Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 31. desember 1988 bað er ekki nóg að vera á góðum bíl, hann þarf einnig að vera á góðum dekkjum. Hjól- barðinn þarf að vera endingargóður og með góðu mynstri. Hann þarf að grípa vel og hafa MARSHAL hjólbarðinn er byggður upp með þetta í huga. VETRARDEKK Stærð Verð 155sr12 2.350,- 135sr13 2.450,- 145sr13 2.500,- 155sr13 2.600,- 165sr13 2.800,- 175sr14 3.500,- 195/70 sr 14 4.250,- 215/75 sr 15 4.400,- 235/75 sr 15 5.300,- Jeppadekk, allar stæröir MARSHAL HJOLBARÐAVERKSTÆÐIÐ HAGBARÐI HF. ARMÚLA 1 - SÍMI 687377 Jf| REYKJMJÍKURBORG HR ^eut&ari Stó4wt 'i' íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur óskar eftir starfsfólki í hlutastörf í félagsmiöstöðv- ar. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun og/eða reynslu af uppeldisstarfi. Einnig vantar starfsfólk til ræstinga í Félagsmið- stöðina Tónabæ. Umsóknareyðublöð og upplýsingar fást hjá Í.T.R. að Fríkirkjuvegi 11, sími 622215. DAGVIST BARl\A Umsjónarfóstra Dagvist barna í Reykjavík óskar að ráða til starfa umsjónarfóstru með dagvist á einkaheimilum, nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Fanný Jónsdóttir, deildarstjóri Dagvistar barna í síma 27277. Guðrún Helgadóttir lók við forseta sameinaðs þings, og er hún fyrsta konan er gegnir þessu embætti. INNLENDUR ANNÁLL 1988 Urðu fyrir þotu Þann 13. urðu tveir íslendingar fyrir risaþotu í Bangkok en sluppu með Iftt alvarleg meiðsl, þegar þota af gerðinni Boeing 747 keyrði á flugstöðvarbygginguna og ruddi sér leið tvo metra inn í hana. Það voru fleiri áföll fréttnæm þennan dag, því Tíminn sagði frá því að stjórnarandstaðan væri í rusli eftir hlutkesti um nefndasæti á Al- þingi. Þá gerðist það að andstaðan náði ekki einum einasta oddamanni í og fékk því ekki meirihiuta í neinni nefnd. Ltkurnar á þessum úrslitum voru reiknaðar 512:1 en þær líkur dugðu ekki til. Gull í Seoul Þann 18. sagði frá því að þýska fjölþjóðafyrirtækið Tengelmann hefði látið undan þrýstingi grænfrið- unga um að hætta að kaupa fiskaf- urðir af íslendingum. Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra sagðist í samtali við Tímann hafa grun um það að fyrirtækið hefði rangar upplýsingar undir höndum og að hann hefði boðist til að senda réttar upplýsingar til þeirra. Þann sama dag birtist frétt af því að Haukur Gunnarsson hefði unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra í Seoul. Verðlaunin hlaut hann fyrir frammistöðu sína í 100 metra hlaupi. Islendingar farast í Nepal Þann 25. október var sagt frá hörmulegu slysi sem átti sér stað í Nepal en þar fórust tveir íslendingar við fjallgöngu. Fötluðu íþróttamennirnir héldu áfram að raða á sig verðlaunum. í þetta sinn hlaut Lilja María Snorra- dóttir gullverðlaun í 200 metra fjór- sundi og Haukur Gunnarsson náði bronsi í 400 metra hlaupi. Sigurvon ST-54 á strandstaö, skammt austan við svokallaða Viðlagavík. Tímamynd SGG Nóvember Síldarsamningar Samningar tókust um mánaða- mótin um sölu á saltaðri síld til Rússlands. Samningurinn hljóðaði upp á 150 þúsund tunnur af haus- skorinni og slógdreginni síld. Búið var að uppfylla alla síldarsamninga um miðjan desember. Fjórburafæðing Fjórburar, allt stelpur, fæddust á fæðingardeild Landspítalans þann fyrsta og voru þær um 6 merkur við fæðingu. Þær hafa dafnað vel og eru hinar frískustu. Þær Fieita Alex- andra, Brynhildur, Diljá og Elín og foreldarnir eru Margrét Þóra Bald- ursdóttir og Guðjón Sveinn Val- geirsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.