Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 21
Laugardagur 31. desember 1988
Tíminn 21
A-Pjóðverjinn Schönlebe bætti
eigið heimsmet í 400 m hlaupi innan-
húss, hljóp á 45,05 sek.
Guðrún Arnardóttir UBK stökk
2,82 m í langstökki án atrennu á
Meistaramóti íslands í frjálsum
íþróttum 15-18 ára og setti nýtt
íslandsmet.
Eðvarð Þór Eðvarðsson sundmað-
ur synti á 58,52 sek. í 100 m
baksundi á sundmóti í A-Berlín og
náði 2. sæti í B-úrslitum.
ÍS og Breiðabilk urðu deildar-
meistarar í blaki, ÍS í karlaflokki og
UBK í kvennaflokki.
Bjarni Friðriksson varð í 5. sæti á
alþjóðlegu júdómóti í París.
Ármenningar sigruðu í sveita-
keppni JSf 4. árið í röð.
Ragnar Guðmundsson, Ragn-
heiður Runólfsdóttir og Magnús
Ólafsson sundfólk, kepptu á sænska
meistaramótinu og settu öll fslands-
met.
íslandsmet Vésteins Hafsteins-
sonar í kringlukasti var dæmt ógilt
eftir að keppnisvöllurinn, sem met-
kastið var á, var úrskurðaður ólög-
legur. Kast Vésteins var 67,20 m, en
gamla metið er um 2 m styttra.
Bjarni Friðriksson júdokappi sigr-
aði á opna skoska meistaramótinu í
júdó.
ísland sigraði í 3. deild Evrópu-
keppninnar í borðtennis, sem haldin
varhérálandi og flyst því í 2. deild.
Mars
Víkingar féllu úr Evrópukeppni
meistaraliða í handknattleik eftir
20-25 tap fyrir sovésku meisturunum
ZSKA Moskva. Víkingar töpuðu
fyrri leiknum 19-24.
Daníel Hilmarsson skíðakappi
náði bestum árangri íslensku kepp-
endanna á Vetrarólympíuleikunum
í Calgary. Daníel varð í 24. sæti + í
svigi, en það var í eina skipti sem
íslenskur keppandi var fyrir ofan
miðju á leikunum. Auk Daníels
kepptu þau Einar Ólafsson og Guð-
rún H. Kristjánsdóttir á leikunum.
Einar varð í 44. sæti í 50 km göngu
og í 65. sæti í 30 km göngu. Einar
gat ekki keppt í 15 km göngu vegna
meiðsla. Guðrún féll úr keppni í
stórsvigi og lá veik þegar svigkeppn-
in fór fram. Þá keppti Daníel einnig
í stórsvigi og varð þar í 42. sæti.
Sovétmenn unnu til flestra verð-
launa á Ólympíuleikunum í Calgary.
A-Þjóðverjar komu næstir og þá
Svisslendingar. Matti Nykanen,
skíðastökkvarinn finnski vann þrjú
gull á leikunum og hollenska skauta-
konan Yvonne Van Gennip vann
einnig 3 gull. Alberto Tomba frá
íslensku keppendumir á Ólympíuleikunum náðu sér ekki á strik.
■ -
Ítalíu vann bæði í svigi og stórsvigi.
Þá varði a-þýska skautadrottningin,
Katarina-Witt, Ólympíugull sitt í
skautadansi á leikunum. Pirmin Zur-
briggen sigraði í bruni karla.
Þórdís Gísladóttir stökk 1,87 m á
hástökki á móti í Finnlandi og hjó
þar nærri Ólympíulágmarkinu í
greininni sem er 1,90 m.
Jónína Ólsen náði þeim góða
árangri að lenda í 2. sæti í kata á
opna hollenska meistaramótinu í
karate.
Grindvíkingar urðu að sætta sig
við það að falla úr keppni í bikar-
keppninni í körfuknattleik, án þess
að tapa leik. Lið UMFG lék heima
og heiman gegn ÍR, og jafntefli varð
í báðum leikjunum. IR-ingar skor-
uðu fleiri stig á útivelli og komust
því áfram.
Ungmennafélagið Fjölnir var
stofnað í Grafarvogi.
Dómstóll ÍSÍ úrskurðaði að leik-
banni yfir ívari Webster Haukum
skyldi aflétt. ívar var upphaflega
dæmdur í leikbann í 6 vikur.
Ragnheiður Ólafsdóttir hljóp á
9:07,02 mín. í 1500 m hlaupi og setti
nýtt Islandsmet. Metið setti hún á
bandaríska háskólameistaramótinu
þar sem hún varð í 2. sæti.
