Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Laugardagur31. desember 1988
Tímirin
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr.
465,- pr. dálksentimetri.
Póstfax: 68-76-91
Auðug þjóð
Það er í sjálfu sér vandasamt að ætla að kveða upp
úr um sögulegt mikilvægi líðandi stundar, gefa
tilteknu ári, sem rétt er á enda runnið, algilda
einkunn, sem framtíðinni sé ætlað að líta á sem
sannleika. í rauninni er engin leið að láta uppi slíka
dóma nema með víðtækum samanburði við ákveðin
tímabil eftir skynsamlegum mælikvarða, sem næði til
ýmiss konar atvika.
Miðað við mælistiku efnahagsástands náinnar sam-
tíðar, áratugarins, sem langt er liðið á, eða þess
fjögurra til fimm ára tímabils, sem menn láta sér
yfirleitt nægja að hafa til viðmiðunar í stjórnmálum,
efnahagsmálum og kröfugerðarmálum þjóðfélags-
stéttanna, þá er augljóst að árið 1988 er ár samdráttar
og versnandi rekstrarafkomu atvinnufyrirtækja af
ýmsu tagi, ekki síst sjálfra undirstöðugreina efna-
hagslífsins.
Á mælistiku stjórnmála sjá menn árið 1988 fyrir sér
sem ár mikilla pólitískra sviptinga og á margan hátt
sérstakt að því leyti. Það er m.a. athyglisvert, að fall
ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar skyldi ekki leiða til
alþingiskosninga. Þess í stað tókst að mynda ríkis-
stjórn án undangenginna kosninga, sem er nýmæli í
stjórnmálasögunni um langt árabil.
Það er einnig eftirtektarvert að fráfarandi ríkis-
stjórn hafði öflugt meirihlutafylgi á Alþingi, en tókst
þó ekki að ná samstöðu eða stjórna í samræmi við
nauðsyn efnahagsástandsins. Hins vegar hefur hin
nýja ríkisstjórn lágmarksstuðning á löggjafarþinginu
og er að hluta háð stjórnarandstöðunni um löggjaf-
armál. Störf hinnar nýju ríkisstjórnar hafa eigi að
síður orðið farsæl hingað til.
Þegar talað er um versnandi rekstrarafkomu at-
vinnufyrirtækja á árinu, þá heyrast ekki síður raddir
um versnandi afkomu launþega. Vafalaust er það
rétt, að eftirspurn eftir vinnuafli er minni nú en var
þegar þjóðarumsvifin voru mest á undangengnum
árum. Hins vegar hefur ekki komið til neins viðvar-
andi atvinnuleysis í landinu og þarf ekki til að koma,
ef samstaða ráðandi afla næst um efnahagsstjórn,
kjaramál og atvinnumálaþróun á næsta ári. Hins
vegar er allt á huldu, hvort slík samstaða næst.
Við hér á Tímanum höfum ekki látið okkar eftir
liggja að draga fram efnahagserfiðleika þjóðarinnar.
Við höfum stutt þá skoðun, að efnahagsstaðan og
horfur í þeim efnum gefi ekki tilefni til kjarabóta í
formi kauphækkana. Kjör vinnandi fólks, öryrkja og
ellilífeyrisþega, verður að efla með öðru en gamal-
kunnri kaupgjaldsbaráttu. Þjóðin þarf að sameinast
um réttláta tekjuskiptingu á skynsamlegum samráðs-
grundvelli.
Þrátt fyrir allt eymdartalið eru íslendingar efnuð
þjóð. Þeir eru svo efnaðir að þeir þola tímabundinn
samdrátt og nokkra „kjararýrnun“, sem svo er
kölluð. íslenskur þjóðarauður í föstu og lausu, í
hugviti, menntun og menningarverðmætum hefur
aldrei verið meiri en nú. Um það ættu þjóðin og
forystumenn hennar að hugsa á þessum áramótum.
Með þeim orðum kveðjum við Tímamenn lesendur
okkar og þökkum þeim ánægjuleg samskipti á liðna
árinu.
Blaðið sendir landsmönnum öllum innilega ósk um
farsælt nýár.
STEINGRÍMUR HERMANNSSON:
Við áramót
Það ár sem senn er liðið var stormasamt
í stjórnmálum. Þrátt fyrir mikinn meirihluta
að baki, tókst þeim þremur stjórnarflokkum
sem að síðustu ríkisstjórn stóðu því miður
ekki að sameinast um nauðsynlegar aðgerð-
ir í efnahagsmálum. Það er ekki ætlun mín
í þessari áramótagrein að rekja þessa átaka-
atburði. Það hefur þegar verið vel gert við
mörg tækifæri. Ég mun heldur ekki gerast
dómari um menn og málefni. Til þess er
atburðarásin of fersk.
Fyrst og fremst hyggst ég ræða um það
sem næst er framundan á nýju ári. Þó
verður ekki hjá því komist að minnast á
fáeina mikilvæga atburði frá því liðna.
