Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 2
2 títaihn ..," * I .Lgugardgggr. 3.1, dfeejober '1988 Áfengissala fyrir áramótin nú í lægra meðallagi: Minna léttvín meiri brennsi „Salan er einna mest í vodka, gini og slíku. Þó selst talsvert af viskíi og koníaki líka og síðan vitanlega af freyði- og kampavíni þó það sé heldur minna en stundum áður fyrir áramót og áfengissalan sýnist ætla að verða í iægra meðallagi að þessu sinni,“ sagði Þorkell Einarsson í áfengisútsölunni við Lindargötu. í áfengisútsölunni í Kringlunni varð verslunarstjórinn Bjarni Þor- steinsson fyrir svörum. Hann sagði að rauðvínssala hcfði verið heldur minni nú en var í fyrra. Þá hefðu selst 35 þúsund lítrar rúmir í verslun- inni í desember en nú í kring um 33 þúsund lítrar. Á milli jóla og nýárs væri sá tími þegar freyðivín sclst mcst. í des. í fyrra seldust 5900 lítrar en nú liti út fyrir að selst hefðu 5200 lítrar. Bjarni sagði að heldur meira seld- ist tiltölulega af léttum vínum og líkjörum í versluninni í Kringlunni en í hinum hefðbundnu áfengisútsöl- um og tiltölulega minna seldist af brenndum vínum einnig. Bjarni sagði aðspurður að hann teldi að sjálfsafgreiðsluverslunin stuðlaði fremur að aukinni sölu léttra vína á kostnað hinna sterkari og mætti þannig álykta að verslunar- gerðin sjálf stuðlaði heldur að hollari notkun áfengis. Bjarni sagði að lítið væri um tilraunir til þjófnaðar úr versluninni og eins hefði talsvert borið á því að unglingar reyndu að kaupa áfengi með því að framvísa fölsuðum pers- ónuskilríkjum, einkum ökuskírtein- um. Það væri föst regla hjá versluninni að vísa öllum slíkum málum til lögreglunnar. -sá Einhverjir gera sér leik aö slysahættu Ekki hættulaus hrekkur í fyrrkvöld átli Ijósmyndari Tím- ans leið um Hvassaleiti. Sem hann ók í mestu makindum eftir götunni birtist skyndilega stíft strengdur plastborði beint fyrir framan bíl hans. Það skipti engum togum að ökumaðurinn snögghemlaði og minnstu munaði að af hlytist slys. Þegar bílstjórinn gekk úr bíl sín- um til að kanna betur hvað í ósköpunum gengi á kom í Ijós að einhverjir óprúttnir aðilar höfðu bundið hvítan plastborða í bíla sitt hvoru megin götunnar. Borðinn sást eðlilega ekki sem best í fannferginu sem nú er á götum borgarinnar og því fór sem fór. -áma tímamynd: gunnar Gamla árið kvatt Búast má við ágætis veðri víöast hvar á landinu í kvöld og ætti bennupollum ekki að verða skota- skuld úr að tendra eld í bálköstunum sem þeir hafa lagt mikla vinnu í að reisa. Reykjavík I höfuðborginni er búið að gefa leyfi fyrir tíu áramótabálköstum, sem kveikt verður í, á tímabilinu frá hálf níu til tíu. I Vesturbænum verða þrjár brennur. Stærsta brennan verður við Faxaskjól við Ægissíðu, þá verður brenna í Vatnsmýrinni norðan Hörpugötu, sem íbúar hverfisins hafa hlaðið og einnig verður bálköst- ur við Skildinganes. I Austurbænum verða einnig þrjár brennur. f Fossvogi, sunnan við hús Landgræðslusjóðs, þ.e. á sjávar- bakkanum neðan við kirkjugarðinn. Þá verður brenna á svæði Víkings við Réttarholtsveg og