Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. janúar 1989 Tíminn 7 Sverrir Hermannsson BYÐUR NOKKUR BETUR? Á dögunum hélt sjálfur forsætisráðherrann því fram á opinberum fundi að vaxtamunur íslenska bankakerfisins væri alltof mikill í samanburði við það sem tíðkaðist erlendis, eða 10-12% eins og hann ákvað. Á ísafjarðarfundinum talaði bönkum sé um 4,5-5%. Að vísu Ólafur Grímsson um að banka- kerfið tæki til sín tvöþúsundmilljón króna vaxtamun umfram það sem eðlilegt gæti talist. í Tímanum í dag segir Ó. Grímsson: „Vaxta- munurinn í íslenskum bönkum væri á bilinu 7-7,5% og sumir segja miklu meiri“, og á hann þar sjálf- sagt við forsætisráðherra sinn. Býður nokkur betur? í Tímagreininni lýsir Ó. Gríms- son yfir furðu sinni á vanþekkingu undirritaðs, sem hann hefði getað bætt úr með „einu símtali við hagdeild Landsbankans", eins og þar segir. í þessu sama viðtali í Tímanum upplýsir Ó. Grímsson að vaxtamunur hjá erlendum virðist sem samanburður á innlend- um og erlendum vaxtamun sé þannig reiknaður að bera saman heildarvaxtamun hjá erlendum bönkum en taka aðeins með í reikninginn vaxtamun innlána og útlána hjá íslenskum. Sleppa m.ö.o. gjaldeyrisviðskiptum, sem eru yfir 40% af umsvifum Lands- banka íslands, en í þeim viðskipt- um er vaxtamunur bankans aðeins um það bil 1,5%. En nú sem greinarhöfundur er í óvæntum samböndum við fjár- málasvið og hagdeild Landsbank- ans, þrátt fyrir vitneskju Ó. Gríms- sonar um annað, er rétt að birta staðreyndir um vaxtamun hjá Landsbanka íslands árið 1988, þótt þær upplýsingar komi auðvitað afar illa heim og saman við yfirlýs- ingar Ó. Grímssonar og forsætis- ráðherra. Ekki nennir undirritaður samt að biðja afsökunar á því, þótt honum skiljist fullvel á yfirlýsing- um Ó. Grímssonar að staða hans sé í hættu ef hann ekki þegir og hlýðir. Ríkisstjórnin, eins og það heitir hjá Ó. Grímssyni, niuni sýna styrk sinn ef bankastjórinn vilji ekki kúgast láta. Og hér eru þá staðreyndir málsins: Vegið meðaltal vaxtamunar hjá Landsbanka íslands allt árið 1988 var 5,09%. Að vísu myndi þetta meðaltal lækka ef tillit væri tekið til viður- laga sem Landsbankinn var beittur fyrstu þrjá mánuði árins 1988 vegna ónógrar lausafjárstöðu. Þess ber enn að geta sérstaklega, að eftir síðustu ákvörðun meiri- hluta bankaráðs Landsbanka ís- lands í vaxtamálum frá 29. nóv- ember s.l. reiknast mönnum til að vaxtamunur bankans sé 3.39%! sig Af þessu getur alþjóð séð hversu heilar brýrnar eru í málatilbúnaði Ó. Grímssonar sem kallar fjármálaráðherra. Annað mál er, að skoðun þess, sem hér stýrir penna, er sú, að bankar geti ýmislegt gert til að auka sparnað og bæta þjónustu sína. í því augnamiði hefir Lands- bankinn ákveðið að gera rækilega úttekt á stöðu sinni og starfsemi. Og kalla til erlenda sérfræðinga, sem fengist hafa við slík mál hjá hér um bil hverjum einasta banka um endilanga Evrópu. Á ísafjaðarfundi fór Ó. Grím- son háðulegum orðum um þessa ákvörðun Landsbankans og kvað Sverri Hermannsson vera að leita eftir ráðgjöf út fyrir landssteina, sem „við“ getum veitt honum, eins og hann komst að orði. Um þessa auðmýkt verður ekki farið fleiri orðum. Jón Baldvin Hannibalsson viö lok ráöstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE): Harma atburðina í Prag Hr. forseti. Góðir áheyrendur. Síðan framhaldsfundur Vínar- ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÖSE) hófst fyrir tuttugu og