Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 3
Laugardagur 31. desember 1988 i l i t f. ( i ) i;v )' > ■. > •W"; Ungur maður kom gjaldkera í aðalbanka Búnaðarbankans í opna skjöldu er hann stökk upp á afgreiðsluborð og hrifsaði til sín nær fimm hundruð þúsund krónur: Gripinn í Leifsstöð með fulla vasa fjár Bankarán var framið í aðalbanka Búnaðarbankans skömmu fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Þjófurinn komst undan með nær 500 þúsund krónur, en sjónarvottar gátu bent á manninn eftir myndum lögreglunnar og var hans ákaft leitað í gærdag. Maðurinn sem leitað var að, er hinn sami og hljóp nakinn á Laugardalsvelli fyrir landsleik íslands og Sovétríkj- anna í haust. Eftir eltingaleik um miðborg Reykjavíkur, Kópavog, Hafnar- fjörð og Suðurnes var ræninginn gripinn í Leifsstöð þremur og hálfum tíma eftir ránið. Lögreglan fékk ábendingu frá bílstjóra er ók manninum til Keflavíkur. Bílstjór- inn tók ræningjann upp í bílinn og sá þegar í stað að hann var með fulla vasa fjár. Að sögn lögreglu setti bílstjórinn manninn úr skammt frá lögreglustöðinni í Keflavík og hafði sá síðarnefndi orð á því að hann ætlaði í Leifsstöð og hugðist kaupa sér þar flugmiða. Pýfið fannst á manninum við handtökuna og telur lögreglan að málið sé borðleggjandi. Hanna Pálsdóttir aðalféhirðir Búnaðarbankans sagði í samtali við Tímann að það hefði verið skömmu fyrir klukkan 11 í gærmorgun sem maðurinn hefði komið inn í bankann. „Þetta var ungur maður sem kemur þarna inn og stekkur upp á afgreiðsluborðið þar sem gjald- kerastúkan er, sem er næst Austur- stræti. Hann stekkur þarna upp á borðið og fer með annan fótinn yfir glerið, sem er ofan á borðinu og Bráöbirgðatölur Hagstof- unnar um mannfjölda á , íslandi 1. desember: Islendingar eru 251.743 Samkvæmt bráðábirgðatölum frá Hagstofu íslands var mann- fjöldi á íslandi 1. desember síð- astliðinn, 251.473. Karlar voru 126.468 en konur 125.275. Á einu ári nemur fjölg- unin 4.368 eða 1,77 prósent. Hefur aldrei áður fjölgað svo hér á landi á einu ári. Hlutfallsleg fjölgun hefur heldur ekki orðið meiri síðan 1965. niður á borðið sem er beint fyrir framan gjaldkerann, en hann var að ganga frá peningum á borðinu hjá sér. Hann grípur ofan í skúffuna hjá gjaldkeranum og tekur peninga- búnt. Hann grípur um fótinn á þjófinum og reyndi að halda, en hann slítur sig lausan og hleypur út Hafnarstrætismegin. Þar er brugðið fyrir hann fæti, en hann stendur upp og hleypur burtu. Það urðu allir slegnir yfir þessu og gjaldkerinn einna mest sem varð fyrir þessu,“ sagði Hanna. Á afgreiðsluborði bankans skildi ræninginn eftir sig greinilegt skófar. Hanna sagði að allt benti til þess að um eintóma 5000 króna seðla hafi verið að ræða, sem hann tók úr því hólfi. „Þetta voru nær 500 þúsund, fjórar klemmur, eins og maður segir,“ sagði Hanna. Ekkert hafði borið á manninum inni í bankanum áður en til þessa kom. Lögreglan var kölluð strax á staðinn og kom með myndir af ýmsum mönnum og þekktu sjónar- vottar manninn strax úr því mynda- safni. Manninum var lýst sem meðal- manni á hæð, frekar grannur og dökkhærður, með úfið hár. Hann var klæddur í leðurjakka og galla- buxur. Leið mannsins eftir að út úr bank- ílllilii Af vettvangi. Þrír lögregluþjónar vakta vegsummerki við gjaldkerastúkuna. Rannsóknarlögreglan kum skömmu síðar á vettvang og aflaði sönnunargagna. anum var komið lá eftir Hafnarstræt- Talið er að hann hafi því næst komið inu til austurs, fyrir hornið hjá inn í verslun í Hafnarfirði, en