Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 11
Laugardagur 31. desember 1988
Tíminn 11
nauölenti úti í miðju Atlantshafi í
ágúst vöknuðu upp spurningar um
ferjutlug lítilla véla almennt. Vélin.
sem var á leiðinni til Reykjavíkur frá
Grænlandi, endaði 400 sjómílur
sunnan við ísland. Flugmálastjórn-
armenn sögðu Tímanum þá að nauð-
synlegt væri að koma á strangari
reglum um ferjuflugið því oft væru á
ferðinni menn sem sýndu af sér
furðulcgt kæruleysi. Var þá talað
um að þeir hegðuðu sér eins og
japönsku kamikaze sjálfsmorðsflug-
mennirnir í seinni heimsstyrjöldinni.
Húsnæðisbætur
í ferðalög
Það bar nokkuð á því í ágúst að
fólk sem fékk greiddar út húsnæðis-
bætur, sem var í fyrsta sinn sem slíkt
var gert með þessunt hætti, notaði
þessa peninga sem það fékk til að
bóka sér far til sólarlanda. Höfðu
rnenn fengið nóg af veðrinu hér og
þegar ávísun upp á tugi þúsunda
barst þeim í pósti skunduðu þeir
beint inn á ferðaskrifstofu.
„Kjamorkuvetur“
af völdum Heklu
Sú stórfrétt birtist í Tímanum í
þessum mánuði samtímis og hún
birtist í Bretlandi að nýr fornleifa-
uppgröftur leiddi í ljós að Heklugos
á íslandi hefði verið orsök áður
óútskýrðrar skeggaldar á Bretlandi
á forsögulegum tíma. Öskulagið
Þrír Kanadamenn létust í flugslysi í byrjun mánaðarins. Nítján sæta vél af gerðinni Casa 212 fórst
í blindflugsaðflugi við Reykjavíkurflugvöll. Tímamynd pjetur
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands var sett inn í embætti í
þriðja Sinn í ágÚStmánuði. Tímamynd Pjetur
breytti loftslagi og ræktunarskilyrð-
um svo mikið að hálendisbúar flúðu
á láglendi og af hlaust mikil
skálmöld.
Viðey í gagnið á ný
Þann 18. ágúst í sumar var við
hátíðlega athöfn haldið upp á 202
ára afmæli Reykjavíkur með því að
taka formlega í notkun mannvirkin
í Viðey, Viðeyjarstofu og Viðeyjar-
kirkju eftir gagngerar endurbætur.
Fyrir tveimur árum fékk borgin
þessi mannvirki að gjöf frá ríkis-
stjórninni á 200 ára afmæli sínu og
var þá ráðist í þessar endurbætur.
Mikil veisluhöld voru í eyjunni allan
þennan dag og þangað mættu margir
af fyrirmönnum þjóðarinnar.
Niðurfærslan
Pað var þcgar halla tók ágústmán-
uði að stjórnarflokkarnir urðu sam-
mála um að fara að tillögum for-
stjóranefndar Þorsteins Pálssonar og
reyna að fara niðurfærsluleiðina til
að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar.
Virtist stjórnin þá vera á einu máli
að tara þessa leið þó sjálfstæðismenn
hyrfu frá þessari lausn nokkru síðar.
Þann 27. ágúst gaf stjórnin síðan út
bráðabirgðalög um frystingu kaup-
gjalds og verðlags og var það talið
fyrsta skrefið í niðurfærslunni.
Ólafsfjörður
Miklar aurskriður féllu á Ólafs-
fjörð í lok mánaðarins og ríkti þar
hættuástand í marga daga. Fólk í
cfri hluta bæjarins varð að flýja
heimili sín og skemntdir urðu miklar
og nam tjónið mörgum tugum millj-
óna króna. Einn viðmælandi Tímans
lýsti gegnsósa fjallshlíðinni scm svo:
„Að ganga á fjállinu er eins og að
ganga á vatnsrúmi".
Oskum starfsfólki og viðskiptavinum
Gleðilegs nýárs
Þökkum gott samslarf og viðskipti
á árinu sem er að líða
Hraðfrystihús
Kaupfélags
Steingrímsfjarðar, Hólmavík
Óskum starfsfólki og viðskiptavinum
Gleðilegs nýárs
Þökkum gott samstarf og viðskipti
á árinu sem er að liða
Hraðfrystihús
Drangsness hf.