Tíminn - 31.12.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 31. desember 1988
„Steggöndin“ og veiöitækin. Haglabyssa og „Víetnamverkfæriö.
„Steggöndin" var felld að morgni páskadags og hríðskotabyssan og fuglinn
gerö upptæk, enda um aö ræða friðaðan æðarblika. Tímamynd Pjetur
INNLENDUR
ANNALL
Apríl
Svínapest
Svínapest, sem cr veirusýking
skyld blóðkreppusótt, var talin Itafa
stungiö sér niður í svínabúi á Kjal-
arnesi og var greint frá því í Tíman-
um 6. apríl.
Svínapestar hafði síðast orðið vart
hér á landi 1952 en talið er að veikin
hafi borist fyrst til landsins með
breska hernum.
Þá er greint frá niðurstöðum
skreiðarnefndarinnar sem þáv. for-
sætisráðherra, Þorsteinn Pálsson,
skipaði og taldi nefndin að tap af
þessum viðskiptum viö Nígeríu
næmi 440 milljónum króna.
Hringskyrfi kom upp á fjórum
bæjum undir Eyjafjöllum og var 44
hrossum lógað þegar uppgötvaðist
að stóðið hafði umgengist sýkta
kálfa.
Útvegsbankinn
Útvegsbankamáliö var cnn á döf-
inni og Jön Sigurðsson viðskiptaráð-
herra sagði í því sambandi að ríkis-
bankakerfið væri búið að ganga sér
til húðar og vafalítiö leyndust vand-
ræðalán í Búnaðarbankanum eðlis-
lík þeim sem komu Útvegsbankan-
unt á kné.
Stefán Hilmarsson bankastjóri
Búnaðarbankans snerist öndverður
við 'þessum ummælum sem hann
sagði tilhæfulaus og til þess eins að
gera bankann tortryggilegan í aug-
um almennings.
Steggöndin
Lögreglan afvopnaði skotmenn
sem skotið hötöu æðarblika.
Mennirnir sögðu blikann hins vegar
af ætt „steggandar" eða stokkandar,
- voru ekki alveg vissir.
Blanda, Ingvi Hrafn
og Snorri
Hagvirki var með langlægsta til-
boð í að ganga frá grunnum undir
aðalstíflur Blönduvirkjunar og fékk
verkiö og Útvarpsráð lýsti því yfir að
Ingvi Hrafn hefði ekki lengur traust
ráðsins eftir að hann hefði rægt
stofnunina í viðtali í Nýju lífi.
Breytingartillaga kont fram á Al-
þingi við bjórfrumvarpið en í henni
var gert ráð fyrir sérstöku gjaldi á
bjórinn sem rynni til að halda uppi
minningu Snorra Sturlusonar.
Virðisaukaskattsfrumvarpið var
lagt fram á Alþingi og stórtap varð
af tónleikum kynvillingsins Boy
George.
Eyðsla íslendinga í lcrðalög á
Davíð Oddsson borgar-
stjóri tók fyrstu skóflustunguna að
nýju Ráðhúsi þann 15. apríl.
Tímamynd Pjetur
crlcndri grund jókst um 61% frá
1987 og var um 230 þúsund kr. á
meðalfjölskyldu.
Gleráll
Frumvarp um innflutning á glerál
var lagt fram á þingi og voru margir
fiskcldismenn óttaslegnir og töldu
að þar sem flytja þyrfti árlcga inn ál,
væri tímaspursmál hvenær nýirsjúk-
dómar bærust með álnum til
landsins.
Þekktustu hluthafar í ísáli, fyrir-
tæki sem stofnað var um álarækt,
eru Rolf Johansen stórkaupmaður
og Árni Gunnarsson alþingismaður.
íslensk pólitík
Davíð Oddsson borgarstjóri tók
fyrstu skóflustunguna að ráðhúsinu
í Tjörninni þann 14. apríl. Andstæð-
ingar byggingarinnar léku sorgar-
ntars og kínverji var sprengdur svo
viðstaddir, fólk og fuglar, hrukku í
kút.
Umfangsmikið fjársvikamál
komst upp í sambandi við innflutn-
ing á notuðum bílurn. Maður sem
þetta stundaði keypti bíla fyrir fólk
og flutti inn en stóð ekki í skilum við
fólkið sem hafði borgað honum
bílana en fckk síðan engan bílinn.
Lítil erlend flugvél hrapaði í
Skerjafjörðinn í aðflugi á Reykja-
víkurflugvöll og fórst flugmaðurinn.