ekki Landsbankanum og suður Pósthús- strætið þaðan inn í hús Reykjavíkur- apóteks, þarsem hann komst undan. Eftir það fór maðurinn með strætis- vagni á Kópavogshæli, þar sem hann tilkynnti að hann ætlaði að gefa hælinu umtalsverða fjárhæð, en þeg- ar til átti að taka var hann horfinn. gefið sér tíma til að bíða eftir afgreiðslu og horfið á brott. Þá lá leið mannsins til Keflavíkur á putt- anum. Málið var hinsvegar leyst rúmum Tímamyndir l’jctur þremur og hálfum tíma eftir að ránið átti sér stað og allan tímann var lögregla á hælum hinsgrunaða. Þjóf- urinn var tekinn mcð 475 þúsund krónur en fimm þúsund krónur höfðu þegar fundist í miðbæ Reykja- víkur -ABÓ/-ES Fótspor ræningjans á borði gjaldkerans leynir sér ekki. Skiptalok útgerðarfyrirtækisins Ásgeirs hf. í Keflavík, W en ógreiddar kröfur námu um 60 milljónum króna: Utvegsbanki fékk stærsta skellinn Skiptum er nú lokið í gjaldþrota- máli útgerðarfélagsins Ásgeirs hf. í Keflavík. Ekki náðust nema 7,8% upp í forgangskröfur, eða um 150 þúsund krónur af tæpum tveimur milljónum króna við sölu tveggja gamalla bifreiða. Um hálf milljón króna taldist til ógreiddra launa og koma það í hlut ríkissjóðs að inna það fé af hendi. Heildar skuldir sem eftir standa í þessu gjaldþroti cru þó mun hærri þar sem þær eru taldar tæpar sextíu milljónir króna, en af þeim átti Útvegsbankinn um 36 milljónir króna. Að sögn Þórdísar Bjarnadóttur, skiptaráðanda í Keflavík, fór upp- boð á húseignum, vélum og tækjum fram í apríl 1987, en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta í október sama ár. Þegar upp er staðið núna nema ógreiddar viðurkenndar kröf- ur 58.859.735 krónum. Stærsti kröfuhafi f þessum hluta ógreiddra skulda er Útvegsbankinn, en hann átti um 36 milljónir króna ógreiddar við skiptalok, sem ekkert fæst uppí. Á uppboðinu í apríl 1987 átti Út- vegsbankinn hins vegar hæsta boð enda var hann stærsti kröfuhafinn. Var bankanum slegin eignin á tíu milljónir króna og var það nokkru lægra en nam kröfurn bankans með veði í eignunum. Þegar fyrirtækið var tekið til gjald- þrotaskipta var því búið að selja allar eignir utan tveggja bifreiða. Önnur þeirra var seld á uppboði en hin var seld á frjálsum markaði. Samtals nam söluverð bílanna 150 þúsund krónrnn eins og að framan greinir, og var því fé varið til að greiða upp í forgangskröfur. KB Nú veröa plastpokar seldir í verslunum: Plastpokarnir fegra landið! Hinn fyrsta janúar hefst í vcrsl- unum sala á plastpokum til burðar á vörum þeim sem búðirnar sclja. Verðið á pokunum veröur 5 kr. fyrir stærri pokana og 4 kr. fyrir þá minni. Samstaða hefur náðst milli Kaupmannasamtaka íslands, Verslunardeildar SÍS og helstu stórmarkaða scm cru utan þessara samtaka. Helmitigur af andvirði pokanna mun renna til Landverndar til upp- byggingar og fegrunar íslenskrar náttúru. Svo sem kunnugt er hafa einnota umbúðir notið sívaxandi vinsælda á síðastliðnum árum með þeim árangri að segja má að rusliö sé að verða meira áberandi í náttúrunni en gróður og fegurð. Það mun vera von þeirra sem að Landvernd standa að þetta gjald á plastpoka verði til þess að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það hendir þeini allt í kringum sig. Jafnvel er ekki talið ólíklegt að margir munu koma sér upp varan- legum innkaupapokum sem nota má aftur og aftur. -áma Talið frá vinstri, Sigurður Jónsson SÍS, Þorleifur Einarsson, form. Landverndar og Guðjón Oddsson form. Kaupmannasamtakanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.