Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 20
20 Tíminn •
Laugardagur 31. desember 1988
Arið 1988 er mesta flugslysaár sögunnar. Fjórtán stór flugslys uröu á árinu og létust vel yfir þúsund manns
í þeim. Hér má sjá skelfingu lostna áhorfendur á flugsýningu í Ramstein í Vestur-Þýskalandi forða sér undan
brennandi flaki herþotu sem fórst í áhættuatriði.
Náttúruhamfarir yfirjarðarbúaþettaár semönnur. Hrikaleg-
astur varð þó jarðskjálftinn í Armeníu sem kostaði að minnsta kosti 50
þúsund manns lífið.
Náttúruhamfarir
og stórslys
Náttúruöflin minntu mannskepn-
una á mátt sinn á þessu ári sem
öðrum. Þá máttu menn allt of oft sjá
eigin handarverk valda miklu og
sáru manntjóni.
Efst í Ituga fólks eru að sjálfsögðu
jarðskjálftarnir miklu í Armeníu í
byrjun desember sem lögðu tvær
borgir og fjölda þorpa algerlega í
rúst. Að minnsta kosti 50 þúsund
manns fórust, 130 þúsund slösuðust
og 500 þúsund misstu heimili sín.
Mikhaíl Gorbatsjov leiðtogi Sovét-
ríkjanna var í Bandaríkjunum er
ósköpin dundu yfir og batt hann
enda á heimsókn sína þar þegar
hinar óhuggulegu fréttir bárust.
Sovétmönnum barst hjálp víðs vegar
að úr heiminum og komu björgunar-
menn frá mörgum löndum Armen-
um til hjálpar.
Jarðskjálftar urðu einnig rúmlega
þúsund Kínverjum að bana í suð-
vesturhluta Kína í nóvembermán-
uði. Tveimur mánuðum áður höfðu
nær tvö hundruð manns farist í
miklum flóðum.
Flóð og fellibyljir settu sitt mark á
árið. Mikil flóð gengu yfir Bangla-
desh í ágúst og september. Þrjú
þúsund manns létust í þeim ósköp-
um, en í nóvember fór fellibylur yfir
landið. Hann kostaði fimm þúsund
manns lífið. Tuttugu og fimm millj-
ónir manna eru heimilislausar eftir
þessi ósköp. En hörmungarnar í
Bangladesh voru ekki allar því nú í
desember hvolfdi ferju í miðju land-
inu og drukknuðu á þriðja hundrað
manns.
Mesti fellibylur er gengið hefur
yfir Karabíska hafið í manna minn-
um varð þrjú hundruð manns að
fjörtjóni á Jamaica og í Mexíkó í
september. Annar fellibylur gekk
yfir Filippseyjar í október. í óveðr-
inu fórst ferja með 470 manns innan-
borðs. Auk þess létust 74 á eyjunum
sjálfum.
í nóvember urðu einnig mikil flóð
í Thailandi og kostuðu þau 150
manns lífið.
Skriðuföll í norðausturhlutaTyrk-
lands grófu hluta sveitaþorps og
fórust jrar rúmlega hundrað manns.
Árið 1988 er mesta flugslysaár á
friðartímum frá því Wright-bræður
komu fyrstu flugvélinni á loft. Fjór-
tán meiriháttar flugslys urðu og
fórust hátt á fjórtán hundruð manns
í þeim.
Mannskæðasta flugslysið varð
þegar bandarísk freigáta skaut niður
íranska farþegaþotu í byrjun ágúst.
Þar fórust 290 manns. Þá fórust 270
manns þegar bandarísk breiðþota
var sprengd í loft upp yfir Skotlandi
rétt fyrir jólin.
Hræðilegt flugslys varð á flugsýn-
ingu í Ramstein í Vestur-Þýskalandi
28. ágúst. Þá rákust tvær herþotur
saman og dreifðist brak þeirra yfir
áhorfendur. Alls hafa 64 látist eftir
það slys, nokkrir eftir margra vikna
baráttu á sjúkrahúsum.
í septembermánuði urðu fjögur
flugslys á einum degi. Þá fórst
bandarísk flugvél á flugvellinum í
Dallas og nteð henni þrettán manns.
í Hong Kong fórust sjö farþegar er
breiðþota rann út af flugbrautinni, í
Mexíkó fórust tuttugu manns f
innanlandsflugi og herflugvél með
átta mönnum fórst í Kólumbíu.
