Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 31. desember 1988 INNLENDUR ANNÁLL 1988 Tannpína Togarasjómaður sem var í siglingu fékk svo ofboðslega tannpínu að hann var viðþolslaus. Að lokum greip hann á það ráð að méla tannpínu-jaxlinn með töng, en rótin varð eftir. Við þessar aðfarir hvarf sársaukinn, en sjómaðurinn tók það fram í viðtali við Tímann að hann hefði spýtt tannbrotum í hálfan mánuð. Ágúst Vigdís áfram Reynir Asgeirsson bóndi á Svarfhólum í Leirársveit, missti tvær kýr, þegar elding laust þær. Aðrar eldingar komu niður á árbakkann og boruðu göt á hann. Tímamynd Pjetur Deilur blossuðu upp í Fríkirkju- söfnuðinum og stofnuð voru Samtök stuðningsmanna séra Gunnars Björnssonar innan Fríkirkjunnar í Reykjavík og töldu þau í byrjun á Þorsteinn Pálsson þáverandi forsætisráðherra fór í opinbera heimsókn til „kollega" síns Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta í ágúst. Framhald af bls. 7 Helgina 11.-12. júní flutti Tíminn í nýtt húsnæði að Lynghálsi 9 í Reykjavík. Áður hafði blaðið verið í leiguhúsnæði í Síðuntúlanum. Áður hafði Blaðaprent, sem prentar blaðið flutt í kjallara hússins við Lyngháls og hugmyndin var og er að Þjóðviljinn og Alþýðublaðið flytji einnig í framtíðinni í Lynghálsinn. Fjögur erlend fyrirtæki skrifuðu undir samning þess eðlis að gerð yrði hagkvæmnisathugun vegna hugsan- legs nýs álvers í Straumsvík. Þáverandi iðnaðarráðherra, Friðrik Sophusson, sagði þetta vilja- yfirlýsingu af hálfu fyrirtækjanna um að gera alvöru úr byggingu álversins ef niðurstaða úr athugun- inni reyndist jákvæð. Jón Baldvin Hannibalsson, þáver- andi fjármálaráðherra, lét sér ekki nægja að láta ríkisendurskoðun at- huga rekstur og fjármál Landakots- spitala, heldur lét hann einnig fara fram einkarannsókn á vegum Fjár- laga- og hagsýslustofnunar. Niður- stöðum stofnananna tveggja bar ekki saman, en í kjölfarið skapaðist mikil umræða um fjárreiður spítal- ans. Fæðingar á árinu voru fjölmargar og svo var komið Landspítalans. Sem sjá má er þétt setinn bekkurinn. júlí að vart hafðist undan á fæðingardeild Tímamynd Pjetur minnsta þátttaka í kosningum frá því 1933. Ung kona lést í hörmulegu bílslysi á Skúlagötunni þegar drukkinn öku- maður ók á ofsahraða framan á bílinn sem hún var farþegi í. Drukkni maðurinn var ljóslaus og á öfugum vegarhelmingi. Maður féll fyrir borð af bát við Djúpavog og drukknaði. Þá drukknaði bresk kona sem var á ferðalagi hér þegar hún féll í Jökulsá á Brú. Verðkönnun var gerð á ísverði, þennan heitasta sumarmánuð. Tíminn greindi frá könnuninni og við komumst að þeirri niðurstöðu að með gildandi verðlagi væri okrað á börnum. Tímamynd Gunnar annað þúsund atkvæðisbærra safn- aðarfélaga. Þessi samtök settu sér það markmið að koma núverandi stjórn frá hið fyrsta og endurráða séra Gunnar sem fríkirkjuprest. Menntamálaráðherra veitti Hann- esi Hólmsteini Gissurarsyni lektors- stöðu í stjórnmálafræði og var sú ákvörðun þvert á umsögn tilkvaddr- ar dómnefndar sérfræðinga úr H.f. og deildarfundar í félagsvísinda- deild. Þessi stöðuveiting vakti gífur- lega óánægju meðal háskólamanna, bæði kennara og nemenda. Skömmu síðar mótmæltu Háskólaráð og deildarfundur Félagsvísindadeildar málsmeðferðinni og sendu frá sér harðoröar ályktanir. Mikill afli íslendingar hafa aldrei veitt annað eins af fiski á fyrstu sex mánuðum árs og í ár. Heildaraflinn var rúmlega milljón tonn sem er 90 þúsund tonnum nicira en á sama tíma í fyrra sem þó var metár. Kvennaráðstefna Liðlega átta hundruð íslenskar konur fóru á kvennaráðstefnuna Nordisk Forum í Noregi. Tíminn birti frétt þess efnis að ein afleiðingin af ferðagleði íslenskra kvenna væri að norskar krónur hefðu selst upp í