Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 18
18 Tíminn
Laugardagur 31. desember 1988
ERLENDUR
ANNÁLL
1988
Ár friðardúfunnar þó
stríð haldi áfram
Friðardúfan hefur sett sitt mark á
árið 1988 sem betur fer þó enn sé
víða barist af hörku. Samskipti risa-
veldanna hafa farið sífellt batnandi
og hófu þau í fyrsta sinn í sögunni
að eyða kjarnavopnum eftir að sam-
komulag náðist um eyðingu á
skammdrægum og meðaldrægum
kjarnavopnum. Þeir félagarnir Ron-
ald Reagan forseti Bandaríkjanna
og Mikhaíl Gorbatsjof leiðtogi
Sovétríkjanna hittust tvisvar á árinu
og fór sífellt betur á með þeim.
Ronald Reagan heimsótti Moskvu
í júnímánuði og Mikhaíl Gorbatsjof
iótti Allsherjarþing Sameinuðu
pjóðanna heim í byrjun desember.
,:>ar skýrði hann frá því að Sovét-
tenn hygðust fækka stórlega í her-
ði sínu og skriðdrekasveitum. Það
ótti NATO ríkjum góð tíðindi en
Ija að meira þurfi að gera. Gorba-
1 jof hitti þá bæði Ronald Reagan og
eorge Bush verðandi forseta
• andaríkjanna að máli.
Viðræður um takmörkun lang-
ægra kjarnavopna héldu áfram á
árinu og er samningsgjörðinni nær
lokið.
En stórbætt samskipti risaveld-
anna höfðu áhrif á fleiri vígstöðvum
en á kjarnavopnasviðinu. Sovét-
menn hófu brottflutning á herliði
sínu frá Afganistan í ágústmánuði
samkvæmt samningi sem ríkisstjórn-
ir Afganistan, Pakistan, Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna undirrituðu
í Genf í apríl. Samkvæmt samningn-
um á allt herlið Sovétmanna að vera
horfið á brott frá Afganistan 1.
febrúar 1989. Nú um áramót er
rúmlega helmingur sovéskra her-
manna í Afganistan kominn heim.
Skæruliðar í Afganistan halda þó
áfram baráttu sinni og sækja sífellt
harðar að Kabúlstjórninni, sem að
öllum líkindum fellur eftir að Sovét-
menn hafa haldið heim.
Vopnahlé komst á í stríði írana og
íraka sem staðið hafði í átta ár og
kostað milljónir mannslífa. Samn-
ingur um vopnahlé var undirritaður
og þögnuðu byssukjaftarnir í Persa-
flóastríðinu 20. ágúst eftir sérlega
blóðuga bardaga þar sem hallaði
mjög á írana. Lítið hefur þó gengið
í friðarviðræðum ríkjanna tveggja
síðan.
írakar notuðu hins vegar tækifær-
ið og lögðu til atlögu við Kúrda í
norðri og beittu meðal annars eitur-
gasi í bardögum við þá sem og
bardögunum við frana fyrr um
sumarið.
Vopnahlé komst einnig á í Níkar-
agva í apríl, en þar hafa stjórnarher
Sandínista og skæruliðar Kontra
barist grimmilega undanfarin ár.
Vopnahléið hefur verið haldið að
mestu þó lítið hafi mjakast í eiginleg-
um friðarviðræðum.
Namibía mun fá sjálfstæði sitt á
næsta ári og herlið Kúbu í Angóla
hverfur til síns heima. Þetta eru
ákvæði í sögulegu friðarsamkomlagi
ríkisstjórnar Suður-Afríku, Angóla
og Kúbu í desembermánuði. UN-
ITA skæruliðahreyfingin hefur þó
■■ :■■■■.■■•■■.
■
George Bush fékk þann stóra í forsetakosningunum í Bandaríkjun-
um, en hann sigraði andstæðing sinn, demókratann Michael Dukakis,
örugglega í kosningunum8. nóvember. Bush muntaka viðforsetaembættinu
af Ronald Reagan 20. janúar.