Nokkrum dögum seinna fórst
farþegavél frá Víetnam nálægt
Bangkok og með henni sjötíu og
fimm manns.
Farþegaþota fórst einnig í Eþíó-
píu í september og með henni þrjá-
tíu og tveir.
Tvö flugslys urðu sama dag í
Indlandi í októbermánuði. Þau kost-
uðu samtals 160 manns lífið. Flugvél
frá Úganda fórst í aðflugi við Róm
nokkrum dögum áður og með henni
32 farþegar.
Þá fórst farþegaþota í aðflugi að
Sofíu höfuðborg Búlgaríu og önnur
í Póllandi.
í byrjun desember fórst bandarísk
sprengjuflugvél í Vestur-Þýska-
landi. Sex manns létust og fjörutíu
slösuðust þar sem vélin lenti á íbúð-
arhúsum.
í kjölfar þess hafa verið háværar
raddir um að takmarka mjög flug
herþotna NATO yfir Evrópu. Það
er ekki skrítið, því að rúmlega
hundrað herþotur NATO fórust á
þessu ári og jafngildir það að norski
flugherinn hefði verið þurrkaður út.
En það voru fleiri óhugguleg slys
en flugslys. í júlímánuði varð
sprenging í olíuborpalli í Norðursjó
og fórust þar 166 menn.
Járnbrautarslys voru einnig mjög
tíð. í Indlandi fórust 160 manns
þegar lest fór út af teinunum, og
sökk í stöðuvatn í suðurhluta landins
í júlí. Tvö stór járnbrautarslys urðu
í Sovétríkjunum og fórust alls 120
manns. f Bretlandi varð alvarlegt
lestarslys í desember þrjár lestir
rákust saman. Það slys kostaði 36
manns lífið. í Danmörku varð mesta
lestarslys í fjölda ára Sjálandi. í
Kína létust hátt í hundrað manns er
lest fór út af sporinu í júnímánuði. í
Frakklandi varð lestarslys í nóvem-
ber og fórust þar níu manns.
Kynþáttaólga
Það verður ekki skilið við árið
1988 án þess að minnast á kynþátta-
ólgu er sett hefur nokkurn svip á
árið. I Sovétríkjunum hafa blossað
upp blóðug átök milli Armena og
Azera bæði í Armeníu og í Azerbai-
jan. Kveikjan var krafa Armena í
Nagorno-Karbakhhéraði í Azerbai-
jan um að héraðið yrði sameinað
Armeníu. Að minnsta kosti 40
manns hafa látið lífið í þessum
átökum sem blossað hafa upp öðru
hverju frá því í febrúar. Sovéski
herinn hefur margoft þurft að
skakka leikinn.
Þá hefur borið mikið á þjóðernis-
kröfum Eystrasaltsríkjanna þó ekki
hafi brotist út kynþáttaátök þar.
í Júgóslavíu hefur allt logað í
kynþáttaóeirðum, en þar elda Serb-
ar og Albanir grátt silfur saman.
Á Sri Lanka héldu Tamílar og
Shinalesar áfram að berja á hverjir
öðrum og á Nýju Kaledóníu berjast
öfgafullir Kanakar gegn evrópskum
innflytjendum.
Allt er við það sama í kynþátta-
málum í Suður-Afríku, þar vill hvíti
maðurinn halda forréttindum
sínum.
ÍÞRÓTTA-
ANNÁLL
Janúar
Ungur sundkappi, Hlynur Þór1
Auðunsson, vakti athygli snemma í
janúar fyrir að setja 6 íslandsmet í
sveinaflokki. Meðal metasem Hlyn-
ur setti voru tvö met á baksundi, en
í þcirri grein hirti Hlynur, sem er
aðeins 12 ára gamall, metin af engum
öðrum en Eðvarð Þór Eðvarðssyni
úr Njarðvík.
íslendingar tóku á frændum okkar
og vinum Færeyingunt í janúar og
léku við þá tvo landsleiki í hand-
knattleik. ísland tefldi fram einskon-
ar B-liði í leikjunum, en í þeim fyrri
sigraði ísland með yfirburðum 36-
20. Síðari leikurinn var nterkilegur
fyrir þær sakir að Færeyingar báru
sigur úr býtum 23-22..
Islenska unglingalandsliðið í
körfuknattleik tapaði naumlega fyrir
Skotum 69-67 á móti á N-íriandi. .
