Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 23

Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 23
Laugardagur 31. desember 1988 Tíminn 23 Athygli vakti í mánuðinum að geðlæknar í Bandaríkjunum úr- skurðuðu að Mike Tyson væri heill á geðsmunum. Wayne Gretzky. besti íshokkí- leikmaður heims, hefur nýtt keppn- istímabil með nýju liði Los Angeles Kings. Tyrkir og íslendingar gerðu jafn- tefli 1-1 í undankeppni HM í knatt- spyrnu í Tyrklandi. Haukur Gunnarsson varð Ól- ympíumeistari í lOOrn hlaupi í sínum flokki á Ólympíuleikum fatlaðra í Seoul og jafnaði eigið heimsmet. Haukur vann bronsverðlaun í 200 m og 400 m hlaupi. Haraldur Ólafsson lyftingamaður setti nýtt íslandsmet í jafnhöttun. íslendingar töpuðu fyrir A-Þjóð- verjum í undankeppni HM í knatt- spyrnu í A-Berlín 0-2. Lilja María Snorradóttir frá Sauð- árkróki vann gullverðlaun í sínum flokki í 200 m fjórsundi á ÓL fatlaðra í Seoul. Lilja vann einnig til bronsverðlauna á leikunum. en alls var framganga íslensku keppend- anna til sóma á leikunum og fjöl- mörg verðlaun unnust. Leikmenn ÍBV í 2. flokki í hand- knattleik mæta ölvaðir til leiks á Seltjarnarnesi. Ben Johnson ákærður fyrir að ógna ntanni með startbyssu á þjóð- vegi á Kanada. Nóvember Islenska kvennalandsliðið í hand- knattleik varð í 5. sæti C-keppninnar eftir sigur á Sviss. Niðurstaðan er vonbrigði fyrir íslenska liðið sem stefndi að sigri í keppninni. FH-ingar unnu frækinn sigur á norska liðinu Fredriksborg/Ski í síð- ari leik liðanna í Evrópukeppninni í handknattleik í Hafnarfirði og kom- ust áfram í keppninni á síðustu stundu. Breiðablik féll úr Evrópukeppn- inni eftir töp gegn norska liðinu Stavanger. Valsmenn komust át'ram í Evr- ópukeppninni eftir sigur í Færeyj- um. Skagamenn sigruðu í deild bikar- keppninnar í sundi. Conrad Cawley nýráöinn lands- liðsþjálfari í sundi kom til landsins. Desember Heimsmeistari í karate, Gary Flemming, var ráðinn landsliðsþjálf- ari íslands í íþróttinni. Guðni Bergsson landsliðmaður í knattspyrnu og leikmaður með Val skrifar undir samning við enska stórliðið Tottenham Hotspur. íslenska landsliðið í körfuknatt- leik tapaði naumlega fyrir írum á smáþjóðaleikunum á Möltu, 68-71. Valsmenn taka afgerandi forystu á íslandsmótinu f handkattleik með sigri á KR í toppleik dcildarinnar 23-21. Njarðvíkingar hafa 4 stiga forskot í Flugleiðadeild íslandsmótsins í körfuknattleik, þegar jólafrí hefst. Fjóla Ólafsdóttir tvíslá í fimleikum. úr Ármanni varð Norðurlandameistari unglinga á Tímamyndir Pjetur ísland vann Gíbraltar í landsleik í körfuknattleik á smáþjóðamótinu á Möltu 85-53. Kýpurbúar voru einnig lagðir að velli á sarna móti 108-78 og í úrslita- leik mótsins vann íslenska liðið það afrek að sigra íra örugglega 86-69. Þar með hafði íslenska liðið unnið sigur á mótinu. Guöni Guðnason körfuknattleiks- maðursnýrheint frá Bandaríkjunum og ákveður að ganga til liðs við sína gömlu félaga í KR. FH-ingar unnu upp 8 marka ósigur úr fyrri leik sínum gegn rúmenska liðinu Baia Mare og gott betur, sigruðu með 13 marka mun, 32-19 og komust í 8 liða úrslit Evrópu- keppninnar í handknattleik. Valsmenn sigruðu svissnesku meistarana Amicitia 25-22 og kom- ust áfram í Evrópukeppninni þrátt fyrir tap í fyrri lciknum ytra. Framstúlkur koniust einnig áfram í Evrópukeppni meistaraliða með því að leggja mjög lélcgt cnskt lið að velli. Svíar sigruðu íslendinga í hand- knattleikslandsleik 22-19. í síðari leik liöanna vann ísland 23-22 og nýliðinn Guðjón Árnason átti stór- leik ásamt Hrafni Margeirssyni markverði. Mareo Van Basten valinn knatt- spyrnumaður ársins í Evrópu. Norwich endar árið í efsta sæti ensku knattspyrnunnar. Einar Vilhjálmsson spjótkastari kjörinn íþróttamaður ársins af Sam- tökum íþróttafréttamanna. Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar h.f. ÓSKAR STARFSFÓLKl VIÐSKIPTA VINUM, SVO OG LANDS- MÖNNUM ÖLLUM gleðilegs nýárs OG ÞAKKAR SAMSTARF OG VIÐSKIPTI Á LIÐNUM ÁRUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.