En það voru fleiri sem börðust.
Trúbræður úr trúarflokki Shíta mús-
líma áttu í sífelldum útistöðum.
Amalskæruliðar sem njóta stuðnings
Sýrlendinga sem cru með 20 þúsund
manna herlið í Líbanon réðust f
maímánuði til atlögu við Hizbol-
lahsamtökin sem njóta stuðnings
Irana. Skæruliðar Palestínumanna
áttu einnig í innbyrðis átökum í
Beirút í maímánuði þó ekki hafi
bardagar verið eins ofsafengnir og
hjá Shítunum. A endanum fengu
Sýrlendingar nóg og sendu herlið sitt
í suðurhverfi Beirútborgar til að
skakka leikinn.
En bardagar milli andstæðra fylk-
inga Shíta áttu eftir að brjótast út
með jöfnu millibili og urðu átök
sérstaklega hörð í september og
nóvember þegar Sýrlendingar gripu
aftur inn í. Alls er talið að rúmlega
þúsund manns hafi legið í valnum
eftir þessi bræðravíg.
Ekki er hægt að skilja við Líbanon
án þess að minnast þess að þar sitja
nú tvær ríkisstjórnir, ríkisstjórn
múslíma og ríkisstjórn kristinna. Þá
var nokkrum vestrænum gíslum í
Líbanon sleppt á árinu þó enn séu
þar 17 gíslar í haldi.
Borgarastríð geisa víða eins og
áður segir. Má þar nefna Súdan,
Eþíópíu, E1 Salvador, Guatemala,
Friðargæslusveitir
Sameinuðu þjóðanna fengu friðar-
verðlaun Nóbels og fór vel á því.
Benazir Bhutto var sigur-
vegari kosninganna í Pakistan. Hún
er fyrsti kvenmaðurinn er gegnir
forsætisráðherraembætti í ríki mús-
lima.
Vetur í Portúgal
4, 6, 8,
og 10 vikur
Lissabon
Algarve
Madeira
Ferðaskrifstofurnar EVRÓPUFERÐIR, RATVÍS OQ FERÐAVAL
bjóða ykkur upp á 4,6,8 og 10 vikna ferðir til Portúgal í vetur.
Hægt er að velja um gistingu á Madoira,! AJgarve eða á Ussa-
bon-ströndlnnl. Verð frá kr. 53.200,-
Einnig standaykkurtil boða styttri ferðir (3-30 dagar) með gist-
ingu í íbúðum eða 3 til 5 stjörnu hótelum víðsvegar um
Portúgal. Þiö getið heimsótt heimsborgirnar Llssabon og
London í einni ferð, spókað ykkur á strönd ALQARVE eða leik-
iðgolf á einhverjum bestu golfvöllum Evrópu.
Þeir sem vilja hvílast og slappa af í fögru umhverfi býðst úrval
af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madelra.
Ef þig vantar ferðafélaga, þá er hann
e.t.v. á skrá hjá okkur.
Ferðafélagar
Nánari upplýsingar fúslega veittar á skrifstofum okkar
Bvrópuferðir (rajvíS
ILAPPARSTlG 25-27 _
, tLAPPARSTÍG 25-27
f 01 REYKJAVÍK,
JÍMI 628181.
FERÐA&wVAL hf
Travel
HAMRAB0RG1 -3,200 KÓPAVOGUR ^F^Á^TRÆT| 18,
SÍMI641522 1 01 REYKJAVIK, SÍMI 14480.
haldið áfram baráttu sinni gegn
marxistastjórninni í Angóla, en nú
án stuðnings Suður-Afríku.
Víetnamar skýrðu frá því í júlí-
mánuði að þeir hygðust kalla herlið
sitt heim frá Kanipútseu. Fyrstu
hersveitirnar héldu heim í ágústbyrj-
un en þær síðustu eiga að vera
komnar heim árið 1991.
