Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 19.01.1989, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 18. janúar 1989 Tíminn 15 MINNING Guðmundur Kr. Guðnason Skagaströnd Guðmundur Kr. Guðnason, póst- ur og organisti á Skagaströnd, lést snögglega á heimili sínu 20. nóvem- ber sl. Guðmundur var Bólhlíðingur að ætt, fæddur og uppalinn á hinum grösuga og sumarfagra Laxárdal ytri, sem liggur að baki Langadals- fjalla í Húnaþingi og nú má heita allur kominn í eyði utan eitt býli. Þaðan lá leið hans sem ungs manns til Skagastrandar, þar sem hann lifði og starfaði allt til dauðadags, lengst af sem póstur þeirra Skagfirðinga ásamt því að sinna organistastörfum. Á Skagaströnd bjó Guðmundur lengst af í litlu húsi, er Ægissíða hét, en nú síðustu árin að Bankastræti 10. í Bólstaðarhlíðarhreppi voru bernskuslóðir Guðmundar, þar át’ti hann marga vini og kunningja og lagði þangað oft leið sína, og þar hófust kynni okkar sumarið 1981, er ég kom sóknarprestur á Bólstað. Við Guðmundur urðum fljótt góð- ir vinir, hann var maður aðgengileg- ur og átti auðvelt með að blanda geði við annað fólk. Málefni kirkjunnar voru honum hjartfólgin, og minnist ég frá þessum árum góðra samvcrustunda á hér- aðsfundum Húnavatnsprófastsdæm- is, þar sem Guðmundur var ætíð mættur, sömuleiðis við ýmis önnur tækifæri innan kirkju og utan. Mér var fljótt Ijóst, sem ég átti eftir að kynnast enn betur síðar, hvern hauk í horni kirkjan átti, þar sem var Guðmundur Guðnason. Tónlist var honum í blóð borin. Hann hafði sem ungur maður numið orgelleik hjá nafna sínum, Guð- mundi Sigfússyni á Eiríksstöðum, og hafði, er hér var komið sögu, um árabil verið organisti við Hösk- uldsstaðakirkju og Hofskirkju á Skaga ásamt því að vera virkur og áhugasamur félagi í kirkjukór Hóla- neskirkju á Skagaströnd, og áhugi hans var fyrir öllu þvt', er viðkom kirkjusöng og guðsþjónustunni yfir- leitt, leyndi sér ekki. Par var ekki komið að tómum kofanum hjá Guðmundi, því allt frá árinu 1940 hafði hann skráð niður hjá sér allar útvarpsmessur ásamt nöfnum prests og organista og núm- erum þeirra sálma, er sungnir voru. Er slík sálmaskrá mér vitanlega einsdæmi hér á landi og lýsir best elju Guðmundar og áhuga. Honum til mikillar gleði var fyrir nokkru lokið við að tölvuvinna skrá þessa, og mun hún jafnframt því að veita upplýsingar um tíðni sálma á fyrr- nefndu tímabili lengi halda minn- ingu Guðmundar á lofti. Pannig var Guðmundur, áhugasamur og trúr í hverju því, sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var póstút- burður, kirkjusöngur eða eitthvað annað. Tónlistin var hans hjartfólgnasta áhugamál, en hann átti sér ýmis önnur, svo sem að ferðast um byggðir landsins, en af því gerði hann tals- vert hin síðari árin og naut þess í ríkum mæli. Guðmundur var nátt- úruunnandi að eðlisfari, athugull og fróðleiksfús, og var óspar á að festa á filmu, það sem fyrir augu og eyru bar á ferðalögum eða við önnur tækifæri. Munu þeir vera fleiri en ég, sem eiga góðar myndir og minningar frá ýmsum hátíðlegum tækifærum fyrir tilstilli Guðmundar. Raunar hygg ég óhætt að segja, að allir, sem honum kynntust, hafi fundið þar góðan og tryggan vin, sem þeir nú sakna að leiðarlokum. Er ég fluttist að Mælifelli í Skaga- firði árið 1983, kom í minn hlut að annast messuhald í Ábæjarkirkju í Austurdal, en þar er sem kunnugt er messað aðeins einu sinni á ári, venjulega um 16. helgi sumars. í Ábæjarkirkju er ekkert rafmagn * né hljóðfæri og því úr vöndu að ráða með orgelleik. Leitaði ég á náðir Kristjáns Hjartarsonar og Guð- mundar Guðnasonar á Skagaströnd, en sá fyrrnefndi átti lítið batterísorg- el, sem