brenna verður einnig á svæðinu milli Holtavegar og Álflieima. í Breiðholti verða tvær brennur. Búið er að hlaða myndarlegan bál- köst við Rjúpufell auk þess sem brenna verður á auðu svæði upp af Leirubakka. ! Árbæ hafa Fylkismenn hlaðið bálköst sunnan við Fylkisvöllinn og í Grafarvogi verður brenna við Fjall- konuveg. Kópavogur Hjá lögreglunni í Kópavogi feng- ust þær upplýsingar að tvær brennur yrðu innan þeirra umdæmis. Önnur brennan, sú stærri er yst úti á Kársnesi, en hin brennan er við Vatnsenda. Hafnarfjörður Þrír bálkestir verða í bæjarlandi Hafnarfjarðar um þessi áramót. Stærsta brennan verður við Boða- hlein, fyrir norðan Hrafnistu. Brenna verður ofan við Keflavíkur- veg, sunnan Kirkjugarðsins gengt Hvammabraut, auk þess sem lítil brenna verður á Hvaleyrarholti. Garðabær og Álftanes Hlaðinn hefur verið bálköstur í Garðabæ, norðan við Bæjarbraut og á Álftanesi hefur verið reistur bál - köstur í landi Gestshúsa. Akureyri Akureyringar ætla að láta sér nægja eina brennu að þessu sinni. Pollarnir hafa verið iðnir undanfarna daga við að safna í myndarlegan bálköst sem staðsettur er að vanda fyrir neðan Hlíðabraut. Áramótaveðrið Magnús Jónsson veðurfræðingur sagði í samtali við Tímann að búast mætti við ágætis veðri á landinu í- kvöld, eftir talsverðan strekking og rigningu um miðjan dag. í kvöld má búast við að vind hafi lægt og hitinn verði á bilinu 2 til 5 stig víðast hvar á landinu, en búast má við að rigning verði enn austast á landinu fram að miðnætti. „Það verður líklega hæfi- legur vindur til að trekkja vel í brennurnar," sagði Magnús. -ABÓ Gestirnir snéru við Blessað jólaveðrið spilaði svo sannarlega inn í lílíð hjá suiiiiim um þessi jól. Á jóladag slóö lirúð- kaup fyrir dyrum ú Selfossi, og eins og venja er var gcstum boöiö til veislu. Einhverja þurfti til að undirbúa veisluna, og var fengið til þess þjóna- og kokkaliö. Þegar gcstirnir voru staddir ú heiðinni, var veður orðið það vont að þeir voru tilneyddir að snúa við í bæinn. Varð því ekkert af veisl- unni í það sinniö, en athöfnin tókst með sóina. Veislan var svo haldin ú annan í jólum. Og hver skyldu svo brúðhjónin vera? Konan heitir Brynja Gunn- arsdóttir frú Selfossi og maöurinn lieitir Bubbi Morthens. Dropatelj- ari óskar þeim til haniingjii ineð hjónabandið. Er nauðsynlegt að skjóta þær? Bubbi Morthens er hvalfriðun- arsinni og licfur meðal annars sungið um vini sína í hafinu ú plötu sinni „Erelsi til sölu.“ Þar spyr Bubbi hvort nauðsynlegt sé að skjótu þú. Hann licfur reyndar svarað sjúlfuin sér inargoft og fræg ern oröin útvarpsviðtöl er tekin voru við poppstjörnunn í sænskri útvarpsstöð. Þar liellti Bubbi sér ylir liræður sína og frændur hér uppi ú íslandi og sagði þú ekkert annað en hlóðuga slútrara. En sum dýr eru jafnari en önnur. Bubbi liefur um nokkurt skeið elst við rjúpur upp til fjalla og skotið þær í tugum. Það er sjúllsagt í lagi, því þær eru svo margar og núttúrlega ekki sömu vitsmuna- verur og „síðustu“ hvalirnir í haf- inu. í nýlegu viðtali við Sportveiði- blaöiö ræðir Bubbi skotveiöar sín- ar og segist sannfærður uin að veiðimaöur blundi í okkur öllum. „Ég hef valið rjúpuna þar sem hún er ekki í neinni útrýmingarhættu.