bönkunum. Samtök um séra Gunnar Fjárreiður Landakots Deilt um lektorsstöðu Þann fyrsta dag ágústmánaðar sór Vigdís Finnbogadóttir embættiseið sinn í þriðja sinn og þar með hófst hennar þriðja kjörtímabil sem for- seti íslenska lýðveldisins. Fjölmenni var við athöfnina. Útiskemmtanir Verslunarmannahelgina í byrjun ágúst fóru margir í ferðalög en flestir lögðu leið sína á Þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum. Þar heppnuðust hátíðahöld vel og aðsóknin eins og búist var við og um 8000 manns mæ'ttu til leiks í Herjólfsdal. Annars staðar var aðsóknin ekki eins góð og mun minni en aðstandendur höfðu búist við. Dýrt byggt fyrir aldna Tíminn greindi frá því 9. ágúst að í nýrri skýrslu um byggingarkostnað þjónustuíbúða fyrir aldraða í Reykjavík kæmi fram að byggingar- kostnaður í Seljahlíð í Reykjavík væri miklu hærri en í sambærilegum íbúðum í Kópavogi. Munurinn var svo mikill að Kópavogsbúar hefðu getað byggt yfir 40% fleiri en Reyk- víkingar ef þeir eyddu jafn miklum peningum og höfuðborgin. Nokkr- um dögum síðar sagði borgarverk- fræðingur í Tímanum að þessar íbúðir væru alls ekki sambærilegar; í Reykjavík væru menn að tala um „kadilakka" en í Kópavogi væru það „skódar". Þetta sögðu Kópavogs- menn hreina fjarstæðu, og raunar töldu fleiri sem til þekktu og skýring- ar borgarverkfræðings heldur létt- vægar. Þorsteinn hittir Reagan Þorsteinn Pálsson þáverandi utan- ríkisráðherra hitti Reagan Banda- ríkjaforseta í Hvíta húsinu 10. ágúst. Þorsteinn var fyrsti íslenski forsætis- ráðherrann til að hitta Bandaríkja- forseta í opinberri heimsókn og á fundi þeirra var vinátta þjóðanna tveggja ítrekuð. Kamikaze-flug Þegar lítil einshreyfils flugvél Nýtt álver Valur bankastjóri Um miðjan júlímánuð var ákveð- ið á bankaráðsfundi í Landsbankan- um að ráða Val Arnþórsson. kaup- félagsstjóra hjá KEA og stjórnar- formann SÍS, bankastjóra frá og með næstu áramótum. Valur tekur við störfum af Helga Bergs sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Kaffibaunamálinu víðfræga lauk með dómi í Hæstarétti um miðjan júni og var dómur undirréttar að mestu staðfestur. Þó gerðist það að Hæstiréttur klofnaði í málinu þrír dómarar gegn tveim. Þeir Erlendur Einarsson og Arnór Valgeirsson voru sýknaðir en hinir þrír fengu skilorðsbundna dóma. Blomafrjo vinsæl Tíminn greindi frá því í júní að íslendingar hefðu snætt blómafrjó- korn fyrir 60 milljón krónur á 2 árum, en lækningamátt frjókorn- anna höfðum við uppgvötað eftir vel heppnaða auglýsingaherferð inn- flytjanda nokkurs. Vakti þessi ótrú- lega neysla nokkra athygli annarra úr þessum geira á Norðurlöndunum bæði innflytjenda þar og ekki síður manna úr auglýsingabransanum. Þegar málið var kannað kom einnig í ljós að náttúruneyslutrú íslendinga náði einnig til hvítlaukspilla en sala á þeim jókst um mörg hundruð prósent í ár. Kosið um forseta Kosið var til forseta íslands þann 25. júní í sumar og voru tvær konur í kjöri: Vigdís Finnbogadóttir og Sigrún Þorsteinsdóttir. Afdráttar- laus stuðningur kom fram við Vigdísi Finnbogadóttur en hún fékk tæp 93% greiddra atkvæða, en mótfram- bjóðandi hennar hlaut aðeins 5,3%. Þátttaka í kosningunum var heldur dræm eða um 72,4%. og er það Kaffibaunir úr Hæstarétti Okurmáli klúðrað Dómur gekk í máli Hermanns Björgvinssonar í héraðsdómi Kópa- vogs og fékk hann vægustu refsingu. Hann þurfti að greiða 1 milljón króna fyrir 20 milljón króna okur. Dómarinn sagði í niðurstöðu sinni að RLR og saksóknari hafi stuðst við rangar tölur í útreikningum sín- um á vöxtum og að ákæran byggðist á löggjöf um okur sem búið var að fella úr gildi! Tíminn flytur Þrjú banaslys

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.