Arnór Guðjónsen knattspyrnu-
maður með belgíska liðinu Ander-
lecht, var kjörinn íþróttamaður árs-
ins 1987. Arnór var belgískur meist-
ari með liði sínu á árinu og að auki
markhæstur í deildinni.
Úrvalslið Vals Ingimundarsonar
tapaði fyrir bandaríska liðinu Gains-
ville Flórida, 92-90, er liðin mættust
á körfuknattleiksvellinum.
íslendingar töpuðu með 18 mörk-
um gegn 16 fyrir A-Þjóðverjum í
fysta leik sínum í Heimsbikarkeppn-
inni í handknattleik í Svíþjóð.
Njarðvíkingar sigruðu Keflvík-
inga í fyrri leik liðanna í fyrstu
umferð bikarkeppninnar í körfu-
knattleik, 88-83, í stórgóðum leik í
Keflavík.
íslendingar lögðu heimsmeistara
Júgóslava að velli 23-20 í heimsbik-
arkeppninni í handknattleik í
Svíþjóð.
Danir voru næstir, ísland vann þá i
24-22 í sömu keppni í Svíþjóð.
ísland hafnaði í 4. sæti Heimsbik-
arkeppninnar í handknattleik eftir
tap gegn Svíum í úrslitaleik um 3.
sætið, 23-20. V-Þjóðverjar sigruðu
nágranna sína úr austri í úrslitaleikn-
um á mótinu. Litlu munaði að Is-
lendingar kæmust í sjálfan úrslita-
leikinn.
Þorgils Óttar Mathiesen fyrirliði
íslenska landsliðsins var valinn í
úrvalslið mótsins, en hann átti mjög
góða leiki á mótinu.
Njarðvíkingar komust áfram í 8-
liða úrslit bikarkeppninnar í körfu-
knattleik eftir sigur á nágrönnum
sínum Keflvíkingum í síðari leik
liðanna í Njarðvík. Leikurinn var
merkilegur fyrir þær sakir að í lið
Njarðvíkinga vantaði tvo lykilmenn,
þá Val Ingimundarson og Sturlu
Örlygsson, en þeir voru báðir í
leikbanni. Gamla kempan Jónas Jó-
hannesson tók frant skóna og lék
með Njarðvíkingum í leiknum.
Njarðvík sigraði í leiknum 78-71.
Gunnlaugur Grettisson hástökkv-
ari úr ÍR setti nýtt íslandsmet í
hástökki innanhúss á opna breska
meistaramótinu. Þórdís Gísladóttir
náði þeint góða árangri að verða í 2.
sæti í hástökki kvenna á mótinu.
Þórdís stökk 185 cnt.
Framarar urðu íslandsmeistarar í
innanhússknattspyrnu eftir5-3 sigur
á Víkingum í úrslitaleik. Valur vann
Stjörnuna 7-6 í kvennaflokki.
Valsmenn, Islandsmeistarar utan-
húss, féllu í 2. deild ásamt ÍR, Leiftri
og ÍBV.
Eyrbekkingar, Stokkseyringar og
Þorlákshafnarbúar stofna í samein-
ingu nýtt knattspyrnulið. Nýja brúin
yfir Ölfusárósa er hornsteinn félags-
ins.
Landið vann úrvalslið Suðurnesja,
81-79, í Stjörnuleik Körfuknattleiks-
sambands íslands og Samtaka
íþróttafréttamanna. Teitur Örlygs-
son UMFN vann í troðkeppninni og
Hreinn Þorkelsson ÍBK í þriggja
stiga keppninni.
Unglingalandslið fslands varð í 7.
sæti í Evrópukeppni B-þjóða í bad-
minton.
Febrúar
Ben Johnson náði besta tíma sem
þekkst hefur í 50 jarda hlaupi, 5,15
sek.
Washington Redskins sigraði
Denver Broncos í úrslitaleik amer-
íska fótboltans, 42-10.
Bryndís Hólm ÍRog Gísli Sigurðs-
son 1R sigruðu á meistaramóti ís-
lands í fimmtarþraut innanhúss.
íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik lék 3 landsleiki gegn Finn-
um og vann þá alla.
Þá lék kvennalandsliðið gegn Sví-
um og tapaði 17-21 og síðan 13-26.
Michael Gross frá V-Þýskalandi
setti nýtt heimsmet í 200 m skrið-
sundi í 25 m laug, fékk tímann
1:44,14.
tur Ormslev og félagar í Fram unnu yfirburðasigurá (slandsmót-