“ segir Bubbi. Dropateljari hefur velt þessum ummælum fyrir sér og ú eriilt mcð að útla sig ú cölismun veiða ú rjúpu og hval, þar sem sérfræðingar okkar segja nóg af hval við strendur landsins. Líka er vitaö aö nóg er af rjúpu ú heiduin uppi en við spyrjum Bubba; Er nauðsynlegt að skjóta þær...? Varalidið í B-keppnina? Gmsamdar grciðslur HSÍ til leikmanna landsliðsins í hand- knattleik hafa ekki allar verið innt- ar af liendi. Dropateljari liefur heyrt úr hundknattleiksheiininuni að einstaka leiknienn velti nú fyrir sér að gefa ekki kost ú sér i B-keppnina. Tveir af lykilniönnum liðsins hafa vcrið nefndir í þessu sambandi. IJmræddar greiðslur eru fyrir vinnutap leikmanna vcgna undirbúnings fyrir olympíuleik- anu í Seoul. Laiidsliösntennirnir hafa sýnt þolinmæði, cn aö sögn hcimildarmanns dropateljara svíð- ur þcim sú vitneskja að grciðslur til HSÍ frú ónefndu lyrirtæki, voru rciddar fram í haust, en HSÍ notaði þessa peninga í annað. Að vísu hefur verið gert upp við einstaka leikmenn landsliðsins, en þeir virð- ast tilbúnir til aö styðja við bak félaga sinna sem ekki hafa fengið greitt. Þú eru fjúrreiður sanibandsins i núklum ólestri þessa daganu því varla hefur selst huppdrættismiði eftir lcikana í Seoul. Málsvari öfugháttar í Tínianum um daginn birtist ú baksíðu frétt sem í öðruni fjölmiðl- um hefur m.a. verið nefnd „ein- stæð“. Þar er útt við frétt um texta „meistara“ Megasar þar sem hann lofsyngur ústaraatlot við litla sæta strúka. Eitthvað viröist það fara fyrir brjóstið ú skrifurum Þjóðviljans að hreyft skuli við þvílíkum öfughætti sém í textanum birtist því i Nýju- Helgarblaði sein kom út í gær taka þcir venju samkvæmt upp liansk- ann fyrir vesalings Mcgus. Það er annars gleðilegt hversu mjög Þjóðviljinn lætur sér annt um mannorö „meistara" Megasar enda lofsöngvur miðaldra karlu til ungra drengja kjarninn í barútt- unni fyrir þjóðfrelsi og sósíalisma eða hvað? Metsölubækur Jón Óttar Ragnarsson, sjón- varpsstjóri stöðvar tvö íliugar nú að skrifa metsölubók fyrir næstu jól. Sagan segir að Jón sjúi slíkum ofsjónum yfir velgengni Ingva Hrafns að hann sjúi sig knúinn til að rita bók í svipuðum stfl. Menn hafa velt vöngum yfir heiti bókarinnar en dropatcljari Tímans telur heillavænlegast að nefna hana „Starfið ú Stöðinni". Og talandi um metsölubækur. Heyrst hefur að metsölubókarhug- mynd sé nú í undirbúningi hjú fyrrverandi handhöfum forseta- valds. Hún mun eiga aö heita „Þrír ú bakvakt". Dropateljari vill þó ekki selja þetta dýrar en hunn keypti það. . Steinöldur Þeir hjú embætti gatnamúla- stjóra eru miklir fagurkerar í múl- notkun og hafa tekið upp ú því að kalla hraðahindranir borgarinnar „steinöldur". Þeirsem gaman hafa af því að kitla pinnann og eru ekki eins miklir múlvöndunarmenn hafa þvi tckiö upp ú því að kalla Inga Ú. og hans menn steinaldamcnn!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.