Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 2
2 Timinn t)t\i ► YV/iV P.f '.LLubuTALH Fimmtudagur 19. janúar 1989 Aðstandendur kvikmyndarinnar Meffi fara fram á 200 milljóna kr. ríkisábyrgð á erlendum lánum og vilja 48 milljónir úr Kvikmyndasjóði: Nær að styrkja Bíó en loðdýrin og fiskeldið íslcnskir aðilar hafa gert dreifingarsamning við Columbia Pictures. Samningurinn tryggir þeim hundrað milljóna króna lágmarkstekjur af kvikmyndinni Meffi. Þá hafa þeir farið fram á tæplega tvö hundruð milljóna króna ríkisábyrgð vegna kostnaðar og segja kvikmyndagerð geta verið ábatasamari iðngrein en fiskeldi og loðdýrarækt. Tveir aðalleikara myndarinnar Meffi, þau Helgi Björnsson sem leikur Þór og Ylfa Edelstein sem leikur Dísu. í maí hefjast tökur á kvikmynd- inni Meffi hér á landi. En ráðgert er að frumsýna hana um mitt næsta ár erlendis og ef til vill heldur fyrr hér. Meffi er spennumynd sem gerist á íslandi, á Sikiley og í Marseilles. Myndin verður alfarið íslensk fram- leiðsla. En jafn kostnaðarsöm mynd hefur ekki áður verið framleidd á Norðurlöndum. Leikarar verða bæði íslenskir og amerískir, meðal annarra Eric Roberts, Helgi Björnsson og Ylfa Edelstein. Þá standa yfir samninga- viðræður við fleiri erlenda leikara sem eru eins og Hilmar Oddsson leikstjóri og einn handritshöfunda Meffi orðaði það „ekki minni nöfn en Eric og kannski þekktari". Ætlunin er að hver leikari muni tala sitt móðurmál nema í samtölum íslenskra persóna og þeirra ensku- mælandi, en þá verður enska notuð. „Þetta getur gefið henni ansi skemmtilegan blæ. Við munum leika okkur svolítið með andstæður, út- lendinga sem koma hingað með byssur á lofti og viðbrögð íslendinga við því,“ sagði Hilmar. Skífan hf. mun annast dreifingu myndarinnar og hefur verið undirrit- aður samningur við Columbia Pic- tures um dreifingu hennar utan Bandaríkjanna og Kanada. Einnig standa yfir samningaviðræður við fyrirtæki um dreifingu Meffi innan þessara landa. Samningurinn við Columbia Pic- tures er hinn stærsti sem gerður hefur verið um norræna kvikmynd og tryggir framleiðendum hundrað milljóna króna lágmarkstekjur. „Fyrir tveimur árum gerði ég dreifingarsamning við Columbia Pictures um dreifingu myndarinnar „Eins og skepnan deyr“ á mynd- bandi og má segja að þetta sé einskonar framhald þess samnings,“ sagði Jón Ólafsson framleiðandi Meffi og stjórnarformaður Skífunn- ar hf.. Petta er gcysilega viðamikið fyrir- tæki en áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar er um tvö hundruð milljónir króna. „Munurinn á þess- ari mynd og öðrum þeim íslensku myndum sem gerðar hafa verið er nokkuð mikill. Ef til vill sá helstur að þó ekki standi til að ríða um héruð eins og einhverjir Hollywood mógúlar með risafurur á annan hvern sand sem fyrir verður þá mun skipið ekki verða undirmannað eins og gjarnan hefur viljað brenna við,“ sagði Hallur Helgason sem aðstoðar við framleiðslu Meffi. Hilmar bætti því við að „íslendingar munu kynn- ast kvikmyndagerð eins og hún gerist hvað fagmannlegust og vonandi kemur samstarfið öllum til góða.“ Þegar hafa farið tíu milljónir í kynningu myndarinnar, hundrað milljónir fást frá Columbia en þá er eftir sem áður stórt bil sem ekki hefur verið brúað. „Við höfum því farið þess á leit við ríkisstjórn íslands að hún veiti þessu fyrirtæki, Bíó hf., ríkisábyrgð upp á fjórar milljónir dollara," sagði Jón. Hann taldi ekki að þetta væri óeðlileg bón og benti til samanburðar á fjárútlát ríkis- stjórnarinnar til fiskeldis og loðdýra- ræktar sem ekki væru eins arðbærar iðngreinar og kvikmyndagerð gæti verið. „Hér er aðeins fyrsta skrefið stigið í þá átt að við gerum kvik- myndir fyrir alþjóðamarkað." Þá hefur þess verið farið á leit við Kvikmyndasjóð að hann veiti Bíó hf. lán upp á eina milljón dollara sem verði endurgreitt ef hagnaður næst af myndinni. Kvikmyndasjóður hafði áður veitt upphaflegu handriti myndarinnar tíu milljóna króna styrk. Þessi styrkur var svo afturkall- aður vegna þess að breytingar hand- ritsins þóttu hafa orðið of miklar frá upphaflegu gerðinni. Söguþráður myndarinnar er eitt- hvað á þá leið að Jack, sonur bófa- foringja, ætlar að endurheimta virð- ingu föður síns með því að koma í umferð nokkru magni fíkniefna. Hann bíður sendingarinnar í Mar- seilles en fyrir misskilning hafnar hún í Reykjavík. Jack fer til íslands og kynnist þar járniðnaðarmannin- um Þór sem hefur aðgang að skipinu. Þór neitar að þiggja mútur og færa