Róm brennur
I upphafi ársins flutti ég ræðu á
Hótel Sögu á fundi Framsóknarfé-
laganna í Reykjavík. Ég lýsti þar því
ískyggilega ástandi efnahagsmála
sem ég taldi við blasa. Sérstaklega
fór ég hörðum orðum um fjármagns-
markaðinn sem ég kvað orðinn að
ófreskju. Ég lagði áherslu á að koma
yrði taumhaldi á þá ófreskju, ef
takast ætti að ná stjórn á efnahags-
málum landsins.
Þessum varnaðarorðum var held-
ur illa tekið af samstarfsflokkunum,
sérstaklega sjálfstæðismönnum. Þeir
töldu mig mála skrattann á vegginn
og lýstu mér sem stjórnarandstæð-
ingi. Ræðunni var gefið nafnið
„Róm brennur". Líklega átti það að
vera háðsyrði.
Nú dylst fáum að það var rétt sem
ég sagði. Fjármagnskostnaðurinn er
að sliga hið íslenska þjóðfélag.
Frjálshyggjan hefur tælt fyrirtæki og
fjölskyldur út í fjárfestingar, sem
enginn mannlegur máttur ræður við
með þeim fjármagnskostnaði sem
fylgir.
Umrædd ræða var ekki flutt sem
ádeila á ríkisstjórn Þorsteins Páls-
sonar. Hún var flutt í þeirri von að
stjórnarflokkarnir áttuðu sig á því
sem var að gerast og sameinuðust
um aðgerðir gegn hættunni. Sá er
vinur er til vamms segir.
Því miður urðu þó efnahagsað-
gerðir í febrúar lítið annað en
gengisfelling sem fljótlega rann út í
sandinn.
Fundur miðstjórnar
Framsóknarflokksins
Framsóknarmönnum var ljóst að
í mikið óefni stefndi með útflutn-
ingsatvinnuvegina. Því var boðað til
miðstjórnarfundar 23. apríl. Hann
varð fjölmennur og umræður harðar
og hreinskiptar.
í lok þess fundar var samhljóða
gerð ítarleg samþykkt. Með hcnni
var krafist markvissra efnahagsað-
gerða. Sérstök áhersla var lögð á að
ráðast gegn hinum mikla fjármagns-
kostnaði.
í samþykkt fyrrverandi ríkis-
stjórnar frá 20. maí síðastliðnum um
efnahagsaðgerðir eru mörg þau at-
riði sem við framsóknarmenn lögð-
um höfuðáherslu á.
Þar er því meðal annars heitið að
koma í veg fyrir víxlverkun verðlags,
launa, gengis og fjármagnskostnað-
ar. Sérstakri nefnd var falið að gera
tillögur um leiðir út úr lánskjaravísi-
tölu og heitið var að lækka fjár-
magnskostnað svo eitthvað sé nefnt.
Þessar aðgerðir urðu hinsvegar
lítið annað en gengisfelling, sem
nam 10 af hundraði. Frjálshyggjulið-
inu í Sjálfstæðisflokknum tókst að
koma í veg fyrir að við fjármagninu
yrði hróflað.
Niðurfærslan
Þorsteinn Pálsson fyrrverandi
forsætisráðherra heimsótti Vestfirði
í júnímánuði síðastliðnum. Þar
sannfærðist hann um, að í stöðvun
stefndi með útflutningsatvinnuveg-
ina. Viðframsóknarmennfögnuðum
því, þegar Þorsteinn, eftir þessa
ferð, lagði áherslu á að stjórnar-
flokkarnir kæmu sér saman um rót-
tækar aðgerðir í efnahagsmálum,
sem framkvæmdar yrðu ekki síðar
en í lok ágústmánaðar. Við töldum
einnig við þáverandi aðstæður ekki
óskynsamlegt að skipa nefnd for-
ystumanna úr atvinnulífinu og fela
henni að gera tillögur um efnahags-
aðgerðir. Þær áttu að vera í þágu
útflutningsgreinanna og því fróðlegt
að vita hvað þeir sjálfir legðu til í
þeim efnum.
Við framsóknarmenn hófumst
þegar handa og unnum ötullega með
ýmsum aðilum sem við kvöddum til
úr verkalýðs- og atvinnurekenda-
hópi.
Éins og alþjóð veit lagði nefndin
til að farin yrði svonefnd niður-
færsluleið, þ.e.a.s. lækkun alls verð-
lags og launa. Nefndin lagðist gegn
gengisfellingu, fyrst og fremst vegna
þeirrar verðbólgu sem henni fylgir
og vegna hins gífurlega fjármagns-
kostnaðar, sem nefndin taldi að
mundi aukast með gengisfellingu.
Við framsóknarmenn fjölluðum
vandlega um þessar tillögur og
ákváðum að fylgja þeim. Það gerð-
um við meðal annars í trausti þess
að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hafði
ákveðið að setja forstjóranefndina á
fót, stæði að baki þeim tillögum sem
þaðan komu. Svo reyndist ekki vera.
Staðreyndin er að Sjáifstæðisflokk-
urinn vann lítið að þessum málum
og reyndist þverklofinn þegar af-
stöðu þurfti að taka. Frjálshyggju-
armurinn náði á ný undirtökum og
kom í veg fyrir að niðurfærsluleiðin
yrði farin. Við fjármagninu og frelsi
þess mátti ekki hrófla.