sex mánuðum hafa orð- ið einhverjar víðtækustu breyting- ar í samskiptum ríkja sem þátt- tökuríkin 35 hafa orðið vitni að síðan síðari heimstyrjöldinni lauk. Fyrir aðeins þremur árum gat eng- an órað fyrir því að sovéski herinn væri nú á förum frá Afghanistan, að forsetarnir Reagan og Gorbat- sjov hefðu setið fjóra fundi saman og að fyrsti samningurinn um tak- mörkun vopna í sögunni, þar sem ákveðið var að eyða heilum flokki kjarnavopna, hefði verið undirrit- aður, staðfestur og hafin væri fram- kvæmd á. Mestu máli skiptir að stöðugleiki hefur aukist í samskipt- um austurs og vesturs vegna þess að báðum aðilum hefur gengið betur, ekki aðeins að hafa hemil á samkeppni í vígbúnaðarmálum, heldur einnig í því að stuðla að gagnkvæmum skilningi sem getur eytt tortryggni og stuðlað að frek- ari samningaviðræðum. Þessi heillaþróun hefur komið fram í störfum þessarar ráðstefnu. Ennfremur gefa þær samningavið- ræður sem framundan eru á grund- velli Helsinkisamkomulagsins til- efni til áframhaldandi bjartsýni. Þegar þessi fundur hófst hinn 4. nóvember 1986 var haldið áfram að fjalla um fjölda tillagna sem höfðu verið bornar upp á þremur fyrri fundum. En á fundinum hefur einnig verið rætt um enn fleiri mikilvægar tillögur heldur en á fyrri fundum RÖSE. Þjóð mín tók þátt í flutningi sautján tillagna og það er ánægjulegt að sjá að tekið hefur verið tillit til þeirra í loka- skjali ráðstefnunnar. Hr. forseti. Vera kann að sá tími sem fer í það á RÖSE-fundum að ná fram samstöðu allra þeirra sem hlut eiga að máli þyki á stundum alltof langur, en árangurinn, lokaskjal Vínarfundarins, var vel þess virði að eftir því væri beðið. Vafalaust má telja lokaskjalið mikilvægasta og mest afgerandi skjal RÖSE eftir að Helsinkisamkomulagið var samþykkt. Það er ekki einungis efnismikið, heldur er í því að finna jafnvægi í umfjöllun um þau mörgu svið sem til umræðu hafa verið á framhaldsfundum RÖSE og ber að leggja sérstaka áherslu á það að þessi mismunandi svið eru ekki sjálfstæð, heldur mynda þau órjúf- anlega heild. Frá sjónarhóli íslendinga skiptir mannlegi þátturinn höfuðmáli. í lokasamþykkt Helsinkiráðstefn- unnar var gert ráð fyrir því að þátttökuríkin gætu ekki blómstrað án þess að hverjum einstaklingi væri gert kleift að þroskast óhindr- aður og frjáls. í því skjali sem fyrir okkur liggur er að finna skýr og skilmerkileg ákvæði á mannlega sviðinu, þar sem m.a. er fjallað um rétt hvers einstaklings til að ráða ferðum sínum, rétt hans til að veita og fá fræðslu í trúarbrögðum; aðgang að upplýsingum; sameiningu fjöl- skyldna; bein persónuleg samskipti milli trúaðra og trúfélaga; frelsi frá gerræðislegum handtökum, fang- elsum og útlegð; að fyrir hendi séu ákveðnar lausnir fyrir einstaklinga sem telja að réttindi þeirra hafi verið brotin; og réttindi minni- hlutahópa - svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Þjóð mín fagnar meginatriðunum í kaflanum um mannlega þáttinn í Vínarskjalinu; í fyrsta lagi fundun- um þremur um mannlega þáttinn innan RÖSE og í öðru lagi hvernig staðið skuli að upplýsingaskiptum og leyst skuli vandamál varðandi mannréttindi, undirstöðuatriði frelsis og mannlegra samskipta. Hr. forseti. Það er er ekki ætlun mín að fjalla um hinar ýmsu hliðar á lokaskjali Vínarfundarins. En sem fulltrúi þjóðar, sem er mjög háð utanríkisviðskiptum, tel ég mér skylt að lofa þau ákvæði sem stuðla eiga að verslunarsamskiptum