Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 22
'i vr. .1 •
22 Tíminn
r rocirnsesfc . re vjpsbicpusJ
Laugardagur 31. desember 1988
ijeir Sveinsson fyrirliði Valsmanna í handknattleik hampar ís-
landsbikarnum eftir sigur á FH í úrslitaleik.
ÍÞRÓTTA-
ANNÁLL
flokki á Norðurlandamótinu í júdó.
Sigurður Bergmann varð í 2. sæti í
sínum þyngdarflokki.
Haraldur Ólafsson lyftingamaður
setti -3 íslandsmet í lyftingum á
Akureyri.
ísfirðingar voru manna sigursæl-
astir á Skíðalandsmótinu á Akur-
eyri, þeir lilutu alls 10 gull.
Unglingalandsliðið í körfuknatt-
leik tapaði öllum leikjum sínum í
Evrópukeppninni sem fram fór í
Finnlandi.
Norðurlandamótið í vaxtarrækt
var haldiðhér á landi í apríl. Jón Páll
keppti ekki á mótinu, en Hreinn
Vilhjálmsson og Sólmundur Hclga-
son uröu í 2. sæti í sínuni flokkum.
Haukar urðu íslandsmeistarar
karla í körfuknattleik eftir einn mest
spennandi körfuboltaleik sem fram
hefur farið hér á landi. Haukar unnu
UMFN í þriðja leik liðanna með 92
stigum gegn 91, eftir tvíframlengdan
leik. Erþaðfyrsti íslandsmeistaratit-
ill Hauka í meistaraflokki.
Njarðvíkingar hefndu ófaranna
með því að sigra KR-inga í úrslita-
leik bikarkeppninnar. Spcnnandi og
skemmtilegum leik lauk mað 104-
103 sigri UMFN.
Keflavík sigraði í bikarkeppni
kvenna í körfunni, eftir 76-60 sigur
á Haukum.
Broddi Kristjánsson og Þórdís
Edwald uru íslandsmeistarar í ein-
liðaleik í badminton.
Fjóla Ólafsdóttir úr Ármanni varð
Norðurlandameistari unglinga á
tvíslá á Norðurlandamótinu sem
haldið var í Finnlandi. Fjóla er fyrst
íslendinga til að vinna slíkt afrek.
Kristján Stefánsson vann til brons-
verðlauna í stökki.
fsland vann öruggan sigur í Kol-
ottkeppninni í sundi. Sett voru 4
íslandsmet í keppninni.
Hollendingar sigruðu íslendinga
1-0 í landsleik í knattspyrnu í undan-
keppni ÓL.
Maí
• íslendingar töpuðu 0-3 fyrir A-
Pjóðverjum í undankeppni ÓL í
knattspyrnu.
Kristján Arason varð v-þýskur
meistari í handknattleik með liði
sínu Gummersbach.
Werder Bremen varð v-þýskur
meistari í knattspyrnu.
Pétur Ingvarsson HSÞ sigraði í
Íslandsglímunni.
íslendingar urðu að sætta sig við
0-3 tap fyrir Ungverjum í landsleik í
knattspyrnu ytra.
íslenska landsliðið í handknattleik
fór í keppnisferð til Japan og lék 4
landsleiki gegn heimamönnum. ís-
land vann 3 leiki naumlega og Japan-
ir 1.
Einar Vilhjálmsson spjótkastari
úr Uf A setti nýtt íslandsmet í spjót-
kasti er hann kastaði 83,36 m á móti
í Texas, en hér er um lengsta kast að
ræða í heiminum í ár.
fris Grönfeldt UMSB setti ís-
landsmet í spjótkasti kvenna er hún
kastaði 61,04 m á móti í Fredrikstad
í Noregi.
KR-ingar urðu Reykjavíkurmeist-
arar í knattspyrnu.
Alfreð Gíslason varð v-þýskur
meistari með liði sínu Tusem Essen
í v-þýska handknattleiknum.
Nýtt fyrirkomulag úrvalsdeildar-
innar í knattspyrnu samþykkt á árs-
þingi KKÍ og Kolbeinn Pálsson kos-
inn formaður sambandsins.
Mílanó varð ítalskur meistari í
knattspyrnu.
Keppni í 1. deild íslandsmótsins í
knattspyrnu hófst. Trausti Ómars-
son Víkingi gerði fyrsta markið í 1.
deild.
íris Grönfeldt bætti eigið fslands-
met í spjótkasti á móti í Ósló er hún
kastaði 62,04 m.
Ulf Timmermann setti heimsmet í
kúluvarpi kastaði 23,06 m.
PSV Eindhoven varð Evrópu-
meistari í knattspyrnu.