Samstaða með
Alþýðuflokki
Eitt það merkasta sem út úr fyrra
stjórnarsamstarfi kom, sérstaklega
eftir mikla vinnu á síðustu vikum
þess, er sú samstaða sem myndaðist
með Framsóknarflokki og Alþýðu-
flokki. Þessir flokkar eru að sönnu
náskyldir að uppruna og reyndar
stofnaðir af sama manni, Jónasi
Jónssyni. Þeir höfðu lengi unnið
saman, en síðan leiðir skilið.
Ég hef aldrei getað sætt mig við
það. Þetta eru báðir félagshyggju-
flokkar. Það hefur orðið hlutskipti
Framsóknarflokksins að styðja sam-
vinnuhugsjónina hér á landi, sem
flokkar jafnaðarmanna gera víðast
erlendis. Báðir flokkarnir styðja
velferðarþjóðfélagið sem þeir höfðu
sameiginlega lagt grunninn að í sam-
starfi flokkanna upp úr 1934. Áður
fyrr bar það helst á milli að Alþýðu-
flokkurinn lagði meiri áherslu á
ríkisrekstur en við framsóknarmenn
gátum samþykkt. Alþýðuflokkurinn
hefur og lengstum virst hafa tak-
markaðan skilning á íslenskum land-
búnaði.'
í samráði því sem flokkarnir
höfðu í fyrri ríkisstjórn og alveg
sérstaklega við mótun niðurfærslu-
leiðarinnar kom fljótlega í ljós að
minna skildi flokkana en virtist í
fljótu bragði.
Ég fagna þeim skilningi sem nú
hefur orðið á milli flokkanna. Það er
einlæg von mín að þetta samstarf
megi verða grundvöllur að betri
samstöðu félagshyggjufólks, en ver-
ið hefur um mörg ár.
Stjórnarskiptin
Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn
brást í framkvæmd niðurfærsluleið-
arinnar, sem hann hafði þó sjálfur
stofnað til, var stjórnarsamstarfið í
raun dauðadæmt. Nauðsynlegt
traust á milli flokka og manna var
horfið, því miður. Án þess vinna
ólíkir flokkar aldrei saman. Stjórn-
arslitin komu því ekki á óvart.
Ýmsir töldu skynsamlegt að stofna
til kosninga. Það vildu meðal annars
margir framsóknarmenn. Vissulega
kom það til álita. Vafasamt gat verið
að efna til kosninga við þær aðstæður
sem ríktu í íslensku efnahagslífi,
sérstaklega ef stjórnarmyndun yrði
löng og erfið. Ég óttaðist að atvinnu-
vegirnir þyldu ekki þá blóðtöku sem
löngu stjórnleysi gæti fylgt.
Af þessum ástæðum var nauðsyn-
legt að gera þegar tilraun til myndun-
ar nýrrar ríkisstjórnar. Það tókst á
stuttum tíma eins og alþjóð veit.
Eftir nokkurt hik og erfiða fæðingu
ákvað Alþýðubandalagið að ganga
til samstarfs við Framsóknarflokk
og Alþýðuflokk og freista þess að
rétta við þjóðarskútuna.
Við myndun núverandi ríkis-
stjórnar var mér að sjálfsögðu eins
ljóst og öllum öðrum að hún naut
lágmarks þingstyrks og gæti því átt í
verulegum erfiðleikum. Mér var hins
vegar ekki síður ljóst að þeir flokkar
sem að þessari ríkisstjórn standa
hafa viljann til þess að taka á þeim
erfiðu málum sem við þjóðinni
blasa.
Eins og ég hef áður sagt, var sú
hugsun mér jafnframt ekki á móti
skapi að láta á það reyna hvort
stjórnarandstaðan fengist til þess að
taka málefnalega á hinum ýmsu
vandamálum fremur en að snúast
gegn ríkisstjórn í blindri stjórnar-
andstöðu.
í þessum efnum hafa vonir mínar
ræst að verulegu leyti.
Krafa Sjálfstæðis-
flokksins um gengis-
fellingu
f umræðum um efnahagsmál á
Alþingi hefur það vakið mikla at-
hygli að sjálfstæðismenn hafa krafist
tafarlausrar gengisfellingar. Nú er
það staðreynd að gengið hefur verið
fellt um yfir 20 af hundraði á því ári
sem er að líða. Þrátt fyrir það hefur
staða atvinnuveganna versnað. Fyrir
þau fyrirtæki sem skuldug eru hefur
gengisfelling verkað eins og eiturlyf.
Áhrifin fjara út eftir skamman tíma
og skilja eftir versnandi ástand.
Hvað eftir annað hef ég spurt
sjálfstæðismenn að því hvort þeir
séu reiðubúnir að taka áhrif gengis-
fellingar útúr tryggingu fjármagnsins
þannig að þær skuldir sem eru með
innlendri lánskjaravísitölu hækki
ekki. Ég hef engin svör fengið.
l4'4
W