handhægt var að flytja með sér fram í Ábæ. Er ekki að orðlengja það, að báðir tóku þeir málaleitan minni einstaklega ljúfmannlega. Spiluðu þeir félagar í fjögur sumur við messur í Ábæ, ýmist báðir eða hvor í sínu lagi, en skiptu verkum þannig með sér, að Guðmundur lék á orgelið, en Kristján leiddi sönginn með sinni hljómmiklu tenórrödd. Eru mér þessar stundir í Ábæjar- kirkju einkar hugljúfar, sökum þess hátíðleika er þar ríkti og þeirrar alúðar, sem þessir tveir heiðursmenn lögðu í verk sitt. Veit ég, að undir það munu þeir geta tekið, sem þar voru viðstaddir. Fyrir þessar sam- verustundir í Ábæjarkirkju vil ég nú þakka heilum huga. Það fann ég þá og við fleiri tækifæri, að fáar stundir voru Guð- mundi eins hjartfólgnar og þær, sem hann átti í húsi Guðs, kirkjan og athafnir hennar voru honum bók- staflega upplifun og helgur dómur. Fyrir starf í kirkjunni fannst honum engin fyrirhöfn of stór. Sl. sumar gat Guðmundur eigi komið því við að spila í Ábæjar- messu, hann var þá á ferðalagi suður á landi, hafði fengið þar inni í orlofshúsi, en hafði við orð, er við töluðum saman, að sig langaði að koma næsta sumar og spila í Ábæ. Af því verður ekki, því kallið kom óvænt og fyrr en nokkurn grunaði. Við hér munum sakna þess að eiga ekki framar von á honum, söknuður og þakklæti er mér efst í huga, er ég kveð góðan vin, þakklæti fyrir góð samskipti og vináttu á liðnum árum. Guðmundur Guðnason var ekki ríkur af þessa heims gæðum og gerði ekki miklar kröfur til lífsins, en hann var þeim mun ríkari af auðlegð hjartans og auðmýkt, því sem hvorki mölur né ryð fær grandað, auðmýkt gagnvart listinni hinni æðstu og gagnvart Guði sínum, þar um var hann ekki margorður, en lét verkin tala. „Sælir eru fátækir í anda, því þeirra er himnaríki", segir Kristur í Fjallræðunni. Þau orð finnst mér eiga vel við Guðmund Guðnason. Með einlægri framkomu ávann hann sér vináttu og traust samferðamann- anna. Ég trúi því, að hans muni bíða mörg verkefni á landi lifenda, þar sem hið fyrra er farið, en allt er orðið eitt í Drottni, eilíft, satt og fagurt, og víst er, að þar mun hann verða liðtækur í hinum himneska kirkju- kór. Hvíli hann í Guðs friði. Eftirlifandi bræðrum og öðrum aðstandendum er vottuð innileg samúð. Ólafur Þ. Hallgrímsson.^ FISKIMÁL Sýktur lax sleppur úr kvíum í Noregi Talið er að um hálf milljón stórra laxa hafi sloppið úr laxeldiskvíum í eldisstöðvum á Sunnmæri og Þrændalögum í Noregi nýlega vegna óveðurs. Þar af hefur mikill fjöldi kýlaveikra laxa sloppið úr tveimur eldisstöðvum á Sunnmæri. Tjónið varð þannig algert hjá Fjarðalaxi sf. á Suðurmæri. í heild er tjónið, sé miðað við verð á sláturlaxi, talið nema um 50 milljónum norskra króna. Héraðsdýralæknir fiskisjúkdóma á Sunnmæri skýrir blaðinu Fiskaren Laxeldiskvíum í sjó hcfur fjölgað ört síöustu árin. Mynd EH. frá því að sjúkur fiskur syndi frá einni stöð til annarrar og dreifi smiti. Hann vill, eins og áður, leggja áherslu á, að fiskimálaráðuneytið láti gera áætlun um að reynt verði að hirða upp hinn sjúka fisk. Hann fullyrðir að ekki sé til öryggis- eða eftirlitskerfi til að koma í veg fyrir að kvíaeldisstöðvar verði fyrir fyrr- greindu slysi. „Fiskaren" upplýsir ennfremur að ekki séu uppi neinar aðgerðir af hálfu fylkisdýralæknis til að ná tök- um á laxinum, sem syndir nú um allan sjó. Læknirinn kvaðst sjálfur vona, að laxinn syndi til hafs og sjáist aldrei meir! Hann hvetur mat- fiskaframleiðendur til að slá nót utan um kvíarnar til að haldasjúkum fiskum frá kvíunum. Þetta eru sannarlega óhugnanleg- ar fréttir, sem berast okkur frá Noregi. Sýnt er að eldiskvíar í sjó standast