Landsmenn eyddu miklu á árinu
og um miðjan apríl stclndi í 15
milljarða viöskiptahalla og fisk-
vinnslan var rekin með 8% halla.
„Minni eyösla cr lækningin,*' sagði
Jóhannes Nordal. „Hallinn er meiri
en við spáðum," sagði Þórður
Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar.
Tveir menn skotnir
Þann 19. apríl fundust tveir menn
látnir á Austurlandi. Annar þeirra
fannst í stofu á bæ sínum 16 km frá
Vopnafirði, en hinn á vinnustað
sínum á Vopnafirði. Tilgáta manna
er sú að sá síðarnefndi hafi svipt
hinn lífi, ekið síðan til Vopnafjarðar
og svipt sjálfan sig lífi þar. Fullvíst
þykir að sama vopniö hafi banað
báðum mönnunum.
Sama dag vék Markús Örn Ant-
onsson Ingva Hrafni Jónssyni úr
starfi fréttastjóra Sjónvarpsins og
var þess óskað að hann gegndi ekki
störfum á uppsagnartímanum.
Haldið var upp á sutnardaginn
fyrsta í kulda og trekki og frusu
saman vetur og sumar og verulegur
snjór var norðan- og austanlands.
Að kvöldi síðasta vetrardags varð
glannalegur aulaháttur tveggja
ungra manna 22ja ára stúlku að
aldurtila á Hverfisgötu í Reykjavík.
Stúlkan var á leið yfir Hverfisgöt-
una nálægt Klapparstíg þegar ungu
mennirnir sem voru í kappakstri
hvor í sínum bíl, komu að á geysileg-
um hraða og ók annar á stúlkuna og
einn félaga hennar sem slasaðist.
Stúlkan var látin áður en komið var
með hana á slysadeild Borgarspítal-
ans.
Verslunareigendum
fjölgaði skyndilega
Verkfall verslunarmanna hófst 22.
apríl og þótti verslunarmönnum með
ólíkindum hversu fjölskyldur
kaupmanna stækkuðu og eigendum
verslana fjölgaði skyndilega.
Um svipað leyti hófu alnæmisaug-
lýsingar landlæknis að birtast í sjón-
varpi og sýndist sitt hverjum. Land-
læknir sagði Tímanum að fremur
auðvelt hefði verið að fá fólk til að
Ieika í auglýsingunni.
25. apríl var hérlendis Ástralíu-
maður sem bauð til sölu hlutabréf í
fyrirtæki sem hafði heilsurækt að
markmiði og skyldi eiga aðilcl að
hcilsuræktarstöðvum og -hótelum,
m.a. Hótel Örk.
Á ársfundi Seðlabankans var fjall-
að um hvernig beisli yrði lagt við
fjánrtagnsófreskj una - gráa peninga-
markaðinn - og Reykjavíkurborg
var í vandræðum með Granda hf. og
framsóknarmenn íborgarráði kröfð-
ust upplýsinga um hag fyrirtækisins.
26. apríl var hent bensínsprengju,
svokölluðum Molotovkokkteil inn í
matvöruverslunina Grímsbæ við
Bústaðaveg.
Þann 27. voru tveir 18 ára drengir
handteknir en þeir höfðu stolið 8
kílóum af dínamíti og höfðu hálf
skotið sundur hús í Höfnum.
Miklar leysingar voru um allt land
og vegir skemmdust í Langadal og
við Þorlákshöfn.
28. apríl ákvað SS á aðalfundi
sínum að hætta verslunarrekstri í
Reykjavík og nýr forstjóri, Steinþór
Skúlason, var ráðinn í stað Helga
Bergs.
Samræmdum prófum grunnskól-
anna lauk þann sama dag og tals-
verður viðbúnaður var af hálfu lög-
rcglu og félagsmálayfirvalda til að
hemja fögnuð unglinganna innan
velsæmismarka.
ciaur var kveiktur í matvöruversluninni Grímsbæ i Reykjavík. Verksum-
merkin eftir eldsvoöann sjást vel á þessari mynd.
Tímamynd Pjetur
Er Sverrir Stormsker tom heim frá Dublin eftir aö hafa lent í 16.
sæti í söngvakeppni sjónvarpsstööva biöu margir eftir því hvort hann efndi
loforð sitt um hengingu. Þaö gerði hann ekki því hann taldi aö grasasnar hafi
gefiö stigin, en ekki dómbærir menn. Endaði snaran því í ruslinu og
tónskáldið sagöist vera í 16. himni viö heimkomuna. Timamynd Gunnar
Maí
Byggingarleyfi
Borgarstjórn staðfesti byggingar-
leyfi fyrir ráðhús sitt við Tjörnina og
veitingahús á þökum hitaveitutank-
anna í Öskjuhlíð 5. maí. Áður en
leyfi þetta var staðfest hafði félags-
málaráðherra tvívegis gripið í taum-
ana og stöðvað byggingarfram-
kvæmdir við ráðhúsið.