Fram varð íslandsmeistari í 1.
deild í handknattleik.
Njarðvíkingar urðu deildarmeist-
arar í körfuknattleik karla.
Pétur Ormslev knattspyrnumaður
úr Fram var kjörinn íþróttamaður
Reykjavtkur 1987.
Haukar tryggðu sér rétt til að
leika í úrslitakeppninni á íslands-
mótinu í körfuknattleik, eftir naum-
an sigur á KR. Áður höfðu Njarð-
víkingar, Keflvíkingar og Valsmenn
tryggt sér rétt til að leika í úrslitun-
um.
ísland varð í 28. sæti í 2. deild
Evrópukeppninnar í borðtennis í
París.
ÍR og Þór féllu í 2. deild í
handknattleik karla.
Breiðablik varð fslandsmeistari í
blaki kvenna eftir sigur á Víking í
úrslitaleik.
Vestmannaeyingar tryggðu sér
rétt til þess að leika í 1. deildinni í
handknattleik karla.
ÍS tryggði sér íslandsmeistaratitil-
inn í blaki karla eftir að úrslita-
keppninni lauk.
Njarðvíkingar sigruðu í Lávarða-
deildinni í körfuknattleik.
Bjarni Friðriksson varð íslands-
meistari í opnum tlokki í júdó og
hann sigraði einnig í sínum þyngdar-
flokki.
Jón Páll Sigmarsson varð íslands-
meistari í vaxtarrækt, en Margrét
Sigurðardóttir sigraði í kvenna-
flokki.
Grótta fylgir Eyjamönnum úr 2.
deild í þá 1. í handknattleik karla.
Valsmenn tryggðu sér íslands-
meistaratitilinn í handknattleik
karla með því að vinna FH-inga
26-23 í stórkostlegum leik í troðfullu
íþróttahúsinu að Hlíðarenda.
Apríl
íslendingar sigruðu Japana 29-25
í vináttulandsleik í handknattleik.
Liðin léku öðru sinni og þá varð
jafntefli 17-17. ísland vann öruggan
sigur í þriðja leiknum.
Luxemborg sigraði á alþjóðlegu
körfuknattleiksmóti kvenna sem
fram fór hér á landi. ísland lék í
fyrsta sinn kvennalandsleik í körfu-
knattleik kvenna hérlendis í mótinu.
Kjartan Briem KR varð íslands-
meistari í borðtennis karla. í
kvennaflokki sigraði Ragnhildur
Sigurðardóttir UMSB.
Alois Raschhofer og Sólveig
Guðmundsdóttir urðu íslandsmeist-
arar einstaklinga í keilu.
Lið Kansas háskóla varð banda-
rískur háskólameistari t' körfuknatt-
leik.
Körfuknattleikslið Tindastóls frá
Sauðárkróki tryggði sér rétt til að
leika í úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik.
Þórdís Edwald stóð sig mjög vel á
Evrópumeistaramótinu í badminton
sem haldið var í Noregi.
ÍBK varð íslandsmeistari kvenna
í körfuknattleik.
Þróttur varð íslandsmeistari
kvenna í blaki, en í karlaflokki
sigraði Þróttur einnig.
Ragnheiður Runólfsdóttir náði
Ólympíulágmörkum í tveimurgrein-
um í sundi.
Sandy Lyle frá Bretlandi sigraði á
bandaríska meistaramótinu í golfi.
Valsmenn urðu einnig bikarmeist-
arar í handknattleik karla eftir stór-
sigur á Breiðabliki í úrslitaleik, 25-
15.
Valur vann einnig bikarinn í
kvennaflokki eftir 25-20 sigur á
Stjörnunni.
Jóhann lngi Gunnarsson hand-
knattleiksþjálfari ákveður að þjálfa
lið KR á komandi keppnistímabili.
Páll Ólafsson og Alfreð Gíslason
sem einnig eru á heimleið ganga til
liðs við KR.
Dr. Lazslo Nemeth ungverskur
körfuknattleiksþjálfari er ráðinn
scm landsliðsþjálfari og þjálfari KR-
inga.
Bjarni Friðriksson sigraði í sínum
Sendum bestu óskir um
til starfsfólks, viðskiptavina
landsmanna allra,
með þökk fyrir samstarf
og viðskipti á liðnu ári.
lar hf. - Snæfugl
Skipaklettur hf.
Reyðarfirði