Arnór Guðjónsen varð belgískur
bikarmeistari í kattspyrnu með liði
sínu Anderlecht.
Júní
Pétur Guðmundsson kúluvarpari
náði ÓL lágmarki er hann kastaði
20,03 m á vormóti HSK.
Sergei Bubka frá Sovétríkjunum
bætti eigið hcimsmet í stangarstökki
er hann stökk 6,05 m.
Pétur Guðmundsson körfuknatt-
leiksmaður ntcð bandaríska atvinnu-
mannaliðinu San Antonio Spurs
hafði æfingabúðir fyrir unga körfu-
knattleiksmenn hér á landi. Gestur í
í búðunum var Alvin Robertson
leikmaður með Spurs, cn liann hefur
verið valinn í Áll-Star lið vestur-
strandarinnar.
Gunnlaugur Grettisson bætti eigið
íslandsmet í hástökki er hann stökk
2.15 m á móti í Austurríki.
íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik vann frækinn sigur á al-
þjóðlegu móti í Portúgal.
Los Angeles Lakers sigruöu í
NBA-deildinni í körfuknattleik eftir
7 úrslitaleiki gegn Detroit Pistons.
Einar Vihjálmsson setti nýtt fs-
landsmet í spjótkasti á Meistaramóti
íslands, kastaði 84,66 m.
Hollendingar unnu 2-0 sigur á
Sovétmönnum í úrslitaleik Evrópu-
kcppni landsliða í knattspyrnu og
urðu Evrópumeistarar.
Mike Tyson notaði aðeins 91 sek-
úndu til þess að verja heimsmeistara-
titil sinn í þungavigt í hnefaleikum
gegn Michael Spinks.
Einar Vilhjálmsson sigraði á stiga-
móti alþjóðafrjálsíþróttasambands-
ins í Helsinki, kastaði 82,68 m. Á
mótinu kepptu allir bestu spjótkast-
arar heims.
Valur Ingimundarson körfuknatt-
leiksmaður ákveður að ganga til liðs
við Tindastól frá Sauðárkróki.
Stefan Edberg sigraði á Wimble-
don tennismótinu.
Tindastóll frá Sauðárkróki sló KR
út úr bikarkeppninni í knattspyrnu.
Einar Vilhjálmsson sigraði á al-
þjóðlegu móti í spjótkasti í Stokk-
hólmi, kastaði 83,44 m.
Grindvíkingar ákveða að hafa
klappstýrur á leikjum sínum í úrvals-
dcildinni í körfuknattleik á næsta
keppnistímabili, fyrstir íslenskra
iiða.
fslendingar töpuðu naumlega fyrir
V-Þjóðverjum í landsleik í hand-
knattleik í Hamborg, 18-19.
íslendingar urðu í neðsta sætinu í
landskeppni í frjálsum íþróttum
gegn Skotum og írum, en unnu
tvöfalda sigra í köstum og stangar-
stökki.
íslenska landsliðið í handknattleik
tapaði 21-22 fyrir A-Þjóðverjum á
móti í A-Þýskalandi.
Því næst vann landsliðið sigur á
Pólverjum á sama móti 26-15.
Kínverjar voru næsta fórnarlamb
íslendinga. Stórsigur vannst á þeim
39-19.
Tap gegn Sovétmönnum á sama
móti, 24-28 var staðreynd.
í lokaleik mótsins gerðu íslend-
ingar 19-19 jafntefli við V-Þjóðverja
ognáðu þarmeð3. sætinuámótinu.
Sturla Örlygsson er ráðinn þjálfari
úrvalsdeildarliðs ÍR í körfuknatt-
leik.
Severiano Ballesteros sigraði á
opna breska meistaramótinu í golfi.
Jackie Joyner-Kersee setti heims-
met í sjöþraut kvenna.
Haukur Gunnarsson setti heims-
met í 400 m hlaupi fatlaðra í sínum
flokki á opna v-þýska meistaramót-
inu í frjálsum íþróttum fatlaðra,
hljóp á 61,01 sek.
ísland vann V-Þýskaland í lands-
leik í handknattleik í Laugardalshöll
18-14, í síðari leik liðanna unnu
V-Þjóðverjar 24-21.
Eiríkur Sigurðsson ráðinn þjálfari
Þórsara í körfuknattleik.
Magnús Már Ólafsson sundmaður
nær Ólympíulágmarki.
Skagamenn sigruðu á aldurs-
flokkamótinu í sundi í nýju lauginni
á Skaganum.
Sigurður Sigurðsson GS og Stein-
unn Sæmundsdóttir sigruðu í Lands-
mótinu í golfi á Grafarholtsvelli.
íslenska landsliðið í handknattleik
tapaði fyrir Spánverjum á sterku
móti á Spáni 19-23.