ekki slæmt veður. Hvaða lærdóm getum við af þessu dregið? Talið er að nú séu tæplega 1,4 milljón laxa í sjókvíum og þar af tæplega ein millj. á Faxaflóasvæð- inu. Styrkir úr Minningarsjóði Theódórs Johnsons í samræmi viö skipulagsskrá Minningarsjóðs Theódórs Johnsons hefur Háskóli íslands ákveðið að úthluta 4 styrkjum, að upphæð kr. 100 þús hver. í 4. gr. skipulagsskrár sjóðsins segir m.a.: Þeim tekjum sem skal leggja við höfuðstól, sbr. 3. gr., skal varið til að styrkja efnilega en efnalitla stúdenta, einn eða fleiri, til náms við Háskóla íslands eða framhaldsnáms erlendis að loknu námi við Háskóla íslands. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu háskólans. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar 1989. Eldviðvörunarkerfi á Vífilsstaðaspítala Innkaupastofnun ríkisins f.h. Ríkisspítala óskar eftir tilboðum í örtölvustýrt eldviðvörunarkerfi og uppsetningu þess fyrir Vífilsstaðaspítala. Stærð: Stjórnstöð: 200 skynjarar, stækkanleg í 400 skynjara. Reyk- og hitaskynjarar: 140 stk. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, á kr. 2000,-. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 10. febrúar 1989 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Umboðsmenn Tímans: Kaupstaöur: Nafn umboðsmanns Heimili Simi Hafnarfjöröur Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Kópavogur Linda Jónsdóttir Holtagerði 28 45228 Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgeröl Margrét Magnúsdóttir Hjallagötu 4 92-37771 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík LindaStefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjöröur Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut3 93-41447 Isafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi2 94-7673 Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu 20 94-1503 Bíldudalur HelgaGisladóttir Tjarnarbraut 10 94-2122 Þingeyri KaritasJónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík ElísabetPálsdóttir Borgarbraut5 95-3132 Hvammstangi Friðbjörn Nielsson Fífusundi 12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-5311 Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut 54 96-71555 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940 Svalbaröseyri ÞrösturKolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Ólafur Geir Magnússon Hjarðarhóli 2 96-41729 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð 8 96-62308 Raufarhöfn Ófeigurl.Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður Svanborg Viglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaöir Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350 Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir Fjarðarbakka 10 97-21467 Neskaupstaöur KristínÁrnadóttir Nesbakka16 97-71626 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167 Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svinaskálahlið 19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299 Stöðvarfjörður Svava G. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839 Djúpivogur ÓskarGuðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut13 97-81255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún51 98-34389 Þorlákshöfn Þórdís Hannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu28 98-31198 Stokkseyri Hjörleifur Bjarki Kristjánsson Sólvöllum 1 98-31005 Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jónína og Árný Jóna Króktún 17 98-78335 Vík VíðirGylfason Austurveg 27 98-71216 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 m^BRosml' ■ 1 UMFEROAfl /' 09 Urao alltgengurbetur *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.