Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn! Fimmtudagur 19. janúar 1989 FRETTAYFIRLIT ÚTLÖND Þrátt fyrir að starfsemi hinna óháðu pólsku verkalýðssamtaka Samstöðu hafi verið bönnuð ■ sjö ár, hafa samstöðumenn ekki látið deigan stíga. Nú virðist Ijóst að starfsemi þeirra hljóti lögleiðingu á ný. Jaruzelski hlaut traust miðnefndar pólska kommúnistaflokksins í óvæntri atkvæðagreiðslu: Starfsemi Samstöðu lögleidd í áföngum PRAG - Rúmlega 5000 Tékkarsöfnuöustsaman í mið- borg Prag og kröfðust frelsis og mannréttinda og hrópuðu nafn Gorbatsjovs til að undir- strika kröfur um úrbætur. í fyrsta sinn í fjóra daga réðst lögreglan ekki að mótmælend- um. NEW YORK - Hinn útlægi fyrrverandi forseti Filippseyja, Ferdinand Marcos, er nú að dauða kominn og mun ekki hafa heilsu til að vera viðstadd- ur réttarhöld yfir honum þar sem hann er sakaður um sam- særi og spillingu þann tíma er hann gegndi embætti forseta. VÍN - Sovétmenn og Austur- Þjóðverjar höfnuðu kröfum Bandaríkjamanna, Breta og Vestur-Þjóðverja um að hinn illræmdi Berlínarmúr yrði rifinn niður og sögðu nauðsynlegt að hann standi enn um sinn. BONN - Stjórnarandstöðu- flokkarnir í Vestur-Þýskalandi sökuðu Helmut Kohl kanslara um að styðja „kaupsýslumenn dauðans" með því að mistak- ast að koma í veg fyrir að vesturþýsk fyrirtæki hjálpuðu Líbýumönnum við að byggja efnaverksmiðju sem Banda-! ríkjamenn segja að muni fram-1 leiða efnavopn. MOSKVA - Tólf leiðtogar armenskra þjóðernissinna sem voru handteknir í síðasta mánuði vegna undirróðurs- starfsemi hafa nú verið fluttir í öryggisfangelsi í Moskvu. JERÚSALEM - Arabar á j hernumdu svæðunum á Vest- urbakkanum hófu skyndiverk- fall til að mótmæla auknum áverkum og dauðsföllum af skothríð ísraelskra hermanna á Palestínumenn. Stjórnar- andstaðan í Israel hefur ráðist á stjórnina vegna aðgerðanna: á hernumdu svæðunum. Sum- um finnst ekki nógu langt gengið, öðrum of langt. HÖFÐABORG - Forseti; Suður-Afríku, P.W. Botha, fékk j vægt slag og var fluttur á; hersjúkrahús í Höfðaborg.. Ástand Botha var eftir aðstæo- um. __ Í PUNTA ARENAS -Tvær bandarískar konur urðu þær fyrstu sem ferðast hafa þverr yfir suðurheimskautslandið á skíðum. Þær voru 51 dag á' leiðinni og eru nú komnar til Chile. Starfsemi pólsku verkalýðssam- takanna Samstöðu verður lögleidd í áföngum, en Samstaða hefur starfað ólöglega allt frá því herlög voru sett í Póllandi í desember 1981. Þetta var niðurstaða lokaðs fundar miðnefnd- ar pólska kommúnistaflokksins sem lauk í Varsjá í gær. Þá hlaut Jaruz- elski stuðning mikils meirihluta miðnefndarinnar í óvæntri atkvæða- greiðslu um traustsyfirlýsingu. Jar- uzelski hefur lagt áherslu á að samn- Sjö ára gamall grískur drengur barnaði þrjátíu og átta ára gamla barnfóstru sína og er nú faðir hraustra tvíbura. Þetta hljómar ótrúlega, en svona er það nú samt. - Það getur alls ekki verið, sögðu foreldrar hins sjö ára Dimitri Agana- polis þegar hann sagðist hafa barnað nágrannakona þeirra, ekkjuna Sophiu Katarina. - Ótrúlegt en satt, sagði hins vegar læknirinn Plato Speratoza sem tók blóðprufur af Dimitri litla og kannaði líkamlegan þroska hans. - Dimitri er það bráðþroska að hann hefði getað orðið faðir fimm ára og er vel þess hæfur að gagnast konu! „Ástafundur“ þeirra Dimitris og Sophiu átti sér stað eitt fallegt kvöld sumarið 1987 þegar Sophia var að passa Dimitri á meðan foreldrar hans voru í burtu. Eftir að ástar- bríminn dofnaði brýndi Sophia fyrir ingar náist við Samstöðu um umbæt- ur í stjórnmálum í Póllandi. Fundur miðnefndarinnar var hald- inn til að ræða áætlun sem gerir ráð fyrir að starfsemi Samstöðu verði lögleidd í áföngum. Áætlunin hlaut stuðning meirihluta hinna tvöhundr- uð og þrjátíu miðnefndarmanna. Harðar umræður urðu um það hvort lögleiða ætti Samstöðu, en hin opinberu verkalýðssamtök höfðu lagst gegn því. Fulltrúar hennar Dimitri að minnast ekki einu orði á hvað gerst hafði. Dimitri kjaftaði hins vegar í mömmu sína þegar Sophia sagði honum að hún ætti von á barni. f dag