glæpamönnunum sendinguna. Þá rænir Jack kærustunni hans, Dísu. Þór snýr vörn í sókn, frelsar Dísu og þau halda til fjalla með eiturlyfin en Jack eltir fullur hefndarþorsta. jkb Orösending frá Ögmundi Jónassyni, form. BSRB: Kjarabót að jarð- tengja Sverri Ögmundur Jónasson formaður BSRB Sverrir Hermannsson skrifar í blöð og vill réttlæta tilraunir sfnar til þess að halda uppi háum vöxtum. Hann veitist að undirrituðum í bundnu máli og óbundnu fyrir að benda á að heppilegt gæri verið að setja talsmenn hávaxta í bankakerf- inu á taxtakaup almenns launa- manns - t.d. almenns bankastarfs- manns - og láta þá síðan kaupa íbúð á þeim kjörum sem þeir búa almenn- ingi, og vita þá hvort ekki kæmi annað hljóð í strokkinn. Að sjálfsögðu vill fólk vernda sparifé, en fyrr má nú rota en dauðrota og það er í rauninni maka- laust af hve mikilli léttúð þessir menn tala um vaxtabreytingar. Fyrir aðeins örfáum árum þóttu 5% raun- vextir háir vextir á íslandi. Þá hefðu 10% raunvextir eins og þekkst hefur undanfarna mánuði réttilega verið flokkaðir undir okur. Munurinn á þessum vaxtaprósent- um er hvorki meira né minna en 50 þúsund á hverja milljón á ári umfram vísitölubætureða 100 þúsund krónur á hverjar tvær milljónir sem ekki er óalgengt að húsnæðiskaupendur taki að láni í bankakerfinu. Það eru tveggja mánaða taxtalaun meðal- tekjumanns í BSRB. Er að undra þótt félagsmenn þar sæu það sem meiriháttar kjarabót að setja Sverri Hermannsson í jarðsam- band. Islendingur beið bana í Svíþjóð Athugasemd Gunnar Sveinsson fram- kvæmdastjóri BSÍ hafði samband við Tímann í gær vegna fréttar okkar af útafakstri Mosfellsleiðar í fyrradag. Gunnar vildi leiðrétta þann misskilning sem fram kom í fréttinni að í fyrra hefði Mosfells- leið farið útaf á sama stað. Sagði Gunnar að ekki hefði verið um að ræða rútu frá Mosfellsleið í fyrra. Tíminn biðst velvirðingar á þessum mistökum. íslenskur karlmaður lést í umferð- arslysi í Svíþjóð sfðastliðinn föstu- dag. Var hann akandi í bifreið sinni ásamt konu sinni og fimm börnum, þegar þau lentu í árekstri við annan bíl, með þeim afleiðingum að mað- urinn lést og konan handleggsbrotn- aði. Utanríkisráðuneytið hefur litlar upplýsingar um málið og því er ekki hægt að birta nafn mannsins að svo stöddu. Fjölskyldan var búsett í Svíþjóð og maðurinn starfaði hjá SAS flugfélaginu. - ES Eiturefni lenda ásorphaugum og í holræsum: Ekkert eftirlit á sorphaugunum Tíminn greindi frá því í gær að ekkert virkt eftirlit væri hér á landi með förgun eiturefna. Mikill hluti þeirra efna sem til falla, t.d. í iðnaði, lenda því á sorphaugunum eða í holræsunum. Á sorphaugunum virðist lítið sem ekkert vera fylgst með því hvaða úrgangur er keyrður þar inn. í vðtali við umsjónarmann sorphauganna í Gufunesi kom fram að starfsmennirnir þar hafa enga fræðslu fengið í meðferð eiturefna eða hvaða úrgangur geti hugsanlega innihaldið hættuleg efni. Einfaldri lausn eins og þeirri að láta starfsmennina fá lista yfir hættulegan úrgang hefur ekki verið beitt. í reglum um sorpeyðingu er að vísu kveðið á um hvernig fyrirtæki eins og lyfjafyrirtæki eigi að ganga frá úrgangi, þær reglur duga þó skammt þar sem enginn aðili fylgist skipulega með að eftir þeim sé farið. Nokkrir aðilar eins og Hollustu- vernd ríkisins, Vinnueftirlit ríkis- ins, Eiturefnanefnd og Náttúru- verndarráð fjalla vissulega um eit- urefni og eitraðan úrgang en staða þessara mála er þannig, að fylgst er með þeim eitruðu efnum sem flutt eru inn í landið en enginn aðili sér um framkvæmd raunverulegs eftir- lits með því hvað verður um þessi efni, þ.e. hvernig þeim er fargað. Tíminn hafði samband við Þór- odd Þóroddsson, framkvæmda- stjóra Náttúruverndarráðs, og spurði hann að því hvort ráðið hefði beitt sér skipulega fyrir því að ráðin yrði bót á þessum málum. „Náttúruverndarráð hefur haft samvinnu við Hollustuvernd ríkis- ins sem fer með þessi mál og eiturefnanefnd varðandi meðferð á allskonar úrgangi, í sjálfu sér hefur ekki verið fjallað sérstaklega um eiturefnin. Við höfum að vísu lagt áherslu á að þessi mál séu tekin fyrir og þá í fyrsta lagi hvaða efni eru í umferð í landinu. Það er vitað hvaða efni eru flutt inn en það vantar eftirlit með því hvað verður um þau.“ Þóroddur sagði jafnframt:. „Náttúruverndarráð er eingöngu umsagnaraðiii. Ráðið á einnig að vera aðili sem getur tekið upp málefni og vakið athygli stjórn- valda á þeim.“ SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.