Pá undirrituðu Líbýumenn og
Chad friðarsamning eftir áralangar
skærur.
Borgarastyrjaldir og átök héldu
þó áfram víða um heim. Palestínu-
menn á hernumdu svæðunum hafa
staðið í uppreisn gegn hernámsliði
ísraela og hafa á fjórða hundrað
Palestínumenn fallið fyrir kúlum
ísraclskra hermanna, en grjótkasti
palestínskrar æsku hefir verið svarað
mcð skothríð. Ellcfu ísraelar hafa
fallið í þessum átökum.
Frelsissamtök Palestínu PLO
náðu góðu forskoti í áróðursstríðinu
gegn Israel eftir að Þjóðarráð Pales-
tínu lýsti yfirstofnun Palestínurfkis.
í kjölfar þess viðurkenndi Yasser
Arafat Ísraelsríki og hafnaði hryðju-
verkunt á sögulegum fundi Allshcrj-
arþings Sameinuðu þjóðanna sem
haldinn var í Genf af því Banda-
ríkjamenn vildu ekki gefa Palestínu-
leiðtoganum vegabréfsáritun til
Bandaríkjanna. í kjölfar þessa hófu
Bandaríkjamenn viðræður við PLO
Israelum til mikillar armæðu.
í nágrannaríkinu Líbanon var allt
við það sama. Andstæðir hópar
tókust á um völdin og oft var gripið
til vopna. ísraelsher gerði innrás í
Suður-Líbanon í maímánuði og
lögðu höfuðstöðvar Hizbollah
skæruliða í rúst. ísraelar gerðu aðra
árás í desember en þá var skotmark-
ið höfuðstöðvar palestínskra skæru-
liða undir stjórn Abu Nidals. Þá
héldu þeir uppi loftárásum með
jöfnu millibili. Alls felldu ísraelar
190 skæruliða í Líbanon.
Sri Lanka og Filipseyjar svo eitthvað
sé nefnt.
Þá er vert að minnast atburðanna
í Burma. Þar gerði þjóðin uppreisn
gegn stjórn sósíalista sem ríkt hefur
í rúm 20 ár. Stjórnin varð að hrökkl-
ast frá í septembermánuði og á
tímabili virtist lýðræði vera að
springa út. En herinn lét sér ekki
segjast og tók völdin í byrjun októ-
ber og barði niður lýðræðisþróunina.
Síðan hefur verið hljótt um Burma.
Sérkennileg byltingartilraun var
gerð á Maldíveyjum í Indlandshafi.
Fjögurhundruð málaliðar frá Sri
Lanka hertóku höfuðstað eyjanna í
byrjun nóvember að undirlagi kaup-
sýslumanns á eyjunum. Þeir lögðu
þó á flótta er hersveitir Indverja
komu til að skakka leikinn. Eftir
nokkurn eltingaleik á Indlandshafi
náði indverski flotinn uppreisnar-
mönnunum og setti þá bak við lás og
slá.
Merkar kosningar
Þær kosningar er hæst báru í
heiminum þetta árið eru án efa
bandarísku forsetakosningarnar.
Baráttan fyrir útnefningu sem for-
setaefni demókrata og repúblikana
var mjög hörð. George Bush vara-
forseti Bandaríkjanna varð fljótt
öruggur um útnefningu sem forseta-
efni Repúblikanaflokksins. Helsti
keppinautur hans var Bob Dole.
Baráttan hj á demókrötum var öllu
harðari. Gary Hart sem var talinn
sigurstranglegastur heltist úr lestinni
strax í janúar er upp komst um
samband hans við huggulega ljós-
myndafyrirsætu Donnu Rice. Þegar
slagurinn hófst fyrir alvöru höfðu sjö
demókratar gefið kost á sér og voru
þeir oft kallaðir dvergarnir sjö þar
sem þeir þóttu frekar litlausir. Sá
dvergur er best hafði var ríkisstjór-