC Launagreiðendum ber að skila afdreg- Með skilunum skal fylgja greinargerð á Allir launagreiðendur og sjálfstaeðir inni staðgreiðslu af launum og reiknuðu sérstökum eyðublöðum „skilagreinum", rekstraraðilar eiga að hafa fengið send endurgjaldi mánaðartega. Skilin skulu blátt eyðublað fyrir greidd lauri og rautt eyðublöð fyrir skilagrein. Þeir sem gerð eigi síðar en 15. hvers mánaðar. fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber einhverra hluta vegna hafa ekki fengið Ekki skiptir máli í þessu ávallt að skila einnig þó svo að engin þau snúi sér til skattstjóra, gjaldheimtna sambandi hversu oft í mánuði laun eru staðgreiðsla hafi verið dregin af eða innheimtumanna ríkissjóðs. greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram f mánuðinum. eðaeftirá. Allarfjárhæðirskuluveraí heilum krónum. - gerið skil fyrir fimmtánda. R$l< RlKISSKATTSTJÓRI Áður en Ólafur Ragnar ræddi þessa hugmynd sína við hlutaðeig- andi aðila að greiðslukortamarkað- inum, kynnti hann hana í ríkisstjórn. Á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag var þetta samþykkt, þrátt fyrir að fjár- málaráðherrar fyrri tíma hafi ekki séð að þessi leið væri fær vegna kostnaðar sem félli á ríkissjóð í gegnum Seðlabanka. Ríkið greiði meðlag Már Guðmundsson, hagfræðileg- ur ráðunautur fjármálaráðherra, upplýsti að þessi breyting þýddi um 70-100 milljón króna kostnað að öllu óbreyttu. Þessi kostnaður lækkaði ef vextir lækkuðu og því væri ekki hægt að meta með nákvæmni hver endan- leg útkoma verður. Þetta er áætlað út frá þeim vöxtum sem Seðlabank- inn hefði í tekjur af innistæðu frá fyrrverandi skiladegi söluskatts, 25. hvers mánaðar, til hins nýja skila- dags, annan næsta mánaðar á eftir. Söluskattsskil hafa numið um 2-2,5 milljörðum í venjulegum mánuði, en búist er við að þessi tala verði 3-4 milljarðar fyrir desember. Þegar haft er í huga að víða í smásöluverslun nema kortaviðskipti allt að helming allrar veltu, má gera ráð fyrir að vandamálið við söluskattsuppgjör vegna desember, sé vandamál upp á 1,5-2 milljarða króna. Til að leysa úr þessu vandamáli hefur Ólafur Ragn- ar því ákveðið að greiða „fáeinna tuga meðlag vegna kortaviðskipt- anna,“ eins og hann orðaði það. Almenn vaxtalækkun Á fundi með fulltrúum banka- stofnana, kaupmanna, Verslunar- ráðs og greiðslukortafyrirtækja í gærmorgun, kom fram að fastlega mætti búast við því að vextir í landinu lækkuðu í kjölfar þessarar ákvörðunar. Að sögn Ólafs Ragnars munu fulltrúar bankamanna hafa staðfest þetta á fundinum. Framkvæmdastjóri Kaupmanna- samtakanna, Magnús Finnsson, sagði að fjármálaráðherra ætti mikið hrós skilið fyrir að ljá því máls sem hann og fleiri hafa beðið hvern ráðherrann á fætur öðrum um. Næsta skrefið væri væntanlega það að kaupmenn þyrftu ekki lengur að greiða kostnað af þeim lánum sem neytendur eru að fá hjá þeim í gegnum greiðslukortafyrirtækin og þar með hjá fyrirtækjum sem eru í eigu bankastofnana. Það gerðist hvergi annars staðar í lánaviðskipt- ■uui á íslandi að lántakandi léti lánardrottinn sinn greiða lántöku- kostnaðinn. Auk þess væri með öllu óeðlilegt að hæstu affallakaup ættu sér stað með greiðslunótur kortafyr- irtækjanna, sem væru einhver örugg- asti pappír í viðskiptaheiminum hér á landi. KB Ástarhreiður á Laugavegi I smáauglýsingum DV nú nýlega, undir „Húsnæði í boði“, er boðið til leigu herbergi nótt og nótt fyrir minni samkomur. Tekið er fram að opið sé allan sólarhringinn og hægt sé að borga afnotin með greiðslu- korti. Herbergið er á Laugavegi 51b og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Tímans eru þar tveir dívanar og er gjaldið 1000 krónur á virkum dögum en 2000 um helgar. SSH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.