Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Laugardagur 31. desember 1988 Skálað fyrir vinningslaginu „Þú og þeir“ í sjónvarpssal. Stefán Hilm- arsson og Sverrir Stormsker fengu þaö hlutskipti aö koma fram fyrir íslands hönd í Dublin. Tímamynd Gunnar Mars Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins steig á stokk í fyrsta tölublaði Tímans í marsmánuði og lýsti því yfir að Eysteinn Helgason og Geir Magnússon hefðu verið reknir af fullgildum ástæðum. Sarna dag hélt Eysteinn Helgason blaða- mannafund á Holiday Inn, þar sem hann sagði engar efnislegar ástæður hafa komið fram varðandi uppsögn sína. Velktist mál þetta fram og aftur í fjölmiðlum, nær allan mánuð- inn og var tekið fyrir á stjórnarfund- um. Eftir stendur að forstjórum er heimilt að reka starfsmenn sína. Brunar og slysfarir Mikið var um eldsvoða og ýmis- konar slys í marsmánuði. Tveir eldri menn létust, þegar gamalt timburhús brann í Búðardal. Um kvöldmatarleytið varð vart við eld í húsinu og var slökkvilið Dala- sýslu í Búðardal þegar kvatt á vettvang. Voru mennirnir látnir er að var komið. Þá lést maður af völdum reykeitrunar. er eldur kom upp á heimili hans að Kleppsvegi. Mikið tjón varð er eldur kviknaði í íbúðarhúsinu við Njálsgötu 5. íbú- ar voru ekki heima og hlaust ekki mannskaði af, en mikið eignatjón varð. Ungt par bjó á neðri hæð hússins, þar sem tjónið varð mest og voru þau ótryggð. Tveir menn urðu úti í mánuðinum og voru báðir á besta aldri. Þrír menn fórust er Knarrarnes KE 399 fórst út af Garðskaga. Knarrarnes var ellefu tonna eikar- bátur frá Sandgerði. Þá fórst bátur- inn Víðir SH 301 frá Grundarfirði, skammt frá Akurey í grennd við Reykjavík. Tveir voru um borð og var þeim bjargað unt borð í Sindra RE. Hendið ekki rusli frá borði Stjórn LÍÚ beitti sér fyrir átaki á Fyrsta gíasabarnið ís lenska leit dagsins Ijós í mars. Foreldrarnir, Grímur Friðgeirsson og Halldóra Björnsdóttir ásamt syni Gríms, Friðgeiri. Tímamynd Pjetur árinu. gegn losun sorps í sjó frá fiskiskipum. Hönnuð voru vegg- spjöld til uppsetningar í fiskiskipum, með hvatningu til áhafna um að henda ekki sorpi fyrir borð. Steinull til Skotlands Steinullarverksmiðjan hf. á Sauð- árkróki undirritaði samning við skoskt fyrirtæki um sölu á umfram- framleiðslu næstu fjögur árin, og voru menn bjartsýnir á mikilvægi samningsins fyrir framtíð verksmiðj- unnar. IBM skákhátíð Stærsta og fjölmennasta skákmót sem haldið hefur verið hérlendis hófst 11. mars og stóð í þrjá daga. Mótið var haldið á vegum IBM í samvinnu við Taflfélag Reykjavíkur og Skáksamband Islands. Rekstrarvandi Landakots Um miðjan mars var rekstrar- vandi Landakotsspítala orðinn mik- ill og lokun tveggja deilda með 53 sjúkrarúmum var yfirvofandi. Þá íhuguðu forráðamenn spítalans að hætta bráðavöktum um tíma. Guð- ntundur Bjarnason, heilbrigðisráð- herra, sagði fjárveitingu of litla miö- að við starfsemi spítalans og lagði til að fjárveiting yrði aukin, það væri óhjákvæmilegt. Stormsker og Stefán Félagarnir Sverrir Stormskcr og Stefán „snigill" Hilmarsson voru valdirsem fulltrúar íslands í söngva- Háhyrningum skipaö út. Þeir voru seldir fyrir á annan tug milljóna og fóru í sjávardýra- skemmtigarö í Tokyó. Tímamynd Pjetur keppni evrópskra sjónvarspsstöðva. Fékk lag þeirra „Þú og þeir" fullt hús. Stormskerið var þar með komið með miða á Saga Class til Dublin þar sem hann skyldi verja 16. sætið. Stormsker fór út og gustaði unt hann á tíðum. Háhyrningar utan Fjórir háhyrningar fóru utan til dýragarða víða um heim. Söluverð- mæti dýranna var hátt á annan tug milljóna. Það cr fyrirtækið Fauna scm stóð að sölu dýranna, cn íyrir- tækið hefur að markmiði sínu við- rcisn Sædýrasafnsins. Fyrsta glasabarnið Þau voru hamingjusöm hjónin Halldóra Björnsdóttir og Grímur Friðgeirsson, er þeim fæddist sonur þann 17. mars. Óskírður litli Gríms- son er fyrsta glasabarn er fæðist á íslandi. Tíminn heimsótti Halldóru á spítalann og færði hcnni og manni hcnnar veglegan blómvönd í tilefni af fæðingunni. Drengurinn dafnar vcl, cftirþví semTíminn kemst næst. & c: n OD > 'Sr / '-f L,-'* N ^ r Hraðfrystihús Kaupfélags Héraðsbúa Reyðarfirði og Borgarfírði eystri óskar starfsfólki og viðskiptavinum farsœldar á komandi ári Þakkar gott samstarf og viðskipti á árinu, sem er að líða Hraðfrystihús Kaupfélags Héraðsbúa Reyðarfirði og Borgarfirði eystri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.