aust- urs og vesturs og iðnþróun. Meðal annars má nefna að smám saman skal horfið frá hvers konar hindr- unum á vegi verslunar og að fyrir- liggjandi verði tæmandi og sam- bærilegar tölulegar upplýsingar um milliríkjaviðskipti. Ennfremur fögnum við ákvæðum um sam- vinnuverkefni og lítil og meðalstór sameignarfyrirtæki. íslendingar tóku þátt í flutningi tillögu um ráðstefnu um efnahags- samvinnu í Bonn og gerum við okkur góðar vonir um starf hennar varðandi frumkvæði á sviði sam- skipta í efnahags- og iðnaðarmál- um. Hvað varðar ákvæðin um vísindi og tækni vil ég aðeins nefna mikil- vægi þess að nýta náttúruauðlindir á skynsamlegan hátt. Við lifum á þeim tímum þegar þjóðirnar verða æ háðari hver annarri. E.t.v.á þetta einkum við á sviði umhverfismála. Reyndar eru fá svið sem henta betur til sam- vinnu þjóða í milli. Öll þátttöku- ríkin verða að vinna að því sameig- inlega markmiði að hverfa frá þeim náttúruspjöllum sem hafa því mið- ur verið fylgifiskur aukinnar efna- hagslegrar velgengni á undanförn- um áratugum. íslendingar voru meðal þeirra þjóða sem lögðu fram fjórar tillög- ur á sviði samvinnu í umhverfis- málum. Við fögnum þvf sérstak- lega að þær hafa sett svip sinn á lokaskjalið. Hið hreina og ómengaða haf um- hverfis lsland er undirstaða af- komu okkar. Ég legg áherslu á hve mikilvæg við teljum viðkomandi ákvæði í texta lokaskjals Vínar- fundarins, einkum þó eftirfarandi ákvæði: „... muni þær leggja sérstaka áherslu á þróun viðeigandi ráðstaf- ana í stað þess að fleygja úrgangi í sjó, í því skyni að draga úr því smám saman og verulega að skað- legum úrgangi sé fleygt í sjóinn og eitruðum úrgangsvökva brennt í sjó - í þeim tilgangi að hætt verði að beita slíkum aðferðum sem fyrst.“ Hr. forseti. Hér í Vín hafa (slendingar tekið þátt í að flytja tillögu um þýðingu bókmennta af og á tungur smærri þjóða, svipað því sem við gerðum á framhaldsfundunum í Madrid og Belgrad. Öllum ætti að vera auð- skilinn sérstakur áhugi okkar á þessu sviði. Hins vegar er það ekki eingöngu í þágu þeirra sem tala þessi tungumál að viðhalda þeim og koma þeim á framfæri. Evrópa er brotamynd þjóða og er hver þeirra í minnihluta, þrátt fyrir að þær séu misstórar. Það er okkar allra hagur að viðhalda þessari fjölbreytni í öllum sínum marg- breytilegu og fögru myndum. Við fögnum þeim skrefum sem stigin munu verða í því skyni að gera okkur ljósari sameiginlega menningarlega arfleifð okkar Evr- ópumanna og við hlökkum til að taka þátt í málþinginu í Kraká og upplýsingafundinum í Lundúnum. Við fögnum því að dregið hefur verulega úr því meðal allra aðildar- þjóða RÖSE að þær trufli útvarps- sendingar. Hr. forseti. Ríkisstjórn mín gerir sér glögga grein fyrir mikilvægi hernaðarhlið- ar öryggismála RÖSE, einkum eft- ir að hafa tekið þátt í Stokkhólms- ráðstefnunni um traustvekjandi aðgerðir í þrjú ár og í framkvæmd ákvæða hins mikilvæga skjals sem þar var samþykkt. Til þess að unnt reynist að auka traust þjóða í milli verður að leggja höfuðáherslu á að herir athafni sig fyrir opnum tjöld- um og hulu sé svipt af vopnabirgð- um. Niðurstaða Stokkhólmsfundar- ins var jafnan betri en við höfðum þorað að vona, t.d. hvað varðar vettvangskönnun á jörðu niðri á landsvæði annarra ríkja. Við von- úm að þær umbætur sem hafa að undanförnu orðið á alþjóðavett- vangi haldi áfram og stuðli að frekari framförum á þessu sviði. Við munum starfa með