A-Þjóðverjar sigruðu okkar menn
í næsta leik Spánarmótsins, 23-24.
Stórtap gegn Sovétmönnum á
Spánarmótinu 24-32 sýnir að liðið er
ekki á réttri leið.
íslendingar unnu loks leik á Spán-
armótinu gegn Svíum 24-20.
fslendingar töpuðu fyrir Búlgör-
um í landsleik knattspyrnu á Laugar-
dalsvelli 2-3 eftir að hafa verið yfir
2-0 í byrjun og síðan misnotað
vítaspyrnu.
FH-ingar brutu blað í sögu bikar-
keppninnar í frjálsum íþróttum með
því binda enda á 16 ára samfellda
sigurgöngu ÍR-inga.
fslenska landsliðið í handknattleik
tapaði fyrri leik sínum gegn Frökk-
um ytra. í síðari leiknum vann
ísland 26-22.
Úlfur Þorbjörnsson varð þrefald-
ur fslandsmeistari í tennis.
Eðvarð Þór Eðvarðsson og Ragn-
ar Guðmundsson urðu Norður-
landameistarar í sundi. Ragnheiður
Runólfsdóttir og Arnþór Ragnars-
son unnu silfurverðlaun á mótinu.
Þrjú fslandsmet voru sett.
íslendingar töpuðu 0-1 fyrir Svíum
í landsleik í knattspyrnu.
ísland vann Tékkóslóvakíu í
fyrsta leik Flugleiðamótsins í hand-
knattleik 23-17. A-lið fslands vann
B-liðið 33-19, en tapaði fyrir Sviss-
lendingum 19-20. Því næst töpuðu
okkar menn fyrir Spánverjum 21-23
og Bogdan landsliðsþjálfari viður-
kennir að það hafi verið mistök að
setja Sigurð Sveinsson ekki fyrr inná
í leiknum. Síðan vannst sigur á
Sovétmönnum í síðasta leik mótsins
23-21.
ísland varð í 3. sæti á Norður-
landamótinu í golfi sem haldið var
hér á landi.
Arnar Marteinsson varð Bret-
landsmeistari í axlartökum.
íslendingar unnu nauman sigur á
Færeyingum í lélegum landsleik á
Akranesi, 1-0.
Sovéska landsliðið í körfuknatt-
leik varð fyrst liða til að vinna sigur
á atvinnumannaliði er liðið vann
sigur á liði Atlanta Hawks.
Ellert B. Schram formaður KSÍ
segir að stefnt sé að því að landsliðið
komist í úrslit heimsmeistarakeppn-
innar.
Valsmenn urðu bikarmeistarar í
knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Keflvík-
ingum í úrslitaleik.
Sovétmenn náðu 1-1 jafntefli í
landsleik í knattspyrnu á Laugar-
dalsvelli. Leikurinn var fyrsti leikur
þjóðanna í undankeppni heims-
meistarakeppninnar. Rassglennir
hljóp inná völlinn fyrir leikinn.
Eðvarð Þór Eðvarðsson sundmað-
ur ákveður að snúa sér að þjálfun
eftir að Ólympíuleikunum lýkur.
Eðvarð tekur við sem þjálfari Njarð-
víkinga.
Framarar urðu íslandsmeistarar í
knattspyrnu í 1. deild, en þeir höfðu
yfirburði á mótinu.
Valsmenn unnu öruggan 1-0 sigur
á frönsku meisturunum Monaco í
fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni
í kattspyrnu.
Körfuknattleiksmenn Njarðvík-
inga ákveða að gefa ekki kost á sér
í íslenska landsliðið. ívar Webster,
sem genginn er í raðir KR-inga er í
landsliðshópnum.
íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik tapaði fyrir því franska
17- 20. Liðið tapaði síðan aftur fyrir
því franska í tvígang.
Framarar töpuðu 0-2 fyrir Barce-
lona frá Spáni í fyrri leik liðanna í
Evrópukeppni bikarhafa í knatt-
spyrnu.
íslenska karlalandsliðið í frjálsum
íþróttum vann sigur í fjögurra landa
keppni í Luxemborg.
Skagamenn gerðu markalaust
jafntefli gegn Ujpesti Dozsa í Evr-
ópukeppninni í knattspyrnu á Akra-
nesi í fyrri leik liðanna.
ísland vann Danmörk í landsleik
í handknattleik í Seljaskóla 21-20. í
síðari leik liðanna varð jafntefli
18- 18.
Leiftur og Völsungur féllu í 2.
deild í knattspyrnu, en FH og Fylkir
tóku sæti þeirra.
Stjarnan sigraði í 3. deildinni í
knattspyrnu og flyst í 2. deild ásamt
Einherja.