Skuldir Alafoss
finnast víða
Um 100 milljóna króna skuld
fannst í New York skömmu eftir
sameiningu Álafoss og Ullariðnað-
ardeild Sambandsins og tilheyrðu
hún dótturfyrirtæki Álafoss, Álafoss
Ltd. Eigið fé gamla Álafoss minnk-
aði að sama skapi í hinu nýja
sameinaða fyrirtæki, en skuldin end-
aði hjá Framkvæmdasjóði íslands
sem var ábyrgðaraðili.
Vísindaveiðar áfram
Vísindanefnd Alþjóða hvalveiði-
ráðsins fundaði í San Diego í Banda-
ríkjunum og var þar fjallað um þær
upplýsingar sem þegar liggja frammi
um hvalarannsóknir við ísland og
víðar. Halldór Ásgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra, sagðist ekki geta
betur séð en vistfræðilegum sjónar-
miðum vaxi stöðugt fylgi innan ráðs-
ins þrátt fyrir harðan áróður um
einhliða friðun allra hvalategunda.
Bjórinn og umboðin
Um 300 manns höfðu tryggt sér
umboð fyrir ýmsar tegundir bjórs frá
öllum heimshornum þegar sala hans
var heimiluð með lögum frá Alþingi
að kvöldi 9. maí. Ákveðið var að
hefja mætti sölu mjaðarins 1. mars
1989. Með þessum nýju lögum var
aflétt 74 ára banni við sölu áfengs
öls. Einn kunnasti andstæðingur
bjórsins, Halldór Kristjánsson frá
Kirkjubóli. sagði af þessu tilefni að
baráttunni við þennan mjöð væri alls
ekki lokið og Alþingi hafi ekki
afgreitt bjórinn í eitt sikpti fyrir öll.
Efnahagsaðgerðir
Eftir mikla óvissu í efnahagsmál-
um í apríl og maí tókst ríkisstjórn
Þorsteins Pálssonar að koma sér
saman um aðgerðir til stuðnings
10% gengisfellingu á uppstigningar-
dag, 17. maí. Það var rétt fyrir
hvítasunnu að hliðarráðstafanir
þessar voru kynntar og þóttu þær
bera vott um mikla málamiðlun milli
sjónarmiða stjórnarflokkanna.
Sjálfstæðismenn komu í veg fyrir
fjárfestingarskatt, framsóknar-
mönnum tókst að koma inn ákvæð-
um um gráa markaðinn svokallaða
og alþýðuflokksmenn komu t veg
fyrir að hreyft yrði við rauðum
strikum í kjarasamningum. Talsvert
ósætti kom upp á yfirborðið hjá
framsóknarmönnum og lét t.d. Ólaf-
ur Þ. Þórðarson af stuðningi við
ríkisstjórnina vegna „ábyrgðarleysis
í stjórn efnahagsmála". ÁSÍ mót-
mælti lögbindingu launa og stjórnar-
andstaðan kallaði aðgerðirnar
„nokkrar magnyl".
Banaslys og hnífstunga
Tvö banaslys urðu í umferðinni í
maí. Annað þeirra varð á mótum
Vesturlandsvegar og Höfðabakka í
Reykjavík. Þetta varð síðdegis þann
11. maí og lést tæplega sextug kona
eftir firna harðan árekstur, en hún
var farþegi í framsæti þeim megin
sem bílarnir skullu saman. Hitt
banaslysið varð f Dagverðardal á
leiðinni milli Flateyrarog Bolungar-
víkur þann 25. maí. Þar lést 53 ára
vörubílstjóri, er bifreiðhans hafnaði
utan vegar. Sonur hans sem var
farþegi slapp við minniháttar meiðsl
og tókst honum að draga föður sinn
úr flakinu og kalla til hjálp.
Við Hagamel í Reykjavík hjó 32
ára kona til 49 ára sambýlismanns
síns með hníf og stakk hann illa í
kviðinn. Þetta gerðist í samkvæmi á
heimili þeirra aðfaranótt 1. maí, en
ekki var tilkynnt um verknaðinn fyrr
en morguninn eftir. Konan hafnaði
í gæsluvarðhaldi en maðurinn var
kominn á bataveg fáum dögum
síðar.