býr Sophia ein með tvíbur- Leiðtogar Pólisaríóhreyfingarinn- ar í Vestur-Sahara sem áttu fund með Hassan konungi Marokkó fyrir hálfum mánuði eru mjög bjartsýnir á að friður komist á eftir þrettán átök. Telja þeir að friðarsamkomu- lag geti verið tilbúið undirritað í byrjun marsmánaðar. ÁBC fréttastofan hefur það eftir Bachir Mustapha Sayed næst æðsta urðu undir og mun Samstaða því að líkindum fá að starfa löglega næstu sextán mánuði. Eftir þann tíma verður málið endurmetið samkvæmt áætluninni. Mieczslaw Rakowski forsætisráð- herra Póllands hefur hvatt Samstöðu til að vinna með kommúnistaflokkn- um við að byggja upp réttlátan sósíalisma í Póllandi og koma á úrbótum í efnahagsmálum og stjórn- málum. ana sína og lifir af framfærslu frá sveitarfélaginu. Dimitri var hins veg- ar sendur á uppeldisstofnun. Hann fær ekki að hitta börn sín fyrr en hann verður átján ára. Þá munu tvíburarnir vera á tólfta árinu. manni Pólisaríóhreyfingarinnar sem nú er í heimsókn í Mauritaníu, að ástandið í Vestur-Sahara sé nú til fyrirmyndar og að friður ætti að vera tryggður þar. Mauritanía hefur stutt Pólisaríó- hreyfinguna í baráttunni við Mar- okkó um framtíð þessa fosfatríka eyðimerkurlands. Hemumdu svæðin í Paiestínu: Heimenn mótmæla hertum aðgerðum ísraelskir hermenn sem nú eiga enn að herða tökin í átökum við Palestínumenn á hernumdu svæðun- um eru nú ævareiðir út í stjórnvöld og saka Yitzhak Shamir forsætisráð- herra um að vera illilega úr tengslum við veruleikann. Herménnirnir eru að vonum þreyttir á því að berja palestínska unglinga og fá skipanir um að skjóta að fólki plastkúlum sem oft og tíðum reynast banvænar. Nokkrir hermenn sem gegna nú herskyldu sinni gengu á fund Sham- irs er hann var staddur í bænum Nablus á hinum hernumda Vestur- bakka og gagnrýndu mjög stefnu ríkisstjórnarinnar gegn uppreisn Palestínumanna, stefnu sem neytt hefur þá til að beita ofbeldi gegn saklausu fólki. - Hersveit er send á vettvang, gerir það sem hún gerir, og jafnvel liðsforinginn sem stjórnar aðgerðum veit ekki hvað margir eru drepnir eða særðir, sagði einn hermannanna. - Hlutir gerast sem enginn veit um. Leiðtogar okkar eru úr tengsl- um við það sem gerist á vígvellinum. Herinn hefur hingað til ekki vitað um helming þeirra atvika sem gerast fyrr en fréttir berast frá sjúkrahúsum sem taka við særðum og deyjandi Palestínumönnum sem átt hafa í átökum við ísraelska hermenn. - Til að koma á reglu á markaðn- um erum við neyddir til þess að beita harkalegu ofbeldi gegn fólki sem ekkert hefur sér til saka unnið... ég verð að gefa þeim dauðahögg svo þau hræðist mig. Þetta brýtur mig niður, sagði annar hermaður kallað- ur Yotam. Shamir svaraði ásökunum her- manna einfaldlega með því að for- dæma þjóðernissinnaða Palestínu- menn fyrir að neyða ísraelska her- menn til að drepa unglinga sem kasta að þeim grjóti. Enn óeirð- ir á Miami Ekkert lát varð á ofbeldisöld- unni í blökkuhverfum Miami í fyrrinótt þrátt fyrir að öryggislög- regla grá fyrir járnum reyndi að halda uppi lögum og reglu. Lög- reglan beitti táragasi á óeirða- seggi og fimm manns lágu eftir særðir skotsárum. Óeirðirnar hófust fyrir tveimur dögum þegar lögreglan skaut til bana blökkumann sem var á flótta undan réttvísinni á vélhjóli sínum. Á tímabili náði óeirðalög- reglan tökum á ástandinu, en óeirðirnar blossuðu upp á ný í fyrrinótt eftir að félagi blökku- mannsins sem hafði verið farþegi á vélhjólinu lést af völdum meiðsla er hann hlaut á flóttan- um. Ekki bætir úr skák að nú flykk- ist fjöldi aðdáenda amerísks fót- bolta til Miami þar sem úrslita- leikur „Super bowl“ keppninnar fer fram um helgina. í átökunum í fyrrinótt um-. kringdu fjögur hundruð óeirða- lögreglumenn fimmtíu fjölbýlis- hús og beitti táragasi gegn múgn- um sem kastaði steinum að lög- reglu, kveikti í bílum og rændi verslanir. Faðir grískra tvíbura í yngra lagi: SJÖ ÁRA BARN- AR BARNFÓSTRU Leiðtogar Polisaríó bjartsýnir: Friður við Marokkó í mars

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.