íslendingar og Hollendingar
gerðu 1-1 jafntefli í undankeppni
Evrópukeppni landsliða í knatt-
spyrnu 21 árs og yngri.
Ákveðið er að íslendingar fái að
halda heimsmeistarakeppnina í
handknattleik 1995.
ísland vann Spán 19-13 í kvenna-
landsleik í handknattleik.
32 keppendur frá íslandi keppa á
Ólympíuleikunum í Seoul f S-Kó-
reu.
Ungverjar unnu 3-0 sigur á íslend-
ingum í vináttulandsleik í knatt-
spyrnu á Laugardalsvelli.
íslendingar unnu 22-16 sigur á
Alsírbúum í fyrsta leik sínum á ÓL
í Seoul.
ísland vann sigur á alþjóðlegu
handknattleiksmóti kvenna hér á
landi.
Hápunktur Ólympíuleikanna í
Seoul, 100 m hlaup karla. Ben
Johnson sigrar á nýju heimsmeti
9,79. Carl Lewis og Linford Cristie
og Calvin Smith hlupu allir á undir
10 sek.
Ben Johnson sviptur gullinu fyrir
að hafa neytt hormónalyfja. Carl
Lewis fékk því gullið, Christie silfrið
og Smith bronsið.
fsland vann Bandaríkin 22-15 í
handknattleikskeppní ÓL.
Jafntefli gegn Júgóslövum 19-19 í
handknattleik í Seoul.
íslensku sundmennirnir í Seoul
settu mörg íslandsmet, en Eðvarð
Þór Eðvarðsson olli miklum von-
brigðum með frammistöðu sinni.
Einar Vihjálmsson vantaði 8 sm
uppá að komast í úrslit spjótkast-
keppni ÓL. Gífurleg vonbrigði og
13. sæti.
Svíar tóku íslendinga í kennslu-
stund í handknattleik í Seoul og
sigruðu 20-14.
Gunnlaugur Jónasson og Isleifur
Friðriksson siglingamenn urðu í 22.
sæti siglingakeppni ÓL.
Lyfjaneysla setur svartan blett á
Ólympíuleikana.
Sovétmenn gjörsigruðu íslend-
inga í handknattleik á ÓL í Seoul,
32-19.
Danir sigruðu íslendinga í knatt-
spyrnulandsleik í Danmörku 1-0.
Sovétmenn endurtóku leikinn frá
því í Múnchen 1972 og unnu Banda-
ríkjamenn í körfuknattleikskeppni
Ólympíuleikanna. Sovétmenn sigr-
uðu síðan Júgóslava í úrslitaleiknum
og Bandaríkjamenn urðu í 3. sæti.
Carl Lewis varð í öðru sæti í 200
m hlaupi á eftir landa sínum Joe
DeLoach. Lewis sigraði í langstökki.
Október
íslenska landsliðið í handknattleik
tapaði fyrir A-Þjóðverjum í úrslita-
leik um 7. sætið á ÓL, 31-29, eftir
framlengdan leik og vítakeppni. ís-
land varð því í 8. sæti í keppninni og
féll í B-riðil í íþróttinni á heimsmæli-
kvarða. Liðið þarf að leika í heims-
meistarakeppninni í Frakklandi í
febrúar 1989.
Ólympíuleikarnir í Seoul voru
leikar vonbrigða fyrir íslendinga.
Bjarni Friðriksson tapaði naumlega
báðum glímum sínum í júdókeppn-
inni fyrir verðlaunahöfum, kringlu-
kastararnir komust ekki í úrslit frek-
ar en kúluvarparinn og í heild var
frammistaðan léleg.
Florence Griffith Joyner var
stjarna leikanna, vann 3 gull og 1
silfur. Carl Lewis vann 2 gull og 1
silfur.
Bandaríska boðhlaupssveitin í
4x100 m hlaupi karla var dæmd úr
leik.
Bandaríkjamenn unnu blak karla,
en Sovétmenn sigruðu í knattspyrnu
og handknattleik, S-Kóreumenn
urðu í öðru sæti í handknattleik
karla.
Kristín Otto og Matt Biondi voru
stjörnur leikanna í sundinu.
Valsmenn töpuðu síðari leik sín-
um gegn Monaco í Evrópukeppninni
í knattspyrnu ytra 0-2 og féllu úr
keppninni.
Skagamenn féllu einnig úr Evr-
ópukeppninni í knattspyrnu eftir 1-2
ósigur í síðari leiknum gegn Ujpesti
Dozsa í Ungverjalandi.
Framarar töpuðu fyrir Barcelona
0-5 og féllu úr keppni evrópskra
bikarhafa í knattspyrnu.