Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. janúar 1989 Tíminn 3 KÍ átti fund með forsætisráðherra Kennarasamband íslands hélt í gær fund með Steingrími Hermanns- syni forsætisráðherra. Á fundinum leitaði Kennarasam- bandið upplýsinga þess efnis hvað ríkisstjórnin hygðist gera til þess að bæta launakjör og lífsafkomu launa- fólks. Kjarasamningur Kennarasam- bands íslands sem renna átti út 31. desember síðastliðinn var eins og aðrir kjarasamningar framlengdur með lagaboði til 15. febrúar næst- komandi. Kennarasambandið benti sérstaklega á að á sama tíma og samningagerð hefur verið bönnuð með lögum og kjarasamningar sviknir, hefur gengi krónunnar verið fellt, beinir og óbeinir skattar auk vöru og þjónustu hækkað. Forsætisráðherra bauð fulltrúum KÍ til fundar með fulltrúum ríkis- stjórnarinnar einhvern næstu daga. jkb Samkeppni um útilistaverk Landsvirkjun hefur ákveðið að efna til samkeppni um gerð útilista- verks sem setja á upp við stjórnstöð Landsvirkjunar að Bústaðavegi. Öllum íslenskum listamönnum er heimil þátttaka og munu verð- launin nema hálfri milljón króna. Þar af verða fyrstu verðlaun ekki minni en 300 þúsund krónur. Keppnisgögn verða aflient frá og með mánudeginum 23. janúar en tillögum verður að skila ekki seinna en 29. mars næstkomandi. í dómnefnd sitja dr. Jóhannes Nordal stjórnarformaður Lands- virkjunar, Guðmundur Kr. Krist- insson arkitekt, Halldór Jónatans- son forstjóri Landsvirkjunar, Hall- dór B. Runólfsson listfræðingur og t>ór Vigfússon myndhöggvari. jkb L.Í.Ú fagnar fimm- tugsafmæli sínu: Gefur tæpar 8 milljónir í tilefni fimmtugsafmælis Lands- sambands íslenskra útvegsmanna lætur sambandið nú vinna að gerð tveggja kvikmynda um sjávarútveg. Einnig hefur L.Í.Ú. ákveðið að minnast þessara tímamóta með pen- ingagjöfum samtals að andvirði tæp- lega átta milljónir króna. Sjóminjasafni íslands í Hafnar- firði verða færðar þrjár milljónir króna, Byggðasafni Vestfjarða á ísa- firði ein milljón, Sjóminjasafni Austurlands á Eskifirði ein milljón, Sigurfararsjóði á Akranesi ein milljón, Náttúrugripasafni Vest- mannaeyja 500 þúsund, safninu á Hnjóti í Rauðasandshreppi 500 þúsund, Sjóminjasafni á Hellissandi 500 þúsund og Hellnakirkju í Breiðuvíkurhreppi 250 þúsund krónur. jkb Kaupmannahöfn: Islendingar handteknir fyrir smygl Þrír Islendingar ásamt Hollend- ingi, sem grunaðir eru um umfangs- mikið hasssmygl, hafa verið hand- teknir í Kaupmannahöfn. í gær- morgun var fólkið úrskurðað í 27 daga gæsluvaröhald. Lögregian mun hafa fylgst með fólkinu í þó nokkurn tíma, m.a. hlerað símtöl á heimilum þeirra. Fólkiðeráaldrinum 26-33 ára. SSH Vigdís við útför Japanskeisara Forseti íslands Vigdís Finnboga- dóttir mun fara til höfuðborgar Japans, Tokyo, 24. febrúar næst- komandi. Þar verður hún viðstödd útför Hirohito Japanskeisara. jkb Reykjavík: Vinnuslys Um tvöleytið í gærdag féll maður af vinnupalli við hús Ölgerðar Egils Skallagrímssonar við Grjótháls í Reykjavík. Maðurinn var fluttur á slysadeild. Ekki fengust upplýsingar um hversu alvarleg meiðsl hann hlaut. SSH Breyttar reglur um iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSÍ frá 26. febrúar 1986 aukast iðgjöld til lífeyrissjóða í áföngum, þar til 1. janúar 1990 að starfsmenn greiða4% af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987-1989: a) Starfsmenn: 4% iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 1731/3 klst. miðað við tíma- kaup hlutaðeigandi starfsmanns í dagvinnu, að við- bættu orlofi. Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 173 1/3 klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: V Hluti Hluti starfsmanna: atvinnurekenda: 1987 1,0% 1,5% 1988 2,0% 3,0% 1989 3,0% 4,5% Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% af öllum launum og atvinnurekendur með sama hætti 6%. SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild Lsj. byggingamanna • Lsj Lsj. bygg.iönaöarmanna í Hafnarf. • Lsj Lsj. Dagsbrúnar og Framsóknar • Lsj Lsj. Félags garöyrkjumanna • Lsj Lsj. framreiðslumanna • Lsj Lsj. málm- og skipasmiða • Lsj Lsj. matreiðslumanna • Lsj Lsj. rafiðnaðarmanna • Lsj Lsj. Sóknar • Lsj verksmiðjufólks Vesturlands Bolungarvíkur Vestfirðinga verkamanna, Hvammstanga stéttarfélaga í Skagafirði Iðju á Akureyri Sameining, Akureyri trésmiða á Akureyri • Lsj. Björg, Húsavík • Lsj. Austurlands • Lsj. Vestmanneyinga • Lsj. Rangæinga • Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi • Lsj. Suðurnesja • Lsj. verkafólks í Grindavík • Lsj. Hlífar og Framtíðarinnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.