banda- mönnum okkar og öðrum ríkjum sem tóku þátt í RÖSE við að renna frekari stoðum undir ákvæði á hernaðarsviðinu, sem samþykkt voru á Stokkhólmsfundinum, á ráðstefnu um traustvekjandi að- gerðir sem hefst í Vín eftir nokkrar vikur. Á undanförnum þremur árum hefur Atlantshafsbandalagið hvað eftir annað óskað eftir því að komið væri á stöðugu og öruggu jafnvægi hefðbundinna herja með minni herstyrk. f viðræðum um hefðbundinn vígbúnað í Evrópu frá Atlantshafi til Úralfjalla, sem hefjast innan skamms, verðum við að koma í veg fyrir að unnt verði að gera óvænta árás eða stofna til meiri háttar hernaðaraðgerða og uppræta hættulegt misræmi og jafnvægisleysi. Þessar nýju viðræð- ur verða á margan hátt prófraun á það hvort gömul tortryggni og „kaldastríðshugsunarháttur" heyri raunverulega sögunni til. Við von- um sannarlega að svo sé. Sá niðurskurður hefðbundins vopnabúnaðar sem Gorbatsjov forseti hét nýlega lofar góðu og bendir til þess að Varsjárbandalag- ið sé fúst til að draga einhliða úr hinum miklu yfirburðum sem það hefur á sviði hefðbundins herafla. Hr. forseti. Ég hef þegar minnst á nokkra af þeim sérfræðingafundum sem verða haldnir fram að næsta fram- haldsfundi i Helsinki í mars 1992. Við teljum að fundaáætlunin sé yfirveguð og stuðli að frekari gagn- kvæmum skilningi varðandi tiltek- in mál í viðkomandi ríkjum. Höfum í huga að Helsinkisátt- málinn er sáttmáli breytinga, ætl- aður til að stuðla að skilningi, efla traust og leysa deilumál. Þetta er sameiginleg tilraun þátttökuríkj- anna til að breyta þeim aðstæðum sem valdið hafa sundrungu í Evr- ópu í rúma fjóra áratugi. Mikill árangur hefur náðst við að eyða þeirri sundrungu á ui ^anförnum tveimur árum. Lykillinn að þessum framförum hefur, að mínu mati, verið sá að staðið hefur verið við fyrri skuldbindingar. En því miður er margt enn ógert. Enn eru menn fangelsaðir fyrir stjórnmála- og trúarskoðanir, aflétta verður höml- um á frjálsu flæði upplýsinga og hugmynda; finna verður lausn á deilum þjóðarbrota, höftum á trúfrelsi og félagslegu ranglæti - svo að nokkuð sé nefnt. Hr. forseti. Nú er ástæða til að vera bjart- sýnn og jafnvel mætti segja að við okkur blasi nýtt tímabil í Evrópu þegar við snúum baki við langri sögu deilna þar sem bræður hafa borist á banaspjót. Ég vil hins vegar mæla nokkur varnaðarorð. Jafnvel hinn metnað- arfyllsti texti - þótt fullkominn væri - kemur að litlu haldi ef framkvæmdina vantar, ef orð leiða ekki til athafna. Þetta er það viðfangsefni sem kallar á framtak! í þessu sambandi hörmum við mjög árásir lögreglu á friðsama mótmælendur í miðborg Prag undanfarna daga. Réttur manna til að safnast saman í friðsamlegum tilgangi eru grundvallarmannrétt- indi sem öll aðildarríki RÖSE verða að virða. Öll ákvæði í sam- þykktum RÖSE sem náðst hefur samstaða úm hlýtur að ná til allra rfkjanna 35. Vart þarf að taka það fram að þetta á einnig við um Rúmeníu. Fyrir hönd ríkisstjórnar íslands vil ég nota þetta tækifæri til að þakka hinum austurrísku gestgjöf- um okkar, sem hafa skipulagt þriðja framhaldsfundinn með þeim hætti að til fyrirmyndar er fyrir þá sem skipuleggja fundi RÖSE í framtíðinni. Eg vil einnig hrósa framkvæmdastjóra ráðstefnunnar, Liedermann sendiherra, og starfs- liði hans fyrir það hve vel þeim hefur tekist til við fundarhaldið á Vínarfundinum. Þakka yður fyrir, hr. forseti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.